Morgunblaðið - 19.01.2007, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2007 37
Við amma spjölluðum margoft um
veiðiskap og gang náttúrunnar. Hún
hafði einlæga aðdáun á náttúrunni
og fann til með fuglunum og ekki
síst rjúpunni. Það fór eitthvað
minna fyrir stuðningi hennar við
bæði mink og ref og hún fylgdist ná-
ið með gangi mála á veiðum okkar
bræðra á þessum fjórfætlingum.
Mér er minnisstæð ferð okkar
ömmu þegar ég var stráklingur til
veiða í Hamarsá fyrir um 15 árum.
Eitthvað var veiðin dræm snemm-
sumars en ég gleymi því ekki þegar
við amma óðum saman berfætt yfir
kalda og vatnsmikla ána og fórum
létt með það.
Það er með miklu þakklæti sem
ég kveð þig, amma mín, þakklæti
fyrir að hafa kynnst þér og lært af
þér að meta þetta líf sem var alltaf
glaðlegt í kringum þig. Það var
margt fólk sem sótti til þín, amma,
og þú áttir marga vini og ekkert
skipti þig eins miklu máli og fjöl-
skyldan og að hafa hana sem næst
þér. Ekki minnist ég þess að þú haf-
ir hallmælt fólki, þú eyddir tímanum
í annað og betra og frá þér fór mað-
ur aldrei svangur eða illa klæddur.
Takk fyrir þær fjölmörgu stundir
sem við áttum saman.
Þormóður Ingi Heimisson.
Elsku amma mín, þá ertu haldin
áfram ferð þinni í nýjan og betri
heim.
Ég vil þakka þér fyrir svo margt,
fyrir að taka ávallt svo vel á móti
okkur þegar við komum í heimsókn
til þín og hversu glöð þú varst alltaf
þegar þú sást okkur. Ég man eftir
þér sem svo góðhjartaðri konu,
hversu nægjusöm þú varst og hvað
þú hafðir sjálfstæðar og ákveðnar
skoðanir á hlutunum.
Þér fannst alltaf gaman að dunda
þér með mér, spila við mig, láta mig
teikna fallegar myndir fyrir þig svo
þú gætir hengt þær upp á vegg hjá
þér og láta mig syngja fyrir þig. Þú
sem kenndir mér að fara með bæn-
irnar áður en ég fór að sofa.
Ég get ekki annað en brosað þeg-
ar ég hugsa til þess að þú mundir
alltaf hvað mér þótti „Tangabrauð“
gott, og þegar það var hætt að selja
það í Kaupfélaginu fórstu meira að
segja sérferð upp í bakaríið og lést
búa til svoleiðis brauð, bara fyrir
mig. Þú vildir gera allt fyrir mann
og sýndir manni alltaf skilyrðislausa
umhyggju.
Minningar mínar um þig eru
margar og hver og ein yndisleg.
Í hjarta mínu áttu þér sérstakan
stað þar sem ég mun muna eftir þér,
og hvernig þú raulaðir ættjarðarlög
með sjálfri þér.
Með trega og söknuði í hjarta
kveð ég þig, en ég veit það svo vel að
þú munt ávallt vaka yfir okkur.
Yndislega ættarjörð,
ástarkveðju heyr þú mína,
þakkarklökkva kveðjugjörð,
kveð ég líf þitt, móðir jörð.
Móðir bæði mild og hörð,
mig þú tak í arma þína.
Yndislega ættarjörð,
ástarkveðju heyr þú mína.
(Sigurður frá Arnarvatni)
Harmið mig ekki með tárum, þótt ég sé
látinn. Hugsið ekki um dauðann með
harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert
eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, en
þegar þið hlæið og syngið með glöðum
hug lyftist sál mín upp í mót til ljóssins.
Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið
gefur og ég tek þátt í gleði ykkar.
(Kahlil Gibran)
Tinna Björk Óskarsdóttir.
Ég minnist Immu ömmu fyrir
þær skemmtilegu stundir sem ég
átti með henni. Amma og afi kenndu
mér að veiða með veiðistöng og gáfu
mér veiðidót, t.d. veiðitösku og háf.
Þegar ég var 8 ára fór amma með
mig í eftirminnilega veiðiferð í
Hamarsá þar sem hún óð tvisvar
berfætt út í ána fyrir mig til að losa
öngulinn og í seinna skiptið sagðist
hún einmitt hafa verið að verða
þurr. Það var alltaf gaman að koma
til ömmu í Kampholt, þar hittust oft
barnabörnin og var þá leikið, spilað
og skemmt sér. Seinna, þegar ég
fékk að búa hjá henni þar, hafði hún
oftast það sem mér fannst best í
matinn og hugsaði um að ég hefði
það gott. Amma hafði gaman af því
að segja sögur og segja frá því
hvernig lífið var þegar hún var ung
og seinna höfðu barnabörnin mjög
gaman af því þegar hún söng og
trallaði með þeim.
Baldur.
Það er vorkaldur morgunn þegar
ég vakna í rúminu í suðurherberg-
inu á loftinu í gamla bænum á
Sauðadalsá. Tommi afi og Imma
amma eru farin niður, ég heyri í
þeim vera að bauka eitthvað en kúri
mig undir dúnsænginni því bærinn
er kaldur og ég bíð eftir því að það
hitni aðeins út frá eldavélinni. Fer
þá niður og fæ sjóðandi heitt kaffi
sem ég drekk af undirskál eins og
afi þó ég sé aðeins smá putti. Amma
klæðir sig í sloppinn og við förum öll
í fjósið að mjólka kýrnar. Húna-
flóinn er lognkyrr og fagur, það
slær gullnum bjarma á Strandafjöll-
in, veturinn er á undanhaldi og það
mun kula þegar líður á daginn. Fyr-
ir hádegið fæ ég að fljóta með þegar
afi fer að vitja um rauðmaganetin.
Ég er sérstaklega ánægður með að
sjá selinn sem lónar með ströndinni.
Afi segir að þetta sé selurinn minn,
sá sami og hann gaf mér í fyrrasum-
ar og aðeins við tveir vitum um. Fló-
inn, Hamarinn, ósinn, skerin, Vatns-
nesfjallið! Öll sveitin okkar er í
sjónhendingu þegar við róum að
netunum. Það eru hreyknir veiði-
menn sem koma að landi með góðan
afla og amma fagnar okkur sérstak-
lega með brauði og kaffi þegar við
komum heim.
Þetta er ein af fjölmörgum ómet-
anlegum minningum sem ég á frá
langri dvöl með móðurforeldrum
mínum, Tomma afa og Immu ömmu
á Sauðadalsá á Vatnsnesi.
Imma amma, sem borin er til
grafar í dag, var af þeirri kynslóð
sem gekk í gegnum mestu umbreyt-
ingar 20. aldarinnar í íslensku þjóð-
lífi. Hún upplifði erfiðleika af ýmsu
tagi en miklu fremur ómælda gleði
og lífshamingju sem fylgdi farsælu
hjónabandi, barnaláni og stórri fjöl-
skyldu. Veikindi og andlát afa árið
1981 var ömmu mikið áfall en ég tel
að það sem öðru fremur hafi hjálpað
henni við þær aðstæður hafi verið
meðfædd jákvæðni, og einlæg trú á
framtíðina.
Eftir að amma stóð ein tókst
henni með eljusemi og dugnaði að
búa sér þá stöðu að geta notið lífsins
áfram og það gerði hún svo sann-
arlega. Imma amma lagðist í ferða-
lög um Norðurlöndin og víða um
Evrópu. Hún bjó sér falleg heimili
þar sem hún tók á móti gestum og
sínum nánustu. Fjölskyldan var
ávallt í öndvegi og ég veit að hún
lagði allt sitt af mörkum til að henn-
ar fólki gæti liðið sem best. Að fjöl-
skyldunni frátalinni hafði Imma
amma mikinn áhuga á félagsmálum,
hún var sjálfstæð kona með ríka
réttlætiskennd og hún lét víða til sín
taka. Þátttaka hennar í Kvenfélag-
inu Sigurósk á Vatnsnesi, í bygging-
arnefnd Félagsheimilisins á
Hvammstanga, formennska í Félagi
eldri borgara í Vestur-Húnavatns-
sýslu o.fl. var bæði henni og sam-
ferðafólki dýrmæt. Félagsmálaþátt-
taka hennar auk áhuga á
kvenfrelsisbaráttu og stjórnmálum
á síðari árum var oft vettvangur líf-
legrar umræðu okkar í milli um
þjóðfélagsmál. Oft var henni heitt í
hamsi yfir gangi lands- og heims-
mála og þá var sama hvort hún
ræddi við mig, Sigurbjörgu konu
mína eða Fanneyju og Júlíu dætur
mínar. Hugsjónin um jafnrétti, frið
og hamingju öllum til handa var ofar
öllu og undir það tókum við að sjálf-
sögðu. Eftir að fjölskylda mín flutti
til Hvammstanga var það okkur öll-
um ómetanlegt að fá að vera svo
nærri Immu ömmu og fyrir það skal
þakkað.
Það er mér sérstaklega dýrmætt
að hafa á síðustu árum átt fjölmarg-
ar stundir með Immu ömmu þar
sem við sátum tvö með kaffibollana,
spjölluðum um liðna tíð og fórum
svo fram og horfðum út um
gluggann norður fjörðinn, út Hú-
naflóann, á Heggstaðanesið, Ennis-
stigann, Bæjarfellið, Balafjöllin og
ekki síst Vatnsnesið sem geymir
ótal sameiginlegar vonir okkar um
framtíðarlandið.
Minningu um elskulega Immu
ömmu mun ég ávallt varðveita.
Skúli.
Elsku Imma langamma. Ég vil
þakka fyrir allar þær yndislegu
stundir sem við áttum saman. Það
var alltaf gaman að koma í heim-
sókn til þín og hjá þér leið mér alltaf
vel. Bjartsýnin, jákvæðnin, lífsgleð-
in og hamingjan ljómaði af þér hve-
nær sem var. Hjá þér var fjölskyld-
an í forgangi, þú hugsaðir alltaf svo
vel um alla og vildir að öllum liði vel.
Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst
þér því þú kenndir mér svo margt
sem ég hefði ekki endilega lært hjá
öðrum. Það mun ekki líða dagur án
þess að ég hugsi um þig, því ynd-
islegri konu með jafn stórt og hlýtt
hjarta er erfitt að finna.
Mér þótti alltaf svo vænt um þig,
elsku Imma amma. Ég kveð þig með
söknuði en nú veit ég að þú ert kom-
in á góðan stað þar sem þér líður
vel.
Fanney Skúladóttir.
Þegar komið er að kveðjustund
ættingja og vina sækir jafnan margt
á hugann. Svo er fyrir mér þegar ég
sest niður og langar í örfáum orðum
að minnast Ingibjargar frænku
minnar frá Sauðadalsá.
Hugur minn reikar aftur í tímann.
Ég er smástúlka að skoða jólakortin
mín. Á einu þeirra stendur undir fal-
legri jólakveðju: „Frá frænkum þín-
um á Stöpum.“ Þessar frænkur mín-
ar hafði ég aldrei séð og Stapar voru
langt úti á Vatnsnesi.
Svo þegar ég var átta ára gömul
kom ég fyrst að Stöpum. Þar var
gaman að koma, glaðvært heimili.
Þar voru systurnar fjórar, foreldrar
þeirra og fleira fólk. Elsta systirin
Ingibjörg eða Imma eins og ég kall-
aði hana alltaf var þá 16 ára gömul,
sérlega falleg stúlka og falleg var
hún alla ævi. Einnig er mér mjög
minnisstæður gamli maðurinn Þor-
lákur sem var afabróðir okkar
Immu beggja.
Seinna eftir að Imma fór að búa á
Sauðadalsá urðu kynni okkar smátt
og smátt meiri, meðal annars vegna
starfa okkar í kvenfélaginu Sigur-
ósk. Þar var hún mikil driffjöður til
margra ára. Seinna fluttu þau Þor-
móður maður hennar og hún til
Hvammstanga. Heilsa hans var þá
orðin svo að þau treystu sér ekki til
að vera við búskap lengur. Eftir að
þangað kom vann hún meðal annars
á sjúkrahúsinu. Sjúklingarnir töluðu
um hve gott hefði verið að hafa hana
í návist sinni. Hún var öllum góð,
ungum sem öldnum.
Eftir að við Ólafur fluttum suður
til Reykjavíkur leið lengra á milli
samfunda okkar Immu en oft töl-
uðum við saman í síma. Og þegar
hún skrapp suður kom hún yfirleitt í
heimsókn til okkar. Eitt er það sem
aldrei gleymist. Þegar við urðum
fyrir því áfalli að missa syni okkar
kom hún til okkar án þess að nokk-
uð væri umtalað, dvaldi hjá okkur í
bæði skipti í nokkra daga og um-
vafði okkur hlýju með nærveru
sinni. Það var ekki alltaf mikið talað
en stundum er ekki þörf á mörgum
orðum. Fyrir þetta erum við henni
alltaf þakklát, umfram allt annað í
okkar viðkynningu.
Lengi átti hún heimili sitt í Nest-
úni, húsi aldraðra á Hvammstanga.
Þar var hún sem áður drífandi í fé-
lagsskapnum, nú var það starfið
meðal eldra fólksins. Þegar heilsu
hennar fór að hraka fyrir alvöru fór
hún á sjúkrahúsið og fékk þar alla
umönnun sem hægt var að veita
henni. Hún kvaddi fólkið sitt allt og
gamla árið. Hélt á nýársnótt inn í þá
veröld sem bíður okkar allra að lok-
um.
Við Ólafur þökkum þessari mætu
konu fyrir alla góða samveru og
biðjum henni blessunar Guðs. Send-
um ættingjum hennar og öllum sem
þótti vænt um hana innilegar sam-
úðarkveðjur.
Halldóra Kristinsdóttir.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við fráfall og útför ástkærs föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
ÞORSTEINS M. ÁRNASONAR
frá Miðfjarðarnesi,
Skeggjastaðahreppi.
Kristín Þorsteinsdóttir, Kristján Jónsson,
Hugrún Þorsteinsdóttir, Rafn Gunnarsson,
barnabörn og fjölskyldur þeirra.
✝
Elsku eiginmaður minn, faðir okkar, afi og bróðir,
LÁRUS ARNAR PÉTURSSON
tannlæknir,
Heiðarbraut 61,
Akranesi,
lést þriðjudaginn 16. janúar.
Útför hans fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn
26. janúar kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið.
Svanhildur Thorstensen,
Pétur Atli Lárusson,
Lilja Björk Lárusdóttir,
Hulda Klara Lárusdóttir,
Lára Björk,
Sólrún Pétursdóttir.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð, vináttu og hlýhug við fráfall og útför elsku-
legrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóð-
ur, ömmu og langömmu,
UNNAR FRIÐRIKSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til hjúkrunarfræðinganna Helgu
Erlingsdóttur og Bryndísar Þórhallsdóttur, Heima-
hlynningar á Akureyri, starfsfólks á hjúkrunarheim-
ilinu Seli, Akureyri og starfsfólks lyfjadeildar FSA.
Þórður Á. Björgúlfsson,
Björg Þórðardóttir, Björgúlfur Þórðarson,
Friðrik Þórðarson, Kristín Halldórsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur,
tengdasonur og bróðir,
JÓHANN PÁLMASON,
lést miðvikudaginn 17. janúar sl.
Útförin verður auglýst síðar.
Ragnheiður Gísladóttir,
Hlynur Jóhannsson,
Egill Þór Jóhannsson,
Askur Jóhannsson,
Alfa Jóhannsdóttir,
Alfa Malmquist, Pálmi Sveinsson,
Sveinbjörg Pálmadóttir,
Kristrún Pálmadóttir,
Jóna Birta Óskarsdóttir, Gísli Jónsson.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
JÓHANNA H. STEFÁNSDÓTTIR,
Hrafnistu Reykjavík,
áður til heimilis á Hólagötu 3,
Ytri-Njarðvík,
lést á Landspítala Hringbraut miðvikudaginn
17. janúar
Jarðsungið verður frá Ytri-Njarðvíkurkirkju fimmtu-
daginn 25. janúar kl. 14.00.
Ólína H. Guðmundsdóttir, Kristófer Valdimarsson,
Júlíana Guðmundsdóttir,
Hulda Guðmundsdóttir, Þór Magnússon,
Páll G. Guðmundsson
og ömmubörn.