Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ „Móðurjörð hvar maður fæðist …“ Fegurð Breiðuvíkur hefur án efa örvað skáldgáfu Sigurðar Breiðfjörð þegar hann bjó á Grímsstöðum við þungbært mótlæti af manna völdum, sem segir dapurlega sögu um grimmt samfélag og fáránlegt rétt- arfar. Vestarlega í Breiðuvík meðfram ánni Sleggjubeinu er grasrimi til sjávar. Niðri undir Látrasandi eru tóftir bæjarins á Grímsstöðum. Nafn hans er flestum ókunnugt, en þar var einn af mörgum áfangastöðum skáldsins Sigurðar Breiðfjörð. Hann var upprunninn í nánd við Snæfells- nes; fæddur 1798 í Rifgirðingum, eyju skammt utan við Skógarströnd, og síðar á ævinni var hann oft við- loðandi á Snæfellsnesi, í Stykk- ishólmi, á Helgafelli og Gríms- stöðum árin 1836–1841. Ungur hafði hann siglt utan til Kaupmannahafn- ar og lært beykisiðn og við þá iðn vann hann á Ísafirði, í Reykjavík, Vestmannaeyjum og Flatey. Skömmu áður en Breiðfjörð hóf búskap á Grímsstöðum starfaði hann sem beykir við Konunglegu Grænlandsverzlunina á Grænlandi og um þá vist skrifaði hann bókina Frá Grænlandi. Hann hefur því ta- lizt allvel forframaður og hugur hans hafði jafnvel staðið til laga- náms í Kaupmannahöfn. Ekki rætt- ist sá draumur, en hafi hann dreymt um að verða eitt vinsælasta skáld sinnar samtíðar á Íslandi, þá rættist hann. Á „nýjum akri eilífðar“ Sigurður Breiðfjörð er 38 ára gamall þegar hann flytur „úr Helga- fellssókn“ að Grímsstöðum í Breiðu- vík og er skráður þar sem „hús- maður“ í sálnaregistri. Hann er þá búinn að brjóta nokkrar brýr að baki sér; Grænlandsárin eru að baki og ljúfa lífið í Kaupmannahöfn, þar sem honum „eyddist fé“ það sem vinir hans söfnuðu til að kosta hann til laganáms. Bakkus hefur oft verið í för með skáldinu. Á Grímsstöðum eru sjö heim- ilisfastir, en búandi og húsfreyja er Kristín Illugadóttir, 38 ára og „í betra lagi að sér“ en sumir telja að hún sé vergjörn. Þarf ekki að orð- lengja það að ástir tókust með hús- manninum og húsfreyjunni, sem var ekkja eftir Jón Rósuson í Melabúð á Hellnum. Hún var talin við allgóð efni, en skáldið lagði lítið til búsins; morgungjöf hans voru rímur af Valdimar og Sveini. Annað átti hann ekki. Sigurður Breiðfjörð var fráskil- inn; hann taldi að minnsta kosti að svo væri. Hann hafði kvænst í Vest- mannaeyjum, en í fjarveru sýslu- mannsins var danskur læknir látinn ganga frá skilnaðarpappírum. Hann kunni það ekki, klúðraði málinu og var sagt að Sigurður hafi verið látinn gjalda þess. Komst málið fljótt í al- mæli vestur í Breiðuvík, því mað- urinn var landsfrægt skáld. Sigurður hefur talið sig vera „á nýjum akri eilífðar“ eins og hann segir í vísunni. Hann var ástfanginn og biðilsbréfið til Kristínar er allt í bundnu máli, 39 erindi. En bók- stafur laganna blífur og samkvæmt Norsku lögum Kristjáns konungs fimmta lá alvarlegt straff við fjöl- kvæni. Háyfirvöld landsins, geistleg og veraldleg, og jafnvel hrepp- stjórnir, hlífðust ekki við að gera hjónunum á Grímsstöðum „lífið erf- itt og leggja efnahag þeirra í rúst“, segir Ólafur Elímundarson í Jöklu hinni nýju. Í stað þess að gera gott úr þessu og fagna því að rímna- skáldið var ef til vill komið í farsæla höfn, lögðust þeir á eitt, Bjarni Thorsteinsson, amtmaður á Stapa, faðir Steingríms skálds, og bisk- upinn, Steingrímur Jónsson. Því dæmist rétt vera … Eftir tímafrek réttarhöld og bréfaskriftir féll dómur lands- Vestur undir jökul Fjórða bókin ber titilinn Vestur undir Jökul. Til umfjöllunar eru staðir og fólk í Mýrasýslu og á Snæfellsnesi. Höfundurinn fer „með hraða skreið- arlestanna“ frá Gilsbakka í Hvítársíðu með viðkomu á Arnbjargarlæk í Þverárhlíð og víða í Norðurárdal. Á leiðinni vestur tekur hann á sig krók suður á Álftanes, í Straumfjörð, að Ökrum og Hítardal, en vestan Hítarár er farið um Hnappadal inn að Hlíðarvatni, meðfram strönd Snæfellsness vestur undir Jökul og að norðanverðu til Stykkishólms. Ljósmyndir/Gísli Sigurðsson Snæfellsjökull Myndin er tekin af Laugarhöfði, norðvestan við Hellna. Hér er ásýnd Jökulsins þungbúin en falleg haustbirta á svæðinu næst fyrir norðan Laugarhöfuð. Gripið niður í bók Gísla Sigurðssonar, sem er sú fjórða í röðinni, Seiður lands og sagna Krotað á póstkort „Breiðuvík í ágúst 2005. Sæll, kæri Sigurður Breiðfjörð. Ég sit á þúfu hjá bænum á Grímsstöðum, sem einu sinni var, og virði fyrir mér umhverfið. Eitt þykir mér umhugsunarefni. Þú yrkir um fjölmarga staði, jafnvel Seltjarnarnes, en þú yrkir nálega ekkert um Snæfellsnes. Þú yrkir um Eyjafjallajökul en lætur ekki eftir þig eina vísu um Snæfells- jökul sem þú hafðir þó fyrir aug- unum á hverjum degi á Gríms- stöðum. Vitaskuld varstu umfram allt rímnaskáld; sá langbezti í þeirri grein raunar, en þú varst eig- inlega óheppinn með tíma. Óheppinn að tímar rímnakveð- skapar voru að líða hjá og óhepp- inn að fremsta ljóðskáld þjóð- arinnar, Jónas Hallgrímsson, sem mér finnst raunar að sé bezta ljóðskáld okkar fyrr og síðar, skyldi einmitt beina gagnrýni sinni um rímnakveðskap þjóð- arinnar að þér. Óheppinn enn- fremur að svo snjall maður sem Jónas skyldi ekki sjá að þú varst alvöruskáld og þurftir, líkt og Jónas, ekki nema fáeinar stökur til þess að láta það koma í ljós. Þú hafðir það til að bera sem alla listamenn dreymir um; að eignast persónulegan stíl eða svipmót sem þekkist. Ein einasta vísa og maður sér að hún er eftir Sigurð Breiðfjörð. Til að mynda þessi: Sólin klár á hveli heiða hvarma gljár við baugunum. Á sér hár hún er að greiða uppúr báru laugunum. Kveðjur frá tómthúsmanni í Garðabæ. GS.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.