Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ 5. desember 1976: „Þá krefst ASÍ-þing þess, að teknar verði að nýju upp fullar vísi- tölubætur á laun, þó þannig, að prósentuhækkun komi á láglaun en krónuhækkun á hærri laun. Rétt er að minna á í þessu sambandi, að það var vinstri stjórnin, sem af- nam vísitölubindingu launa vorið 1974. Þótt ASÍ-þing hafi þannig að nokkru við- urkennt nauðsyn þess, að kjör hinna lægst launuðu verði bætt umfram aðra er þó ljóst af ályktun þingsins, að aðrar stéttir innan ASÍ vilja fylgja fast á eftir.“ . . . . . . . . . . 30. nóvember 1986: „Það var í skugga síðari heimsstyrjald- arinnar, sem Íslendingar stofnuðu lýðveldi. Þá höfðu Bandaríkjamenn tekið við vörnum landsins af breska hernámsliðinu. Bandaríska liðið kom hingað samkvæmt samningi Breta, Bandaríkja- manna og Íslendinga 1941 og hvarf héðan samkvæmt Keflavíkursamningnum frá 1946. Sama ár og hann var gerður varð Ísland aðili að Sameinuðu þjóðunum. Þegar sú ákvörðun var tekin, vafðist það enn fyrir íslenskum stjórnmálamönnum, hvort ákvæði sambandslaganna frá 1918 um „ævarandi“ hlutleysi væri enn í gildi; töfðu umræð- ur um það fyrir aðild Íslands að Sameinuðu þjóðunum. Lokaskrefið frá gömlu hlut- leysisyfirlýsingunni var tekið 1949, þegar Íslendingar gerð- ust stofnaðilar Atlantshafs- bandalagsins.“ . . . . . . . . . . Desember 1996: „Á nokkrum undanförnum mánuðum hef- ur það hins vegar gerzt, að til eru að verða tvær stórar ein- ingar í sjávarútvegi við Djúp. Annars vegar nokkur fyr- irtæki, sem eru að renna saman undir nafninu Básafell og samningar hafa tekizt um. Hins vegar standa nú yfir viðræður um myndun eins stærsta sjávarútvegsfyr- irtækja landsins með afla- heimildir, sem nema mundu um 16 þúsund þorskígildis- tonnum. Þær viðræður hafa ekki leitt til endanlegrar nið- urstöðu en mikilvægt er fyrir Vestfirðinga, að svo verði. Reynsla undanfarinna ára sýnir, að stórar einingar í sjávarútvegi tryggja þann sveigjanleika og þá hagræð- ingu sem þarf til þess að reksturinn gangi vel. Slíkar einingar hafa ekki orðið til á Vestfjörðum fyrr en nú. Ósagt skal látið hvað veldur en það er tæpast tilviljun, að skriður kemst á þessa þróun með batnandi samgöngum á norðanverðum Vestfjörðum vegna opnunar Vest- fjarðaganganna.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. MERKILEGUR ÁRANGUR Í Morgunblaðinu í gær birtistfrétt, sem byggð er á könnunCapacent Gallup fyrir Lýð- heilsustöð, um reykingar. Þar kemur fram, að 18,8% fólks á aldrinum 15–89 ára reykja daglega. Í könnun, sem gerð var árið 1991, var þessi sama tala 30%. Í könnuninni kemur einnig fram, að reykingar eru algengastar í aldurshópunum 20–29 ára og 50–59 ára. Síðastnefndi hópurinn er aug- ljóslega þeir, sem hafa orðið eins kon- ar eftirlegukindur í reykingum. Þeim hefur ekki tekizt að hætta, þótt marg- ir þeirra hafi áreiðanlega reynt það. Sá árangur, sem hér hefur náðst í að koma í veg fyrir að ungt fólk byrji að reykja og í að fá aðra til að hætta að reykja, er stórkostlegur. Það ligg- ur við að það megi búast við að Ísland geti orðið reyklaust land, þegar kom- ið er lengra fram á þessa öld og að öskubakkar verði þá jafn fátíðir og hrákadallar fyrri ára eru nú. Þeir eru horfnir. Þessi árangur er svo merkilegur að það væri full ástæða til að líta yfir farinn veg og fara ofan í saumana á því, hvernig þetta hefur tekizt. Kannski má finna í herferðum gegn reykingum síðustu áratugi aðferðir til að draga úr drykkju áfengis. Hvað svo sem sagt er um „vínmenningu“ er ástæða til að berjast markvisst gegn drykkju, ekki sízt meðal ungs fólks. Og ekki sízt ástæða til að vekja at- hygli á því nú, svo skömmu fyrir jól. Það eru margir Íslendingar, sem eiga ömurlegar minningar um jól með áfengi. Í Morgunblaðinu í gær birtust við- töl við þrjár konur, sem allar starfa hjá SÁÁ. Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á Vogi, segir í samtali við Morgunblaðið: „Það eiga líka margir fullorðnir sárar minningar um að hafa eyðilagt jólin fyrir börnum sínum og sjálfum sér vegna áfengis- og vímuefna- neyzlu.“ Inga Hansdóttir sálfræðingur seg- ir: „Drykkja hefur mikil áhrif á börn, bæði á jólum og á öðrum tímum. Þessar afleiðingar eru oftast slæmar, þótt ýmsir einstaklingar komi ekki illa út úr uppeldi hjá alkóhólistum. Samskiptin innan fjölskyldunnar geta orðið brengluð, börnin fara að taka á sig ábyrgð, sem er ekki við hæfi og þau hafa kannski ekki eðlileg- ar fyrirmyndir. Þess vegna eiga börn alkóhólista oft erfitt með að fóta sig í samböndum síðar á lífsleiðinni. Al- mennt fylgir því mikil streita að hafa alkóhólista inni á heimilinu, kvíði og óöryggi – hvernig verður hann í dag? Verður hann í lagi á jólunum?“ Og Þóra Björnsdóttir, hjúkrunar- forstjóri á Vogi, segir: „Það ætlar sér enginn, sem er áfengissjúkur, að fara yfir strikið eða verða öðrum til ama. En ef fólk er veikt þá gerist það, hvort sem það eru jól, hátíðisdagar eða bara venjulegar helgar.“ Sígarettur eru eitur og fólk deyr sannanlega af því að reykja, þótt fæstir drepi aðra en sjálfa sig með reykingum nema þá vegna óbeinna áhrifa reykinga á annað fólk. Áfengi er líka eitur. Það er hægt að drekka sig til dauða en það er ekki síður hægt að hafa banvæn sálarleg áhrif á annað fólk með drykkju og þá ekki sízt á maka og börn eða aðra í nánasta umhverfi drykkjumannsins. Áfengisdrykkja foreldris getur haft áhrif á líf barna þess það sem eft- ir er þeirra ævi. Áfengissýki er aug- ljóslega arfgeng. Í raun og veru þarf engar rannsóknir til að sanna það. Við sjáum það allt í kringum okkar. Og þeir sem bera þann arf í blóði sínu eiga ekki að taka neina áhættu í þeim efnum. Við höfum náð stórkostlegum ár- angri í því að draga úr reykingum. Við þurfum að ná meiri árangri í því að draga úr áfengisdrykkju. Þeir sem hafa skipulagt aðgerðir gegn reykingum á undanförnum ára- tugum eiga meira en þakkir skildar. Þeir sem eru að berjast gegn áfeng- isdrykkju og annarri vímuefnaneyzlu eiga að fá meiri stuðning. F yrir svo sem einum og hálfum ára- tug voru miklar umræður í Banda- ríkjunum um hnignandi efnahags- veldi þeirra og að Japan mundi snemma á 21. öldinni verða mesta efnahagsveldi í heimi. Fyrir þessu voru talin margvísleg rök, sem ekki verða tínd til hér. Þessar umræður fóru ekki bara fram á vett- vangi stjórnmála eða síðum dagblaða. Fræðimenn við virta bandaríska háskóla skrifuðu bækur um þessa framtíðarþróun, sem vöktu mikla athygli. Fyrir nokkru var birt viðtal við einn þeirra fræði- manna, Paul Kennedy, í brezka dagblaðinu Fin- ancial Times og var augljóst að Kennedy átti erfitt með að verja kenningar sínar frá þeim tíma. Fyrir skömmu kom saman hópur diplómata og sérfræðinga í gömlum kastala á Suður-Englandi, Wilton Park, þar sem þeir báru saman bækur sín- ar um það, sem fram undan væri á næstu árum og áratugum í heimsmálum. Það var Winston S. Churchill, sem átti hugmyndina að því að setja þessa umræðu og rannsóknarstofnun á fót en þýzkur flóttamaður í Bretlandi, sem kom henni á laggirnar. Athygli vakti að Japan var nánast ekki nefnt á nafn og er Japan þó orðið meira herveldi í þeim hluta heims en flestir gera sér grein fyrir. Japanir hafa hins vegar lent í ógöngum í efnahags- málum, sem þeir eru rétt að byrja að komast út úr. Öryggismál á Norður-Atlantshafi, sem við Ís- lendingar erum uppteknir af um þessar mundir, eða átökin í Miðausturlöndum eru ekki efst í blaði í umræðum sem þessum. Hins vegar er ljóst, að athyglin beinist meir og meir til austurs, til Kína og Indlands og annarra ríkja í Suðaustur-Asíu, þar sem framfarir í efna- hagsmálum hafa orðið miklar. Það er hægt að velta því fyrir sér, hvort Vest- urlandabúar ofmeti efnahagslegan styrk Kína í fyrirsjáanlegri framtíð með sama hætti og efna- hagsveldi Japans var augljóslega ofmetið fyrir einum og hálfum áratug. Kínverjar sjálfir virðast fremur vilja draga úr þeirri mynd, sem dregin er upp á Vesturlöndum af Kína, sem aðalstórveldi 21. aldarinnar. Þeir segja, að þótt Kína sé stórveldi í sínum heimshluta sé ríkið ekki orðið stórveldi á heimsvísu. Þeir segja, að það sé einfaldlega of snemmt að halda því fram, að valdamiðjan á heimsbyggðinni sé að færast til austurs. Þeir benda á þau gífurlegu vandamál, sem þeir eigi við að etja vegna mannfjölda. Efnahagsleg og fé- lagsleg vandamál séu enn mikil og gæði efnahags- framfara í Kína séu enn takmörkuð. Þótt framfar- ir séu miklar fylgi þeim mikill kostnaður í umhverfismálum. Kínverjar benda líka á, að gæð- unum sé misskipt í Kína. Þótt miklar framfarir séu í austurhluta landsins eigi það sama ekki við um vesturhlutann. Indverjar fylgja fast á eftir Kínverjum í fram- förum í efnahagsmálum en leggja mikla áherzlu á, að efnahagslegur uppgangur á Indlandi byggist á allt öðru en í Kína. Í Indlandi byggist vaxandi efnahagsstyrkur á hátækniiðnaði. Í Kína á mikilli framleiðslu með vinnuafli, sem kosti lítið. Vesturlandabúar tala í umræðum sem þessum á allt annan veg og sjá fyrir sér að Kína verði búið að ná efnahagsstyrk Bandaríkjanna snemma á 21. öldinni og tala reyndar um Bandaríkin sem þjóð, sem kaupi vörur frá öðrum löndum fyrir peninga annarra þjóða. Þeir líta einnig svo á, að það verði óhugsandi fyrir hinar ríku þjóðir heims að keppa við lönd eins og Kína, þar sem stóraukin fram- leiðsla er keyrð áfram af vinnuafli, sem býr við lág launakjör og telja raunar að það séu vísbendingar um að lífskjarabatinn sé að stöðvast á Vesturlönd- um um leið og tekjumunur og efnamunur aukist í okkar heimshluta. Það er jafnframt eftirtektarvert, að svo virðist sem Rússar haldi sig til hlés og bíði eftir því að sjá betur hvernig þróunin verði áður en þeir taki af- stöðu. Þeir hlusta en segja fátt. Afstaða þeirra sýnist vera sú, að þrátt fyrir miklar umræður um aukinn efnahagsstyrk Kína og Indlands sjáist þess hvergi merki, að þessi ríki hafi náð auknum pólitískum áhrifum á heimsbyggðinni. Hins vegar fer ekki á milli mála, að bæði Kín- verjar og Indverjar hafa byggt upp mikinn hern- aðarlegan styrk og sá styrkur ásamt auknu efna- hagsveldi beggja ríkjanna hlýtur að leiða til stóraukinna pólitískra áhrifa. Þannig er ljóst að bandaríski sjóherinn er ekki lengur einráður á Kyrrahafinu. Sjóherir bæði Japana og Kínverja eru þar mjög öflugir og deila þar áhrifum með Bandaríkjamönnum. Sumir eru þeirrar skoðunar að heimsmyndin sé að breytast á þann veg, að staða mála sé að verða svipuð og hún var fyrir heimsstyrjöldina síðari, að því leyti til að þá voru nokkur ríki, sem höfðu mikil áhrif. Kalda stríðið hafi, þótt einkennilegt megi virð- ast, skapað ákveðið jafnvægi og þar með öryggi vegna nokkuð jafnrar stöðu Bandaríkjanna og Sovétríkjanna framan af. Eftir fall Sovétríkjanna hafi Bandaríkin setið ein að kjötkötlunum, sem hafi skapað ójafnvægi og óánægju. Nú horfi heimsbyggðin fram á heimsmynd þar sem all- margir aðilar deili áhrifum sín í milli, þ.e. Evrópa í víðtækri merkingu, Bandaríkin, Kína, Indland og Brasilía en ekki megi gleyma síðastnefnda ríkinu, sem vaxi nú mjög hratt. Það er eins með þetta og viðskiptalífið á Íslandi, það er betra að áhrifaaðilarnir séu fleiri en færri. Þau sjónarmið eru líka uppi meðal Vesturlanda- búa, að vaxandi efnahagsveldi Kína hafi haft já- kvæð áhrif á Vesturlöndum m.a. með því að Kín- verjar hafi í raun stuðlað að því að halda niðri verðbólgu í okkar heimshluta. En jafnframt má finna áhyggjur vegna þess að ítök Kínverja í Afríku hafa stóraukizt. Þeir leggja mikla áherzlu á að ná samningum við Afríkuríkin um nýtingu auðlinda þeirra. Áhyggjur vestrænna ríkja af þessari þróun byggist m.a. á því að stór- fyrirtæki Vesturlanda bjóða Afríkuríkjum ekki upp á jafn hagstæða samninga og Kínverjar gera. Vesturlandafyrirtækin leggi mikla áherzlu á að græða eins mikla peninga og þau mögulega geta á viðskiptum við Afríku. Kínverjar leggi sig fram um að gera samninga, sem byggist á því að þeir fái í sinn hlut sanngjarnan hagnað en skilji meira af afrakstrinum eftir í höndum Afríkuríkjanna. Aukin bjartsýni í Afríku E n það vekur líka athygli í um- ræðum sem þessum og annars staðar að það ríkir augljóslega aukin bjartsýni um framtíð Afr- íku. Ríkin þar eru að ná sér á strik. Nú er sennilega hvergi í Afríku að finna styrjaldir á milli ríkja, þótt enn megi finna hernaðarátök innan ríkja. Hið sama má segja um heimsbyggðina alla. Þrátt fyrir allt hefur dregið verulega úr hernaðarátökum, þótt dagleg- ar fréttir fjölmiðla geti gefið annað til kynna. Ef marka má mál manna, bæði Afríkubúa og annarra, er sú mynd sem fjölmiðlar á Vesturlönd- um draga nú upp af ástandi mála í Afríku senni- lega röng. Þar eru að verða meiri framfarir en við gerum okkur grein fyrir vegna þess, að athygli okkar beinist fyrst og fremst að stórfelldum Laugardagur 2. desember Reykjavíkur Hundur gáir til veðurs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.