Morgunblaðið - 19.01.2007, Qupperneq 38
38 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Atvinnuauglýsingar
Rafvirkjar
Óskum eftir rafvirkjum í vinnu.
Allar nánari upplýsingar
í síma 896 4901.
Afgreiðslufólk
Óskum eftir afgreiðslufólki. Um er að ræða
helgarvinnu og einnig virka daga.
Upplýsingar í síma 699 3677. Umsóknum skal
skila á netfangið: oddurbak@simnet.is
Raðauglýsingar 569 1100
Fundir/Mannfagnaðir Fundur í Norræna húsinu
að tilhlutan gamalla félaga í
Dansk-íslenska félaginu
laugardaginn 20. janúar kl. 14:00
Fundarefni:
1. Ávarp.
2. Frá Dansk-íslenska viðskiptaráðinu:
a) Helgi Ágústsson sendiherra
b) Sverrir Sverrisson núv. form.
3. Dansk-íslenska félagið endurreist.
4. Bergþór Pálsson syngur.
HLÉ
1. Kvikmynd. Þorláksblót í Biskupakjallaranum
í Kaupmannahöfn 1952.
2. Umræður um myndina.
Gamlir Hafnarstúdentar rifja upp stúdentsárin.
3. Almennur söngur. Eysteinn Pétursson.
Fundarstjóri: Eysteinn Pétursson.
Undirbúningsnefndin.
Samgönguráð:
Flugmálastjórn Íslands - Siglingastofnun Íslands - Vegagerðin.
Samgönguráðuneytið.
Stefnumótun í
samgöngum
Samgönguráð efnir til fundaraðar um
samgöngumál. Fundirnir verða haldnir
mánaðarlega næstu mánuði. Á fyrsta fundi
verður fjallað um efnið:
Ferðir, búseta og samgöngukerfi
● Áhrifasvið höfuðborgarsvæðisins og
helstu þéttbýlisstaða.
Kynning á niðurstöðum rannsókna
Dr. Bjarni Reynarsson Land – ráði sf.
● Áhrif umbóta á samgöngukerfi á byggð
Vífill Karlsson dósent við Háskólann á Bifröst.
● Breyting á umferð og búsetu 2000-2005
Dr. Hreinn Haraldsson framkvæmdastjóri
þróunarsviðs Vegagerðarinnar.
● Umræður og fyrirspurnir.
Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn
25. janúar 2007 kl. 15–17 á Grand Hótel
Reykjavík. Aðgangur er ókeypis og öllum er
heimill aðgangur. Væntanlegir þátttakendur
eru vinsamlegast beðnir að skrá sig á netfangið
postur@sam.stjr.is eigi síðar en klukkan 12:00
þann 25. janúar nk.
Næstu fundir í fundaröðinni: Öryggi vega, Fjármögnun samgöngu-
mannvirkja og Umhverfislega sjálfbærar samgöngur.
Ýmislegt
Samkeppni og sérréttindi
Almennt er samkeppni ráðandi hér í rekstri og
hjá launafólki, innbyrðis og við erlenda aðila.
Annað á við um fiskveiðar og álver. Fáum
útgerðum eru, án endurgjalds, fengnir fiski-
stofnar til veiða og útleigu, svo fast, að hrun
þeirra blasir við. Þrátt fyrir jafnréttisákvæði
stjórnarskrár hafa álver hér búið við sérákvæði
um skatta, tolla, mengun og úrskurðun ágrein-
ings. Og á nú að flytja milljarðaþjóðbraut? Geta
leynd Alþingis um raforkuverð og áralangur
leyniferill skýrslu Gríms Björnssonar, hjá
mörgum opinberum aðilum, um jarðfræði
Kárahnjúka, talist þjóðhollir stjórnarhættir.
Tómas Gunnarsson, áhugamaður um opinbera stjórnarhætti.
Félagslíf
Í kvöld kl. 20.30 heldur Páll J.
Einarsson erindi sem hann nefn-
ir: ,,Newton og regnboginn”
í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22.
Á laugardag kl. 15- 17 er opið
hús. Kl. 15.30 heldur Þórður
Snæbjörnsson erindi um Tao og
Rósakrossinn.
Á fimmtudögum kl. 16.30-18.30
er bókaþjónustan opin með
miklu úrvali andlegra bók-
mennta. Starfsemi félagsins er
öllum opin.
http://www.gudspekifelagid.is
I.O.O.F. 12 1871198172
I.O.O.F. 1 1871198 8½.O.*
Raðauglýsingar
sími 569 1100
Atvinnuauglýsingar • augl@mbl.is
Það var svo gaman
að koma til þín amma
mín á Skipalón, alltaf
líf og fjör á þeim bæ.
Þvílík þolinmæði sem þú hafðir þeg-
ar ég og Jói frændi píndum hvort
annað, við grétum og hlógum á víxl.
Þvílík læti. Svo allir sunnudagarnir
✝ Birna ÞuríðurJóhannesdóttir
fæddist á Skaga-
strönd 4. október
1921. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 31. des-
ember síðastliðinn
og var útför hennar
gerð frá Keflavík-
urkirkju 9. janúar.
hjá þér. Öll stórfjöl-
skyldan ef allir mættu,
börnin þín, makar
þeirra og börn. Öll í
litla kotið Skipalón.
Aldrei brást maturinn
á sunnudögum, alltaf
eitthvað gott, t.d. læri
eða hryggur. Svo kom
kaffitíminn, alltaf
skúffukakan góða, það
reyndu margir að gera
eins góða köku og þú,
en einhvern veginn var
hún aldrei eins. Svo
horfðum við á hug-
vekju í sjónvarpinu og biðum eftir
næsta þætti af „Húsið á sléttunni“
sem við horfðum öll á og grétum yf-
ir. Þessi tími hjá þér er mér mjög
dýrmætur. Barnabörnin voru þér
mikils virði, þú gafst þér alltaf tíma
til þess að sinna þeim. Þú varst allt-
af til staðar, þessi öruggi punktur
sem ég leitaði alltaf til sem barn í
Höfnum. Þú varst mjög glysgjörn
enda fannst þér ofsalega gaman að
dressa þig upp, alltaf kát og glöð.
Minningin um þig og Kollu horfa út
um gluggann í eldhúsinu og raula
eitthvað eða flauta lágt svo áhyggju-
lausar er alveg yndisleg.
Takk amma mín fyrir alla þína
umhyggju og ást.
Þín dótturdóttir
Helga Birna.
Elskulega amma mín.
Ég kveð þig með söknuði og
geymi minningarnar í huga og
hjarta mínu. Þakka þér allt, allar
yndislegu stundirnar með þér í
gegnum árin.
Ég veit þér líður vel núna, amma
mín, og ert komin til afa, sem elskar
þig svo heitt.
Ég mun alltaf sakna þín, amma
mín.
Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér,
– hvert andartak er tafðir þú hjá mér
var sólskinsstund og sæludraumur hár,
minn sáttmáli við Guð um þúsund ár.
Hvað jafnast á við andardráttinn þinn?
Hve öll sú gleði’ er fyrr naut hugur minn
er orðin hljómlaus utangátta’ og tóm
hjá undrinu að heyra þennan róm,
hjá undri því, að líta lítinn fót
í litlum skóm, og vita’ að heimsins grjót
svo hart og sárt er honum fjarri enn,
og heimsins ráð sem brugga vondir menn,
já vita eitthvað anda hér á jörð
er ofar standi minni þakkargjörð
í stundareilífð eina sumarnótt.
Ó, alheimsljós, ó, mynd sem hverfur skjótt.
(Halldór Kiljan Laxness)
Kveðja.
Þinn
Guðjón Þorberg.
Birna Þuríður
Jóhannesdóttir
MINNINGAR
Mig langar með
fáum orðum að minn-
ast æskuvinkonu minnar Addíar og
þakka henni yndislegar samveru-
stundir í gegnum árin. Allt frá
bernskudögum höfðum við samband
Árný Guðmundsdóttir
✝ Árný Guð-mundsdóttir
fæddist á Sæbóli á
Ingjaldssandi 31.
desember 1924. Hún
lést á Landspít-
alanum – háskóla-
sjúkrahúsi í Foss-
vogi 11. desember
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Neskirkju 22.
desember.
og órofa vináttu.
Ég krýp og faðma fótskör
þína,
frelsari minn, á bænastund.
Ég legg sem barnið bresti
mína
bróðir, í þína líknarmund.
Ég hafna auðs- og hefð-
arvöldum,
hyl mig í þínum kærleiks-
öldum.
(Guðmundur Geirdal.)
Með þessu fallega
erindi vil ég kveðja
hana og bið manni
hennar, börnum og þeirra fjölskyld-
um og henni, blessunar í dýrðarf-
aðmi guðs.
Ólöf Ragnheiður Jónsdóttir.
Reykjavíkurmótið
í sveitakeppni 2007
Reykjavíkurmótið í sveitakeppni
er nú í fullum gangi og eru búnar 11
umferðir af 17. Mótinu lýkur næstu
helgi, 20.–21. janúar. Grant Thorn-
ton hefur sýnt mikinn stöðugleika og
hefur tekið góða forystu en núver-
andi Reykjavíkurmeistarar og Ís-
landsmeistarar í sveit Eyktar eygja
enn von um að verja titilinn. Mikil
barátta er hjá nokkrum sveitum um
að halda sér meðal 13 efstu því það
er kvóti Reykjavíkur á Íslandsmót.
Sjá nánar á bridge.is.
Staðan:
Grant Thornton 232
Eykt 212
Málning 199
Karl Sigurhjartarson 198
Björn Eysteinsson 187
Sölufél. garðyrkjumanna 185
Frá eldri borgurum
í Hafnarfirði
Föstudaginn 12. jan. Var spilað á
12 borðum.
Úrslit urðu þessi í N/S
Friðrik Hermannss.– Eyjólfur Ólafss. 246
Jóhann Benediktss. – Pétur Antonss. 245
Magnús Oddsson – Magnús Halldórss. 234
Rafn Kristjánss. – Oliver Kristófersson 220
A/V
Haukur Guðm.s. – Bragi Björnsson 281
Sigurður Hallgrímss. – Anton Jónsson 255
Jón Hallgrímss.– Jón Lárusson 241
Óli Gíslason – Helgi Sigurðsson 236
Bridsfélag Kópavogs
Sl. fimmtudag var spilaður eins
kvölds Howell tvímenningur með
þátttöku 14 para, en næsta fimmtu-
dag, 18. janúar, hefst Barómeterinn
og er spilafólk hvatt til að fjölmenna
í þetta skemmtilega mót sem verður
þriggja kvölda.
Röð efstu para:
Árni M.Björnss. – Heimir Tryggvason 184
Hrund Einarsd. – Vilhjálmur Sigurðsson
182
Ármann J. Láruss. – Hermann Lárusson
179
Ragnar Björnss. – Sigurður Sigurjónss. 175
Reykjanesnót í
sveitakeppni
Reykjanesmót í sveitakeppni
verður haldið helgina 27. og 28. jan-
úar nk. í Hamraborg 11, Kópavogi, 3.
hæð. Spilamennska hefst kl. 11 á
laugardeginum. Fimm efstu sveitir
vinna sér rétt til þátttöku í undan-
úrslitum Íslandsmótsins í sveita-
keppni.
Þátttöku skal tilkynna eigi síðar
en 23. janúar til Kjartans í síma 421
2287, Lofts í síma 897 0881 eða á
skrifstofu BSÍ.
Gullsmárabrids
Bridsdeild FEBK í Gullsmára
spilaði tvímenning á 13 borðum
mánudaginn 15. janúar. Miðlungur
264. Beztum árangri náðu í NS
Sigurður Guðjónss. - Sigurpáll Árnason 306
Halldór Jónss. - Valdimar Hjartarson 298
Heiður Gestsd. - Jón Páll Ingibergsson 292
Karl Gunnarss. - Gunnar Sigurbjörnss. 284
AV
Jón Stefánsson - Eysteinn Einarsson 350
Sigtr. Ellertss. - Þorsteinn Laufdal 346
Haukur Guðm.s. - Björn Björnsson 308
Þorgerður Sigurgeirsd.- Stefán Friðbjss.306
Spilað alla mánu- og fimmtudaga.
Bridsdeild
FEB í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði, Stangarhyl, mánud. 15.01.
Spilað var á 12 borðum.
Árangur N-S
Björn E. Pétursson - Gísli Hafliðason 314
Sigurður Pálsson - Guðni Sörensen 248
Jóhannes Guðmannss. - Unnar Guðm.s. 244
Árangur A-V
Ragnar Björnsson - Guðjón Kristjánss. 274
Þröstur Sveinsson - Bjarni Ásmunds 260
Friðrik Jónsson - Tómas Sigurjónss. 252
Meðalskor 216 stig.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is