Morgunblaðið - 19.01.2007, Side 2

Morgunblaðið - 19.01.2007, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Við höldum með þér! ... ef þú kemur við á næstu Olís-stöð og lætur fylla bílinn af eldsneyti. Þannig færðu fría áfyllingu á rúðupissið í kaupbæti. Meðan við fyllum á geturðu svo fengið þér pylsu og kók á tilboði.Þorratilboð á þjóðarrétti Íslendinga pylsa og kók 199kr. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag Hinni árlegu bílasýningu í bílaborginniDetroit lýkur núna um helgina ensýningin er ein sú stærsta sinnar teg- undar í heiminum. Hátt í milljón manns sækja sýninguna að jafnaði en í ár er verið að kynna tæplega átta hundruð nýja bíla frá öllum helstu bílaframleiðendum heims. Þykir það mjög eftirsóknarvert að afhjúpa nýjustu af- urðirnar á þessari sýningu en þarna eru frumsýndir bæði framúrstefnulegir hug- Reuters Hugmyndaríki Yfirmenn General Motors völdu hugmyndabílinn Holden Efijy til sýningar á bílasýningunni í Detroit og vakti hann gífurelga athygli. Fallegar línur í Detroit föstudagur 19. 1. 2007 bílar mbl.isbílar Yngri ökuþórar taka við í formúlunni » 5 HÖRÐ ÁTÖK Í LISSABON DAKAR RALLINU LÝKUR UM HELGINA >> 4                !          "" Sportlegur Chrysler Nassau hugmyndabíllinn er afar glæsilegur. Fjölskylduvænn Nýr Dodge Magnum. myndabílar og framleiðslubílar. Í ár flykktist atvinnu- og áhugafólk til Detroit til að berja það nýjasta og glæsilegast í heimi bílanna augum. Mikið bar á afar fram- úrstefnulegum hugmyndabílum og for- vitnilegum hönnunarlínum sem gefa skemmtilega innsýn inn í það sem vænta má á komandi árum. Meira um sýninguna í Detroit er að finna á næstu síðum. Um átta hundrað bílar sýndir Yf ir l i t                                 ! " # $ %            &         '() * +,,,                 Í dag Sigmund 8 Forystugrein 26 Staksteinar 8 Umræðan 28/29 Veður 8 Minningar 30/38 Alþingi 10 Brids 40 Viðskipti 13 Menning 41/44 Úr verinu 14/15 Leikhús 42 Erlent 15 Myndasögur 44 Menning 16/17 Dægradvöl 69 Höfuðborgin 18 StaðurStund 46/47 Akureyri 2 Dagbók 48/49 Austurland 19 Víkverji 48 Suðurnes 19 Velvakandi 48 Daglegt líf 20/25 Ljósvakamiðlar 50 * * * Innlent  Utanríkisráðherra aflétti í gær leynd af gögnum er varða varn- arsamning Íslands og Bandaríkj- anna. Vekja þau spurningar um hvort bandarísk heryfirvöld hafi það á valdi sínu að ákveða einhliða í tengslum við ófrið eða hernaðarlegt hættuástand að yfirtaka fulla stjórn og ábyrgð á almennri flugstarfsemi á Keflavíkurflugvelli. »Forsíða  Ekki vinnst tími til að ljúka heild- arendurskoðun á stjórnarskránni fyrir komandi þingkosningar líkt og stefnt var að. Stjórnarskrárnefnd mun því ekki gera tillögur að ákvæði um sameign náttúruauðlinda, en það mál var mikið til umræðu innan nefndarinnar, auk fjölda annarra breytinga. »Forsíða  Verðmunur á íslenskum kjúk- lingum og kjúklingum í nágranna- löndum okkar er það mikill að ólík- legt er annað en að verslunin sjái sér hag í að flytja inn kjúklinga þegar búið er að lækka tolla á kjötvörum um 40%, segir hagfræðingur Bændasamtakanna. »Baksíða Erlent  Mona Sahlin var tilnefnd formað- ur sænska Jafnaðarmannaflokksins í gær. Hún verður að öllum líkindum fyrsta konan sem tekur við leiðtoga- hlutverkinu hjá sænskum jafn- aðarmönnum. » 14  Stjórnvöld í Írak sögðust í gær hafa byrjað að ráðast gegn víga- sveitum sjíta, að sögn The New York Times. Bandaríkjamenn hafa kvart- að yfir því að her og lögregla Íraks hafi látið vígasveitir sjíta óáreittar en einbeitt sér að vígasveitum súnní- araba. » 15  OECD, Efnahags- og framfara- stofnunin, sagði í gær að sérfræð- ingar hennar hefðu „þungar áhyggj- ur“ af þeirri ákvörðun bresku stjórnarinnar að stöðva rannsókn á meintum mútugreiðslum bresks fyr- irtækis til manna í konungs- fjölskyldu Sádi-Arabíu. » Forsíða MEÐ dómi sínum í gær lagði Hæsti- réttur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur að fjalla efnislega um tiltekna dóm- kröfu í máli Sigurðar Hreinssonar gegn Keri hf., fyrrum eiganda Esso, vegna tjóns sem Sigurður telur sig hafa orðið fyrir vegna ólöglegs sam- ráðs stóru olíufélaganna þriggja. Neytendasamtökin hafa staðið við bakið á Sigurði í málarekstrinum en hann sneri sér til samtakanna í kjöl- far þess að samkeppnisyfirvöld kom- ust að þeirri niðurstöðu að olíufélög- in hefðu gerst sek um ólöglegt samráð á árunum 1993–2001. Sigurður gat lagt fram gögn sem sýndu að á árunum 1995–2001 keypti hann bensín af Esso fyrir tæplega 1,2 milljónir króna. Aðalkrafa hans fyrir dómi var að Ker, sem þáverandi eigandi Esso, yrði dæmt til að greiða honum 180 þúsund krónur, varakraf- an var 35 þúsund krónur og þrauta- varakrafa 26 þúsund krónur. Þrauta- þrautavarakrafa var að honum yrðu dæmdar bætur að álitum dómsins. Héraðsdómur sýknaði Ker af aðal- og varakröfu og vísaði hinum kröf- unum frá dómi. Erfitt að meta tjón Til að hægt sé að dæma bætur verður að sýna fram á að grundvöll- ur fyrir bótum sé fyrir hendi og að sá sem krefst bótanna hafi sannarlega orðið fyrir tjóni. Í málinu kom fram að erfitt væri að meta tjón sem þetta og féllst Hæstiréttur á það með lög- manni Sigurðar, Steinari Þór Guð- geirssyni hrl., að líkur bentu ekki til að með matsgerð væri hægt að kom- ast hjá að dæma í málinu að álitum. Héraðsdómur ætti því að fjalla efn- islega um þrautaþrautavarakröfuna. Málið dæmdu Gunnlaugur Claes- sen, Hjördís Hákonardóttir og Hrafn Bragason. Kristinn Hall- grímsson hrl. var lögmaður Kers. Fjalli efnislega um kröfu vegna samráðs Ein krafa gegn fyrrum eiganda Esso aftur til héraðsdóms Í HNOTSKURN » Sigurður Hreinsson höfð-aði mál gegn Keri, fyrrum eiganda Esso, með stuðningi Neytendasamtakanna sem höfðu óskað eftir að við- skiptavinir sem ættu gögn um eldsneytiskaup gæfu sig fram. » Á árunum 1995–2001keypti hann eldsneyti fyrir tæplega 1,2 milljónir. » Ker hafnar því að hannhafi orðið fyrir tjóni vegna ólöglegs samráðs. ÞORRI karlpenings þessa lands á von á góðu í dag ým- ist í formi blóma, konfekts, kossa eða annars konar dek- urs. Ástæðan er sú að í dag er bóndadagur, fyrsti dagur þorra. Góa byrjar svo með konudegi, sunnudaginn 18. febrúar næstkomandi. Þangað til láta Íslendingar það eftir sér að borða yfir sig af þorramat því árstíð þorra- blóta er nú hafin með tilheyrandi gleðskap. Í gömlu kvæði segir um þorrann: Þorri hristir fannafeldinn/ fnæsir í bæ og drepur eldinn. Um góu segir hins vegar: Góa á til grimmd og blíðu/gengur í éljapilsi síðu. Morgunblaðið/Golli Blóm fyrir bændur GUÐNI Ágústs- son landbúnaðar- ráðherra segir að nýgert samkomu- lag Íslands og Evrópusam- bandsins um við- skipti með land- búnaðarafurðir sé liður í því ætlun- arverki ríkis- stjórnarinnar að lækka matvælaverð 1. mars. Það muni, ásamt lækkun virðis- aukaskatts af matvöru og niðurfell- ingu vörugjalda, gera að verkum að menn muni sjá lægra matvælaverð í landinu. Spurður um áhrif samkomulags- ins fyrir bændur, segir Guðni að breytingarnar sem í því felast muni hafa einhver áhrif en hóflega sé að þeim staðið. „Svínabændur og kjúk- lingabændur eiga að geta mætt þessu og hafa reyndar verið að búa sig undir það með stærri og færri bú- um á síðustu árum að þetta geti gerst,“ segir hann. Guðni bendir á að í samkomulag- inu felist einnig vaxandi útflutnings- möguleikar fyrir landbúnaðarafurðir til Evrópu. Hann kveðst hins vegar aðspurður ekki telja að það muni hafa nein áhrif á útflutning á land- búnaðarvörum á Bandaríkjamarkað. „Ég vona að bæði sá útflutningur og þessi gefi bændum í framtíðinni nýja möguleika til að auka íslenskan landbúnað,“ segir Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra. Liður í lækkun matvælaverðs Guðni Ágústsson KARLMAÐUR á þrítugsaldri var fluttur á sjúkrahús, töluvert kvalinn, eftir að hann klemmdist á milli bíla í Grímsnesi skömmu eftir klukkan 18 í gær. Slysið varð þegar maðurinn var að losa taug milli tveggja bíla sem notuð var til að draga annan þeirra upp á veg. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Selfossi rann bíllinn sem notaður var við dráttinn aftur á bak og klemmdist maðurinn á milli hans og hliðar hins bílsins. Sjúkrabifreið flutti hinn slasaða fyrst á Heilbrigðisstofnun Suður- lands á Selfossi og þaðan var hann sendur á slysadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Að sögn vakthafandi læknis rifbrotnaði maðurinn og marðist töluvert en ekki blæddi innvortis. Hann var hafður á spítalanum til eftirlits. Klemmdist milli bíla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.