Morgunblaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007 11 FRÉTTIR                                        !" "#!!  $" %! &  $  &% &$' #  & ()!   '*!  + ,-- . #!&/"' %! & 0'#*& ,, + ,-1 % (20 + 0# 343 13-- + 555   67  LAGERSALA 25. jan. - 7. feb. 50-70% AFSLÁTTUR Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, sími 562 2862 Laugavegi 82, á horni Barónsstígs - sími 551 4473 Útsölu- lok Síðustu dagar Laugardags- tilboð Póstsendum „ÉG hef áhyggjur af þeirri gjá sem virðist vera á milli réttarvitundar almennings, okkar á Stígamótum og dómskerfisins á Íslandi. Hingað hafa hringt margar konur í dag [í gær] af því að þeim ofbýður,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stíga- móta. Sér leiðist að heyra fólk halda því fram að þeir sem mót- mæla dómum í kynferðisbrota- málum sé óupplýstur almúgi. „Það er alvarlegt þegar þeir sem fyrir hönd okkar allra kveða upp dóma í alvarlegum málum virðast komast að allt annarri niðurstöðu en við hin,“ segir Guðrún. Stígamót séu þessa dagana að taka saman tölur yfir starfsemi samtakanna í fyrra. „Nýjustu tölur um kærur á Stígamótum eru þær að 13 af 299 málum voru kærð. Og ekki eru dómar eins og þessi til þess fallnir að auka tiltrú fólks á að ná rétti sínum,“ segir hún. Þá segir Guðrún að það sé áhyggjuefni að íhaldssemi sé inn- byggð í réttarkerfið. Af því að dóm- arar hafi ekki áður treyst sér til þess að nýta refsirammann í þess- um málum þá virðist ekki vera hægt að breyta því. Vegna fyrri dómaframkvæmda hafi Hæstirétt- ur ákveðið „að milda dóminn sem var nógu mildur fyrir í héraðs- dómi“. Eftir að hafa lesið dómana sé augljóst að ofbeldi þessa manns hafi haft djúp og alvarleg áhrif á þær stúlkur sem fyrir því urðu og því miður sjái ekki fyrir endann á afleiðingunum. Þær afleiðingar séu vel þekktar á Stígamótum. „Miðað við þann veruleika er þessi dómur ótrúlegur og enn og aftur fáum við það staðfest að kynferðisbrot eru léttvæg fundin á Íslandi.“ Mörgum ofbýður dómurinn „ÞETTA er afar alvarlegt brot sem varðar fimm stúlkubörn og hefur greinilega haft grafalvarleg og varanleg áhrif á þau og líf þeirra til framtíðar,“ segir Atli Gíslason lögmaður um dóminn. Atli segir að miðað við eðli kyn- ferðisbrota og alvarlegar og ævar- andi afleiðingar þeirra sé dómur Hæstaréttar frá í fyrradag enn ein staðfestingin á skilningsleysi rétt- arvörslukerfisins á þessum brot- um. „Það liggur núna fyrir hald- bær þekking um þessar afleið- ingar. Engu að síður vísar Hæstiréttur til fyrri dómafram- kvæmdar. Það finnst mér í raun óásættanlegt. Það eru uppi í þessum mála- flokki algjörlega ný viðhorf og miklu meiri skilningur en var,“ segir Atli. Nið- urstaðan um refsiþyngdina í mál- inu sé því óviðunandi. Atli segi það sína skoðun að allsherjar hug- arfarsbreytingar sé þörf í rétt- arvörslukerfinu, þar á meðal í Hæstarétti, sem þurfi að taka sér tak í þessum málaflokki. Herða þurfi refsingar og gefa skýr skila- boð um að þessi brot séu með öllu ólíðandi. „Ég hef sagt það áður og ég segi það enn að þessi brot ganga næst manndrápi að alvar- leik. Réttarvörslukerfið virðist alls ekki átta sig á því. Dómur Hæsta- réttar er enn ein staðfesting á því og mér finnst það mjög miður,“ segir Atli. Dómurinn sé mikil von- brigði. „Ég hélt að skilningurinn væri meiri,“ segir hann. Staðfestir skilningsleysi MÁL það sem Hæstiréttur dæmdi í á fimmtudag snýst um kynferðis- brot karlmanns á fimmtudagsaldri gegn fimm stúlkum. Maðurinn hafði í héraðsdómi hlotið tveggja ára fangelsisdóm fyrir brot sín, en nið- urstaða Hæstaréttar var að mað- urinn skyldi sæta 18 mánaða fang- elsi og greiða fórnarlömbum sínum 2,4 milljónir króna í skaðabætur. Í dómi Hæstaréttar sagði að að virtum þeim atriðum sem greini í héraðsdómi varðandi ákvörðun refsingar og að teknu tilliti til dómaframkvæmdar Hæstaréttar í málum sem varði með hliðstæðum hætti brot gegn 1. mgr. og 2. mgr. 202. gr. og 4. mgr. 210. gr. al- mennra hegningarlaga nr. 19/1940 verði ákærða gert að sæta fangelsi í 18 mánuði. Brotin sem maðurinn var ákærð- ur fyrir áttu sér stað á tíu ára tíma- bili, auk þess sem í tölvu hans fund- ust 210 barnaklámmyndir. Maðurinn hafði ljósmyndað tvö fórnarlömb sín í klámfengnum til- gangi. Yngsta telpan var þriggja ára þegar ákærði braut gegn henni. Skiptar skoðanir um dóminn Hæstiréttur mildaði á fimmtudag fangelsisdóm yfir karlmanni sem dæmdur var fyrir kynferðisbrot gegn fimm stúlkum, úr tveimur árum í 18 mánuði. Morg- unblaðið leitaði viðbragða við dóminum. Morgunblaðið/Kristinn Dómur Hæstiréttur mildaði dóm yfir manni sem áður hafði verið dæmdur í héraði fyrir kynferðisbrot gegn börnum, úr tveimur árum í 18 mánuði. INGIBJÖRG Rafnar, umboðs- maður barna, segist ekki vilja tjá sig um ein- staka dóma Hæstaréttar. Spurð um afstöðu sína til slíkra mála almennt tal- að bendir Ingibjörg á að nú sé til meðferðar á Alþingi frumvarp til breytinga á hegningarlögum, en þar sé verið að auka vernd barna tölu- vert. Ingibjörg hefur skilað inn um- sögn til allsherjarnefndar vegna frumvarpsins og segir að þótt það færi óbreytt fram myndi það auka vernd barna töluvert. Meðal þess sem komi fram í því frumvarpi sem nú liggi fyrir sé refsi- hámark hækkað. Þá komi inn í frumvarpið ákvæði um eins árs lág- marksrefsingu í málum sem varða brot gegn börnum. „Ég tel að það sé mikil bót að því,“ segir Ingibjörg. Það sé kannski ekki spurning um að hafa refsihámarkið sem hæst „heldur sýnist mér að ef við viljum þyngja dóma ættum við kannski að skoða að setja inn refsilágmark“. Vernd barna aukin „ÞETTA er í samræmi við dóma Hæsta- réttar í samsvar- andi málum,“ segir Guð- mundur Ágústs- son héraðsdóms- lögmaður um dóminn frá því í fyrradag. Hann segir Hæstarétt ekki hafa farið út fyrir sína línu. Það sé ekki mikil breyting að fara úr tveggja ára fangelsisrefsingu niður í 18 mánuði. „Þetta er engin stefnubreyting og það er háð mati hverju sinni hvort [refsingin] eigi að vera 18 mánuðir, 24 mánuðir eða eitthvað slíkt.“ Guðmundur segir dóminn sýna að Hæstarétti hafi fundist dómur Héraðsdóms vera fullþungur mið- að við hvernig dæmt hafi verið undanfarið. „Þetta er engin stefnumörkun eða -breyting. Þeir hafa bara skoðað sína dóma og séð að í samskonar máli hafa þeir dæmt 18 mánuði,“ segir Guð- mundur. Refsingar í kynferðisbrota- málum hafi verið að þyngjast, Hæstiréttur hafi smáþyngt dóma sína. Í máli á borð við það sem nú sé rætt um hefði hugsanlega fallið dómur um eins árs refsingu fyrir tveimur árum. Ekki stefnu- breyting Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.