Morgunblaðið - 19.01.2007, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 19.01.2007, Qupperneq 24
veitingastaður 24 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Sigurbjörgu Arnarsdóttur sibba@mbl.is FÖRÐUNIN hjá stjörnunum á Gol- den Globe-verðlaunahátíðinni í ár var einföld, stílhrein og glæsileg. Það má segja að hún hafi skipst í þrjá flokka. Mest áberandi var rauði varaliturinn sem margar leik- konur höfðu valið sér sem fók- uspunkt í förðuninni. Hann var í margskonar tónum og áferð, allt frá því að vera ljós með bleikum undirtón yfir í að vera mjög dökkur og glansandi. Með rauðu vörunum voru augun máluð með frekar ljósum litum og kinnar skyggðar með bleiktónuðum kinnalit. Ekki voru allar stjörnurnar með rauðar varir og völdu sumar að vera með dökka dramatíska augn- förðun. Gerviaugnhárin voru óspart notuð til að gera augun kraftmikil og áberandi. Kinnbein og varir voru yfirleitt höfð í sama ljósa húðlitaða tóninum til að draga ekki athyglina frá sterkri augn- förðuninni. Svo voru það hinar látlausu stjörnur sem ekki vildu að förðunin væri áberandi. Þær voru með hlut- lausa augnförðun og mildan ljósan varalit. Nútímalegt Fyrirsætan og leik- onan Milla Jovovich var með hálf- gegnsæjan varalit með glossáferð. Glæsileg Leikonan Helen Mirren var með mildan bleikrauðan varalit sem hæfði hennar aldri og húðlit vel. Áberandi Leikonan Cameron Diaz fór ekki fram hjá neinum með sinn eldrauða varalit og gloss. Dramatík „Eiginkonan“ Eva Lon- goria var með dökka augnförðun og með mikil og þykk gerviaugnhár. Blandað Leikonan Courteney Cox Arquette var mitt á milli þess að vera náttúrulega og dramatísk. Reuters Einfalt Kate Winslet leikonan við- kunnalega var með dökkrauðbleik- an varlit og látlausa augnförðun. Klassískt Söng og leikonan Jenni- fer Lopez var með sína klassísku JLo förðun, dökk augu, gervi- augnhár og ljósan húðlitan varalit. Einlitt Leikonan hæfileikaríka Hillary Swank var förðuð á látlaus- an hátt og svipaður litatónn not- aður á augu, kinnbein og varir. Látlaust Leikonan Rachel Weisz var með gerviaugnhár og án þess þó að vera mjög dramatísk. Náttúrulegt Súperfyrirsætan og þriggja barna móðirin Heidi Klum var förðuð á einfaldan hátt. Dramatísk augu og rauðar varir Hótel Borg, sem eitt sinnvar miðpunktur Reykja-víkur þar sem góðborg-arar komu saman á árum áður til að skrafa og gera sér góðan dag, hefur gengið í gegnum nokkur niðurlægingartímabil á síðustu ára- tugum í bland við tilraunir til að hefja staðinn til vegs og virðingar á nýjan leik. Á síðasta ári lauk umfangsmiklum umbótum á jafnt hóteli sem veitinga- stað og eitt er víst, Borgin hefur sjaldan verið glæsilegri en nú. Breytingarnar á veitingasalnum eru það umfangsmiklar og róttækar að mörgum þykir eflaust nóg um. Þeir eru vissulega til sem vilja halda í „gömlu góðu Borgina“ og telja að með breytingunum nú sé búið að skemma hið gamla góða yfirbragð hennar. Á móti má svo benda á að Borgin var ekki orðin neitt sérstak- lega glæsileg undir lokin og þótt nostalgían sé vissulega til staðar hjá mörgum verður því ekki á móti mælt að nú iðar Borgin af lífi. Hún verður kannski ekki eini mið- punktur Reykjavíkur á nýjan leik. Reykjavík hefur breyst það mikið frá fyrri hluta síðustu aldar að enginn einn staður getur státað af því. Borg- in – eða Silfur eins og veitinga- staðurinn sem þar er nú rekinn í Pálmasalnum og Jóhannesarstofu heitir – er hins vegar búin að koma sér á kortið sem einn af heitustu og bestu stöðum höfuðborgarinnar. Poppaður staður og djarfur í hönnun Silfur er poppaður staður og um margt djarfur í hönnun. Hvítir og svartir stólar og sófar, nær engin tvö borð í salnum eins. Sumir sitja á bar- kollum, aðrir í sófa og hinir á bólstr- uðum stólum. Dúkar eru á sumum borðum, öðrum ekki. Silfurliturinn kemur víða við sögu, í lofti, í vegg- fóðri, á barnum og leikur við gráu tónana í tjöldum og hrárri klæðning- unni utan um súlurnar. Yfir öllu gnæfa fyrirferðarmiklar ljósakrón- urnar sem setja sterkan svip á sal- inn. Allt er úthugsað og jafnvel á sal- erninu má heyra róandi fuglakvak. Maturinn er ekki síður nútíma- legur en staðurinn, en í eldhúsinu er Steinn Óskar Sigurðsson, mat- reiðslumaður ársins 2006, sem áður starfaði á Sjávarkjallaranum. Raun- ar má segja að það megi oft finna ákveðin samhljóm með stíl matar- gerðarinnar í Sjávarkjallaranum og þeirri sem nú er stunduð á Silfri. Ég segi nú því að þótt staðurinn sé ekki margra mánaða gamall hefur hann þegar tekið út nokkrar breytingar frá því sem var í upphafi. Hugsanlega var lagt af stað með of mikinn metnað í byrjun varðandi matargerð, hráefni og þjónustu. Að minnsta kosti er ljóst að á síðustu vikum hefur allt verið tónað örlítið niður. Hvort sem er í hádeginu eða á kvöldin er matreiðslan þó enn í mjög háum gæðaflokki – frumleg, stund- Borgin silfri slegin Morgunblaðið/ÞÖK Svart-hvítt umhverfi „Borgin hefur sjaldan verið glæsilegri en nú. Breytingarnar á veitingasalnum eru þó það umfangsmiklar og róttækar að mörgum þykir eflaust nóg um,,“ segir Steingrímur Sigurgeirsson og kveður Borgina nú eftir breytingarnar iða af lífi. tíska

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.