Morgunblaðið - 19.01.2007, Page 22
matur
22 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Strákarnir okkar
Enginn má klikka á því að fylgjast með
gengi okkar manna í handboltanum á HM í
Þýskalandi um helgina. Ísland leikur á móti
Ástralíu á morgun klukkan 15, á móti Úkra-
ínu á sunnudag kl. 17 og á móti Frakklandi á
mánudag kl. 19. Leikirnir verða allir sýndir
beint í ríkissjónvarpinu. Nú ríður á að safn-
ast saman fyrir framan imbakassann og
senda stuðningsstrauma úr stofusófanum til
Þýskalands.
Nýtt í bíó
Bíófólk hefur ástæðu til að kætast því í
dag verða a.m.k. þrjár kvikmyndir frum-
sýndar í bíóhúsunum. Laugarásbíó frum-
sýnir Night at the Museum með leikaranum
Ben Stiller í aðalhlutverki og Sambíóin taka
kvikmyndirnar Babel og Foreldra til sýn-
inga. Sú síðarnefnda er seinni tvíburinn í
kvikmyndatvennu Ragnars Bragasonar leik-
stjóra og Vesturports en fyrri myndin, Börn,
er mörgum enn í fersku minni frá í haust.
Kaffihúsaspjall með
góðum vinum
Helgarnar eru góður tími til að hitta vini á
kaffihúsi og skrafa saman, taka púlsinn á
samkvæmislífinu framundan og grípa með
sér nýjasta slúðrið.
Draugagangur í Tjarnarbíói
Skottur og mórar verða í aðalhlutverki í
Tjarnarbíó á laugardag þegar Leikfélag
Menntaskólans við Hamrahlíð setur upp
Draugadans í Tjarnarbíói. Verkið er byggt á
hugmyndum nemenda. Leikstjóri er Jón
Gunnar Þórðarson en allir leikur er í hönd-
um nemenda í MH.
Djassaður Lúther
Þeir sem vilja eiga notalega tónlistarstund
á sunnudag geta sótt tónleika Listvinafélags
Hallgrímskirkju þar sem Björn Thoroddsen
mun flytja eigin útsetningar á gömlum sálm-
um kirkjunnar úr fórum Marteins Lúther.
Sálmana samdi Lúther á fyrri hluta 16. ald-
ar en Björn hefur endursamið eitthvað af
verkum hans og gert önnur að sínum. Tón-
leikarnir verða klukkan 17 í Hallgríms-
kirkju.
Söfnin okkar stór og smá
Helgar eru góður tími til safnaheimsókna,
hvort heldur er til að skoða fallega myndlist
eða safngripi af ólíkum toga. Hvers vegna
ekki að skella sér á Kjarvalsstaði, Þjóð-
minjasafnið, Sögusafnið í Perlunni, Nátt-
úrufræðisafn Kópavogs, Ljósmyndasafn
Reykjavíkur eða eitthvert annað af fjöl-
mörgum söfnum landsins?
mælt með...
Morgunblaðið/Ómar
Morgunblaðið/Ásdís
Morgunblaðið/ÞÖK
Ég og dóttir mín erum afar lukkuleg-ar með að hafa arkitekt í fjölskyld-unni og eru hæfileikar hans oftaren ekki nýttir fyrir afmæli þeirrar
stuttu til að hanna og skera út ýmsar fígúrur í
venjulega skúffuköku sem síðan er skreytt
með lituðu kremi. Í stórmarkaði hér í borg
fann ég litlar túpur með litageli, sem er þægi-
legt að nota þegar þarf að setja eins og eitt
andlit eða þvíumlíkt á kökuna. Þetta ætti að
vera tiltölulega einfalt að gera ef höndin
bregst manni ekki. Einnig er hægt að kaupa
ýmsar tegundir af formum sem nota má til að
gera hin skemmtilegustu fyrirbæri.
Uppskriftin að ostakökunni er hins vegar
e.t.v. meira fyrir fullorðnu fylgifiskana sem oft
fylgja börnum sínum. Uppskrift sem kemur
frá Suðurríkjum Bandaríkjanna og er búin að
vera hernaðarleyndarmál. Þessi ostakaka er
bökuð og tekur því dágóðan tíma í ofninum en
er vel fyrirhafnarinnar virði. Best er að baka
hana daginn áður en veislan er haldin, því að
hún á að kólna í ofninum áður en hún er sett í
kæli. Hún er alveg einstaklega létt og slær
alltaf í gegn.
Ég læt líka fylgja með uppskrift af sósu sem
er sérstaklega góð með allri kæfu eða paté, þó
einnig megi nota hana sem sósu ofan á snittu-
brauð að ítölskum hætti. Ég mæli eindregið
með því að hafa paté með þessari sósu í barna-
afmælum, sérstaklega þar sem afmælin eru yf-
irleitt haldin um miðjan dag og margir sem
vilja því fá sér eitthvað staðfast að borða áður
en kökuátið hefst.
Skúffukaka með
bleiku smjörkremi
1,050 ml hveiti
750 ml sykur
1 tsk. salt
1 tsk. vanilla
1 tsk. matarsódi
250 ml kakóduft
2 egg
100 g smjörlíki/smjör
396 ml mjólk
Blandið fyrst saman þurrefnunum og því
næst mjólk og smjöri og blandið svo öllu sam-
an. Setjið í smurða og hveitistráða djúpa ofn-
skúffu og bakið við 180°C í ca. 30 mínútur eða
þar til prjónn sem stungið er í miðja kökuna
kemur út hreinn.
Bleikt smjörkrem
300 g flórsykur
300 g smjör
1 eggjarauða
1 tsk vanilla
Þeytið allt saman og skiptið í þrjá hluta ef
nota á þrjár tegundir af lit. Blandið síðan mat-
arlit út í eftir hentugleika. Í andlitið notaði ég
örlítið brætt súkkulaði til að búa til brúna lit-
inn og í bleika litinn notaði ég rauðan matarlit.
Til að teikna útlínur notaði ég sérstakar mat-
arlitatúpur sem hægt er að kaupa í stórmörk-
uðum.
Létt ostakaka frá Suðurríkjunum
eða Jojo’s special cheesecake
1 kg rjómaostur, við stofuhita
4 egg, við stofuhita
1½ bolli sykur
6 dl sýrður rjómi, við stofuhita
3 msk. maíssterkja
1 msk. nýkreistur sítrónusafi
1 msk. vanillusykur, eða 2 vanillustangir
250 g smjör
Botn:
1 kassi Graham Crackers kex
½ bolli pekan hnetur, fínt saxaðar (einnig er
hægt að nota valhnetur eða aðrar hnetur, jafn-
vel hnetublöndu)
250 g smjör
Notið 20 cm smelluform. Smyrjið formið
með grænmetisolíu, annarri bragðlítilli olíu
eða smjöri.
Blandið hráefninu í botninn saman í skál,
blandan á að vera rök svo að hún klístrist en
ekki þannig að hún sé blaut. Þrýstið 2⁄3 af
blöndunni í botninn og hliðarnar á forminu,
geymið afganginn til að setja ofan á kökuna.
Í annarri skál er blandað saman rjómaosti
og sykri. Hrærið þar til blandan er orðin eins
og silki. Brjótið eitt egg í einu og hrærið saman
við blönduna og hrærið vel í á milli. Bætið þá
sýrða rjómanum saman við ásamt restinni af
þurrefnunum og blandið öllu vel saman. Bætið
þá sítrónunni og smjörinu saman við og hrærið
vel. Blandan ætti að vera mjög mjúk og falleg.
Þeytið nú létt blönduna í ca. 5 mínútur með
þeytara, en ef notuð er hrærivél skal aðeins
hræra í eina mínútu. Hellið blöndunni í formið
og dreifið restinni af blöndunni í botninn yfir.
Setjið kökuformið á bökunarpappír í óhit-
aðan ofn og bakið við 160°C. Bakið í ca 1½ klst.
eða þar til toppurinn á kökunni byrjar að
brotna. Slökkvið þá á ofninum, opnið örlítið og
látið kökuna sitja í ofninum þar til hún er
næstum orðin köld, ca. 2 tíma. Takið þá kök-
una úr ofninum og kælið í forminu í ísskáp yfir
nótt. Næsta dag er hún tekin úr ískápnum og
svo úr forminu rétt áður en hún er borin fram.
Vinaigrette úr grilluðum paprikum
og balsamicosýrópi
4 rauðar paprikur
200 ml balsamik edik
70 ml sykur
salt og nýmalaður pipar
Paprikurnar eru grillaðar þar til þær svert-
ast, þá eru þær teknar úr ofninum, settar í
skál, álpappír yfir og látnar bíða í 10 mínútur
áður en hýðið tekið af. Á meðan er balsamik
edikið sett í pott ásamt sykrinum og látið sjóða
vel þar til þykknar, ca. 10 mínútur. Þá eru
paprikurnar settar í matvinnsluvél og mauk-
aðar saman, sýrópinu er síðan bætt smátt og
smátt saman við þar til bragðið er sætt og ör-
lítið súrt. Saltað og piprað eftir smekk.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Ĺífið er leikur Þó sætindin sem á borð eru borin í barnaafmælum séu góð er líka gaman að hitta aðra krakka og leika sér.
Solla stirða og sælir krakkar
Barnaafmæli finnst Sigurrósu
Pálsdóttur alltaf jafn skemmti-
leg. Þau gefa líka tilefni til að
kalla saman fjölskyldu og vini
þegar hversdagslegt amstur gef-
ur ekki tíma fyrir heimsóknir.
Solla stirða Litrík skúffukaka í formi stelpunnar kraftmiklu Sollu stirðu.
Lostæti Ostakaka að hætti Jojo.