Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Gar›atorgi - Grindavík - Keflavík - Kringlunni - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni Egilsstö›um - Höfn - Fáskrú›sfir›i - Sey›isfir›i - Neskaupsta› - Eskifir›i - Rey›arfir›i - Ísafir›i - Bolungarvík Patreksfir›i - Borgarnesi - Grundarfir›i - Stykkishólmi - Bú›ardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn K R A FT A V ER K MULTÍ VÍT inniheldur 22 valin bætiefni, 12 vítamín og 10 steinefni. Dagleg neysla byggir upp og stuðlar að hreysti og góðri heilsu.           ! "   "  # $%&&& '() ''& *+, &') ')& &(& $') &)$ )-& &(,      . / 0 *11 ('$ ()- +-* )1, +-* $') &(& $,- +,$ 1+     !" # $%""& '#((#%")* &%&$+ +%$&& +%+*+ +%-$( 1)$ ('$ (+, (+, (+$ ',' ))1    % 0  2   "+# ) !" # $% ""&'#(           ! "   "  # . / 0  ( &""&'#(")# !& .!   .!  32 3/  4 2 %0   4 2 %0!  522 22 3! 6 !# (%$-& $%*1$ 1+, )', )&$ 1-1 &%$*, +%$'- ,, +,         7 280      9 % 52  27  2 0 :  2  27  2 0   7  27  2 0 ;  0 <0 /     "  982 3= 982 +%-,$ ),+ +&+ )' $' ** *,$ +$1 & - +- & + - - + +- + - - +&+ * + - - + + + - - +%$*$ (+) +,- 11 '- +)- 1,- $+- +$ -  $+ ++ & $ + & +) ' - - +-1 '$ +- ( ( +) ++ $& + -  ,( )- ' + + ' $ 1 + -  ,%%$+'! ! Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is FJÖLGUN útlendinga á vinnumark- aði hér á landi á umliðnum misserum hefur ekki einasta uppfyllt þarfir at- vinnulífsins fyrir vinnuafl, heldur hafa skatttekjur ríkis og sveitarfé- laga stóraukist samfara þessari fjölg- un skattgreiðenda. Upplýsingar um hversu háar fjár- hæðir erlendir ríkisborgarar greiða í tekjuskatt og útsvar til sameiginlegra sjóða hafa þó ekki komið fram fyrr en nú. Ríkisskattstjóraembættið (RSK) vann að beiðni Morgunblaðsins upp- lýsingar um álagningu skatta á er- lenda ríkisborgara vegna tekna sem þeir öfluðu á síðasta ári, og eru þær einnig sundurliðaðar eftir ríkisfangi og landshlutum. Yfirlit RSK sýna skatta og bætur erlendra ríkisborg- ara við álagningu opinberra gjalda árið 2006, vegna tekjuársins 2005. Upplýsingarnar eru einnig flokkaðar eftir ríkisfangi og skattumdæmum. Í ljós kemur að álagningin náði til 16.340 erlendra ríkisborgara sem öfl- uðu skattskyldra tekna hér á landi á síðasta ári. Um er að ræða 9.556 karla, 6.508 konur og 276 pilta og stúlkur. Heildarskattgreiðslur þessa hóps að frádregnum endurgreiðslum vegna barnabóta og vaxtabóta, voru 6.253 milljónir kr. Þar af nam al- mennur tekjuskattur 2.946 milljónum kr. og útsvar til sveitarfélaganna var 3.446 milljónir. Erlendir ríkisborgarar greiddu 26 milljónir í sérstakan tekjuskatt (há- tekjuskatt) og álagður fjármagns- tekjuskattur var 144 milljónir kr. Gjald í framkvæmdasjóð aldraðra nam 61 milljón. Þá fengu erlendir ríkisborgarar barnabætur að upphæð 231 milljón kr. og 138 milljónir kr. í vaxtabætur við álagningu skattyfirvalda í sumar. Í yfirliti RSK eru gjaldendur flokk- aðir eftir ríkisfangi skv. þjóðskrá, og því eru útlendingar sem sótt hafa um og veittur hefur verið íslenskur rík- isborgararéttur ekki taldir með í yf- irlitunum. Hins vegar eru útlending- ar sem hér hafa dvalið til langs tíma en ekki sótt um íslenskt ríkisfang, þó svo að þeir eigi rétt á því, taldir með. Upplýsingarnar byggjast á álagning- arseðlum einstaklinga og miðast þær við stöðu gagna strax að loknum framtalsskilum í júlí 2006, fyrir breytingar sem gerðar eru vegna síðbúinna framtalsskila og kærumeð- ferðar. 6.203 skattgreiðendur í Reykja- vík og 3.297 á Austurlandi Stærsti hópur erlendu ríkisborgar- anna sem greiða skatta hér er í Reykjavík eða 6.203 einstaklingar. Næststærsti hópurinn er á Austur- landi eða 3.297. Á Reykjanesi voru lögð gjöld á 2.982 erlenda skattgreið- endur og á Suðurlandi 1.250. Sé litið á hvernig skattar og gjöld erlendra ríkisborgara skiptast eftir ríkisfangi gjaldendanna kemur í ljós að Pólverjar eru langstærsti hópur- inn eða 3.321 að tölu. Skattar þeirra að frádregnum bótum voru 1.172 milljónir kr. við álagningu vegna tekna sem þeir öfluðu á síðasta ári. Danir eru næstfjölmennastir eða 1.233 og námu skattar þeirra að frá- dregnum bótum 558 milljónum. Skattgreiðendur með þýskt ríkisfang voru 1.191 og eru skattar þeirra 392 milljónir. Einnig kemur fram í yfirlitinu að 652 Kínverjum var gert að greiða skatta hér, 612 skattgreiðendur eru með bandarískt ríkisfang, 448 ítalskt ríkisfang, 248 franskt ríkisfang, 118 úkraínskt ríkisfang og 54 skattgreið- endur eru frá Nepal, svo nokkur dæmi séu nefnd. Af upplýsingum RSK má einnig sjá að álagning fjármagnstekjuskatts einskorðaðist að mestu leyti við danska ríkisborgara en þeim var gert að greiða 123 milljónir af 144 milljóna kr. heildarálagningu fjármagnstekju- skatts útlendinga. Séu útsvarsgreiðslur útlendinga skoðaðar eftir skattumdæmum kem- ur í ljós að hæstar voru þær í Reykja- vík eða 1.292 milljónir og á Austur- landi 870 milljónir. Þeir sem koma til Íslands til tíma- bundinna starfa þurfa að láta skrá sig hjá Þjóðskrá og fá íslenska kennitölu. Þeir þurfa einnig að sækja um skatt- kort hjá ríkisskattstjóra og aðrir en Norðurlandabúar eða íbúar í ríki á Evrópska efnahagssvæðinu þurfa að fá atvinnuleyfi. Þeir sem ekki eru hér heimilisfastir en koma hingað til að starfa tímabundið, þ.e. skemur en 6 mánuði á tólf mánaða tímabili, bera takmarkaða skattskyldu vegna tekna sem þeir afla hér á landi. Vari dvölin 6 mánuði eða lengur á 12 mánaða tímabili teljast þeir bera hér ótakmarkaða skattskyldu en í því felst skylda til að greiða skatt af öll- um tekjum, sama hvar þeirra er aflað. Óljósar upplýsingar hafa legið fyrir um raunverulegan fjölda erlendra starfsmanna á íslenskum vinnumark- aði. Í nýútkomnu yfirliti Vinnumála- stofnunar segir að það geti reynst þrautin þyngri að hafa yfirsýn yfir þennan fjölda, þar sem ekki liggur fyrir á neinum einum stað talning á þeim sem koma til landsins eða bæt- ast við á íslenskan vinnumarkað. Vinnumálastofnun áætlar nú að allt að tíu þúsund erlendir ríkisborgarar hafi komið til starfa á Íslandi það sem af er þessu ári. „Árið 2005 voru að jafnaði um 9.000 erlendir ríkisborg- arar starfandi á Íslandi skv. upplýs- ingum Hagstofunnar og má gera ráð fyrir að um 2/3 hlutar þeirra séu enn starfandi á Íslandi, eða um 6.000 manns. Erlendir ríkisborgarar á ís- lenskum vinnumarkaði eru því að öll- um líkindum yfir 15.000 um þessar mundir, en erfitt er að leggja mat á hver fjöldinn er nákvæmlega,“ segir í nýrri greinargerð Vinnumálastofn- unar. Framangreindar upplýsingar, sem Morgunblaðið fékk hjá RSK, leiða í ljós að skattaálagning vegna ársins 2005 náði til rúmlega 16.300 erlendra ríkisborgara, og benda til þess að áætlanir um fjölda útlendinga hafi síst verið ofáætlaðar. Ljóst er að skattgreiðendum, sem eru af erlendu bergi brotnir, fjölgar enn á þessu ári. 16.340 er- lendir skatt- greiðendur Morgunblaðið/Kristinn Nóg að gera Pólskir starfsmenn Háfells tyrfa hljóðmanir við Hallsveg í Grafarvogi. Í HNOTSKURN »Lagður var 2.946 milljónakr. tekjuskattur og 3.446 milljóna kr. útsvar á erlenda ríkisborgara vegna tekna sem þeir öfluðu hér á árinu 2005. »Alls var 3.297 útlendingumá Austurlandi gert að greiða skatta og gjöld við álagningu skattsins sl. sumar. Gjaldendur með pólskt rík- isfang eru fjölmennastir eða alls 3.321 talsins og þar af voru 952 á Austurlandi. SKATTGREIÐSLUR sem erlendum ríkisborgurum er gert að greiða hér á landi skv. álagningu skatt- yfirvalda (um 6,3 milljarðar kr.) jafngilda nær öllum kostnaði rík- isins við rekstur heilsugæslunnar á Íslandi á heilu ári skv. fjárlögum. Alls var skattskyldum útlend- ingum gert að greiða 3.446 millj- ónir kr. í útsvar en sú fjárhæð er ríflega helmingur af allri fjárfest- ingu sveitarfélaga í landinu til fræðslu- og uppeldismála á síðasta ári (6.438 milljónir). Séu skattgreiðslur erlendra rík- isborgara settar í samhengi við kostnað við framkvæmdir í sam- göngumálum, kemur í ljós að heild- argreiðslur útlendinga í fyrra gætu staðið undir heildarkostnaði við Vaðlaheiðargöng (sem áætlaður hefur verið röskir fjórir milljarðar) og þar að auki undir kostnaði við lagningu bundins slitlags á 400 kílómetra malarveg. (Áætlað hefur verið að hver km bundins slitlags sem lagður er á malarveg kosti að lágmarki fimm milljónir). Rekstur heilsugæslunnar í heilt ár Alls greiddu 16.340 erlendir ríkisborgarar skatta á Ís- landi vegna tekna sem þeir öfluðu hér á síðasta ári. Samanlög fjárhæð skattgreiðslna útlendinga, að frá- dregnum bótum, var 6.253 milljónir króna. Þessar upplýsingar um skattaálagningu á útlendinga hér á landi fengust hjá embætti Ríkisskattstjóra, en þær voru unnar sérstaklega að beiðni Morgunblaðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.