Morgunblaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 23
uppeldi MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007 23 T ölvufíkill trylltist. Lög- regla kölluð á heimili vegna deilna um tölvu- notkun.“ Þetta eru tvær fyrirsagnir frétta sem birtust í Morgunblaðinu á síðustu dögum. Í báðum tilfellum er sagt frá því að unglingar hafi misst stjórn á skapi sínu þegar foreldrar þeirra ætl- uðu að setja þeim mörk varðandi tölvunotkun. „Þetta hefur verið kallað netfíkn,“ segir Eyjólfur Örn Jónsson sálfræð- ingur. „Algengasta orsökin eru svo- kallaðir „online-leikir“ á borð við Eve Online, World of Warcraft og Coun- ter Strike sem krakkarnir festast ansi heiftarlega í.“ Drjúgur hluti vinnu Eyjólfs geng- ur einmitt út á að aðstoða unglinga við að losna undan viðjum netfíkn- arinnar en hann segir allan gang á því hversu miklum tíma krakkarnir eyða í tölvunni. „Á afvötnunar- stöðvum erlendis er talað um að ef tölvunotkunin utan vinnu er komin upp í 38 tíma á viku hljóti það að vera orðið vandamál og farið að stela tíma frá öðrum athöfnum. Við fáum til okkur einstaklinga sem eru allt frá 20 tímum á viku og upp í rúmlega 100 tíma í viku í tölvunni.“ Hann segir tölvuleikjafíknina al- gengasta meðal stráka og karlmanna undir 30 ára aldri. Langstærsti hóp- urinn sé þó á aldrinum 14 til 19 ára. „Krakkarnir eru alltaf lengur og lengur í leikjunum og smám saman fer það að ganga út yfir annað í líf- inu.“ Staðna í þroska Eyjólfur segir þetta hafa víðtæk áhrif. „Skóli og íþróttir eru með því fyrsta sem fer. Fljótlega byrja krakkarnir að skrópa og oft á tíðum komast foreldrarnir ekki að því fyrr en seint og um síðir. Ég hef heyrt nokkur dæmi um menntaskólastráka sem komust upp með að skrópa í næstum heilt ár því þeir fóru út á sama tíma og foreldrarnir og komu síðan heim tveimur mínútum seinna til að spila.“ Eðlilega hefur þetta mikil áhrif á námsárangur piltanna. „Stærstu áhrifin af netnotkuninni eru hins veg- ar þau að hún rífur krakkana úr raunveruleikanum og það stöðvar eðlilegan þroska. Það hefur jafnvel verið talað um 21 árs einstaklinga með félagsþroska á við 12 ára í þessu sambandi.“ Hann segir að í raun missi ungling- arnir af lífinu á meðan á ofnotkuninni stendur. „Þeir missa af því sem krakkar og unglingar eiga að vera að gera. Á þessum tíma eru þeir að ganga í gegnum ákveðið þroskastig og ef þeir eru einhvers staðar í öðrum heimi taka þeir ekki út þennan eðli- lega þroska. Þeir hafa kannski aldrei lært að tala við stelpur, aldrei tekið þátt í íþróttum eða félagslífi, aldrei sinnt neinum áhugamálum o.s.frv.“ Vandamálið eykst Gríðarleg aukning hefur orðið í til- fellum sem þessum að undanförnu að sögn Eyjólfs. „Þetta vandamál er að stækka og það mun halda áfram að stækka. Í fyrra var talað um að 10% netnotenda myndu ánetjast. Strax í lok síðasta árs var talað um að þetta yrðu einn af hverjum átta eða um 12%. Enda eru þessir leikir alltaf að þróast og eftir því sem þeir verða stærri og meiri eykst vandamálið. Fyrir marga var 16. janúar í ár stór dagur því þá kom viðbót við World of Warcraft. Margir krakkar hlökkuðu meira til þess en jólanna.“ Inntur eftir því hvað veldur því að drengirnir ganga berserksgang á heimilum sínum segir Eyjólfur: „Það tengist því þegar foreldrarnir reyna að taka í taumana eins og þeir ein- mitt þurfa að gera. Hins vegar er þetta eins og með aðra fíkn – ef fíkill- inn fær ekki það sem hann leitar í verður hann pirraður og líður illa. Við höfum dæmi um krakka sem hóta að fremja sjálfsmorð, sem rústa her- bergjunum sínum, læsa sig inni, stela og hlaupa að heiman þegar foreldr- arnir hafa slökkt á tölvunum. Sög- urnar sem við fáum að heyra eru ótrúlegar.“ Hann segir atvikin frá í síðustu viku því langt í frá að vera einsdæmi. „Við heyrum endalaust um fleiri for- eldra sem glíma við þetta.“ ben@mbl.is Ungir fíklar í netheimum Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Háðir „Stærstu áhrifin af netnotkuninni eru þau að hún rífur krakkana úr raunveruleikanum og það stöðvar eðli- legan þroska,“ segir Eyjólfur Örn Jónsson sem m.a. vinnur við að aðstoða unglinga út úr tölvuleikjafíkninni. Hvað fær ungling til að ganga berserksgang á heimili sínu vegna tölvu- notkunar? Bergþóra Njála Guðmundsdóttir komst að því að netfíkn er raunverulegt og vax- andi vandamál. Fyrir marga var 16. janúar í ár stór dagur því þá kom viðbót við World of Warcraft. Margir krakkar hlökkuðu meira til þess en jólanna. Eyjólfur segir oft erfitt fyrir for- eldra að átta sig á því að tölvunotk- un unglingsins sé farin úr bönd- unum. „Samfélagið hefur lengi vel viðurkennt tölvuna sem hið mesta þarfaþing og í góðu lagi. Og svo lengi sem krakkarnir eru ekki úti að drekka og sprauta sig eru for- eldrarnir ánægðir. Þeir eru jafnvel bara stoltir af börnunum sínum fyr- ir að vera svona klár í tölvunni. Áhyggjurnar fara svo að koma þeg- ar unglingurinn hættir að þrífa sig eða að koma í mat.“ En hvað eiga foreldrar að gera þegar þeir gera sér grein fyrir því að um vandamál sé að ræða? Eyjólf- ur segir lítið um sérhæfð úrræði á Íslandi enn sem komið er. „Það helsta sem fólk getur gert er að leita til sálfræðinga sem hafa unnið með þetta. Í samvinnu við þá þarf að koma á einhvers konar kerfi með krökkunum og sýna þeim fram á að þeir ráði ekki við netfíknina og séu að missa sig.“ Hvað er til ráða?  Eyjólfur segir foreldra fyrst og fremst þurfa að setja sig inn í netheiminn til að skilja hvað það er sem krakkarnir eru að gera á netinu.  Mikilvægt er að styrkja krakk- ana félagslega eins og hægt er og hvetja þá til að taka þátt í fé- lagslegum athöfnum. „Oft eru þetta krakkar sem eiga fáa vini, eru svolítið á skjön við restina af skólafélögunum og leita því í tölvuna,“ segir Eyjólfur.  Ekki heimila ótakmarkaðan að- gang að tölvunni. Það er sjálf- sagt að setja ákveðin tímamörk og tveir tímar á dag ætti að vera feikinóg tölvunotkun fyrir með- alungling. Þetta neyðir ungling- inn til að finna annað til að fylla tíma sinn með.  Erfiðara er að fylgjast með tölvunotkuninni ef unglingurinn hefur eigin tölvu inni í herberg- inu sínu þar sem hann getur læst að sér. Mun betra er að hafa tölv- una í opnu rými þar sem foreldr- arnir geta fylgst með hversu miklum tíma krakkinn eyðir í tölvunni og hvað hann er að gera í henni. Fyrirbyggj- andi aðgerðir ÖRBYLGJUOFN er misvinsælt heimilistæki og þó sumir noti hann varla til annars en að búa til örbylgju- popp þá gegnir hann veigameira hlutverki á öðrum heimilum. Örbylgjuofninn má þó vel nota til annarra hluta en eldamennsku og birti breska dagblaðið Guardian á dög- unum lista, sem hér er gripið niður í, yfir aðra notkunarmöguleika ofnsins. Drepa bakteríur í eldhústuskum og -svömpum. Með því að setja tuskurnar og svampana inn í örbylgju- ofninn í tvær mínútur á fullum styrk er hægt að drepa 99% af óæskilegum bakteríum. Ná meiri safa úr sítrusávöxtum. Þeir eru þá settir inn í ofninn í 15–20 sekúndur og látnir mýkjast. Bakteríuhreinsa mold fyrir græðlinga. Um 400 g af mold er komið fyrir á flötum bakka. Stillt á hæsta hita í u.þ.b. 90 sekúndur eða þar til rjúka fer úr moldinni. Lífga við gamlan maskara. Burstinn er settur í ofn ásamt vatnsglasi á háan hita í 30–40 sekúndur og mýk- ist við það upp á ný. Þurrka kryddjurtir. Jurtirnar eru þvegnar, lagðar á eldhúsrúllupappír og pappírsblað líka lagt ofan á. Stillt á háan hita í 40 sekúndur. Búa til brauðrasp. Brauðsneiðar settar í örbylgju- ofninn þar til þær eru nógu þurrar til að hægt sé að mylja þær niður í brauðrasp. Sótthreinsa sultukrukkur. Sex krukkur settar í ofn- inn með um 3 sm lagi af vatni í hverri. Hitað í 1½–2 mínútur eða þar til suða kemur upp. Takið þá úr ör- bylgjuofninum, hellið vatninu úr og krukkurnar eru til- búnar fyrir næstu notkun. Ný not fyrir örbylgjuofninn Morgunblaðið/ÞÖK Örbylgjuofn Hver segir að þá megi bara nota fyrir mat?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.