Morgunblaðið - 30.11.2006, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. NÓVEMBER 2006 51
Þjónustudagur Beco
föstudaginn 1. desember
Hinn árlegi Canon þjónustudagur
Beco verður haldinn þann 1.
desember nk. en þá býður fyrirtækið
öllum Canon notendum upp á fría
yfirferð á Canon EOS myndavélum og
fylgihlutum.
Sérfræðingar Beco fara yfir búnaðinn
þinn og þú færð ítarlega ástandsskýrslu.
Ef þú kemur með búnaðinn á milli
10:00 og 13:00 færðu hann til baka
samdægurs. Ef þú kemur eftir kl. 13:00
færðu búnaðinn 2. desember.
Við hvetjum alla Canon EOS notendur
til að nýta sér þetta einstaka tækifæri
og kynna sér ýmsar Canon nýjungar
og tilboð í leiðinni, m.a. útprentanir
úr nýjum Canon prenturum. Allir fara
í Canon lukkupottinn þar sem þrír
heppnir geta unnið Ixus Wireless, Canon
Speedlite 220EX flass og SELPHY CP510
ljósmyndaprentara.
Heitt á könnunni
og jólastemning.
Remote switchar og fjarstýringar með 20% afslætti.
Canon EF 24-105mm f/4L IS USM
„Standard zoom” linsa sem auðvelt er að
ferðast með þar sem myndgæði eru í fyrirrúmi.
Lágmarks ljósop er F22 og er linsan með 3-
stops Image Stabilizer.
Verð 108.900 kr.
Canon PowerShot G7
Mögnuð smávél með 6x optical Image
Stabilizer zoom linsu, 10 megapixlum, 2.5”
LCD skjá, ISO 1600 og DIGIC III örgjörvanum
ásamt Face Detection tækni.
Verð 59.900 kr.
Canon Speedlite Transmitter
Þráðlaus flass sendir sem gefur óendalega
notkunarmöguleika á flassi, dregur 12-15 m.
E-TTL flass mæling og innbyggt ,,Auto” fókus
ljós.
Verð 19.900 kr.
Canon iP5300 A4 prentari
Gríðarlega afkastamikill - 10x15 blæðandi
ljósmyndir á u.þ.b. 21. sek.
• Framúrskarandi prentgæði – Allt að
9600x2400 dpi upplausn (1 píkólíter).
• Tveir pappírsbakkar, sjálfvirk tvíhliða prentun
og DVD/CD prentun.
• PictBridge tengi – Óþarfi að nota PC tölvu.
• Lágur rekstrarkostnaður með Single Ink
kerfi – Fimm aðskilin blekhylki.
• Canon ChromaLife100 kerfið lengir endingu
mynda.
Verð 18.900 kr.
Canon iX5000 A3+ prentari
Háþróaður A3+ prentari til að prenta út hágæða
skjöl, myndir og grafík.
• Allt 25 bls. pr. mín. í svörtu – 17 í lit (A4).
• A3+ ljósmyndagæði á u.þ.b. 166 sek. í
Standard mode.
• Ljósmyndagæði – Allt að 4800x1200dpi.
• Skýr texti, lifandi litir.
• ChromaLife100 kerfið lengir endingu
mynda.
• PictBridge tengi.
• Single Ink aðskilin blekhylki.
Verð 39.900 kr.
Canon IPF5000
teikningaprentari – plotter
12 lita blekkerfi tryggir litabreidd með betri
blæbrigðum í A2 útprentun.
• 1200 punkta útprentun í 17” (A2+).
• Frábær myndgæði með nýju 12 lita kerfi.
• Framúrskarandi eftirprentanir.
• Sveigjanlegir pappírsmöguleikar.
• Hugbúnaðarviðbætur og þar á meðal
PosterArtist.
Verð 225.900 kr.
Tilboð í tilefni dagsins:
Leikarahjónin Richard Gere ogCarey Lowell munu lesa ljóð
og aðra texta eftir bandaríska fanga
á morgun á ráðstefnu sem haldin er í
New School-háskólanum í New
York-borg. Á ráðstefnunni verður
sjónum beint að bandaríska refsi-
kerfinu og þeim áhrifum sem það
hefur á gjörvallt bandaríska sam-
félagið.
Fyrrverandi Strandvarða-leikkonan Pamela Anderson
hefur óskað eftir því á heimasíðu
sinni að fjölmiðlar geri ekki mikið úr
skilnaði hennar sjálfrar og eign-
mannsins til fjögurra mánaða, Kid
Rock. „Ég hef miklar áhyggjur af
umfjöllun fjölmiðla af skilnaðinum.
Ég veit að það er fólk sem er tilbúið
að verja mig eða þá verja Bob, en
börnin mín geta lesið. Börn skilja
ekki muninn á staðreyndum og
slúðri... gerir það einhver?“
Að endingu segir hún að Kid Rock
sé á margan hátt frábær en þau séu
hins vegar sammála um að þau eigi
ekki samleið lengur.
Dómstóll í Malaví hefur kveðiðupp þann úrskurð að mann-
réttindasamtök þar í landi megi lög-
sækja poppdrottninguna Madonnu
vegna bráðabirgðaættleiðingar
hennar á barni þaðan, David Banda.
Banda býr nú hjá Madonnu og fjöl-
skyldu hennar, en samtökin Human
Rights Commission í Malaví telja að
Madonna hafi ekki fylgt lögum um
ættleiðingar. Hún þurfi að búa í
landinu í eitt og hálft ár áður en hún
geti ættleitt barn.
Söngvari írsku rokksveitarinnarU2, Bono, gaf Shinzo Abe, for-
sætisráðherra Japans, Giorgio Arm-
ani -sólgleraugu sem hann er sjálfur
þekktur fyrir að bera á andlitinu.
Abe og Bono áttu saman fund og eft-
ir fundinn jós Bono lofi yfir Japan.
Fyrir um viku síðan lék Bono á
ókeypis útirokktónleikum í Melbo-
urne í Ástralíu á sama tíma og fjár-
málaráðherrar og seðlabankastjórar
heimsins komu saman til fundar. Til-
gangur tónleikanna var að krefjast
þess að leiðtogarnir hertu baráttuna
gegn fátækt í heiminum.
Rapparinn Snoop Dogg var hand-tekinn á þriðjudagskvöldið eft-
ir að hann yfirgaf myndver NBC í
Burbank nærri Los Angeles í
Bandaríkjunum. Rapparinn var að
koma úr upptökum á spjallþætti Jay
Leno þegar hann var handtekinn, en
í bíl hans fannst skammbyssa, kók-
aín og maríjúana. Þetta er í þriðja
sinn sem tónlistarmaðurinn kunni,
sem m.a. hefur heimsótt Ísland,
kemst í kast við lögin á þremur mán-
uðum.
Fólk folk@mbl.is
Breski tónlistarmaðurinn EltonJohn hefur gagnrýnt afstöðu
ástralska forsætisráðherrans, Johns
Howards, til giftinga samkyn-
hneigðra. Poppstjarnan er á tón-
leikaferðalagi um Ástralíu og var
spurð af fréttamanni hvort hún hefði
einhver skilaboð til Howards sem
hafnaði lögleyfingu hjónabands sam-
kynhneigðra para í júní sl. Elton
John vandaði forsætisráðherranum
ekki kveðjurnar: „Farðu til fjand-
ans.“
Hjónaband samkynhneigðra hef-
ur verið mikið hitamál í áströlskum
stjórnmálum upp á síðkastið.
Elton John gitist ástmanni sínum,
David Furnish, hjá borgardómara í
desember á síðasta ári.
Skilnaður Hollywood-leikaransChristians Slaters og sjón-
varpsframleið-
andans Ryans
Haddons er
genginn í gegn.
Parið gekk í það
heilaga á valent-
ínusardeginum
árið 2000 og sótti
um skilnað í jan-
úar á síðasta ári
vegna „ósætt-
anlegs ágreinings“. Saman eiga þau
tvö börn.
Hinn 37 ára gamili Slater er
þekktastur fyrir hlutverk sín í
myndunum Heathers og True Rom-
ance. Nýjasta mynd hans er Bobby,
sem fjallar um þingmanninn og for-
setabróðurinn Robert Kennedy.