Morgunblaðið - 03.12.2006, Síða 47

Morgunblaðið - 03.12.2006, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2006 47 BORGARTÚN, SKRIFSTOFUR, HÆÐIR - LEIGA Fjórar skrifstofuhæðir eru til leigu í einni glæsilegustu byggingunni við Borgartún í Reykjavík. Um er að ræða fyrstu fjórar hæðirnar sem samanlagt eru um 2.800 fermetrar og auk þess geymslur í kjallara. Hæðirnar eru tilbúnar undir tréverk en auk þess er búið að leggja fallegt parket á gólf og innrétta snyrtingar á 2., 3. og 4. hæð. Glæsilegt útsýni. Mjög greið leið er að húsinu. Fjöldi bílastæða. Hæðirnar verða leigðar í einu lagi eða stakar. 6264 Hákon Jónsson veitir nánari upplýsingar um leiguverð og skoðun á skrifstofu Eignamiðlunar ehf. Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Sími 530 6500 Allir velkomnir Heitt kaffi og piparkörkur Opið hús í dag í Síðumúla 13 frá kl. 13-15 Kynning á nýbyggingum af öllum stærðum og gerðum víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu PERLUKÓR 90% fjármögnun! Fullbúnar vandaðar 3ja herbergja íbúðir á jarð- hæð með sérinngangi. Íbúðirnar eru vel hannað- ar með vönduðum eikarinnréttingum frá Innx og flísalögðu baðherbergi frá Álfaborg. Afgirt ver- önd í sérgarði. Íbúðunum fylgir stæði í bíla- geymslu og sérinngangur. Verð frá 24,9 m. KLETTAKÓR Vandaðar 3ja og 4ra herberja sérhæðir frá 105 fm til 178 fm með stæði í bílageymslu. Sumar íbúðirnar eru á tveimur hæðum. Íbúðir á 1. og 2. hæð hafa sérafnotarétt af hluta lóðar. Íbúðunum verður skilað fullfrágengnum með flísalögðu baðherbergi og þvottahúsi en án annarra gólf- efna. Afhending í febrúar-mars 2007. Verð frá 24,5 m. KAMBAVAÐ 2ja-4ra herbergja íbúðir Nýtt 18 íbúða lyftuhús á einstökum útsýnisstað í Norðlingaholti. Allar íbúðir eru með sérinngangi og þeim fylgir stæði í bílageymslu, ýmist stórar svalir eða sérgarður til suðurs. Íbúðirnar afhend- ast fullbúnar án gólfefna en með flísalögð bað- herbergi. Verð frá 25,0 m. KIRKJUVELLIR 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir Nýtt 6 hæða lyftuhús með 23 íbúðum. Stærð íbúða er frá 77 fm til 117 fm. Íbúðunum verður skilað fullbúnum án gólfefna. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með innréttingu og baðkari. Þvottahús er með flísalögðu gólfi. Allar innrétt- ingar eru frá Brúnás svo sem skápar í herbergj- um, innréttingar í eldhúsi og baði. Eldhústæki frá AEG, keramikhelluborð, blástursofn og vifta með kolasíu. Bílageymsla í kjallara er með 20 stæð- um. Húsið er fullbúið að utan, lóð tyrfð og göngustígar hellulagðir. Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar. Verð frá 17,9 m. HÓLAVAÐ – Raðhús Kynnum til sölu fimm raðhús í lengju. Staðsetn- ing húsanna hefur mikla sérstöðu í Norðlinga- holti. Húsin eru byggð við óbyggt vatnsverndar- svæði. Útsýnið af lóðunum er að Bugðu, Rauð- hólum, Heiðmörk, Elliðavatni og stórbrotnum fjallahring. Húsin eru á einni hæð með innbyggð- um bílskúr. Húsin eru skráð 169,3 fm, íbúðarrými 136,1 fm og bílskúr 33,2 fm. Skv. teikningu eru áætluð þrjú svefnherbergi, innangengt í bíl- skúrinn og útgengt á lóðina á fjórum stöðum. Húsin afhendast fullbúin að utan og máluð og til- búin til innréttinga að innan. Verð frá 37,0 m. JAFNAKUR Einbýli í Akralandi Vel hannað 240 fm einbýlishús á einni hæð með innbyggðum 28 fm bílskúr. Húsið er teiknað af SH hönnun ehf. Skv. teikningu verða í húsinu fjögur góð svefnherbergi, tvö baðherbergi, góð- ar stofur, rúmgott eldhús og þvottahús. Húsið af- hendist fullbúið að utan með grófjafnaðri lóð og fokhelt að innan. Húsið verður múrhúðað, málað og klætt að utan. Húsið er tilbúið til afhending- ar. Verð 55,0 m. Anney Bæringsdóttir lögg. fasteignasali Einar Guðmundsson lögg. fasteignasali Finnbogi Hilmarsson lögg. fasteignasali sími 530 6500 Bogi Pétursson lögg. fasteignasali Tryggvi Kornelíusson sölumaður Síðumúla 13 108 Reykjavík fax 530 6505 heimili@heimili.is Gíslína Hákonardóttir ritari Daníel Björnsson lögg. leigumiðlari EES-samningurinn er stærsti og umsvifamesti alþjóðasamningur sem Íslendingar hafa gerst aðilar að. Samningurinn hefur gerbreytt ís- lensku atvinnulífi og sú hagsæld sem hér ríkir er að stórum hluta samn- ingnum að þakka. Auk- in viðskipti við lönd Evrópusambandsins (ESB), upptaka reglna um viðskiptafrelsi, réttindi launafólks og samkeppni hafa verið gríðarleg lyftistöng fyrir íslenskan efnahag og samfélag. Samt eru til einstaklingar hér á landi sem finna samn- ingnum flest til foráttu. Nú beina þessir ein- staklingar spjótum sín- um að réttindum fólks til að fara á milli ríkja EES- svæðisins til þess að vinna, stofna fyrirtæki eða mennta sig. Það er kátbroslegt að fylgjast með tilraunum þessara einangrunarsinna að telja fólki trú um að tvíhliða samningur líkt og Svisslendingar hafa gert, eftir áralangar samninga- viðræður við ESB, standi Íslend- ingum til boða eða þjóni hagsmunum okkar. Staðreyndin er sú að ástæðan fyrir því að ESB samþykkti að fara í slíkar viðræður eru hin gríðarmiklu viðskipti Svisslendinga við lönd ESB og landfræðileg lega Sviss í hjarta Evrópu, en ESB þurfti að tryggja vöruflutninga í gegnum Sviss. Þetta eru ekki rök sem við Íslendingar getum beitt í viðræðum við ESB enda hefur margoft komið fram hjá fulltrúum sambandsins, bæði hjá stjórnmálamönnunum og embætt- ismönnunum, að svissneska lausnin sé ekki í boði fyrir aðrar þjóðir. Það kom skýrt fram í máli Christu Markwalder, svissnesks þingmanns og formanns Evrópusamtakanna í Sviss, á fundi hjá Evrópusamtök- unum nýlega að tvíhliðasamning- arnir hafi verið hrein neyðarlausn fyrir Sviss. Þessi samningur, sem er í raun um 100 samningar, jafnast á engan hátt á við EES-samninginn og færir Svisslendingum ekki sömu réttindi og EES-samningurinn færir okkur. Þar að auki eru tvíhliða samningarnir mun flóknari í fram- kvæmd og eru oft í uppnámi því hvert einasta aðildarland ESB þarf að samþykkja hverja einustu breyt- ingu á samningunum. Viðskiptalífið á Íslandi gæti því aldrei sætt sig við svissnesku lausnina. Hins vegar er EES-samningurinn ekki gallalaus. Hann veitir okkur ekki ásættanleg áhrif og þróast ekki í takt við þróun ESB. Þar erum við Evr- ópusinnar sammála einangrunarsinnunum að EES-samningurinn muni ekki duga okkur til frambúðar. Við telj- um hins vegar að skyn- samlegasta leiðin fyrir Íslendinga í alþjóða- samskiptum sé að taka upp samningaviðræður við ESB sem fyrst. Þá verður fyrst hægt að meta hvort við náum ásættanlegum skilmálum sem hægt sé að leggja fyrir íslensku þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu. Viðskiptalífið gæti aldrei sætt sig við svissnesku lausnina Andrés Pétursson skrifar um Evrópumál Andrés Pétursson »…að skynsamlegastaleiðin fyrir Íslend- inga í alþjóðasam- skiptum sé að taka upp samningaviðræður við ESB sem fyrst. Höfundur er formaður Evrópusamtakanna. smáauglýsingar mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.