Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2006 41
vandamálum, sem til staðar eru í þeim heimshluta
en ekki þeim stórfelldu framförum, sem þar hafa
orðið. Í ríkjum Afríku er að rísa upp kynslóð há-
menntaðs ungs fólks, sem hefur vaxandi áhrif á
þróun þessara ríkja. Þótt þetta sé sagt má ekki
gleyma því, að allt er afstætt. Vandamálin, sem
Afríkuríkin eiga við að etja, eru eftir sem áður
hrikaleg. Og enn eru Íslendingar, sem starfað
hafa í Afríku eða heimsótt hafa Afríkuríkin, að
koma heim breyttir menn, sem munu aldrei sjá til-
veruna sömu augum og áður vegna hlutskiptis
þess fólks, sem þar býr og þeir hafa séð með eigin
augum. Má í því sambandi minna á þá ákvörðun
landlæknishjónanna Sigurðar Guðmundssonar og
Sigríðar Snæbjörnsdóttir að hverfa um skeið til
starfa í Afríku til þess að leggja sitt af mörkum
þar.
Einn af viðmælendum Morgunblaðsins, sem
lengi starfaði í Afríku, hafði orð á því fyrir
skömmu, að hann væri sennilega búinn að vera of
lengi í Afríku til þess að skilja umhverfi sitt hér.
Og átti þá við, að honum þótti kröfurnar sem hér
eru gerðar til daglegs lífs og umbúnaðar þess fá-
ránlegar. Þar væri hægt að gera ótrúlega mikið
með ótrúlega litlu.
Ný nálgun
N
ý og óvænt sjónarmið eru að
koma fram í umræðum um sam-
skipti Vesturlandaþjóða og
múslíma. Sú nýja nálgun er fólg-
in í því að lausnina sé ekki að
finna í samskiptum ríkja í milli
heldur í því starfi, sem fram fer í nærsamfélagi
vestrænna stórborga. Þar sé að finna gróðrarstíu
heiftar og haturs á milli fólks af ólíkum kynþáttum
og trúarbrögðum. Þar verði til nýjar kynslóðir
hryðjuverkamanna vegna þess að ungu múslím-
arnir eygi enga von um betra líf. Þess vegna sé
vígvöllurinn á milli kristinna þjóða Vesturlanda og
múslíma ekki í Miðausturlöndum heldur á götum í
fátækrahverfum stórborganna.
Þegar þetta hefur verið sagt blasir þessi veru-
leiki við hverjum sem vill sjá og heyra. Þetta snýst
um virðingu og traust. Ef virðingin hverfur og
traustið brestur verður aldrei hægt að endur-
heimta það aftur, var sagt.
Í Bretlandi er nú lögð stóraukin áherzla á þessa
nálgun og þá er horft til framtíðar. Samtök
hryðjuverkamanna nærast á þeirri endurnýjun,
sem þau fá af götum vestrænna stórborga vegna
þess að virðingin hvarf og traustið brást. Þetta er
skynsamlegt að hafa í huga í þeim umræðum, sem
hér fara nú fram og eru ekki endilega í ákjósan-
legum farvegi.
Samskipti Evrópu
og Bandaríkjanna
E
inn af ræðumönnum á fundinum í
Wilton Park var Sverrir Haukur
Gunnlaugsson, sendiherra Ís-
lands í London, sem hefur nú
einna lengsta starfsreynslu ís-
lenzkra diplómata. Í ræðu sinni –
sem töluvert var vitnað til í þessum umræðum –
vakti Sverrir Haukur athygli á því, að þeim fækk-
ar nú mjög í Washington, sem hafa áhuga á og
leggja áherzlu á samskiptin við Evrópuríkin. Þeir
áhrifamenn í Washington, sem enn telja að Evr-
ópa skipti máli fyrir Bandaríkin, eru yfirleitt
fæddir í Evrópu og nefndi sendiherrann í því sam-
bandi Henry Kissinger, Zbigniew Brzezinski og
Madeleine Albright. En hann benti jafnframt á, að
mjög hefur dregið úr beinum áhrifum þessa fólks
á bandaríska utanríkispólitík. Sverrir Haukur
benti á, að á tímabilinu fram til 2009 mundu verða
alger umskipti í forystu bæði Evrópuþjóða og
Bandaríkjanna og á þessari stundu væri ómögu-
legt að segja til um í hvaða farveg þær breytingar
mundu falla.
Sendiherrann lýsti þeirri skoðun, að Evrópu-
þjóðir gætu ekki breytt þeirri stefnu, sem nú ríkti
vestan hafs en það væri hægt að hafa áhrif á hana
með því að koma sjónarmiðum Evrópuþjóða stöð-
ugt á framfæri við bandaríska ráðamenn. Hann
benti líka á, að þau þjóðfélagsmál, sem mest áhrif
mundu hafa á kjör næsta forseta Bandaríkjanna,
væru framandi í augum okkar Evrópubúa og átti
þá við pólitísk áhrif trúarhreyfinga í Bandaríkj-
unum, dauðarefsingar í 37 ríkjum, þrönga fóstur-
eyðingarlöggjöf í 36 ríkjum og takmörkuð réttindi
samkynhneigðra.
Við Íslendingar eigum erfitt með að skilja fram-
komu Bandaríkjanna við okkur varðandi varnar-
málin og Evrópuþjóðir almennt eiga erfitt með að
skilja dvínandi áhuga Bandaríkjanna á þeirra mál-
efnum. Að hluta til er skýringarinnar að leita í
þeim efnisþáttum, sem sendiherra Íslands í Lond-
on gerði að umtalsefni á fyrrnefndum fundi en að
öðru leyti vafalaust einnig í afstöðu Bushstjórn-
arinnar til umheimsins, sem sennilega er síðasta
ríkisstjórnin í Bandaríkjunum, sem kemur fram
við bandalagsríki sín af þeim hroka og afskipta-
leysi, sem einkennt hefur samskipti núverandi
valdhafa í Washington.
Kína, Afríka og samskiptin við múslíma eru
höfuðatriðin í hugum þeirra, sem reyna að átta sig
á meginlínum í þróun heimsmála. Í því felst ekki
að þau mál, sem mest eru í daglegum fréttum,
skipti ekki máli. Deilur Ísraela og Palestínumanna
eru enn óleystar. Og átakanlegt að hlusta á Palest-
ínumenn tala um þau mál. Ef þeir eru spurðir
hvort þeir njóti stuðnings frá Arabaríkjunum er
svarið að þeir njóti stuðnings þeirra í ríkum mæli í
orði en einskis stuðnings þegar til alvörunnar
kemur. Þeir líta svo á, að Ísrael sé mesta hern-
aðarveldið í Miðausturlöndum þótt dregið hafi úr
yfirburðum þess gagnvart ríkjum eins og Íran og
Sýrlandi. Þeir velta því fyrir sér hvort eina lausnin
sé kannski sú að byggja upp eitt sameiginlegt ríki
Ísraela og Palestínumanna. Þegar þeir horfa til
allra átta sjá þeir Ísrael eða herskip frá Ísrael á
þrjá vegu og svo Egyptaland, sem heldur sig til
hlés nú orðið í þessum átökum.
Í augum þeirra, sem reyna að horfa yfir heims-
byggðina alla, eru þessar deilur hins vegar stað-
bundið vandamál og önnur mál þrátt fyrir allt
stærri.
» Áhyggjur vestrænna ríkja af þessari þróun byggist m.a. áþví að stórfyrirtæki Vesturlanda bjóða Afríkuríkjum ekki
upp á jafn hagstæða samninga og Kínverjar gera. Vesturlanda-
fyrirtækin leggi mikla áherzlu á að græða eins mikla peninga og
þau mögulega geta á viðskiptum við Afríku. Kínverjar leggi sig
fram um að gera samninga, sem byggist á því að þeir fái í sinn
hlut sanngjarnan hagnað en skilji meira af afrakstrinum eftir í
höndum Afríkuríkjanna.
rbréf
Morgunblaðið/ÞÖK