Morgunblaðið - 03.12.2006, Side 62

Morgunblaðið - 03.12.2006, Side 62
Morgunblaðið/Jim Smart Viðburðir Listvinafélag Hallgrímskirkju fagnar nú 25. starfsári sínu og stendur því fyrir mörgum uppákomum m.a tónleikum Monicu Groop. |sunnudagur|3. 12. 2006| mbl.is staðurstund Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands ásamt Karlakórnum Fóstbræðrum og Sergei Alek- sashkin fá góða dóma. » 63 dómur Frá frystihúsinu til forystu, bókarkafli úr sögu Margrétar Frímannsdóttur, Stelpan frá Stokkseyri. » 64 bækur Bókagagnrýni um Úti að aka: Á reykspúandi Kadilakk yfir Am- eríku eftir Einar Kárason og Ólaf Gunnarsson. » 69 gagnrýni Árni Matthíasson skrifar um Joseph Arthur og nýjustu plötu hans, Nuclear Daydream, í Tón- list á sunnudegi. » 63 tónlist Ítalska kvikmyndin Staður sál- arinnar (Il posto dell’anima) fær þrjár stjörnur hjá Önnu Svein- bjarnardóttur. » 77 kvikmyndir Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is FINNSKA messósópransöngkonan Monica Groop syngur á árlegum jólatónleikum Mótettukórs Hall- grímskirkju í Hallgrímskirkju í dag, sunnudag, og á morgun, mánudag. Þetta er í þriðja sinn sem Groop syngur með kórnum en hún er ein fremsta messósópransöngkona heims um þessar mundir. „Ég syng á mörgum tónleikum í desember en ég var svo heppin að vera laus þá daga sem Hörður Ás- kelsson, stjórnandi Mótettukórsins, bauð mér að koma og ég vildi það endilega. Hörður og Inga Rós, kona hans, eru góðir vinir mínar frá því fyrir löngu og mér finnst alltaf gam- an að koma til Íslands. Eiginmaður minn kemur með mér í þetta skipti svo ferðin verður yndisleg,“ segir Groop. Alþjóðleg jólalög Groop söng með Mótettukórnum H-moll messu Bachs árið 1999 og jólaóratóríu hans 2002. Nú eru á efn- isskránni perlur evrópskrar jóla- tónlistar frá ýmsum tímum. „Jólalögin sem við völdum fyrir þessa tónleika eru mjög alþjóðleg, þau eru frá Englandi, Rússlandi, Tékklandi, Þýskalandi, Frakklandi, Finnlandi, Svíþjóð og svo þarf ég að syngja á íslensku. Ég hef sungið ís- lensk lög áður, en íslenskan er ólík móðurmáli mínu sem er sænska þótt ég hafi búið alla ævi í Finnlandi. Áheyrendur á tónleikunum verða að dæma hvernig mér tekst til með þessi íslensku lög,“ segir Groop glöð í bragði. „Það er einkar ánægjulegt fyrir mig að syngja á jólatónleikum, sérstaklega í svona stórri kirkju með kór. Ég ólst upp við kórastarf, móðir mín var kórstjóri og kirkjuorganisti. Frá barnæsku hafa jólin alltaf verið tengd við kirkjuna og kirkjan við tónlistina, jólin byrja því hjá mér með jólalögunum.“ Syngur Nóttin var sú ágæt ein „Á tónleikunum mun ég m.a. syngja sálminn Giv mig ej glans, ej guld, ej prakt eftir finnska tón- skáldið Jean Sibelius. Það er vinsæl- asta jólalagið í Finnlandi og mjög hefðbundið fyrir finnska jólalaga- hefð. Okkar helstu jólalög eru eftir finnsk tónskáld sem voru uppi á öld- um áður en auðvitað, eins og í öllum evrópskum löndum, höfum við mikið af jólalögum frá öðrum löndum með þýddum texta.“ Groop segir uppá- haldsjólalagið sitt vera lag Sibelius- ar. „Ég held líka mikið upp á ís- lenska jólasálminn Nóttin var sú ágæt ein, það er mjög fallegt og ég mun syngja það á tónleikunum.“ Góð tónlistarmenntun Groop hefur sungið með flestum þekktustu hljómsveitum heims og í kunnustu óperuhúsum heims undir stjórn fremstu hljómsveitarstjóra. Hún hefur verið fastagestur á hinu alþjóðlega tónleikasviði síðan hún kom fyrst fram og vakti heims- athygli árið 1994 þegar hún þreytti frumraun sína bæði í Carnegie Hall í New York og Wigmore Hall í Lond- on. Groop lítur samt frekar á sig sem finnskan söngvara en alþjóðlegan. „Ég er finnskur söngvari, fædd í Finnlandi og ég segist stolt vera þaðan. Ég hef sterkar tilfinningar til þjóðernis míns og hvar sem ég er í heiminum vil ég alltaf komast aftur til Finnlands.“ Margir góðir klassískir tónlist- armenn frá Finnlandi hafa orðið þekktir erlendis og spurð hvort hún hafi einhverja skýringu á því fer hún að hlæja. „Ísland er miklu minna en Finnland og þið eigið mjög marga góða tónlistarmenn svo ég veit ekki hvort þú ættir að spyrja þessarar spurningar,“ segir hún við blaða- mann og hlær. „En í Finnlandi held ég að ástæðan fyrir þessu sé m.a. góð menntun. Börn eiga möguleika á að læra tónlist frá unga aldri og þeim er vel fylgt eftir. Það er líka mikil hefð fyrir tónlistarkennslu og auðvelt fyrir tónlistarfólk að fá styrk til að fara úr landi og læra meira hjá frægum kennurum og í góðum skól- um. Það er líka mikið af góðum fyr- irmyndum í Finnlandi og það er mikilvægt. Við höfum átt og eigum góð tónskáld, tónlistarmenn og söngvara sem mikið er litið upp til og ég vona að ég sé ein af þessum góðu fyrirmyndum fyrir einhverja.“ Jólatónleikar Mótettukórs Hall- grímskirkju fara fram í Hallgríms- kirkju í dag, sunnudag, kl. 17 og á morgun, mánudag, kl. 20. Auk Mo- nicu Groop taka þátt í tónleikunum með kórnum Björn Steinar Sól- bergsson orgelleikari og Daði Kol- beinsson óbóleikari. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Miðasala er í Hallgrímskirkju. Jólalög Monica Groop segir einkar ánægjulegt fyrir sig að syngja á jólatónleikum. Hún ólst upp við kórastarf og frá barnæsku hafa jólin alltaf verið tengd við tónlist hjá henni enda var móðir hennar kórstjóri og kirkjuorganisti. Evrópsk jóla- tónlist frá ýmsum tímum Tónlist | Monica Groop syngur á jólatónleikum Mótettukórs Hallgrímskirkju Listvinafélag Hallgrímskirkju fagnar nú 25. starfsári sínu, en það var stofnað haustið 1982 með það markmið að efla listalíf við Hallgrímskirkju í Reykjavík. Dag- skrá afmælisársins hófst í gær með opnun sýningar í forkirkju Hallgrímskirkju sem nefnist Mynd mín af Hallgrími. Þar sýna 27 ís- lenskir myndlistarmenn útfærslur sínar á hinni alkunnu mynd Hjalta Þorsteinssonar af Hallgrími Pét- urssyni. Þrjár tónlistarhátíðir verða haldnar á starfsárinu, Jólatónlist- arhátíð Hallgrímskirkju, sem nú er haldin í þriðja sinn og hefst í dag, Alþjóðlegt orgelsumar 2007 og Kirkjulistahátíð, sem haldin verður í ellefta sinn 11.–19. ágúst 2007. Tveir af eftirsóttustu orgelsnill- ingum samtímans, Michael Radu- lescu frá Vínarborg og Olivier Latry frá París og íslensk og finnsk stórstjarna á sviði sönglist- arinnar, Kristinn Sigmundsson og Monica Groop eru gestir Listvina- félagsins á afmælisárinu. Á 25. starfsári félagsins er áfram lögð áhersla á nýsköpun í tónlist með frumflutningi tveggja stórra kirkjulegra verka eftir ís- lenska höfunda, Hallgrímspassíu eftir Sigurð Sævarsson og óratórí- unnar Cecilíu eftir Áskel Másson við texta Thors Vilhjálmssonar. Listvinafélagið kallar líka til samstarfs tónlistarfólk sem hefur á undanförnum árum vakið at- hygli á sálminum, meðal annars með eigin útsetningum á þekktum sálmum. Alls verða fluttar átta mismunandi dagskrár sem mun öllum ljúka með samsöng við- staddra. Þá verður enn sem fyrr lögð áhersla á hið talaða orð með flutningi Passíusálmanna og kynn- ingu á þýðingu sonnettusveigs eft- ir danska sálmaskáldið Lisbeth Smedegaard Andersen. Listvinafélag Hallgrímskirkju

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.