Morgunblaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
HALLDÓR Þorgeirsson, sem á sæti í Vísindanefnd
Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, segir
það mikilvægt fyrir Íslendinga að nefndin telur ekki
miklar líkur á meiri háttar röskun á Golfstraumnum
vegna hlýnunar jarðar.
Í skýrslu, sem vísindanefndin birti í gær, kemur
fram að líklegt er að hitinn á yfirborði jarðar hækki
um 1,8–4°C á öldinni verði ekkert að gert. Vísinda-
mennirnir telja líklegast að sjávarmálið hækki um
28–43 sm verði ekki gripið til aðgerða.
Halldór leggur áherslu á að þótt loftslagsbreyt-
ingarnar komi ekki hart niður á Íslendingum í
þrengsta skilningi þá hafi þær mjög mikil hnattræn
áhrif sem kalli á tafarlausar aðgerðir hér á landi til
að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
„Það sem mér finnst mikilvægast fyrir Íslendinga
er að vísindanefndin telur ekki miklar líkur á meiri
háttar röskun á Golfstraumnum. Hins vegar gera
vísindamennirnir ráð fyrir því að hann geti veikst á
öldinni ef ekkert er að gert. En það er ekkert sem
bendir til þess að meiri háttar röskun verði á haf-
straumnum eins og menn hafa haft áhyggjur af.“
Halldór segir að hlýnunin á Íslandi geti orðið minni
en ella veikist Golfstraumurinn eins og vísinda-
mennirnir telja. „Gert er ráð fyrir því að hlýnunin
vegi upp hugsanlega veikingu á Golfstraumnum,
þannig að það verði áframhaldandi hlýnun við Ís-
land.“
Líkur á hærra sýrustigi í hafinu
Í skýrslu vísindanefndarinnar kemur einnig fram
að uppsöfnun koldíoxíðs í andrúmsloftinu geti valdið
hærra sýrustigi í hafinu. „Koldíoxíðið leysist upp í
vatni og myndar sýru og súrnun hafsins getur haft
alvarleg áhrif fyrir Ísland,“ segir Halldór. Hann
bætir við að lítið sé vitað um áhrif súrnunarinnar
vegna þess að sýrustig hafsins hafi ekki breyst í þús-
undir ára. „Þannig að mikil óvissa er um hvaða áhrif
það mun hafa, en fyrstu vísbendingarnar eru þær að
þetta geti haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þör-
unga, sem safna í sig kísli, og það getur haft mjög
neikvæð áhrif á framleiðnina í fæðukeðju hafsins.“
Meginniðurstaða skýrslunnar er að hlýnunin, sem
hefur þegar orðið, sé „mjög líklega“ af mannavöld-
um, en það þýðir að líkurnar eru yfir 90%. „Hlýn-
unin á síðustu 100 árum, sem er rúmlega 0,7°C, er að
mjög stórum hluta af mannavöldum og ef ekkert
verður að gert til að draga úr losun gróðurhúsa-
lofttegunda þá mun það hlutfall aukast eftir því sem
fram líður,“ segir Halldór.
Spurður kveðst hann telja að mun meira en helm-
ingurinn af hlýnuninni sé af mannavöldum ef tekinn
sé síðari hluti aldarinnar. „Niðurstaða skýrslunnar
er að útilokað sé að útskýra þá hlýnun sem orðið hef-
ur á síðustu hundrað árum aðeins út frá náttúru-
legum þáttum, svo sem breytingum í sólinni og eld-
gosum.“
Meiri háttar röskun á
Golfstraumnum ólíkleg
Aukið magn koldíoxíðs í andrúmsloftinu getur leitt til súrnunar heimshafanna
Í HNOTSKURN
»Uppsöfnun koldíoxíðs, CO2, í and-rúmsloftinu er talin geta haft nei-
kvæð áhrif á lífríki sjávarins.
»Fyrir upphaf iðnbyltingarinnar varmagn CO2 í andrúmsloftinu sem svar-
ar 285 milljónustu hlutum á hverja ein-
ingu en er nú 380 milljónustu hlutar og
fer vaxandi ár frá ári.
„ÉG tel að vinnu-
brögðin hafi verið
fyrir neðan allar
hellur,“ sagði
Matthías Bjarna-
son, fyrrverandi
ráðherra, sem
sagt hefur sig úr
Frjálslynda
flokknum. Matth-
ías, sem í var
þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins í áratugi, gekk í
Frjálslynda flokkinn fljótlega eftir
stofnun hans.
Matthías var á landsfundi Frjáls-
lynda flokksins og sagðist ekki geta
stutt þau vinnubrögð sem þar voru
stunduð. „Þessi fundur og kosning-
ar sannfærðu mig um að ég ætti
ekkert heima hjá þessu fólki. Ég hef
heldur enga trú á að flokkurinn
verði það sem ég hef vonað að hann
yrði.
Ég kann ekki við þau vinnubrögð
að formaður flokks beiti sér fyrir
því að allir fyrrverandi samstarfs-
menn hans séu þurrkaðir út úr mið-
stjórn.“
Margrét Sverrisdóttir, sem tapaði
í varaformannskjöri, hefur sagt sig
úr flokknum og er nú að skoða póli-
tíska framtíð sína með stuðnings-
mönnum sínum. Matthías sagðist
reikna með að hann myndi styðja
Margréti ef hún færi í framboð.
„Vinnubrögð
fyrir neðan
allar hellur“
Matthías
Bjarnason
FIMM karlmenn eru grunaðir um
ölvun undir stýri á höfuðborgar-
svæðinu á fimmtudag og aðfaranótt
föstudags og voru þeir á öllum
aldri, sá yngsti 19 ára og elsti 57
ára.
Sá fyrsti var stöðvaður í Garða-
bæ síðdegis og annar í Reykjavík
skömmu síðar. Um kvöldmatarleyt-
ið var svo þriðji „stúturinn“ á ferð
en hann varð valdur að umferð-
aróhappi í Mosfellsbæ og þurfti að
flytja hann á slysadeild. Að endingu
voru tveir ökumenn stöðvaðir við
akstur að næturlagi, annar í Hafn-
arfirði en hinn í Reykjavík.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
hafði einnig afskipti af 34 ökumönn-
um sem keyrðu hraðar en lög leyfa.
Sá er hraðast ók var karlmaður á
þrítugsaldri og mældist hann á 140
km hraða á Kringlumýrarbraut en
sá er næstur kom var á 135 km
hraða á Vesturlandsvegi.
Fimm ölv-
aðir öku-
menn teknir
LÖGÐ hefur verið fram í bæjarráði
Hafnarfjarðar tillaga ráðgjafafyrir-
tækisins Capacent um orðalag
spurningar vegna íbúakosningar 31.
mars nk. um stækkun álversins í
Straumsvík. Bæjarráð hefur falið
lýðræðis- og jafnréttisfulltrúa, í
samráði við Capacent, að senda til-
löguna til hagsmunaaðila til um-
sagnar. Skilafrestur umsagna er til
hádegis miðvikudaginn 7. febrúar
nk.
Um er að ræða fyrstu drög að
spurningu, sem gæti tekið breyt-
ingum við umræður og umfjöllun.
Spurningin er svohljóðandi:
„Fyrir liggur tillaga að deiliskipu-
lagi sem gerir ráð fyrir stækkun ál-
versins í Straumsvík. Tillagan hefur
verið kynnt íbúum Hafnarfjarðar.
Ertu fylgjandi eða andvígur
stækkun álversins samkvæmt fyr-
irliggjandi deiliskipulagstillögu?
o Fylgjandi o Andvíg(ur).“
Hægt er að senda athugasemdir
um orðalag spurningarinnar á net-
fangið hafnarfjordur@hafnarfjord-
ur.is.
Hafa orðað
spurningu
um álverið
ÞORGERÐUR Katrín Gunnarsdóttir mennta-
málaráðherra ýtti ásamt hópi barna nýrri mennta-
áætlun Evrópusambandsins úr vör á ráðstefnu í Borg-
arleikhúsinu. Við það tækifæri var ný heimasíða
landsskrifstofu áætlunarinnar opnuð en í henni er lögð
áhersla á menntun og þjálfun allt lífið. Rannsóknaþjón-
usta Háskóla Íslands og Alþjóðaskrifstofa háskólastigs
munu sjá um framkvæmd áætlunarinnar.
Morgunblaðið/Ásdís
Með börnum í Borgarleikhúsinu
♦♦♦
Sjálfstæðisflokkurinn hefur bætt
verulega við fylgi sitt í borgarstjórn
Reykjavíkur, samkvæmt skoðana-
könnun sem Capacent gerði í síð-
asta mánuði.
Flokkurinn mælist með rúmlega
47% fylgi, en fékk 42% í kosning-
unum. Fylgi Sjálfstæðisflokks hefur
mælst 46–50% í öllum könnunum
frá kosningum.
Frjálslyndir og Framsókn
kæmu ekki að manni
Frjálslyndir hafa misst mikið
fylgi, þeir fengu 10% í kosningunum
en mælast með 4% nú. Samfylkingin
og Vinstri grænir hafa bætt við sig
tveimur prósentustigum frá kosn-
ingunum, en Framsókn er með 4%
fylgi og hefur það því minnkað um
tvö prósentustig frá kosningum.
Miðað við könnunina fengi Sjálf-
stæðisflokkurinn átta borgarfull-
trúa, eða hreinan meirihluta.
Samfylkingin fengi fimm fulltrúa
samkvæmt könnuninni, Vinstri
grænir tvo, en Framsóknarflokkur-
inn og Frjálslyndi flokkurinn kæmu
ekki að manni í borginni.
Í síðustu kosningum fengu sjálf-
stæðismenn sjö borgarfulltrúa,
Samfylking fékk fjóra, Vinstrihreyf-
ingin – grænt framboð fékk tvo og
Frjálslyndi flokkurinn og Fram-
sóknarflokkurinn fengu hvor sinn
manninn.
Skoðanakönnun Capacent var
símakönnun sem gerð var dagana
28. nóvember til 28. desember 2006.
Í úrtakinu voru 1.279 manns á aldr-
inum 18–75 ára. Svarhlutfall var ríf-
lega 61%.
Skoðanakönnun Capacent í Reykjavík
Sjálfstæðismenn með
átta menn í borginni
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
FYLGI Samfylkingarinnar mælist
24% samkvæmt könnun sem Capa-
cent gerði í síðasta mánuði. Þetta er
minnsta fylgi sem flokkurinn hefur
mælist með í könnunum fyrirtækis-
ins á þessu kjörtímabili. Stjórnar-
flokkarnir ná ekki þingmeirihluta ef
úrslit kosninganna yrðu í samræmi
við fylgi flokkanna nú.
Samkvæmt könnuninni fær Sjálf-
stæðisflokkurinn 38% fylgi, Sam-
fylkingin 24%, VG 19%, Frjálslyndi
flokkurinn 11% og Framsóknar-
flokkurinn 9%.
Guðbjörg Andrea Jónsdóttir,
rannsóknarstjóri hjá Capacent, seg-
ir að fylgi Samfylkingarinnar hafi
ekki mælst minna í könnun Capa-
cent á þessu kjörtímabili, en flokk-
urinn fékk 31% fylgi í kosningunum
2003. Hún segir jafnframt að könn-
uninni hafi lokið um svipað leyti og
landsfundi Frjálslynda flokksins og
því komi ekki fram í þessari könnun
hugsanleg áhrif hans á afstöðu kjós-
enda.
Gunnar Helgi Kristinsson, pró-
fessor í stjórnmálafræði við HÍ, seg-
ir ljóst að hópur fólks sem áður lýsti
stuðningi við Samfylkinguna hafi
flutt sig yfir til VG og að einhverju
leyti Frjálslynda flokksins. „Al-
mennt séð er mikil gerjun í stjórn-
málum. Það eru margir að velta fyrir
sér framboði, s.s. Framtíðarlandið
og eldri borgarar. Að mínu viti er
þetta allt merki um að Samfylking-
unni, sem stærsta stjórnarandstöðu-
flokknum, hafi mistekist að halda ut-
an um þá óánægju sem er þó
greinilega til staðar í kjósendaskar-
anum. Staða stjórnarflokkanna er
ekki góð og þeirra sameiginlega
staða afar bágborin. Einhvern veg-
inn hefur Samfylkingunni ekki tekst
að verða afgerandi valkostur við
þessa hægristjórn,“ sagði Gunnar
Helgi og bætti við að það væri ekki
einfalt að skýra hvers vegna þetta
hefði gerst.
Fréttablaðið og Heimur hafa ný-
lega gert skoðanakannanir sem sýna
svipaða niðurstöðu og könnun Capa-
cent.
Minnsta fylgi Samfylk-
ingar á kjörtímabilinu
Stjórnarflokkarnir mælast ekki með þingmeirihluta