Morgunblaðið - 03.12.2006, Síða 49

Morgunblaðið - 03.12.2006, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2006 49 ... í öruggum höndum Fjarðargötu 19 • Fax 565 5572 Opið: mán-fim 9-18 og fös 9-17 Gunnar Sv. Friðriksson hdl. löggiltur fasteigna- og skipasali www.fasteignastofan.is • Allar eignir á mbl.is 565 5522 Opið hús í dag milli kl. 14 – 15 Akurvellir 1– 4ra herbergja Akurvellir: Í sölu glæsilegt 4ra hæða fjölbýli með 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðum, 16 íbúðir alls. Einungis 4 íbúðir á palli og því allar íbúðir horníbúðir. Mjög skemmtileg hönnun og góð nýting á fermetrum. Einungis 4ra herbergja íbúðir eftir. Verð frá kr. 16,7 millj. Traustir verktaka Til sýnis fullbúin sýningaríbúð með húsgögnun. Sölumaður frá Fasteignastofunni verður á staðnum Fr u m Í DAG SUNNUDAG KL. 15:00 - 16:00 Akurhvarf 1 - 203 Kóp — SÖLUSÝNING — Sölumaður Draumahúsa tekur á móti gestum Eigum eftir 5 glæsilegar 125,8 - 128,7 fm 4ra her- bergja íbúðir í lyftuhúsi við Akurhvarf í Kópa- vogi. Íbúðirnar eru fullfrágengnar án gólfefna með vönduðum innréttingum og flísalögðu bað- herbergi. Þvottahús innan íbúðar. Stæði í bíla- geymslu fylgir. Glæsilegt útsýni! Verðdæmi 127 fm 4ra herb. KAUPVERÐ KR. 30.900.000 LÁN FRÁ ÍBÚÐALÁNASJÓÐI KR. 17.000.000 LÁN FRÁ SPARISJÓÐUM (UPP AÐ 75%) KR. 6.175.000 LÁN FRÁ SELJANDA (20 ÁRA LÁN Á 6,9 % VÖXTUM) KR. 4.635.000 EIGIÐ FÉ (10%) KR. 3.090.000 SAMTALS: KR. 30.900.000 Allt að 90% lán! ÞEGAR fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2007 var lagt fram kom í ljós að stefnt er að því að þrengja hlut verknáms í skólum landsins. Útfærslan er með þeim hætti að skólar, sem kenna iðngreinar, verða nú að fjölga þessum nemendum vegna fagbóklegu kennsl- unnar úr 15 í 18 eða um 20% eða fá á sig skerðingu fjár- framlaga sem nemur þeim mismun. Þetta viðmið í verklegri kennslu er 12 nem- endur og verður óbreytt. Það er alveg nógu erfitt að skipu- leggja námið þannig að fjölga þurfi verk- námsnemendum úr 12 í 15 þegar farið er úr verknámskennslu í fagbóklega. Þetta þýðir auðvitað ekk- ert annað en að í raun hafa skólarnir búið við skerðingu sem þessu nemur að því er tekur til flestra iðngreina. Nú skal herða á henni þannig að hún verð- ur í raun 33%. Með þessari ósvinnu er gerð sú krafa til verknámsskóla, t.a.m. í málmiðngreinum, að þeir bæti við 6 nemendum þegar 12 manna bekkur gengur úr véla- og tækjasal til kennslustofu í fag- bóklega tíma, því að ekki fjölgar þeim sjálfkrafa við það eitt að færa sig þarna á milli. Þetta er auðvitað ógjörningur og beinlínis fásinna að láta sér detta þvílíkt og annað eins í hug – sannast þar að ekki er öll vitleysan eins. Auð- vitað verður niðurstaðan alls staðar sú að skólarnir þurfa að taka á sig það sem á vantar, ekki síst fá- mennari skólar úti á landi enda verða þeir að hafa sig alla við að ná lágmarksfjölda (12) í einstökum fag- greinum. Eftir talsverða bar- áttu tókst um árið að leiðrétta reiknilíkan menntamálaráðuneyt- isins að því er varðar greiðslur til skólanna fyrir kennslu í verk- námsgreinum. Var því fagnað og jafnframt vonað að það væri lið- ur í því að athafnir væru í samræmi við orð um að efla verk- menntir í þessu landi. Sú tillaga í fjárlaga- frumvarpinu, sem hér er til umræðu, vekur þó upp illan grun um að með henni eigi að afturkalla leiðrétt- inguna á reiknilík- aninu – þeirrar góðu ráðstöfunar sé þar með að einhverju leyti hefnt, eða kannski að fullu, með því að framhaldsskólar hætta af þessum sökum einfaldlega að taka nem- endur í verknám eða draga veru- lega úr slíku framboði. Nú er það í valdi fjárlaganefnd- ar Alþingis að fella þessa fráleitu breytingartillögu úr frumvarpinu og tryggja að bekkjardeildir verði hér eftir miðaðar við 12 nem- endur bæði í verk- og fagbókleg- um greinum. Annars er lagður steinn í götu verknáms á sama tíma og þjóðarnauðsyn krefst þess að það verði eflt að miklum mun. Aukaverkanir verða svo þær að gjáin milli orða og athafna stjórnmálamanna breikkar og gæti orðið vænsta fólki á þeim vettvangi beinlínis hættuleg. Nær væri að minnka þetta bil og vinna saman af heilindum að því sem mestu skiptir: góðri og alhliða menntun á Íslandi þar sem verk- og bóknám er lagt að jöfnu. Þrengt að verknámi Ingólfur Sverrisson fjallar um hlut verknáms í skólum landsins Ingólfur Sverrisson »Nær væri aðminnka þetta bil og vinna saman af heilindum að því sem mestu skiptir: góðri og alhliða menntun á Íslandi þar sem verk- og bóknám er lagt að jöfnu. Höfundur er deildarstjóri hjá Samtökum iðnaðarins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.