Morgunblaðið - 19.01.2007, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
MONA Sahlin var
tilnefnd formaður
sænska Jafnaðar-
mannaflokksins í
gær og tekur hún
við af Göran Pers-
son, sem verið
hefur leiðtogi
flokksins í tíu ár.
Sahlin verður
fyrsta konan sem
tekur við leiðtogahlutverkinu hjá
jafnaðarmönnum, sem setið hafa að
völdum í Svíþjóð í sex af undanförn-
um sjö áratugum. Sem stendur er þó
við völd samsteypustjórn hægri- og
miðflokka undir forystu Fredrik
Reinfeldts forsætisráðherra er tók
við í september eftir sigur umræddra
flokka er unnu saman í þingkosning-
unum. Persson skýrði eftir kosning-
arnar frá því að hann myndi hætta
störfum sem flokksleiðtogi.
Sahlin verður formlega kjörin leið-
togi á flokksþingi í mars en engir aðr-
ir munu bjóða sig fram og því verður
kjörið aðeins formsatriði, að sögn
sænskra fjölmiðla. Kannanir sýndu
lengi vel að kjósendur flokksins vildu
helst að Margot Wallström, sem nú
situr í framkvæmdastjórn Evrópu-
sambandsins, tæki við af Persson en
hún vildi ekki gefa kost á sér. Áður
hafði Anna Lindh, þáverandi utanrík-
isráðherra, verið talin augljós arftaki
forsætisráðherrans en hún var myrt í
Stokkhólmi 2003.
„Ég mun gera allt sem ég get til að
efla á ný Jafnaðarmannaflokkinn,
ekki einvörðungu til forystu í ríkis-
stjórn heldur sem flokk sem heldur
vöku sinni og bregst hratt við áskor-
unum,“ sagði Sahlin á blaðamanna-
fundi eftir að skýrt var frá því að hún
hefði samþykkt að verða í kjöri í
mars. Hún sagðist vera afar stolt en
lýsti um leið hryggð sinni yfir því að
það væri ekki Anna Lindh sem nú
væri í hennar sporum.
Sahlin er þrautreynd í stjórnmál-
um og gegndi ráðherraembættum í
alls 12 ár. En hún hefur einnig verið
umdeild. Talið var líklegt að hún tæki
við leiðtogahlutverkinu af Ingvari
Carlsson eftir að hann sagði af sér
1996 en hún hafði verið aðstoðarfor-
sætisráðherra hans 1994–1995. En þá
kom í ljós að hún hafði keypt ýmislegt
handa sjálfri sér og tekið út þúsundir
evra á krítarkort sem skráð var á rík-
isstjórnina. Þetta olli miklu hneyksli
og neyddist Sahlin til að hverfa úr
stjórnmálum um hríð. Sahlin sagðist
hafa litið á úttektina sem lán og
greiddi féð aftur úr eigin vasa. Hún
var ekki ákærð. Mál Sahlin varð til
þess að tryggja Persson leiðtoga-
starfið en hún varð ráðherra í stjórn
hans 1998.
Mona Sahlin nýr leið-
togi jafnaðarmanna
Fær engan mótframbjóðanda á flokksþinginu í mars
Mona Sahlin
ÞAÐ VAR vart búið að hreinsa upp
korktappana úr kampavínsflösk-
unum frá hátíðahöldunum á gaml-
árskvöld í Sófíu, höfuðborg Búlg-
aríu, vegna inngöngu landsins í
Evrópusambandið, ESB, þegar
landeigendur í dreifbýli fylktu liði á
götum borgarinnar í gær til að mót-
mæla þeim áætlunum sambandsins
að friða búlgörsk landsvæði. Telja
þeir friðunina koma í veg fyrir að
þeir hagnist á jarðasölu.
AP
Búlgarar mótmæla ESB í Sófíu
NORÐMENN juku hlutdeild sína í
norsk-íslenzka síldarstofninum um 4
prósentustig, úr 57% í 61%, í samn-
ingum sem nú hafa tekizt um nýtingu
síldarinnar. Þeir gáfu hins vegar eftir
af sínum ýtrustu kröfum, sem hljóð-
uðu upp á 70% hlutdeild. Aðrir við-
semjendur gáfu eftir af sínum hlut en
fengu á móti aðgang til síldveiða í
norski lögsögu. Hlutur Íslands
minnkar þannig úr 15,54% í 14,51%.
Vegna aukins kvóta eykst hlutur
Íslands úr 154.000 tonnum í tæp
185.000 tonn. Hefðu ýtrustu kröfur
Norðmanna náð fram að ganga hefði
hlutur Íslands líklega orðið ríflega
90.000 tonn, en hlutur Norðmanna
896.000 tonn í stað 780.800 tonna.
Samningurinn felur það í sér að heild-
araflinn verður 1.280.000 tonn og
skiptist þannig að í hlut Íslands koma
185.728 tonn eða 14,51%, í hlut Nor-
egs koma 780.800 tonn eða 61,00%, í
hlut Færeyja koma 66.048 tonn eða
5%, í hlut Rússa koma 164.096 tonn
eða 12,82% og í hlut ESB koma 83.328
tonn eða 6,51%.
Aukinn aðgangur
Samkvæmt samningnum hefur Ís-
land meiri aðgang til síldveiða innan
norskrar lögsögu en var samkvæmt
þeim samningum sem í gildi voru árin
1996–2002. Íslenzk skip hafa ótak-
markaðan veiðiaðgang á Jan Mayen-
svæðinu, auk þess sem þau hafa
heimild til að taka allt að 18,6% af
veiðiheimildum Íslendinga í norskri
fiskveiðilögsögu norðan 62°N. Norð-
menn fá heimild til að veiða 7,03% í ís-
lenzku efnahagslögsögunni en höfðu
heimild til að veiða 11,47% sam-
kvæmt samningnum frá 1996.
Viðbrögð norskra útgerðarmanna
við samningnum hafa verið mjög
harkaleg. Þeir segja að með samn-
ingnum séu hinum þjóðunum gefnir
þrír milljarðar króna. Hlutur Noregs
sé allt of lítill og stjórnvöld hafi huns-
að ráðleggingar hagsmunaaðila.
+/
(
(
, (
012
+ 012
!
"
"
#$$ $$
!"
!
345
!
"#$
3!
55 6
7
56 85
!
!
3465
Hlutdeild Noregs
eykst um 4%
Samið um norsk-íslenzku síldina
„FYRST og
fremst erum við
auðvitað mjög
ánægðir með að
það skuli vera
kominn á samn-
ingur. Stjórnlaus-
ar veiðar úr þess-
um mikilvæga
stofni gátu auð-
vitað ekki gengið
til lengdar og
hefðu verið ógn við síldarstofninn,“
segir Einar K. Guðfinnsson sjávar-
útvegsráðherra. „Við veiddum í
fyrra nærri þriðjung umfram ráð-
leggingar fiskifræðinga og þó að
stofninn hafi verið sterkur nú þá er
augljóst að hann hefði ekki þolað
það veiðiálag til lengri tíma. Það er
auðvitað enginn ánægður í sjálfu sér
með skiptinguna í þessum samningi
en að mínu mati eru jákvæðu tíð-
indin þau að þessar ábyrgu fisk-
veiðiþjóðir hafa tekið höndum sam-
an.
Mér finnst að ef hægt er að tala
um sigur einhvers sé það sigur heil-
brigðrar skynsemi. Þarna láta allir
eitthvað af sínum kröfum til að ná
mikilvægu samkomulagi. Þetta sam-
komulag er líka grundvöllur fyrir
því að hægt sé að tryggja hagkvæm-
ari veiðar en ella væri, meðal annars
vegna ákvæðis um aðgang til veiða
innan lögsagna ríkjanna. Það held
ég að skipti líka miklu máli,“ segir
sjávarútvegsráðherra.
Komið í veg fyrir ofveiði
Friðrik J. Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri LÍÚ, sem var í sendi-
nefnd Íslands, segir afar mikilvægt
að samningar skuli hafa tekist. „Það
ástand sem skapaðist þegar Norð-
menn neituðu að endurnýja samn-
inginn frá 1996 var algjörlega óvið-
unandi. Það leiddi til rúmlega 32%
meiri veiði úr stofninum í fyrra en
sú nýtingarstefna sem var við lýði
kvað á um. Það blasir við að slíkt
kemur niður á stofninum. Þótt það
sé hart að gefa eftir af hlut Íslands
til Norðmanna, sem hafa hagað sér
með afar óábyrgum hætti, tel ég það
réttlætanlegt til að koma í veg fyrir
að stofninn verði ofveiddur. Það hef-
ur gerst áður með afleiðingum sem
öllum eru kunnar,“ segir Friðrik.
Ánægjulegt að semja
„Ég er mjög ánægður með að við
skyldum semja. Við eigum að vera
með fiskveiðisamninga við nágranna
okkar. Mér finnst við þó hafa þurft
að gefa meira eftir en ég hefði viljað,
en þegar maður semur verður mað-
ur að vera tilbúinn að láta eitthvað
af hendi,“ segir Aðalsteinn Helga-
son, forstjóri Síldarvinnslunnar í
Neskaupstað. Síldarvinnslan ásamt
tengdum aðilum er með mestan
kvóta í norsk-íslenzku síldinni, eða
36,2%. Það eru um 67.000 tonn af
núverandi úthlutun. Aðalsteinn seg-
ir að það fari eftir öðrum veiðum
hvenær íslenzku skipin hefji veiðar
á norsk-íslenzku síldinni. Verði lítið
úr loðnuvertíð fari menn fyrr í kol-
munna og hugsanlega í síld.
Sigur heilbrigðrar
skynsemi
Friðrik J.
Arngrímsson
Aðalsteinn
Helgason
Einar K.
Guðfinnsson
ÚR VERINU
Union í Missouri. AP. | Shawn Horn-
beck, bandaríski unglingurinn sem
sl. föstudag fannst á heimili manns-
ins sem rændi honum fyrir fjórum
og hálfu ári síðan, segir að hann
hafi stöðugt beðið þess að fá að
hitta foreldra sína á ný. Hornbeck
og fjölskylda hans voru gestir í
sjónvarpsþætti Opruh Winfrey í
gær.
„Ég óskaði þess að einn daginn
myndu foreldrar mínir finna mig
og ég kæmist í faðm þeirra á ný,“
sagði Hornbeck við Winfrey í þætti
sem sendur var út í gær. Viðtalið
var tekið upp á þriðjudag. Horn-
beck sagðist ekki tilbúinn til að
ræða út í hörgul hvernig það gerð-
ist að Michael Devlin rændi honum
frá heimili hans í afskekktum hluta
Missouri en þá var Hornbeck aðeins
ellefu ára. Né vildi hann ræða um
vistina með Devlin en hún varaði í
51 mánuð.
Mál þetta hefur vakið mikla at-
hygli vestra en svo virðist sem
Hornbeck hafi haft næg tækifæri til
að flýja eða hafa samband við for-
eldra sína.
Móðir Hornbecks, Pam, og stjúp-
faðir hans, Craig Akers, sögðu við
Winfrey að þau hefðu hlýtt ráðum
sérfræðinga og ekki spurt son sinn
út í reynsluna. Þau sögðust hins
vegar sannfærð um að Hornbeck
hefði ekki haft samband við þau
vegna þess að hann hefði verið
dauðhræddur um eigið líf, þeirra líf
eða annarra í fjölskyldunni. Þá
sagðist móðirin, Pam Akers, telja
að Hornbeck myndi segja henni allt
af létta er fram liðu stundir.
Bæði kinkuðu þau kolli þegar
Winfrey spurði hvort þau teldu, að
Devlin, sem er 150 kg maður og
sagður skapstór, hefði misnotað
Hornbeck kynferðislega.
Þráði að komast heim
AP
Frelsi Shawn Hornbeck (f. miðju) ásamt Ophrah Winfrey, frænku sinni
Shari Frazier (t.v.) og Craig og Pam Akers.