Morgunblaðið - 03.12.2006, Side 70

Morgunblaðið - 03.12.2006, Side 70
70 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ fólk Kalvin & Hobbes HÆ PABBI. KLUKKAN ER ÞRJÚ UM NÓTTINA OG VEISTU HVAR ÉG ER? Kalvin & Hobbes GEIMKÖNNUÐURINN, SPIFF, NÁLGAST GLÆPAMENN Á FLÓTTA UNDAN RÉTTVÍSINNI HANN ÆTLAR AÐ SÝNA ÞESSUM KVIKINDUM Í EITT SKIPTI FYRIR ÖLL AÐ ÞAÐ AÐ VERA HEIÐARLEGUR SKIPTIR MEIRA MÁLI EN ALLIR PENINGAR Í SÓLKERFINU. HANN ER KOMINN Í FÆRI... PSST! KALVIN! HVAÐA BORG VAR HÖFUÐBORG PÓLLANDS ÞANGAÐ TIL ÁRIÐ 1600 KRAKÁ! TAKK! KRAKÁ!! KRAKÁ!! TVÖ SKOT BEINT Í MARK! Kalvin & Hobbes TYRANOSAURUS REX GENGUR UM ÞENNAN FORNA DAL ÞESSI RISAVAXNA EÐLA ER Á STÆRÐ VIÐ ÞRIGGJA HÆÐA HÚS OG MEÐ 15 cm TENNUR SEM FARA Í GEGNUM BEIN EINS OG SMJÖR Í NOKKRUM SKREFUM TEKST RISAEÐLUNNI AÐ NÁ HEILUM HÓP AF HELLISBÚUM BORÐAÐU POPPIÐ ÞITT EINS OG MAÐUR! Risaeðlugrín © DARGAUD VIÐ FÁUM ALDREI HEITAN MAT Jólin eru mikill annatími hjáMæðrastyrksnefnd. Á síð-asta ári leituðu um 2.000 fjöl-skyldur til Mæðrastyrks- nefndar um jólin og er útlit fyrir að þeim fjölgi í ár. Ragnhildur G. Guðmundsdóttir er formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur: „Undirbúningur jólanna er í fullum gangi hjá okkur. Að þessu sinni, eins og um síðustu jól, erum við í nánu samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar við úthlutun á jólavörum en úthlutun á jólavarn- ingi mun fara fram í Sætúni 8 dagana 19. til 21. desember,“ segir Ragnhild- ur en einnig verður venjuleg af- greiðsla í húsnæði Mæðrastyrks- nefndar í Hátúni 12 á miðvikudögum frá 2 til 5. Einnig munu sjálfboðaliðar frá Rauða krossi Íslands aðstoða við jó- laúthlutun Mæðrastyrksnefndar, fulltrúar frá ungliðahreyfingum stjórnmálaflokkanna svo og ýmsir velunnarar en mörg handtök þarf að vinna við úthlutunina enda margir sem leita aðstoðar. Sækja má um jólastuðning hjá Mæðrastyrksnefnd þegar opið er á miðvikudögum en þegar hafa nokkur hundruð manns skráð sig fyrir jóla- aðstoð. „Þeim fjölgar stöðugt sem leita til Mæðrastyrksnefndar um að- stoð. Þótt Mæðrastyrksnefnd hafi upphaflega aðeins verið ætlað að styðja einstæðar mæður hefur starf- semin breyst í takt við tímann og leitar nú til okkar fólk og fjölskyldur af öllum gerðum,“ segir Ragnhildur. „Hingað koma einstæðir feður, ör- yrkjar og eldri borgarar, og fólk sem hefur misst fótanna í lífsgæðakapp- hlaupinu. Einnig leitar til Mæðra- styrksnefndar allmikið af útlend- ingum, og má greina að einstæðar mæður af asísku uppruna eiga sér- staklega erfitt uppdráttar. Við tök- um einnig eftir því að fólk leitar helst til okkar í lok mánaðarins, þegar það hefur reynt til þrautar að framfleyta sér sjálft, en peningarnir, hvort held- ur laun eða bætur, duga ekki til að endar nái saman.“ Það er einkum í formi matargjafa að Mæðrastyrksnefnd styrkir fólk um jólin: „Jólamaturinn er vel útilát- inn og hafa fyrirtæki, stofnanir, verslanir og einstaklingar verið mjög örlát,“ segir Ragnhildur. „Einnig eigum við fatnað að gefa og ýmiskon- ar smámuni eins og jólaskraut og ýmsan jólavarning.“ Vilji lesendur styðja Mæðra- styrksnefnd má gjarna gefa nefnd- inni matargjafir, notaðan fatnað og leikföng eða peningagjafir. Ná má sambandi við Mæðrastyrksnefnd í síma 551 4349 og í gegnum heima- síðu Mæðrastyrksnefndar á www.maedur.is. Ragnhildur vill flytja öllum þeim sem stutt hafa við starfsemina inni- legar þakkir. Mæðrastyrksnefnd er samstarfs- verkefni 8 kvenfélaga. Nefndin hefur aðeins einn launaðan starfsmann í hálfu starfi, en að öðru leyti er öll vinna Mæðrastyrksnefndar unnin í ólaunuðu sjálfboðastarfi. Góðgerðarstarf | Mæðrastyrksnefnd veitir árlega fjölda fjölskyldna aðstoð um jólin Svo allir geti átt gleðileg jól  Ragnhildur G. Guðmundsdóttir fæddist í Reykja- vík 1933 og ólst upp á Kópaskeri. Hún tók lands- próf frá Gagn- fræðaskóla Vest- urbæjar 1950. Hún hóf störf hjá Landssímanum 1965, lengst af við langlínuafgreiðslu á Ísafirði og einnig sem ritsímaritari. Hún starf- aði á skrifstofu Félags íslenskra símamanna 1980 til 1996, sem for- maður frá 1984, var varaformaður BSRB 1988 til 1997, og starfaði hjá fræðslumiðstöð Símans frá 1997 til 2000. Ragnhildur var fram- kvæmdastjóri Kvenréttindafélags Íslands 2000–2005 en hefur verið formaður Mæðrastyrksnefndar frá 2004. HIN sextán ára Eva Sattler sést hér sem barn Krists, vafin gullklæðum. Hún hlaut þann heiður að fara með aldagamlan og hefðbundinn for- mála á opnunarhátíð elsta mark- aðar í Þýskalandi og þar með setja hann, þann 1. desember síðastlið- inn. Markaðurinn er kenndur við börn Krists og er haldinn í Nürn- berg ár hvert en elstu heimildir um þennan markað eru frá árinu 1628. Þegar nær dregur jólum eru sett- ir upp á hverju ári margir jóla- markaðir í Þýskalandi sem draga að milljónir gesta, bæði heimamenn og ferðamenn. Þeir eru aldrei opn- aðir seinna en á fyrsta sunnudegi í aðventu og eru opnir til kl. 12 á há- degi á aðfangadag jóla, 24. desem- ber. Reuters Barn Krists

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.