Morgunblaðið - 03.12.2006, Page 56

Morgunblaðið - 03.12.2006, Page 56
56 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR F yrsta kertið á að- ventukransinum er nefnt eftir fyr- irheitum spámanna Gamla testament- isins, er mörgum öldum áður höfðu sagt fyrir um komu frels- arans. Textana er víða að finna, m.a. í Daníelsbók og Sálmunum, en oftast er þó vitnað í Jesaja og Míka, en þeir voru báðir uppi á 8. öld f. Kr. Í spádómsbók Jesaja, 7. kafla og versi 14, stendur ritað: Sjá, yngismær verður þunguð og fæðir son og lætur hann heita Immanúel. Og í sömu bók, en 9. kafla og versum 2 og 6–7a, er eftirfarandi: Sú þjóð, sem í myrkri gengur, sér mikið ljós. Yfir þá, sem búa í landi náttmyrkranna, skín ljós … Því að barn er oss fætt, sonur er oss gefinn. Á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvíla. Nafn hans skal kallað Undraráðgjafi, Guðhetja, Eilífðarfaðir, Frið- arhöfðingi. Mikill skal höfð- ingjadómurinn verða og friðurinn engan enda taka á hásæti Davíðs og í ríki hans. Hann mun reisa það og efla með réttvísi og rétt- læti héðan í frá og að eilífu. Og í spádómsbók Míka, 5. kafla og versum 1–3, er skrifað: Og þú, Betlehem Efrata, þótt þú sért einna minnst af héraðs- borgunum í Júda, þá skal þó frá þér koma sá, er vera skal drottn- ari í Ísrael, og ætterni hans vera frá umliðinni öld, frá fortíðar dögum. Fyrir því mun Guð yf- irgefa þá til þess tíma, er sú hefir fætt, er fæða skal, en þá munu leifar ættbræðra hans hverfa aft- ur til Ísraelsmanna. Þá mun hann standa og halda þeim til haga í krafti Drottins, í hinu tignarlega nafni Drottins Guðs síns, og þeir skulu óhultir búa, því að þá skal hann mikill vera til endimarka jarðar. Höfundur Matteusarguðspjalls kannast við þetta allt, horfandi um öxl, yfir vegu margra kyn- slóða, því í 1. kafla, og versum 18–23, segir hann: Fæðing Jesú Krists varð með þessum atburðum: María, móðir hans, var föstnuð Jósef. En áður en þau komu saman, reyndist hún þunguð af heilögum anda. Jósef, festarmaður hennar, sem var grandvar, vildi ekki gjöra henni opinbera minnkun og hugð- ist skilja við hana í kyrrþey. Hann hafði ráðið þetta með sér, en þá vitraðist honum engill Drottins í draumi og sagði: „Jós- ef, sonur Davíðs, óttastu ekki að taka til þín Maríu, heitkonu þína. Barnið, sem hún gengur með, er af heilögum anda. Hún mun son ala, og hann skaltu láta heita Jesú, því að hann mun frelsa lýð sinn frá syndum þeirra.“ Allt varð þetta til þess, að rætast skyldu orð Drottins fyrir munn spámannsins: „Sjá, mærin mun þunguð verða og son ala. Nafn hans mun vera Immanúel,“ það þýðir: Guð með oss. Af þessari vissu er Nýja testa- mentið sprottið. Og kirkjan. Og þessi forni latneski sálmur, hér í íslenskri þýðingu Sig- urbjörns Einarssonar biskups, er, á grunni þess sem að framan er nefnt, ákall og bæn hins trúaða: Kom þú, kom, vor Immanúel, og leys úr ánauð Ísrael, lýðinn þinn, sem í útlegð er, og hlekki ber, uns sjálfan þig hann sér. Ó, fagnið nú! – Immanúel mun fæðast sínum Ísrael. Kom þú með dag á dimma jörð, þín væntir öll þín veika hjörð. Lækna þrautir og þerra tár, græð þú, Kristur, öll dauðans djúpu sár. Ó, fagnið nú! – Immanúel mun fæðast sínum Ísrael. Kom þú, kom, Davíðs arfi dýr, því máttinn þinn allt myrkur flýr. Lát þú opnast þíns himins hlið, kom, Guðs sonur, með frelsi þitt og frið. Ó, fagnið nú! – Immanúel mun fæðast sínum Ísrael. Samkvæmt evangelísk- lútherskri venju er fyrsta að- ventukertið gjarnan hvítt, af því að um Kristssunnudag er að ræða, eða þá fjólublátt eins og hin þrjú. Meðal rómversk- kaþólskra er þriðja kertið hins vegar stundum öðruvísi, þ.e.a.s. bleikt, en er skipt út fyrir þann lit, sem er á hinum þremur, á fjórða aðventusunnudeginum. Oft er þar um miðjukerti að ræða líka, það fimmta, hvítt, og er kveikt á því á jóladag. Og fleiri útgáfur þessa munu vera til. Spádóma- kertið sigurdur.aegisson@kirkjan.is Upp er runninn tími kertanna fjögurra, sem lengi hafa verið órjúfanlegur part- ur aðventunnar og benda öll til atburðanna í fyrndinni, þegar Guð varð maður. Sigurður Æg- isson fjallar í dag um það fyrsta í röðinni, kerti vonar- innar. HUGVEKJA ✝ Einar Hálfdan-arson fæddist á Fagurhólsmýri í Öræfum 4. júní 1920. Hann lést á Hjúkrunarheim- ilinu á Höfn hinn 15. nóvember síð- astliðinn. For- eldrar Einars voru hjónin Guðný Ein- arsdóttir, f. í Odda á Mýrum 21. ágúst 1892, d. 24. mars 1990, og Hálfdan Arason, f. á Fag- urhólsmýri 16. mars 1893, d. 30. ágúst 1981. Systkini Einars eru Hafnar og byggði íbúðarhúsið Odda, núna Svalbarð 3. Einar stundaði sjómennsku í nokkur ár, fyrst á m/b Þristi, og síðar á m/b Gissuri hvíta. Hann var verkstjóri í beina- mjölsverksmiðju KASK í nokkur ár. Einar var einn af stofnendum Vélsmiðjunnar Áss s/f og vann þar í nokkur ár, síðan í Vél- smiðju Hornafjarðar og síðustu árin í Síldarbræðslunni í Ós- landi. Einar var félagi í ýmsum fé- lögum og gegndi þar trún- aðarstörfum. Ræktunarstörf voru honum alltaf hugleikin og átti skógræktin hug hans allan. Útför Einars var gerð frá Hafnarkirkju miðvikudaginn 22. nóvember. Ari, f. 30. maí 1922, d. 14. desember 2003; Inga, f. 20. maí 1924, d. 23. maí 1998; Guðrún, f. 30. janúar 1928; og Helgi, f. 30. janúar 1928. Einar fluttist með foreldrum sínum og systkinum frá Fag- urhólsmýri í apríl 1922, tæplega tveggja ára, að Bakka á Mýrum og bjó þar allt til árs- ins 1947, er búskap var hætt á Bakka. Flutti fjölskyldan þá til Við systkinin minnumst Einars frænda með þökk og hlýju, en með honum áttum við margar stundir, all- ar góðar og sérstaklega skemmtileg- ar, til dæmis þegar heyjað var inni í Hól og ekið heim með heyhlassið og krakkastóðið á vörubílspallinum, út í Odda og heyinu var mokað inn í hlöð- una og allir voru vinsamlegast beðnir að þjappa vel. Það tók stundum marga daga og þar með varð hlaðan aðalsamkomustaður okkar og ná- grannakrakkanna. Þegar öllum sem vildu var boðið í Pobeduna hans Einars frænda var oftast ekið upp í Lón, á Austurfjör- urnar eða á Mýrarnar þegar fljótin voru á haldi, það var fyrir 1960 áður en fljótin voru brúuð. Með nýjum bíl- um og fleiri bíltúrum fór drjúgur hluti þessara ferða í að losa bílana úr einhverri ófærunni. Þá var bílstjór- inn í essinu sínu en við farþegarnir dálítið smeykir. Þetta varð til þess að bílferðir Einars eru enn í minnum hafðar og mætti halda að hann hefði verið upphafsmaður óvissuferða í núverandi mynd.. Þegar hann ásamt pabba okkar kom fjölskyldunni til að byggja sum- arhús úti í Hellisholti, þá var nú held- ur betur tekið til hendinni og allir undu glaðir og nutu þessa frábæra unaðsreits sem hann hafði skapað með fjölbreyttri trjárækt. Ennþá er þetta okkar uppáhaldsstaður þó svo að ekki sé farið eins þétt og áður þeg- ar pabbi okkar stóð fyrir ótal ferðum þangað. Þó eigum við alltaf erindi þangað nokkrum sinnum á ári í kart- öflugarðinn og að sækja jólatré. Einar frændi hafði yndi af allri ræktun og náttúruvernd, því til vitn- is eru tveir fallegir skógarlundir, annars vegar í Hellisholti og hins vegar þar sem fuglaáhugamenn hafa sína aðstöðu og hafa nefnt eftir hon- um Einarslund. Ef ég mætti yrkja, yrkja vildi ég ljóð. Sveit er sáðmannskirkja, sáning bænagjörð. Vorsins söngur seiðir sálmalögin hans. Blómgast akur breiður, blessun skaparans. (B. Á.) Einar frændi var virkur í félags- málum, sýnilegur í verkalýðsbarátt- unni, hann hafði sterka réttlætis- kennd og tók alltaf svari þeirra sem minna máttu sín. Við þökkum Einari frænda af heil- um hug fyrir samfylgdina, öll óvænt ævintýr, allar sögurnar og hans óborganlegu tilsvör sem lifa með samferðafólkinu. Blessuð sé minning hans. Kveðja. Guðný Hafdís, Björg, Vigfús og Snæfríður Hlín. Einar Hálfdanarson ✝ Ásthildur Jó-hanna Briem Guðmundsdóttir fæddist í Reykjavík 1. mars 1934. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu föstu- daginn 17. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Þorkelsson fast- eignasali, f. 24.9. 1901, d. 30.5. 1975 og Gyða Eggerts- dóttir Briem, f. 12. 5. 1908, d. 28. 4. 1983. Systkini Ásthildar voru tvö, Sigríður Guð- mundsdóttir, f. 1925, d. 1983 sam- feðra, og Katrín Héðinsdóttir, f. 1927, d. 2004 sammæðra. Hinn 31. október 1953 giftist Ásthildur Bjarna Guðmundi Guð- jónssyni, eftirlitsmanni hjá Landsvirkjun, Orkuveitu Reykja- víkur o.fl., f. 10.10. 1932. Börn þeirra eru: 1) Guð- mundur Þorkell Bjarnason, f. 11. apríl 1953, maki María Clara Al- freðsdóttir. Dætur þeirra eru a) Ást- hildur Lísa Guð- mundsdóttir, börn hennar eru Alex- andra Líf Kjart- ansdóttir og Guð- mundur Agnar Júlíusson og b) Bjarney Rós Guð- mundsdóttir, dóttir hennar er María Kristín Ragn- arsdóttir. 2) Gyða Bjarnadóttir, f. 29.3 1960, maki Skúli Þór Ingi- mundarson. Bön þeirra eru Ingi Bjarni Skúlason, Davíð Þór Skúlason og Jóhanna Elísa Skúla- dóttir. Útför Ásthildar Jóhönnu var gerð í kyrrþey frá Áskirkju 27. nóvember. Elsku hjartans mamma. Hversu raunverulegt getur lífið orðið? Í hjörtum okkar hvíla svo mörg orð, margar minningar. Dýr- mætur sjóður, sem fylgir okkur sem eftir lifum. Fótatak þitt heyrist ekki lengur, en sporin þín liggja víða. Öll þessi góðu ljúfu spor. Þú í garðinum, innan um rós- irnar, álfakerlinguna sem var mál- uð á steina, og var uppspretta hláturs og brosa. Þú undir þér heilu dagana í garðinum. Elskaðir blóm og ber náttúrunnar. Sann- kallað náttúrubarn. Langaði alltaf fara í berjamó, það voru dýrmætar ferðir! Allt sem þú varst mér og svo mörgum öðrum, án þess að vita það sjálf. Þú kenndir mér „Aðgát skal höfð í nærveru sálar.“ Það hefur verið ómetanlegt veganesti í lífinu, og mun alltaf fylgja mér. Drottinn kallaði á lítinn engil. „Barnið mitt, Ég ætla að senda þig niður til mannanna með lítið fræ sem þú átt að gróð- ursetja í hjörtu þeirra“. Lítill engill gjörði sem Drottin bauð. Af litla fræinu óx lítil grein með þremur rósum. Við neðstu rósina sagði Drottinn: „Þú átt að heita Trú, vertu ekki hrygg þó þú sért á neðstu greininni, því þú munt vaxa og treystu mér.“ Við miðrósina sagði hann: „Þú skalt heita Von, sem er sálin sem ég gef mönnunum sem koma aftur til mín.“ Við efstu rósina sagði Drottinn: „Þú skalt heita Kærleikur, sem er elska mín til mann- anna og það er ósk mín að hún breiðist út meðal þeirra og til mín.“ (Höf. ók.) Við fljótum öll áfram í lífsins straumi, mislengi og mishratt. Flest reynum við að sneiða hjá mestu boðaföllunum og komast klakklaust á leiðarenda. Sumir steyta fljótlega á skerjum eins og þú gerðir, elsku mamma. Þú barst höfuðið hátt þrátt fyrir erfiða æsku. Þú fékkst að kenna á fordómum í okkar litla þjóðfélagi og óneitanlega settu þeir mark sitt á líf þitt. Þú naust ástar og stuðn- ings eiginmanns þíns og föður míns, barna þinna og annarra ást- vina og vina. Þú naust virðingar meðal samferðamanna þinna. Þér voru ofarlega í huga „Geðorðin 10“. Þú áttir þér ósk um að flestir, ef ekki allir, hugleiddu þau í hjarta sér. Í fjarskanum sé ég þig sem fagran fugl á flugi, sterkan og hraustan. Hann breiðir út vængi sína og hefur sig til flugs. Svífur áreynslulaust um af festu. Skyndi- lega er sem vængirnir kikni, hann missi flugið og litríkar fjaðrirnar fölna. Kemur hann til með að setj- ast? Nei, hann er sterkari en svo, neitar að gefast upp. Vængirnir slá af föstum takti hraðar og hrað- ar, uns flugið er fangað á ný. Fuglinn er mér kær og ég fylgi honum af fremsta megni. Hann öðlast styrk sinn á ný, fjaðrir vaxa í stað þeirra sem féllu. Hann klýf- ur loftið og stefnir upp á ný. Loks þegar vængirnir virðast þandir til hins ýtrasta, bresta þeir aftur. Baráttan er slík sem áður, en ef til vill er þrekið búið eftir langa þraut í leit að réttri stefnu. Hann vill ekki setjast, en nú eru sundin lokuð. Hann spyrnir við fótum og heldur í sitt hinsta flug. Já, þannig endar lífsins sólskinssaga! Vort sumar stendur aðeins fáa daga. En kannski á upprisunnar mikla morgni við mætumst öll á nýju götuhorni. (Tómas Guðmundsson.) Að lokum vil ég kveðja þig með þessu ljóði, mamma mín: Ó, mamma mín, nú leiðir skilja að sinni, og sorgartárin falla mér á kinn, en hlýjan mild af heitri ástúð þinni, hún mýkir harm og sefar söknuðinn. Í mínum huga mynd þín skærast ljómar, og minningin í sálu fegurst ómar. Þú móðir kær þér aldrei skal ég gleyma, þinn andi fylgir mér á lífsins strönd. Ég vil í hjarta heilræðin þín geyma og halda fast í drottins styrku hönd. Með huga klökkum kveð ég góða móður. Ó, móðir mín, þú lífs míns stærsti sjóð- ur. (Árni Gunnlaugsson.) Þín dóttir Gyða Bjarnadóttir. Elsku besta amma mín, nú ertu farin frá mér í ljósið bjarta þar sem ég veit að þér líður vel. Orð fá því ekki lýst hversu heppin ég er Ásthildur Jóhanna Briem Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.