Morgunblaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ fólk Líf á nýjum nótum Alfa II - Námskeið í Neskirkju hefst 13. febrúar Kynningarfundur þriðjudaginn 6. feb. kl. 20 Nánari upplýsingar á www.neskirkja.is og í síma 511 1560. Umsjón: Sigurvin Jónsson, sr. Örn Bárður Jónsson, Úrsula Árnadóttir og Rúnar Reynisson. Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ÉG HELD AÐ ÉG STARI BARA ÚT Í LOFTIÐ OG NJÓTI NOKKURRA DAGDRAUMA ANSANS ÞETTA ERU ENDUR- SÝNINGAR NÚNA FER BRÁÐUM AÐ KOMA AÐ ÞVÍ LÚLLI... ÞAÐ EINA SEM ÞÚ ÞARFT AÐ GERA ER AÐ LABBA INN Í BÚÐIR OG SYNGJA... ÞÁ GEFUR FÓLK ÞÉR NAMMI! ER ÞETTA LÖGLEGT? AUÐVITAÐ ER ÞETTA LÖGLEGT! GOTT... ÉG VIL EKKI VERA ÁSAKAÐUR UM AÐ TAKA ÞÁTT Í NEINUM UPPÞOTUM! ÞETTA HLÝTUR AÐ VERA DRAUMUR ALLTAF ÞEGAR MAÐUR ER AÐ HRAPA Í DRAUMUM, ÞÁ LÍTUR MAÐUR BARA NIÐUR, SÉR JÖRÐINA, TEKUR ANDKÖFUM OG SÍÐAN VAKNAR MAÐUR ÉG ER FARINN ÚT AÐ RUPLA OG RÆNA! VANTAR ÞIG EITTHVAÐ SÉRSTAKT? JÁ, KOMDU HEIM MEÐ TVÖ RUPL OG EINA RÆNU ÉG ER EKKI VISS UM AÐ ATLI HÚNAKONUNGUR HEFÐI LÁTIÐ ÞETTA YFIR SIG GANGA ER EKKI KOMINN TÍMI TIL AÐ ÞÚ FARIR AÐ KASTA ÞESSU PRIKI?!? VIÐ ERUM BÚIN AÐ SÆKJA UM FYRIR KRAKKANA Í EINKASKÓLANN, NÚNA ÞURFUM VIÐ AÐ FARA YFIR ÞAÐ HVERNIG VIÐ ÆTLUM AÐ BORGA ÞETTA ÞESSI EINKASKÓLI ER MJÖG DÝR VIÐ HÖFUM EFNI Á ÞESSU EF VIÐ LEYFUM OKKUR ENGAN MUNAÐ ÁTTU VIÐ AÐ FARA ÚT AÐ BORÐA OG FARA SAMAN Í FRÍ? NEI, ÉG ER AÐ TALA UM AÐ SELJA BÍLANA OKKAR OG NOTA EKKERT RAFMAGN Á SUMRIN VERTU ALVEG RÓLEGUR! ÉG ER MEÐ FRÁBÆRAR FRÉTTIR, PETER. VEIST ÞÚ HVER ER AÐ LEIKA MEÐ MÉR Í MYNDINNI? HVER ELSKAN? ROD RAYMOND, SKÆRASTA STJARNAN Í H0LLYWOOD! ER ÞAÐ EKKI FÁBÆRT? ÉG VAR AÐ LESA AÐ HANN OG KÆRASTAN HANS VÆRU HÆTT SAMAN JÚ, FLOTT! Námskeiðið Í hjólför „Mót-orhjóladagbóka“ Róm-önsku Ameríku er haldiðhjá Endurmennt- unarstofnun HÍ á vormisseri. Hólm- fríður Garðarsdóttir er umsjón- armaður námskeiðsins ásamt Stefáni Á. Guðmundssyni. „Við notum sem leiðsögumann á námskeiðinu kvik- mynd Walter Salles um ferðalag Er- nesto Che Guevara og fjöllum um sömu slóðir og argentínski bylting- armaðurinn fór um á ferðalagi sínu um Suður-Ameríku,“ segir Hólmfríður. „Leiðin liggur frá Argentínu til Chile, þaðan til Perú og áleiðs að Karíbahaf- inu.“ Fjallað er um sögu landanna og menningu: „Námskeiðið fjallar um þann margbreytileika sem er að finna í löndum Rómönsku Ameríku og þá þróun sem hefur átt sér stað síðan Che lagði upp í langferð sína,“ segir Hólm- fríður sem fengið hefur spennandi og sérfróða fyrirlesara til liðs við sig: „Við byrjum á almennum inngangi, og fjöll- um um mannflóru Argentínu og Evr- ópurætur innflytjendasamfélagsins. Í annarri kennslustund munu Hólm- fríður og Stefán Á. Guðmundsson fjalla um hagkerfi landa Rómönsku Ameríku og ljósi verður sérstaklega varpað á efnahagslegar framfarir í Chile,“ segir Hólmfríður. „Í þriðju kennslustund ræða Sigrún Á. Eiríks- dóttir og Stefán um samskipti inn- fæddra og hvítra í Rómönsku Am- eríku í aldanna rás, og um birtingarmynd Perú í verkum rithöf- undarins Mario Vargas Llosa.“ Í fjórðu kennslustund mun Ásgeir Sverrisson ásamt Stefáni ræða um stjórnmálaþróun og vinstrislagsíðu í heimsálfunni, og í fimmtu kennslu- stund fjalla dr. Kristín Jónsdóttir og Þorbjörn Hlynur Árnason um hlut- verk og stöðu Kaþólsku kirkjunnar í samfélögum Rómönsku Ameríku: „Í síðustu kennslustundinni mun Guð- bergur Bergsson, sem þýtt hefur eftir marga og mismunandi höfunda Róm- önsku Ameríku fjalla um bókmennta- sögu álfunnar og brúarsmíð bók- mennta milli fjarlægra heimshluta.“ Hólmfríður segir áhuga Íslendinga á Suður-Ameríku fara vaxandi: „Nám í spænsku nýtur vaxandi vinsælda og margar kvikmyndir Rómönsku Am- eríku hafa vakið mikla athygli hér- lendis,“ segir Hólmfríður. „Þá eru Ís- lendingar farnir að ferðast meira og víðar en áður, oft á eigin vegum og vilja þá gjarnan hafa fræðst um áfangastaðinn áður en lagt er af stað. Við eigum einnig margt fólk sem sérmenntað er í málefnum Suður- Ameríku, og er námskeið Endur- menntunarstofnunar frábær vett- vangur til að sameina þá þekkingu á ein stað.“ Fyrsta kennslustund verður næst- komandi miðvikudag 7. febrúar. Kennt er frá 20.15 til 22.15 í hvert sinn. Engar forkröfur eru gerðar til nem- enda, en æskilegt er að þeir hafi séð kvikmyndina Mótorhjóladagbæk- urnar sem fáanleg er á öllum betri myndbandaleigum. Nánari upplýsingar og skráning er á heimasíðu Endurmenntunarstofn- unar Háskóla Íslands á slóðinni www.endurmenntun.is. Menntun | Námskeið hjá Endurmenntun um sögu og menningu landa Rómönsku Ameríku Í hjólför Mótor- hjóladagbóka  Hólmfríður Garðarsdóttir fæddist á Seyð- isfirði 1957. Hún lauk stúdents- prófi frá Versl- unarskóla Ís- lands, BA-prófi í spænsku frá Há- skóla Íslands, meistara- og síðar doktorsprófi í suðuramerískum bókmenntum og -fræðum frá Texasháskóla Í Austin, og námi í uppeldis- og mennt- unarfræði við HÍ. Hólmfríður hefur starfað hjá Háskóla Íslands frá 1998, dósent frá 2001. Hún hefur gefið út tvær bækur um málefni kvenna í Rómönsku Ameríku auk fjölda greina sem birst hafa hér- lendis og erlendis. mbl.is smáauglýsingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.