Morgunblaðið - 03.12.2006, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 03.12.2006, Qupperneq 48
48 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐANSkólavörðustíg 13 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net Reynir Björnsson lögg. faste ignasal i Opið hús kl. 14-16 í dag Hvassaleiti 11 Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli Fallegt 238,1 fm endaraðhús með innb. 20 fm bílskúr. Eignin er pallahús ásamt kj. Rúm- góð eign með 5 herb., 3 stofum og 2 baðh. ásamt 2ja herb. íbúð í kj. m. sérinng. Björt og skemmtileg eign með 2 svölum og fallegum garði í rækt. 3 bílastæði fylgja eigninni. Köld útigeymsla. Góð staðsetning. Verð 49,5 millj. Margrét og Bergþór taka vel á móti gestum Teikningar á staðnum FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Skrúðás - Garðabæ Glæsilegt einbýlishús á útsýnisstað Stórglæsilegt 309 fm einbýlishús á tveimur hæðum með 54 fm tvöföld- um bílskúr á frábærum útsýnisstað í Garðabænum. Húsið, sem skiptist m.a. í 5 svefnherbergi, afar stórar stofur, og stórt eldhús, er innréttað á afar vandaðan og smekklegan máta. Miklar stórar verandir með skjólveggjum, lýsingu og heitum potti. Stór hellulögð innkeyrsla með hitalögnum og lýsingu. Nánari uppl. veittar á skrifstofu.                 ! " # $% # $!&   %   & &' () *      #!&  +!!&!   +' ,- #  .   ! -/ +!! #  012.    #&.  ' # #!& # %  &3 ! $! !# !' #  456 &4  .' 78'885'666/ #  496 4  # .' 46'556'666/ #  :9; 4  # .' 4:'<56'666/' 1 - =667';66 4'  # #  #+ &!  !#&!' >  && ?&! $! +&3   #!& ' #  '  !   $!    &3 !#  # .' 96'666/' & #!    &3  @  ' # <8; :;67  .' <'<66'666/ .' :':66'666/ .' 9'<56'666/ Glæsileg 122,8 fm mikið endurnýjuð 4ra herbergja neðri sérhæð. Sérinngangur. Bílskúr 34,8 fm. Lýsing eignar: Steinsteypt fjögurra íbúða hús í góðu ásigkomulagi að utan sem innan. Gott skipulag. Þrjú góð svefnherb. Sérsmíðaðar inn- réttingar, lýsing frá Lumex. Gólfefni eru eikarparket og flísar. Mikið og gott skápapláss. Stórar flísalagðar svalir. Björt stofa, borðstofa og hol. Nýlega standsett baðherb. með vönduðum hreinlætistækjum, flísum, hiti í gólfi. Lagnir hafa verið endurnýjaðar, bæði rafmagn og frárennsli. Góð eign á vinsælum stað. Stutt í alla þjónustu og skóla. Goðheimar 4, 104 Reykjavík Opið hús í dag, sunnudag, milli kl. 14 og 15 Verð 39.900.000 Stærð 157,6 fm Byggingarár 1960 Sigurður Guðmundsson hdl., lögg. fasteignasali Ólína Ásgeirsdóttir sölumaður gsm: 898 8016 BÚI S: 520 9400 www.remax.is Á UNDANGENGNUM miss- erum hefur mikið verið rætt og rit- að um mikinn skort á hjúkr- unarheimilum á höfuðborgarsvæðinu enda fádæma slóðaskapur ríkt við byggingu slíkra heim- ila. Biðlistar eru lang- ir og á stundum er að- standendum sagt það eitt að sýna þol- inmæði, það standi nefnilega til að byggja svo mikið á næstu árum. Í Mos- fellsbæ, sem telur nú á áttunda þúsund íbúa, er ekkert hjúkr- unarheimili. Bæj- arfélagið hefur al- gjörlega setið á hakanum í þessum efnum þrátt fyr- ir fögur fyrirheit um margra ára skeið. Ómögulegt er að segja hvert veikum Mosfellingum er ætlað að leita. Sennilega út á guð og gadd- inn. Í áætlun heilbrigðisráðuneytisins frá árinu 2002 um uppbyggingu öldrunarþjónustu 2002–2007 var gert ráð fyrir að koma á fót hjúkr- unarheimili í Mosfellsbæ á árinu 2005. Harla lítið ber á því og er þó árið 2006 að renna sitt skeið á enda. „Stefnt er að uppbyggingu hjúkrunarheimilis sem verði lokið árið 2006,“ sagði m.a. í frétta- tilkynningu sem meirihluti sjálf- stæðismanna í Mosfellsbæ sendi frá sér og birt var í Morgunblaðinu laugardaginn 15. mars 2003 í tilefni þess að þriggja ára fjárhagsáætlun bæjarins hafði verið samþykkt nokkrum dögum áður. Veikburða bæjarfulltrúum sjálfstæðismanna hefur lítið orðið ágengt og lítinn liðsstyrk hafa þeir fengið hjá sýnu áhugaminni þingmönn- um kjördæmisins. Um langt skeið hefur ekki vantað áhugann á málefninu í undanfara alþingiskosninga eða sveitarstjórnarkosn- inga. Síðan er eins og eitthvað annað hafi náð athyglinni eftir kosn- ingar þegar sest hefur verið að kjötkötlunum. Senn líður að kosn- ingum og því eðlilegt að menn dusti rykið af gömlum loforðum sem kjósendur hafa kokgleypt við. Fyrir skömmu steig einn þing- manna okkar Mosfellinga á stokk. Ekki dugði minna en heitstrenging upp á að 174 hjúkrunarrými fyrir aldraða verði byggð á árunum 2006–2010. Þar af eiga 20 rými að koma í hlut Mosfellsbæjar. Ekki er vanþörf á og þótt fyrr hefði verið. Hvenær hafist verður handa við byggingu í Mosfellsbæ er óvíst, kannski á næsta ári, e.t.v. árið 2010? Kannski hefur ekkert verið gert þegar kosið verður til Alþingis 2011? Það er krafa Mosfellinga að þeir verði settir framarlega í röðina þegar og ef eitthvað verður úr framkvæmdum. Við núverandi ástand verður ekki búið mikið leng- ur. Hópur Mosfellinga þarf á hjúkr- unarheimilisvist að halda og mín skoðun er sú að þau 20 rými sem lofað hefur verið séu aðeins fyrsti áfangi. Einhverjir hafa komist að eftir dúk og disk í Reykjavík, öðr- um hefur verið vísað enn lengra í burtu. Virðingarleysi við eldri og lasburða er á stundum með ólík- indum, það þekki ég eftir að hafa átt sjúkan föður sem þurfti á hjúkr- unarheimilisvist að halda. Písl- arganga hans í heilbrigðiskerfinu er sorgarsaga, allt frá því að fá sjúkdóm sinn viðurkenndan til þess dags er hann gekk á vit feðra sinna. Eftir að hafa búið í Mosfellssveit og síðar Mosfellsbæ í 49 ár voru föður mínum gefnir tveir bú- setumöguleikar þegar Landspít- alinn gat ekki lengur skotið yfir hann skjólshúsi; Stykkishólmur eða Hvammstangi. Samkvæmt útreikningum vist- unarmats var hann nefnilega ekki nógu veikur til að geta búið á hjúkrunarheimilinu að Víðinesi en of slakur til að búa í þjónustuíbúð aldraðra í sinni heimabyggð. Í Mosfellsbæ var því ekkert í boði og a.m.k. ársbið var eftir rými á Eir. Stykkishólmur varð fyrir val- inu þótt þar væri einungis um dval- arheimilispláss að ræða. „Stykk- ishólmur er fallegur bær,“ sagði ungur sjálfstæðismaður í Mos- fellsbæ við mig þegar ég sagði hon- um frá hversu huggulega væri farið með gamla manninn. Vissulega er fallegt í Stykkishólmi en sú stað- reynd var engin huggun fyrir föður minn eða fjölskylduna. Eftir 49 ára búsetu í Mosfellsbæ, aðeins mánuði eftir að hafa mátt sjá eiginkonu sína til 45 ára láta í minni pokann eftir erfiða baráttu við krabbamein, var faðir minn rifinn upp með rótum og sendur á heimili fjarri vinum sínum og ættingjum. Fjórum mánuðum síðar gekk hann á fund eiginkonunnar. Ég á þá ósk að aldraðir Mosfell- ingar þurfi ekki að feta þau spor sem faðir minn fetaði sína hinstu mánuði. Því miður bendir ekkert til þess að mér verði að ósk minni á næstunni. Hjúkrunarheimili vantar í Mosfellsbæ Ívar Benediktsson skrifar um skort á hjúkrunarheimilum í Mosfellsbæ Ívar Benediktsson »Ég á þá ósk að aldr-aðir Mosfellingar þurfi ekki að feta þau spor sem faðir minn fet- aði sína hinstu mánuði. Höfundur er blaðamaður og býr í Mosfellsbæ. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.