Morgunblaðið - 19.01.2007, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2007 11
FRÉTTIR
Það er mitt mat að þessi 40%lækkun á tollum hafi raun-verulegt verðaðhald í förmeð sér, einkum á kjúk-
lingum og svínakjöti.“ Þetta segir
Erna Bjarnadóttir hagfræðingur
Bændasamtakanna. Hún segir að
hægt sé að kaupa inn kjúklinga á það
lágu verði erlendis að hægt verði að
bjóða þá á samkeppnishæfu verði
hér á landi þrátt fyrir að umtalsverð-
ur tollur verði áfram lagður á kjúk-
linga.
Hluti af nýjum samningi Íslands
og Evrópusambandsins um viðskipti
með landbúnaðarvörur felur í sér
40% lækkun á tollum. Þessi breyting
þýðir t.d. að eftir lækkun þurfa inn-
flytjendur að greiða 615 kr. í toll af
hverju kílói af innfluttum kjúklinga-
bringum. Finnur Árnason, forstjóri
Haga, hefur haldið því fram að þessi
tollalækkun muni ekki leiða til lækk-
unar á matarverði vegna þess að toll-
arnir verði eftir sem áður of háir til
að það borgi sig að flytja inn.
Tollurinn er kominn niður fyrir
gjaldið sem greitt var í sumar
Erna spáir því hins vegar að versl-
unin muni sjá sér hag í því að flytja
inn kjúklinga á þessum tollum vegna
þess að hægt sé að kaupa mjög ódýra
kjúklinga erlendis og þessi innflutn-
ingur muni fela í sér raunverulegt
verðaðhald fyrir innlenda fram-
leiðslu.
Í þessu sambandi er kannski rétt
að rifja upp að mikill áhugi var á síð-
asta ári á innflutningi á kjúklingum
og niðurstaða útboðs á tollkvótum
varð sú að innflytjendur buðust til að
greiða 719 kr/kg fyrir að fá að flytja
inn kjúklinga. Aðföng, fyrirtæki
Haga, fékk nær allan kjúklingakvót-
ann í þessu útboði. Það er því ólíklegt
annað en að Aðföng og fleiri fyrir-
tæki muni reyna að flytja inn kjúk-
linga með 615 kr/kg tolli.
Erna telur líklegt að lækkun tolla
á svínakjöti hafi einnig í för með sér
verðaðhald fyrir innlenda fram-
leiðslu. Greiða þarf 831 krónu toll
vegna innflutnings á svínalundum.
Innan við 3% af innanlands-
neyslu
Annar hluti samkomulagsins við
ESB er um innflutning á 650 tonnum
af kjöti án tolla, þ.e. 100 tonn af
nautakjöti, 200 tonn af svínakjöti,
200 tonn af alifuglakjöti, 50 tonn af
pylsum, 50 tonn af unnum kjötvörum
og 50 tonn af skinku. Hver verða
áhrifin af þessum innflutningi á verð
til neytenda? Til að geta svarað því
er nauðsynlegt að hafa í huga að á
síðasta ári borðuðu íslenskir neyt-
endur rúmlega 23 þúsund tonn af
kjöti og jókst um 2% milli ára. 650
tonn eru því innan við 3% af innan-
landsneyslu. Það er líka ekki alveg
rétt að tala um að þetta kjöt verði
flutt tollfrjálst til landsins. Ástæðan
er sú að hægt er að ganga út frá því
sem vísu að innflytjendur munu vilja
flytja inn mun meira af kjöti en þessi
650 tonn. Til að ákveða hverjir fái að
flytja inn þetta kjöt verður viðhaft
uppboð á tollkvótum. Þeir sem hæst
bjóða fá að flytja inn.
Undanfarinn einn og hálfan ára-
tug hefur þetta uppboðsfyrirkomu-
lag verið viðhaft við innflutning á
kjötvörum á lágmarkstollum. Þegar
þetta fyrirkomulag var tekið upp var
áhugi á innflutningi mikill. Síðan dró
úr honum og sum árin voru þeir ekki
einu sinni fullnýttir. Að undanförnu
hefur áhugi á innflutningi kjötvara
aukist verulega.
Í síðasta útboði, sem fram fór í
júní sl., var heimilað að flytja inn 448
tonn af kjöti og ostum. Þeir sem
fengu heimildir til að flytja inn
þurftu að greiða 193 milljónir fyrir
að fá þessa tollkvóta. Niðurstaða
samskonar útboðs á árinu 2005 varð
sú að fyrirtækin lýstu sig tilbúin til
að greiða 105 milljónir fyrir tollkvót-
ana. Sem dæmi má nefna var með-
alverð á innfluttu nautakjöti 382 kr/
kg en var 175 kr/kg árið á undan.
Verðið fyrir kjúklinga hækkaði mik-
ið, fór úr 393 kr/kg í 719 kr/kg. Árið
2005 náðist ekki að fylla kvóta fyrir
innflutt svínakjöt en í fyrra greiddu
innflytjendur 306 kr/kg fyrir að fá að
flytja inn svínakjöt.
Samkomulagið við ESB þýðir að
það verður leyfilegt að flytja inn
meira af kjöti án tolla. Hvort það
leiðir til lækkunar á kjötverði ræðst
m.a. af því hvort áhugi á innflutningi
kjötvara verður áfram mikill.
Yfir 900 tonn af kjöti
flutt inn í fyrra
Á fyrstu ellefu mánuðum síðasta
árs voru flutt inn 845 tonn af kjöti.
„Við höfum ekki áður séð svona háar
tölur,“ segir Erna Bjarnadóttir og
bendir á að árið 2005 voru flutt inn
236 tonn af kjöti. Þessi innflutningur
í fyrra er bæði á háum og lágum toll-
um.
Það sem skýrir aukinn áhuga
verslunar- og innflutningsfyrirtækja
á að flytja inn kjöt er fyrst og fremst
að fyrirtækin telja að það sé skortur
á kjöti á innanlandsmarkaði. Finnur
Árnason sagði í samtali við Morgun-
blaðið í síðustu viku að það væri búið
að vera viðvarandi skortur á kjúk-
lingum og einnig hefði skort svína-
kjöt fyrir jólin. Þá hefur verið veru-
legur skortur á nautakjöti á markaði,
en á síðasta ári voru flutt inn um 500
tonn af nautakjöti. Þó fyrirtækin hafi
vissulega áhuga á að bjóða neytend-
um sem hagstæðast verð á kjöti
skiptir ekki síður máli að þau telja
sig ekki þurfa að hafa áhyggjur af
því að innflutta kjötið seljist ekki.
Það er ólíklegt annað en að inn-
flutningur á kjöti eigi eftir að aukast
á næstunni. Hann nam yfir 900 tonn-
um í fyrra og þær breytingar á toll-
um og markaðsaðgengi sem felast í
nýjum samningi við ESB munu
væntanlega auka þennan innflutn-
ing. Það er vert að hafa í huga að nú
er svo komið að um 15% af öllu
nautakjöti sem neytt er hér á landi
er innflutt. Erna segir ekki annað
sjáanlegt en að þarna sé kominn
markaður sem mjög erfitt verði fyrir
innlenda framleiðendur að vinna aft-
ur.
Allur samanburður á verði ein-
stakra kjöttegunda milli Íslands og
nágrannalandanna sýnir að verð-
munurinn er langmestur í kjúkling-
um. Almenn lækkun á tollum mun
því án efa hafa mest áhrif á viðskipti
með kjúklinga.
„Tollalækkunin hefur í för með
sér raunverulegt verðaðhald“
Morgunblaðið/Þorkell
Meira innflutt Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra skoðar hér kjötúrvalið í versluninni Spar. Guðni hefur lagt
áherslu á að Íslendingar velji íslenskt kjöt, en flest bendir til þess að meira verði flutt inn af kjöti á næstunni.
Í HNOTSKURN
»Á síðasta ári voru flutt inntil landsins yfir 900 tonn af
kjöti, þar af um 500 tonn af
nautakjöti. Þetta er mikil
aukning milli ára, en árið 2005
nam þessi innflutningur 236
tonnum.
»Ef mið er tekið af því verðisem innflytjendur voru til-
búnir til að greiða fyrir inn-
flutningskvóta á kjúklingum í
sumar er ólíklegt annað en að
þeir muni sækjast eftir því að
flytja inn kjúklinga eftir að
tollur hefur verið lækkaður
um 40%.
Fréttaskýring | Líklegt
er að innflutningur á
kjúklingum og að ein-
hverju leyti svínakjöti
aukist í kjölfar tollalækk-
ana. Egill Ólafsson velti
fyrir sér áhrifum samn-
ings við ESB um tollamál
á vöruverð til neytenda.
egol@mbl.is
BÆTT samskipti á netinu er mark-
mið nýrrar auglýsingaherferðar
sem verið er að hleypa af stokk-
unum þessa dagana, en AUGA,
góðgerðasjóður auglýsenda, aug-
lýsingastofa og fjölmiðla, stendur
að herferðinni. Að sögn Sverris
Björnssonar, formanns AUGA og
hönnunarstjóra á Hvíta húsinu, var
sjóðurinn stofnaður í fyrra. „Sjóð-
urinn er skapaður til þess að gefa
góðu málefni, sem ekki á þess kost
annars, tækifæri á að nýta það afl
sem í auglýsingunum er,“ segir
Sverrir en vinna að herferðinni er
unnin í sjálfboðavinnu hópsins.
Sverrir segir að í fyrra hafi verið
auglýst eftir umsóknum og hafi 30
borist. Fyrir valinu varð umsókn
frá SAFT um bætt netsamskipti,
en SAFT er vakningarátak um
örugga netnotkun barna og ung-
linga á Íslandi og er rekið á vegum
Heimilis og skóla. „Í framhaldi af
því fór í gang hefðbundin auglýs-
ingavinna, greiningar á verkefninu
og vandanum,“ segir Sverrir, en
Capacent-Gallup, sem er sam-
starfsaðili AUGA, tók þátt í þessari
vinnu. Út frá því skilgreindu Sam-
tök íslenskra auglýsingastofa, SÍA,
helstu markmið herferðarinnar og
þarnæst hófst vinna við gerð henn-
ar. „Þetta var unnið af öllum stof-
um innan SÍA og var að því leyti
sérstakt verkefni,“ segir Sverrir.
Herferðin samanstendur af sjón-
varpsauglýsingu, auglýsingum í
blöðum, útvarpi, á netinu og á skilt-
um. Vodafone styrkir herferðina
sem er að hefjast þessa dagana og
segir Sverrir að mestur þunginn í
henni verði á næstu vikum, en hún
muni standa fram á vor. „Herferðin
miðast að því að vekja athygli á því
hvernig rétt nethegðun er. Í sam-
vinnu við SAFT bjuggum við til
fimm lykilorð að netinu – fimm lyk-
ilsetningar sem spanna hvað menn
eiga að varast og hvernig er rétt að
haga sér á netinu.“ Þetta séu þörf
skilaboð því svo virðist sem tvöfalt
siðgæði sé í gangi og fólk hegði sér
öðruvísi í samskiptum á netinu en í
beinum samskiptum við annað fólk.
Þá virðast börn og unglingar í sum-
um tilfellum umgangast netið eins
og það sé lokaður miðill, en ekki
miðill sem allir hafa aðgang að.
En hvers vegna var ákveðið að
ráðast í verkefni af þessu tagi?
Sverrir bendir á að það kosti tölu-
verða peninga að auglýsa. Flest
samtök sem eru að vinna að góðum
málefnum hafi ekki yfir nægilega
miklum peningum að ráða til að
geta lagt út í auglýsingaherferðir.
Þau geti því ekki nýtt sér þá kraft-
og áhrifamiklu aðferð sem auglýs-
ingar séu. „AUGA er stofnað til
þess að gefa þeim kost á að nýta
sér þessa aðferð við að ná til fólks
og breyta hegðun þess.“ Með þessu
sé auglýsingaiðnaðurinn að leggja
sitt af mörkum til þess að bæta
samfélagið. AUGA mun í febrúar
auglýsa umsóknir vegna næstu
herferðar, en Sverrir segir stefnt
að því að standa að einni slíkri á
ári.
Stuðlað að
bættum sam-
skiptum á netinu
Góðgerðasjóðurinn AUGA með nýja og
umfangsmikla auglýsingaherferð
Herferð Auglýst verður í fjölmiðlum fram á vor, t.d. í sjónvarpi og blöðum.