Morgunblaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007 19 SUÐURNES Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Reykjanesbær | „Ég er ánægð með Reykjanesbæ í þessum samanburði. Við stöndum okkur vel og afburðavel þegar tekið er tillit til systkinaafslátt- ar,“ segir Guðríður Helgadóttir, leik- skólafulltrúi á Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar. Í samanburði á leikskólagjöldum tólf sveitarfélaga kemur fram að mikill munur er á milli sveitarfélaganna. Leikskólafulltrúar eru hjá tólf sveitarfélögum og tók Guðríður að sér ásamt leikskólafulltrúanum í Vestmannaeyjum að taka saman upplýsingar um leikskólagjöld í jan- úar. Hún segir mikilvægt að þessar upplýsingar liggi fyrir. Mikið sé spurt um leikskólagjöld og þau borin saman milli sveitarfélaga. Ætlunin sé að halda áfram að safna þessum upp- lýsingum þannig að allir sem á þurfa að halda geti ávallt gengið að áreið- anlegum upplýsingum. Reykjavík alltaf lægst Samanburðurinn leiðir í ljós að mikill munur er á leikskólagjöldum milli sveitarfélaga, miðað við átta tíma vistun með fæði. Gjöldin eru í öllum tilvikum lægst í Reykjavík í janúarmánuði, eins og sést á með- fylgjandi töflu, en hæst í Ísafjarð- arbæ í tveimur tilvikum af þremur og í Vestmannaeyjum í einu tilviki. Reykjanesbær er með fimmtu lægstu leikskólagjöldin í þessum samanburði, þegar um er að ræða eitt barn, þriðju lægstu gjöldin þegar tvö systkini eru saman og í öðru sæti þegar reiknaður er afsláttur vegna þriggja barna. Guðríður segir að sveitarfélögin greiði þessa þjónustu mikið niður. Þannig greiði Reykjanesbær nú 85% kostnaðar við leikskólana á móti 15% framlagi foreldra. Þetta hafi breyst mikið á undanförnum árum, hlutur foreldra hafi minnkað um helming. Varðandi samanburðinn tekur Guðríður fram að ekki sé metið hvernig máltíðir börnunum standi til boða en sveitarfélögin séu mislangt komin í þróuninni. Hún segir að mikil áhersla sé lögð á hollustufæði á leik- skólum Reykjanesbæjar, meðal ann- ars ávexti sem séu tiltölulega dýrt hráefni, og búið að útrýma unnum kjötvörum og sykri. Sjö leikskólar eru í Reykjanesbæ og sá áttundi tekur til starfa í haust í Tjarnahverfi. 659 börn eru á leikskól- unum. Allir leikskólarnir hafa sett sér skólanámskrá og þeir fyrstu gerðu það á árinu 2002. Öflugt um- bótastarf er unnið, meðal annars tóku skólarnir þátt í lestrarmenning- arverkefni í Reykjanesbæ með góð- um árangri. Allir skólarnir eru með virkar heimasíður og miðla þannig upplýs- ingum til foreldra um það hvað börn- in eru að gera og matseðla. „Ég er stolt af skólunum, hér er unnið virki- lega gott og faglegt starf og starfs- fólkið jákvætt,“ segir Guðríður. Mikill munur á leikskóla- gjöldum sveitarfélaga Í HNOTSKURN » Leikskólagjöld voru lægstí Reykjavík í janúar en hæst á Ísafirði og í Vest- mannaeyjum. » Leikskólastjórinn íReykjanesbæ er ánægður með það hvernig bærinn kem- ur út í samanburðinum. %"   &// % 4+% 5  "*  6 3 ! &  &// % 4+% 5  "*  6 3 ' &  &// % 4+% 5  "*  6 3 (     ) &  * !##$ & & & & &)  & & & &) )&) & & 4 7 # ' " "+%    7 89 !  4 7  .: ! " .:  3 * % ;.! 5    6 % .:    7  2 " % .: )&    & & &) )& )& )&) & & & )& & & 4 7 # 89 !  4 7  .: ! " .:   7 ' " "+%  ;.!   3 * % 6 % .:    7  5    2 " % .: )&    &) & & )&) & & &  &) &) &) & & 4 7 # 4 7  .: 89 !  !" .:   7 ' " "+%    3 * % ;.! 5    6 % .: 2 " % .:    7  )&     #   %":%     3 Keflavík | Skólamatur ehf. er að ljúka við að koma upp salat- og meðlætisbörum í öllum þeim skól- um sem fyrirtækið þjónar. Axel Jónsson, eigandi fyrirtækisins, segir að þetta sé liður í þeirri við- leitni sem frá upphafi hafi verið í öndvegi; að bjóða börnunum sem heilsusamlegastan mat. Fyrirtæki Axels Jónssonar, Mat- arlyst Atlanta ehf., hefur verið skipt upp í tvö fyrirtæki. Annars vegar er Matarlyst ehf. sem er veislu- og framleiðslueldhús og er það komið í nýtt húsnæði á Iðavöll- um 3d í Keflavík. Hins vegar er Skólamatur ehf., framleiðslufyr- irtæki fyrir skólamáltíðir, sem fær aukið rými á Iðavöllum 1. Axel Jónsson segir að of þröngt hafi verið um starfsemina og svo starfi þessi tvö fyrirtæki á ólíkum mörkuðum og í ólíku viðskiptaum- hverfi, þess vegna hafi verið ákveðið að skipta fyrirtækinu upp. Haldið var upp á tímamótin í fyrra- dag. Axel hefur unnið að þróun verkefnisins um heitar skóla- máltíðir og miðlægt skólaeldhús í tíu ár. Nú framleiðir Skólamatur ehf. hádegisverði fyrir sautján skóla og tvo leikskóla á höfuðborg- arsvæðinu og Suðurnesjum. Hefur skólunum fjölgað smám saman á undanförnum árum og sér Axel fram á áframhaldandi aukningu á næstu árum. Þá hefur að hans sögn verið mikil aukning í annarri þjón- ustu í skólanum, til dæmis sé víða farið að bjóða upp á síðdegishress- ingu. Í næstu viku lýkur fyrirtækið við að koma upp salat- og meðlæt- isbörum í öllum skólunum. Mark- miðið er að auka neyslu barna á grænmeti og ávöxtum og auka fjöl- breytni í skólamatnum. Axel segir að salatbarirnir hafi fengið góðar viðtökur. Ljósmynd/Víkurfréttir Veisla Fjöldi gesta samfagnaði Axel Jónssyni og samstarfsfólki hans. Skólamatur ehf. með salatbar í öllum skólum TENGLAR .............................................. www.skolamatur.is ÁRBORGARSVÆÐIÐ Árborg | Gert er ráð fyrir fram- kvæmdum fyrir 1,5 milljarða kr. í fjárhagsáætlun Árborgar fyrir ný- byrjað ár. Meginhluti framkvæmda- fjárins verður tekinn að láni, eða lið- lega 1,4 milljarðar kr. Fjárhagsáætlunin var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í vikunni. Vinn- an hafði dregist vegna meirihluta- slita í desember. Gert er ráð fyrir að samanlagðar tekjur sveitarfélagsins og stofnana þess verði liðlega 3,6 milljarðar kr. á árinu sem er 11,6% hækkun frá fyrra ári. Rekstrarútgjöld eru litlu minni en afgangur af rekstri er rúmar 84 milljónir. Fram kom að meirihlutinn leggur áherslu á að halda lántökum til fram- kvæmda á árinu 2007 í lágmarki án þess þó að hefta eðlilega þróun og uppbyggingu þjónustu. Stærstu framkvæmdir og fjárfest- ingar eru endurbætur og nýfram- kvæmdir við Barnaskólann á Eyrar- bakka og Stokkseyri fyrir 161 milljón kr., gatna- og stígagerð (að frádr. gatnagerðargjöldum) kr. 44,5 milljónir, Sunnulækjarskóli, 2. áfangi ásamt íþróttaálmu, 611 millj- ónir, fráveita 165 milljónir, vatns- veita 95 milljónir, hitaveita 301,5 milljón og aðrar fjárfestingar og endurbætur 94 milljónir. Sunnulækjarskóli mesta framkvæmd Árborgar Eftir Jón Hafstein Sigurmundsson Þorlákshöfn | Allt iðar af lífi og fjöri í leikskólanum Bergheimum í Þorláks- höfn. Ásgerður Eiríksdóttir leik- skólastjóri gaf sér þó örlítinn tíma í öllu amstrinu til að spjalla um starf- semina við fréttaritara. Það leyndi sér ekki að þarna var á ferðinni mann- eskja sem er á réttri hillu í lífinu. Ás- gerður ljómaði af gleði þegar hún sagði frá. Miklar framfarir í söng Það sem henni er efst í huga um þessar mundir er kórstarf sem hófst í skólanum síðastliðið haust. „Þetta hófst allt með því að kirkjan í Þorláks- höfn vildi leggja til söngkennara gegn því að börnin syngju í kirkjunni, en í allri þessari umræðu um að gera ekki upp á milli trúarbragða og trúfélaga gekk það ekki alveg upp. Samt sem áður vildi kirkjan halda þessu áfram og organisti kirkjunnar kemur í leik- skólann einu sinni í viku og stjórnar söngkennslu sem blandast leik barnanna og gleðin er mikil. Það eru börn á aldrinum 4 til 6 ára sem taka þátt kórstarfinu, sem er á fimmtudög- um og stendur yfir í 40 mínútur. Leik- skólakennararnir aðstoða kórstjór- ann að sjálfsögðu. Fljótlega kom í ljós að hljóðfærið sem skólinn átti var ekki gott en þá brugðust félagar í Kiwanisklúbbnum Ölveri fljótt við, eins og svo oft áður, og gáfu okkur nýtt píanó. Segja má að þessi starfsemi hafi vakið verðskuld- aða athygli því hingað hringja og koma kennarar víða að. Svo eru börn- in búin að koma fram á aðventustund og einnig hafa þau sungið fyrir aldr- aða og var þeim vel tekið. Julian Ed- ward Isaacs kórstjóri lætur börnin syngja barnalög sem allir þekkja og heldur hann mikið upp á íslensk al- þýðulög. Mjög miklar framfarir hafa orðið í söng barnanna og má heyra margar undurfagrar raddir sem ekki heyrðust áður,“ sagði Ásgerður. Hún sagði að þessi söngkennsla ætti örugglega eftir að skila sér með börnunum upp í grunnskólann og vonandi þaðan út í samfélagið. Sam- starf milli skólastiganna er mikið og gott. „Það er hægt að hafa samstarf á svo óteljandi vegu og það má oft sam- nýta starfskrafta eins og við erum að gera. Í báðum þessum stofnunum eru margir Íslendingar af erlendum upp- runa og kallar það oft á utanaðkom- andi aðstoð sem gott er að samnýta. Við á Bergheimum höfum lengi starf- að eftir kenningum Johns Dwey en hann segir að best sé að læra hluti með því að gera þá sjálfur,“ sagði Ás- gerður. Organistinn kemur vikulega í leikskólann Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Leikur Ásgerður Eiríksdóttir, leikskólastjóri á Bergheimum í Þorlákshöfn, ásamt þeim Júlíu Svansdóttur og Bjarka Fannari Magnússyni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.