Morgunblaðið - 03.12.2006, Page 38

Morgunblaðið - 03.12.2006, Page 38
daglegt líf 38 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ S T Y K K I S H Ó L M U R Starfsmannafélög og félagssamtök! Til leigu eru íbúðir í nýju raðhúsi á besta stað í Hólminum. Húsið er við hlið samskonar húss, sem tekið var í notkun sumarið 2005 (meðf. myndir). Nýju íbúðirnar eru til leigu frá 1. júní 2007. Íbúðirnar rúma allt að 7 manns, eru búnar öllum nútíma þægindum og auk þess fylgir heitur pottur hverri íbúð. Stykkishólmur er vaxandi ferðamannastaður og eru kostir hans aug- ljósir. Bærinn er í 2ja tíma akstursfjarlægð frá Reykjavík. Við innleiðslu heita vatnsins fyrir fáum árum var byggð glæsileg sundhöll. Góður golfvöllur er í bænum og gönguleiðir um nágrennið. Í bænum er hótel, gistiheimili og veitingastaðir, sem taka á móti gestum allt árið. Að ógleymdum Sæferðum sem hafa kynnt dásemdir Breiðafjarðar. Upplýsingar er að finna á vefnum www.orlofsibudir.is og auk þess í síma 861 3123. Á hverjum morgni safnast menn að svarta hafinu á Kaffi tári og dýfa skoðunum sínum í þjóðfélags- umræðuna. Eftir kersknisfullar samræður við prentara, gullsmið, bólstrara, arkitekt og leikara geng- ur Hilmar Einarsson upp Laugaveg- inn að forvörsluverkstæðinu Mork- inskinnu, þar sem inn leggjast listaverk og stöku bækur. Innan skamms birtist Pétur Arason í dyra- gættinni með tvö plastmál og harðan pakka af samræðum. – Hvað er að frétta úr kaffinu? spyr Pétur. – Ég vil ekki eyðileggja fyrir þér daginn, svarar Hilmar og lítur á blaðamann sposkur á svip: Þannig byrja allir morgnar. Hann spyr: „Hvað er að frétta úr kaffinu?“ Og ég svara: „Ég vil ekki eyðileggja fyr- ir þér daginn.“ Allt gengur sinn vanagang í lífi Hilmars á þessum milda föstudags- morgni, – eins og í vel skorðuðum ramma. Harði pakkinn sem Pétur er með í farteskinu eru umræður um listir og pólitík. Umgjörðin herbergi þar sem veggirnir eru þaktir kort- um, ljósmyndum, reikningum og út- fararblöðum. Stór svarthvít ljós- mynd af konu í ramma sker sig úr. – Hvaða kona er þetta? – Ég veit það ekki, svarar Hilmar og hristir höfuðið. Það er nú vanda- málið. Hún varð innlyksa hér um leið og Morkinskinna varð til árið 1983. Hún er í íslenskum búningi og augun svo sérstök. Og hún er ekki af almúgafólki komin; það var ekki á hvers manns færi að láta gera af sér stóra mynd í gylltum ramma í Kaup- mannahöfn. Hilmar kann best við sig í miðbæ Reykjavíkur, býr þar og segist aldr- ei hafa farið lengra en 400 metra frá heimili sínu til vinnu. – Ég segi gjarnan að það sem fáist ekki í 101 hafi ég enga þörf fyrir. Ég er búinn að selja ofan af mér og er að flytja Morkinskinnu á Freyjugötu 1. Nú verður enn styttra í vinnuna, aðeins 200 metrar, og samstarfs- kona mín, Klara, býr í næsta húsi við hliðina á nýja staðnum. Silli og Valdi voru þarna áður og síðar spákona. Ég hef verið óspart hvattur til að halda þeirri starfsemi áfram! Hilmar er með rauða vasaklútinn á lofti, eins og nautabani, tóbaks- dolla á borðinu. Þá liggur vel á hon- um. Hann fæddist á Týsgötu 1 í maí árið 1949 og býr þar ennþá; líf papp- írssérfræðingsins og rammasmiðs- ins í litlum ramma í miðbænum. En svo stígur hann stundum upp í bíl og þá ekur hann alla leið til Arn- arfjarðar, þar sem hann hefur gert upp bæinn Hringsdal með eiginkonu sinni Kristínu Finnsdóttur. – Við höfum reynt að eyða góðum tíma þar á sumrin. Konan mín er þar sumarlangt og með tímanum tekst manni vonandi að draga sig þangað í Vestfjarðasæluna. Húsið í Hringsdal er elsta timb- urhús sem reist er í sveit í Barða- strandarsýslu, byggt um 1890. – Þegar við komum þangað fyrst hafði bærinn verið í eyði í 25 ár. Við vorum með kunningjafólki og sú hugmynd hafði komið upp að kaupa Hringsdalinn. Þá hafði sauðfé geng- ið um húsið og allt var frekar dimmt, búið að negla hlera fyrir gluggana. Þegar ég gekk inn í stofuna lá þar kind á gömlum dívan og sagði bara: „Góðan daginn,“ segir Hilmar hlæj- andi og bætir við, eins og hann kemst stundum að orði: Þetta er nú alveg klikkað! Hún lá bara uppí eins og hún ætti heima þarna. En það er búið að taka til hendinni síðan og þetta er mikill sælustaður. – Þar á meðal útihúsin. – Já, það er búið að breyta fjósinu í vélahús og súrheysturninn er orð- inn gistirými. Gylfi Gíslason mynd- listarmaður aðstoðaði mig við að forma þetta á sínum tíma og búa til þak sem er geysilega fallegt, með pýramídaglugga ofaná. Nú er það kallað brúðarsvítan því sonur minn gifti sig í Hringsdal áður en hann fór í framhaldsnám í læknisfræði í Sví- þjóð og brúðhjónin voru um nóttina í súrheysturninum. Síðan er brunn- hús í túnfætinum, þar sem bæjar- lækurinn rennur í gegn, og þar er komið gufubað. Það hefur tekið 25 ár að koma þessu í stand, en þetta er enginn lúxus þannig, – það er alveg óhætt að labba inn á skónum. Hringsdalur komst í blöðin í sum- ar þegar þar fannst alvopnaður mað- ur frá víkingatímanum. – Ég vissi af þessum fornminjum af því að það var þinglýst skjal á jörðinni frá 1930 af Matthíasi Þórð- arsyni, sem var kvöð um friðlýsta fornhauga, annarsvegar Hringshaug og hinsvegar Austmannshaug. Ég hafði hugmynd um hvar haugarnir væru, en var aldrei viss. Svo fékk ég Árbók fornleifafélagsins frá 1884 til 1885 í vor, segir hann, tekur bókina úr plastmöppu og réttir blaðamanni. – Þar er gerð grein fyrir þessum fornminjum og Hringssaga rakin, sem höfð er eftir Einari Gíslasyni gullsmiði í Hringsdal, öllum víga- ferlum lýst nákvæmlega og þá kviknaði meira líf í mér, enda lifir sagan í öllu umhverfinu, hver þúfa og steinn í landinu tengist Hrings- sögu. Svo kom Pétur Arason vinur minn á Hóli, sem einnig er nágranni minn í Arnarfirði, í heimsókn með Ameríkana eitt kvöldið. Þá var Eyj- ólfur bróðir minn staddur hjá mér, bókin lá á eldhúsborðinu og yfir kaffinu hófst umræða um þetta og útlendingarnir voru svo ákafir að mér fannst nóg um. Ég sagði við Eyjólf: „Blessaður farðu í fyrra- málið niður á bakkann og finndu þennan Hring.“ Hann labbaði sér niður á bakkann eldsnemma um morguninn og eftir hálftíma kom hann skjálfandi til baka með lærlegg af manni. Hilmar skellihlær. – Mér var álíka brugðið og honum og sagði: „Nú er andskotinn laus!“ Við höfðum hugmynd um að beinið væri ekki af skepnu, en til að vera al- veg vissir, því ég er ekki beinafræð- ingur og hann ekki heldur, þá rennd- um við til nágranna míns, Jóns Bjarnasonar í Hvestu, til að bera þetta undir hann. Jón er mikill vinur minn og var að slá túnið hjá sér. Ég stöðva hann í miðjum slætti, dreg fram legginn og segi við hann: „Jón, hefurðu nokkurn tíma nagað af svona beini?“ Enn hlær Hilmar innilega. – Hann sagði ekki margt, en ég sá strax um hvað málið snerist, því augnráðið var þess eðlis að það þurfti engin orð um það. Hann er svo hjátrúarfullur og forn að ég hugsa að honum hafi orðið svolítið brugðið. Þannig að úrskurðurinn fékkst strax þar á bæ. Þá hafði ég samband við sýslumann og síðan Fornleifastofnun og þá var sendur þangað Adolf Friðriksson, fornleifa- fræðingur, sem er geysilega fær á þessu sviði. Hann byrjaði að grafa fremst á kambinum og þar fannst kuml sem var orðið nokkuð spillt, hafði hrunið úr því fram á sjáv- arkambinn. Síðan kom hann þremur vikum seinna og ákvað að grafa ofar í kumlið. Þá datt hann beint ofan á óspillta gröf fornmanns, sem er meiriháttar seinni tíma fornleifa- fundur, – kuml frá 10. öld með öllum vopnum og ótrúlega vel varðveitt. Sverðið er af q-gerð sem finnst helst austan fjalla í Noregi, en skjald- arbólan er sýnu merkilegust, önnur heila kúlan sem finnst á Íslandi. Nú gengur Hilmar fram með verk til að mála rammann og blaðamaður svipast um. Það er ævintýri líkast að koma inn á verkstæðið Mork- inskinnu; listaverkin ýmist halla sér upp að eða hanga á veggjum, flat- maga á borðum eða hvíla upprúlluð á hillum. Ein hilla nýtur sérstöðu; þar eru bækur í snjáðum kápum, jafnvel berar blaðsíður. Þær eru af öllu sauðahúsi eins og verkin og auðvelt væri að telja upp titlana, en það er ekki merkingin sem þær hafa í þessu húsi. Hilmar horfir meira í efnivið- inn í þeim, pappírinn. – Pappír er mín sérgrein og papp- ír er ótrúlegt efni í sjálfu sér, segir Hilmar. Það er ekki flókið í fram- leiðslu, en gæðin eru afar mismun- andi, sumt er einnota og annað stenst tímans tönn, eins og forn- prent á pappír úr líni. Það virðist ekkert gefa eftir og gæti eins verið prentað í dag. Gamalt tæki hjalar við sjálft sig á stóru vinnuborði. Svo brestur á með jólatónlist. Hilmar er kominn með gleraugun á nefið og dregur tvær latneskar bækur úr poka: – Ég geri lítið við bækur nú orðið; það er svo tímafrekt. En ég hef hjálpað fólki með bækur sem enginn treystir sér til að laga. Síðan leggur hann bækurnar til hliðar, klæðir nærgætnislega mál- verk merkt H. Austmann úr ramm- anum og fer svo að ramma inn port- rett eftir Kjarval. – Það er búið að misbjóða því með límböndum og þarf að nota sérstök efni til að laga það. Það er alltaf erf- itt að ná þeim burtu. Svo er gamla súra bakið algengt. Nú notum við sýrulaust karton. – Þetta gæti verið Roosevelt, seg- ir séra Örn Bárður Jónsson og skoð- ar verk Kjarvals; hann er í stuttri vísitasíu á meðan reiðhjólið er á dekkjaverkstæði og bjó áður í hús- inu, – auðvitað á efstu hæð. Örn Bárður rifjar upp giftingu daginn áður í roki í fjörunni við golfvöllinn. – Það gustar nú í orgelinu í kirkj- unni, sagði ég. En hér er svo mikill vindur að það þarf ekkert orgel. – Ég trúi því að þú þurfir að vera á negldum dekkjum í svona þjónustu, segir Hilmar. Og það glymur í útvarpinu á þess- um hátíðisdegi, föstudaginn 1. des- ember: „Því að nærvera Guðs skiptir þá öllu...“ – Það var opnuð sýning á port- rettum af fólki úr ásatrúarsöfn- uðinum á Mokka um daginn, segir Hilmar. Ég sagði þeim að þeir hefðu átt að ræða við mig. Ég væri eini maðurinn þar inni sem hefði hitt mann úr heiðnum sið. Þetta er nú alveg klikkað! Morgunblaðið/ÞÖK Fornleifafundur „Ég dreg fram legginn og segi við hann: „Jón, hefurðu nokkurn tíma nagað af svona beini?““ Pétur Blöndal ræðir við HILMAR EINARSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.