Morgunblaðið - 03.12.2006, Side 80
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 337. DAGUR ÁRSINS 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK.
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: auglysingar@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
NA-átt 13–18
m/s suðaustantil
síðdegis, annars
hægari. Létt-
skýjað suðvestan- og
vestanlands. » 8
Heitast Kaldast
5°C -5°C
„ÞAÐ hefur verið voðalegt leyndarmál í
mínum huga en getur líklega ekki verið
það lengur þar sem ég fékk á dögunum
styrk úr menningarsjóði KEA til að halda
upp á fimmtíu ára söngafmæli mitt í vor.
Það hafa margir hvatt mig til að gera
þetta og því betur sem ég hef hugsað þá
langar mig að láta slag standa. Það eru
ekki margir sem geta haldið upp á fimm-
tíu ára söngafmæli sitt.“
Þetta upplýsir Helena Eyjólfsdóttir
söngkona í samtali við Morgunblaðið.
Fyrirhugað er að halda tónleikana í
Salnum í Kópavogi í mars nk. Á tónleik-
unum ætlar Helena að syngja lög sem hún
hefur sungið gegnum tíðina, dægurlög í
bland við djass og „ná upp smá Sjalla-
stemningu með gömlu vinunum“. | 30
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Helena Eyjólfsdóttir söngkona.
Hálfrar aldar
söngafmæli
Eftir Agnesi Bragadóttur
agnes@mbl.is
LÚÐVÍK Gizurarson hæstaréttarlögmaður
hefur um langa hríð háð baráttu fyrir því að
fá úr því skorið hvort Hermann heitinn Jón-
asson, fyrrum forsætisráðherra og formað-
ur Framsóknarflokksins, hafi verið faðir
hans. Upphafleg krafa hans var sú að lífsýni
úr honum sjálfum, Dagmar móður hans og
Hermanni yrðu borin saman til þess að
skera úr um hvort Hermann væri faðir hans
og síðar að blóðsýni úr honum og börnum
Hermanns yrðu borin saman.
Tvívegis hefur Héraðsdómur Reykjavík-
ur heimilað slíka rannsókn en Hæstiréttur
hefur jafnoft snúið við dómi héraðsdóms og
synjað um rannsóknina. Málaferlum er ekki
lokið, því Héraðsdómur Reykjavíkur hefur
nú heimilað blóðrannsókn í þriðja sinn, á
grundvelli frekari vitnaleiðslna á vegum
Lúðvíks, en sá úrskurður hefur verið kærð-
ur til Hæstaréttar af börnum Hermanns.
Í skriflegum vitnisburði systkina Lúð-
víks, sem héraðsdómur hefur þegar tekið
afstöðu til, segir m.a.: „Nú eftir að málaferli
þessi eru komin í hámæli, teljum við að ekki
verði vikist undan þeirri skyldu að bera
sannleikanum vitni. Hann er sá, að báðir
foreldrar okkar töldu Lúðvík son Her-
manns Jónassonar. Þess erum við einnig
fullviss og kemst þar enginn efi að. Yfirlýs-
ingu þessa gefum við að viðlögðum dreng-
skap.“ Undir yfirlýsinguna rita tvö systkin
Lúðvíks.
Dóra Lúðvíksdóttir segir m.a. í samtali
við Morgunblaðið í dag: „Allt frá því ég var
lítil stúlka hef ég heyrt að Hermann Jón-
asson væri faðir föður míns, þ.e. afi minn. …
Það var svo ekki fyrr en ég var orðin full-
orðin, að ættingjar mínir sögðu mér beinum
orðum, að amma mín hefði átt föður minn
með Hermanni.“
Dóra segir að þetta sé spurning um
grundvallarmannréttindi, sem varin séu
með barnalögunum með skýrum hætti. | 10
Fer aftur til
Hæstaréttar
Faðernismál Lúðvíks
Gizurarsonar lögmanns
STARFSMENN Reykjavíkurborgar voru í gær að ljúka við að setja upp
jólatréð á Austurvelli. Kveikt verður á trénu í dag, sunnudag, kl. 15:30.
Lúðrasveit Reykjavíkur mun m.a. leika jólalög. Rúm hálf öld er síðan
Norðmenn færðu Íslendingum í fyrsta sinn grenitré að gjöf.
Morgunblaðið/ÞÖK
Búið að skreyta jólatréð
Eftir Agnesi Bragadóttur
agnes@mbl.is
JÓN Sigurðs-
son, formaður
Framsóknar-
flokksins, hafði
ekki samráð við
Halldór Ás-
grímsson, fyrr-
verandi for-
mann flokksins,
áður en hann
flutti ræðu sína
á miðstjórnarfundi flokksins um
síðustu helgi. „Ég hafði ekki sér-
stakt samráð við Halldór í aðdrag-
anda miðstjórnarfundarins,“ segir
Jón í viðtali við Morgunblaðið í dag.
Aðspurður kveðst Jón ekki hafa
heyrt í Halldóri eftir miðstjórnar-
fundinn. Hann telur ekki að Halldór
líti þannig á að hann hafi komið í
bakið á honum með umsögn sinni
um ákvarðanatöku íslenskra stjórn-
valda um stuðning við stríðið í Írak:
„Það kæmi mér mjög á óvart. Ég
hef enga ástæðu til þess að vinna
þannig gagnvart honum, þó að ég sé
honum ekki sammála í einu og öllu.
Þú sérð það til dæmis, ef þú lest
ræðuna mína, að í henni eru margar
áherslur aðrar en Halldór Ásgríms-
son hefur lagt. Í því felst enginn
áfellisdómur; í því felst einfaldlega
að ný forysta er að líta yfir sviðið,
meta stöðu og horfur og skerpa á
sérstöðu, arfi og erindi Framsókn-
arflokksins við þjóðina á nýjan
hátt,“ segir Jón.
Samsteypur auðmanna leggi
ekki allt landið undir sig
Viðskiptaráðherra segir að
tryggja verði að hér sé raunveruleg
samkeppni og valfrelsi og það verði
ekki þannig „að örfáar samsteypur
auðfélaga og auðmanna leggi allt
landið undir sig“.
Ráðherrann telur að það sé far-
sælast að gera það á þann veg að
reynt verði að efla, styrkja og
treysta stöðu litlu fyrirtækjanna og
þeirra sem eru að berjast við að
koma inn á markaðinn, til dæmis
sprotafyrirtækja og nýsköpunar-
fyrirtækja. „Það er hægt að gera
með margvíslegum hætti, en ég vil
leggja á það sérstaka áherslu, að
það verður aldrei gert í eitt skipti
fyrir öll. Það er alveg sama hvað er
gert, það þarf alltaf að huga að
næstu skrefum. Þannig er þetta ei-
lífðarverkefni, því að frjálst at-
hafnalíf heldur áfram, þróast og
breytist og þannig þarf lagaramm-
inn um athafnalífið einnig stöðugt
að þróast og breytast. En við verð-
um líka að hafa það í huga að í litlu
hagkerfi verður fákeppni og jafnvel
einokun á ýmsum sviðum, og þá
þarf að bregðast við þessu í sam-
keppnislögum,“ segir Jón Sigurðs-
son.
Hafði ekki sam-
ráð við Halldór
Ný forysta flokksins er að meta stöðu
og horfur og skerpa á sérstöðu sinni
Jón Sigurðsson
Nýr formaður | 24
♦♦♦
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
FYRSTI áfangi hitaveitu í borg-
inni Xian Yang í Kína verður form-
lega tekinn í notkun í dag við hátíð-
lega athöfn, en uppbygging
hitaveitunnar er samstarfsverk-
efni Shaanxi Geothermal Energy
og ENEX Kína, sem að standa
Orkuveita Reykjavíkur, Glitnir og
ENEX, en það er útflutningsvett-
vangur íslenskra þekkingarfyrir-
tækja í orkuvinnslu.
Valgerður Sverrisdóttir, utan-
ríkisráðherra, mun gangsetja hina
íslensk-kínversku hitaveitu.
Miklar vonir eru bundnar við
hitaveituna og er stefnt að því að
hún verði sú stærsta í heimi, en í
Xian Yang búa um fimm milljónir
manna.
Orkuveita Reykjavíkur er bæði
hluthafi í ENEX og ENEX Kína
og hefur verið frumkvöðull útrásar
á þessu sviði.
Glitnir, sem hefur verið að hasla
sér völl í ráðgjöf og fjármögnun á
sviði endurnýjanlegrar orku, hefur
annast fjármögnun á framkvæmd-
inni og er jafnframt í hópi stærstu
hluthafa félagsins. Fyrsti áfanginn
kostaði rúmar 200 milljónir króna,
en sá næsti sem ráðgert er að ráð-
ast í á næsta ári er mun stærri og
metinn á um 4,2 milljarða króna.
Hann felst í lagningu hitaveitu í
nýtt íbúðahverfi í borginni, en Xian
Yang er nánast öll hituð með kol-
um í dag. Valgerður Sverrisdóttir
utanríkisráðherra mun gangsetja
hitaveituna og munu fulltrúar ís-
lenskra orkufyrirtækja, ásamt kín-
verskum fyrirmennum, verða við-
staddir.
Verkefnið í Xian Yang hefur
þegar haft veruleg áhrif á viðhorf
stjórnvalda í Kína til jarðhitans.
Þannig var borgin opinberlega út-
nefnd „Jarðhitaborg Kína“ fyrr á
þessu ári.
Brenndu áður kolum
Í þessum fyrsta áfanga er hita-
veitan leidd í allar byggingar stórs
framhaldsskóla í borginni, alls um
160 þúsund fermetra. Það fól í sér
borun tveggja vinnsluholna og
varmaskiptastöðvar. Fram til
þessa hefur húsnæðinu verið hald-
ið heitu með brennslu á kolum.
Jarðhiti og orka sprottin af hon-
um er skilgreind sem „græn orka“
í orkustefnu Kínverska alþýðulýð-
veldisins og jafnframt talin hafa í
för með sér stórkostlega mögu-
leika til að sjá Kína og öðrum lönd-
um fyrir hreinni orku til húshitun-
ar.
Íslensk-kínversk hita-
veita gangsett í dag
Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, gangsetur kínversku hita-
veituna í dag, en að uppbyggingu veitunnar koma OR, ENEX og Glitnir
Framkvæmdir Miklar vonir eru bundnar við hitaveituna í Xian Yang.
Í HNOTSKURN
»Stefnt er að því að hita-veitan í Xian Yang verði
sú stærsta í heimi en í borg-
inni búa um fimm milljónir.
»Næsti áfangi kostar 4,2milljarða króna.