Morgunblaðið - 19.01.2007, Side 15

Morgunblaðið - 19.01.2007, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2007 15 Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Fínn kjarakaupadaga-afsláttur og mörg sértilboð í gildi nú í vikunni. Láttu sjá þig og gerðu góð kaup. Umboðsmenn um land allt.   A T A R N A – S T ÍN A M . / F ÍT Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is STJÓRNVÖLD í Írak sögðust í gær vera byrjuð að ráðast gegn vígasveitum sjíta-múslíma, að sögn The New York Times. Eitt helsta umkvörtunar- efni Bandaríkjamanna gagnvart stjórn sjítans Nuris Ibrahims al-Malikis forsætisráðherra hefur verið að lögregla og her stjórnvalda láti svonefnd- an Mahdi-her ofstækisklerksins Moqtada al-Sa- drs og fleiri sjíta-sveitir óáreittar en einbeiti sér að vígasveitum súnníta. Maliki segir að yfir 400 Mahdi-menn hafi verið handteknir síðustu daga. Yfirmenn í bandaríska hernum í Írak staðfestu að allmargir leiðtogar vígasveita sjíta hefðu verið handsamaðir. Ekki eru þó allir sannfærðir um að um raunverulega stefnubreytingu sé að ræða, ef til vill sé Maliki aðeins að reyna að blíðka stjórn George W. Bush Bandaríkjaforseta. Bush hyggst senda rösklega 20.000 manna viðbótarliðsafla til Bagdad og Anbar-héraðs til að reyna að bæta ástandið í öryggismálum en hefur gagnrýnt Maliki af æ meiri hörku að undanförnu. Athygli vekur að Sadr hefur ekki gagnrýnt handtökurnar. Er bent á að Mahdi-herinn sé margklofinn og sumir hóparnir séu ekkert annað en venjuleg glæpagengi. Sadr hafi hugsanlega ekkert á móti því að hreinsað sé til í liðinu. Margir liðsmenn hans í úthverfinu Sadr-borg séu auk þess farnir að þéna vel á aðstöðu sinni og pen- ingahjálp frá Íran, þeir hafi ákveðið að grípa ekki til vopna en hafi yfirgefið varðstöðvar og látið sig hverfa, ef til vill aðeins um stundarsakir. Al-Sadr átti á sínum tíma mikinn þátt í að tryggja Maliki völdin en árásir liðsmanna klerks- ins hafa orðið til að gera enn erfiðara en ella að sætta súnníta við að missa völdin í Írak. Súnní- arabar eru aðeins um 20% þjóðarinnar en hafa ráðið nær öllu frá því að ríkið var stofnað um 1920. Maliki forsætisráðherra segir að útvegi Banda- ríkjamenn íraska hernum fleiri og betri vopn sé engin þörf á því að fjölga í herliði Bandaríkjanna í landinu. Hann segir í viðtali við breska blaðið The Times að skortur á nauðsynlegum vopnum hafi leitt til þess að lengri tíma hafi tekið að brjóta upp- reisnarmenn í landinu á bak aftur en nauðsynlegt hafi verið. Bandaríkjastjórn er hins vegar talin óttast að vopn sem hún afhendi Írökum lendi í höndum uppreisnarmanna. „Takist okkur að uppfylla það samkomulag sem við höfum gert og hraða afhendingu vopna og tækjabúnaðar til hersveita okkar held ég að þörf okkar fyrir bandarískt herlið muni minnka mjög hratt á þremur til sex mánuðum,“ sagði Maliki. Handtaka vígamenn sjíta Ráðamenn í Írak segja meiri þörf á betri vopnum og tækjabúnaði en fleiri bandarískum hermönnum til að binda enda á óöldina MIKIÐ hvassviðri með ausandi rigningu gekk yfir norðvest- anverða Evrópu í gær og olli mann- in, þar týndu tíu manns lífi, þ.á m. tveggja ára drengur sem varð und- ir vegg er hrundi í London. skaða og eignatjóni. Víða rifnuðu tré upp með rótum. Mest gekk á í Bretlandi, þar sem myndin var tek- Reuters Mannskætt óveður í NV- Evrópu TALSMENN símafyrirtækisins The Carphone Warehouse til- kynntu í gær, að það hefði hætt að taka þátt í kostun raunveruleika- sjónvarpsþátt- anna Stóra- Bróður, í kjölfar kvartana þúsunda reiðra viðskiptavina vegna meints kynþáttahaturs í þáttunum. Var bresku sjónvarpsstöðinni Channel 4 skipað að fjarlægja allt sem tengdi nafn fyrirtækisins við þættina, sem notið hafa vaxandi vin- sælda síðustu daga, eftir að einn þátttakandinn, indverska kvik- myndastjarnan Shilpa Shetty, sak- aði félaga sína um niðrandi ummæli vegna kynþáttar hennar. Ásakanirnar hafa vakið gríðarlega athygli í Bretlandi og í gær var sagt frá málavöxtum á forsíðum út- breiddustu dagblaða landsins. At- hyglin hefur ekki verið minni á Ind- landi, þar sem þúsundir manna hafa mótmælt meintri kynþáttahyggju þátttakendanna, sem þeir telja móðgun við land sitt og menningu. Margir brenna myndir af þeim og sumir krefjast hefndaraðgerða. Indverska stjórnin kvartar Tony Blair, forsætisráðherra, og væntanlegur arftaki hans, Gordon Brown, sem fer nú fyrir breskri við- skiptasendinefnd í opinberri heim- sókn til Indlands, hafa séð ástæðu til að blanda sér í umræðuna og for- dæma hegðun þátttakendanna, fimm „hvítra“ Breta. Blair sagði Breta ekki umbera kynþáttahyggju en Anand Sharma, ráðherra í Indlandsstjórn, lagði engu að síður fram kvörtun vegna framkomunnar gagnvart einni skær- ustu kvikmyndastjörnu Bollywood. Alls bárust Channel 4 yfir 30.000 kvartanir en atburðarásin hófst með því að félagar Shettys settu út á matarsmekk hennar, indverskan hreim og framandi framkomu. Hún var kallaður „hundur“ og spurt hvort hún byggi í hreysi á Indlandi. Kveðja Stóra- Bróður Shilpa Shetty London. AFP. | Íranar buðust til að hætta að styðja Hizbollah, herskáa hreyfingu sjíta í Líbanon, og Hamas- samtökin í Palestínu í leynilegu bréfi til Bandaríkjastjórnar skömmu eftir innrásina í Írak árið 2003. Jafnframt var stjórnvöldum í Washington heitið fullri samvinnu vegna kjarnorkuáætl- unar landsins, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, um málið í gær. Samkvæmt fréttinni var bréfið óundirritað en bandaríska utanríkis- ráðuneytið hafi engu að síður litið svo á að það hefði verið samþykkt af írönskum yfirvöldum. Þar kom einnig fram að Íranar byð- ust til að leggja sín lóð á vogarskál- arnar til að koma á stöðugleika í Írak, í skiptum fyrir að Bandaríkjastjórn léti af „óvinveittum aðgerðum“, við- skiptaþvinganir yrðu afnumdar og leitin hert að meðlimum Mujahedeen Khalq-samtakanna, MKO, sem berj- ast gegn írönsku klerkastjórninni. Upphaflega tók utanríkisráðuneyt- ið vel í hugmyndina, að sögn Law- rence Wilkerson, fyrrum skrifstofu- stjóra Colins Powells, fyrrverandi utanríkisráðherra. Wilkerson segir einnig í samtali við BBC að Dick Cheney varaforseti hafi tekið illa í tilboðið og að Íranar hefðu áður boðist til að framselja háttsetta meðlimi al-Qaeda-hryðjuverkanets- ins eftir innrásina í Afganistan haust- ið 2001, í skiptum fyrir aðstoð við að hafa uppi á liðsmönnum MKO. Íranar sagðir hafa rétt fram sáttahönd Washington. AP, AFP. | Bandaríski dálkahöfundurinn Art Buchwald, sem gladdi lesendur dagblaða víða um heim með hnyttni sinni í rúma fimm áratugi, lést í Washington í fyrradag, 81 árs að aldri. Buchwald var lagður inn á sjúkrahús í Washington í febrúar. Hann neitaði að halda áfram í himnuskiljunarmeðferð vegna nýrnasjúkdóms þótt læknar hefðu varað hann við því að hann myndi deyja innan þriggja vikna ef með- ferðinni yrði hætt. Hann hélt áfram að skrifa í blöðin og gerði óspart grín að dauðanum og væntanlegri himnaferð sinni. Buchwald fæddist 20. október 1925 í Mount Vernon í New York- ríki. Um tíma voru skrif hans birt í yfir 500 blöðum víða um heim, með- al annars blöðum hér á landi, og hann fékk Pulitzer-verðlaunin árið 1982. Art Buchwald látinn Phnom Penh. AFP. | Kambódísk kona, sem týndist í afskekktum frumskóg- um landsins fyrir nítján árum, hefur loksins komið í leitirnar, að því er lögregluyfirvöld skýrðu frá í gær. Lögregluþjónninn Prey Chhlam segir að stúlkan, sem nær öruggt er talið að sé hin 27 ára gamla Rochom P’ngieng, hafi verið á ferli í skóg- lendi Rattanakiri-héraðsins þegar þorpsbúi kom auga á hana. „Hún er skrítin. Hún lítur út fyrir að vera að hálfu mennsk og að hálfu dýr. Hún er eins og villimaður,“ sagði Chhlam um konuna, sem getur ekki gert sig skiljanlega á neinni mállýsku. P’ngieng týndist einn góðan veð- urdag er hún var að gæta vatnavís- unds í frumskóginum, um 610 km norðaustur af höfuðborginni Phnom Penh. Grunsemdir vöknuðu hjá fyrr- nefndum þorpsbúa eftir að matvæli tóku að hverfa á dularfullan hátt. Hann ákvað því að vakta svæðið og sá þá nakta konu koma hlaupandi úr frumskóginum í leit að fæðu. Í leitirnar eftir 19 ár í frumskógi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.