Morgunblaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007 33
MINNINGAR
Elsku Katla Rún,
Ó, Jesús bróðir besti
og barnavinur mesti,
æ, breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.
(Páll Jónsson.)
Takk fyrir allar góðu
samverustundirnar okkar.
Guð geymi þig, snúllan
mín.
Hrund.
HINSTA KVEÐJA
Elsku litla dóttir okkar og litla
systir. Þú fæddist á sumardaginn
fyrsta og færðir sól og gleði í hjörtu
okkar allra. Þú varst sannkallaður
sólargeisli með fallega ljósa hárið
þitt, bláu augun og alltaf brosandi,
vær og góð lítil stelpa. Við munum
alltaf hugsa til þín þegar sumarið
kemur.
Þér fannst stóri bróðir alltaf vera
fyndnasti maður í heimi. Athafnir
hans fengu þig til að hlæja löngum og
innilegum hlátri sem gat fengið okk-
ur öll til að hlæja með. Jafnvel eftir að
augun þín hættu að sjá þá gastu hleg-
ið lengi við það eitt að heyra í bróður
þínum. Gleðisvipurinn sem lýsti upp
andlit þitt í hvert skipti sem mamma
og pabbi voru í nánd var gulls ígildi
og besta gjöf sem hægt er að hugsa
sér. Mamma naut þess að klæða þig í
fallegu fötin þín og gera þig fína á
hverjum degi, pabbi naut þess að
rugga þér í svefn og raula fyrir þig og
stóri bróðir smellti alltaf kossi á koll-
inn á þér þegar hann átti leið hjá. Þú
færðir okkur svo mikinn kærleik.
Stóri bróðir segir að litla systir sé
ekki lengur lasin því þú sért komin
upp til himnaríkis. Nú geturðu leikið
þér með dótið þitt og hlaupið um með
hinum litlu englunum.
Núna ertu komin til guðs, elsku
litli engillinn okkar. Við söknum þín-
um sárt, hugsum til þín á hverjum
degi og þökkum fyrir að hafa fengið
að eignast svona yndislega dóttur og
systur eins og þig. Þú hefur kennt
okkur öllum svo mikið og þú munt lifa
í hjörtum okkar að eilífu.
Góða nótt Katla Rúna, litla prins-
essan okkar, við elskum þig svo mik-
ið.
Guð geymi þig
Pabbi, mamma og stóri bróðir.
Elsku litla prinsessan okkar. Nú er
þrautum þínum lokið eftir erfiðan
sjúkdóm sem þú greindist með að-
eins fjögurra mánaða gömul. Þú
varst svo falleg þegar þú fæddist á
sumardaginn fyrsta og við kölluðum
þig oft sumarblóm, vorum svo montin
og stolt af þér, elsku litla vina, sem
fékkst að vera svo stutt hjá okkur, en
gafst okkur svo ótrúlega mikið með
fallega brosinu þínu, hlátrinum þín-
um, augunum þínum og öllu þessu
fallega sem þú bjóst yfir.
Þegar leið á þína stuttu ævi nutum
við hverrar mínútu sem okkur gafst
með þér, hér heima, þegar þú fékkst
að gista, uppi í sumarbústað, fyrir
norðan og alls staðar þar sem við gát-
um verið með þér, mömmu þinni,
pabba og Kristjáni bróður þínum.
Alltaf var jafn gaman að sjá við-
brögð þín þegar mamma þín eða
Katla Rún Jónsdóttir
✝ Katla Rún Jóns-dóttir fæddist á
Landspítalanum við
Hringbraut 21. apríl
2005. Hún lést á
Barnaspítala
Hringsins seinni-
part mánudags-ins
29. síðastliðins. For-
eldrar hennar eru
Guðrún Birna
Hagalínsdóttir, f. 3.
júlí 1980 og Jón Öl-
ver Kristjánsson, f.
17. júní 1979. Bróðir
Kötlu Rúnar er
Kristján Hagalín, f. 18. mars
2003. Foreldrar Guðrúnar Birnu
eru Guðm. Hagalín Guðmundsson
og Kristjana Arnardóttir. For-
eldrar Jóns eru Kristján Jónsson
og Margrét Rósa Jónsdóttir.
Útför Kötlu Rúnar verður gerð
frá Blönduóskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14
pabbi komu ef þú varst
í pössun hjá okkur, þú
varst eins og sólin af
gleði enda hafa þau
vakað yfir þér hverja
mínútu síðan þú fædd-
ist og gert allt til að
njóta þín og gera
hvern dag í lífi ykkar
fallegan.
Það var undravert
hvað persónuleiki
þinni var sterkur og
gefandi þrátt fyrir þá
fötlun sem sjúkdómur-
inn olli þér þegar á
leið. Þú varst á leikskóla, fórst í sund
og gast notið alls þess besta sem frá-
bært starfsfólk á Lyngási, einkum þó
hún Hrund, veitti þér. Í veikindum
þínum naust þú frábærar umönnunar
lækna, sjúkraþjálfara og hjúkrunar-
fólks á barnadeildinni E-21, og þá
verður sr. Vigfúsi Bjarna seint full-
þakkað fyrir allt sem hann gerði fyrir
okkur. Við trúum að þú sért komin á
fallegan stað og að á móti þér hafi
tekið móðurbróðir þinn, hann Guð-
mundur Björn, ásamt mörgum góð-
um englum.
Far þú í friði, elsku litla prinsessa.
Minningin um þig mun verða eitt af
ljósum lífs okkar.
Amma og afi – Kristjana
og Hagalín.
Elsku Katla Rún, okkur hlotnaðist
sá heiður að fá að kynnast þér sem
persónu, systurdóttur og stóru
frænku. Það kemur svo ótal margt
upp í huga okkar núna þegar við setj-
um niður og ferðumst aftur í tímann.
Hvað þú varst alltaf falleg og fín,
hvernig þú andvarpaðir stundum yfir
látunum í frændum þínum, hvað þú
gast hlegið innilega þegar Kristján
bróðir þinn var að bregða þér og leika
við þig og hvað þér fannst hrikalega
gaman og stinga litlu höndunum þín-
um í krullurnar hennar ömmu Sjan-
nýjar. Okkur er það sérstaklega
minnisstætt þegar þú varst að byrja
að borða, þér fannst svo óstjórnlega
gaman að puðra með vörunum þegar
grauturinn var nýkominn upp í þig og
frussa öllu út um allt og yfir þig alla.
Þó svo að mamma þín hafi vafið þig
inn í viskastykki til verja fötin tókst
þér alltaf að klína þig alla út.
Við settum þessar vísur saman um
þig, elsku frænka, til að festa minn-
ingu þína enn betur í minni.
Á sumardaginn fæddist þú,
og gladdir móður hjarta.
Svo undur fögur tær og hrein,
– einstök á alla kanta.
Smáfætt löng og spengileg,
Róleg, hlý og kelin.
Með mjúkar kinnar sem minntu á dún,
– þú hlaust nafnið Katla Rún.
Pabba stolt og mömmu skvísa,
stóri bróðir montinn.
Afa stelpa, ömmu mús,
– prinsessunni oft var gefið knús.
Elsku Katla Rún, við höfum átt
saman yndislegar stundir sem við er-
um þakklát fyrir. Megir þú hvíla í
friði, elsku frænka, og sofa þeim
svefni sem enginn rænir. Við erum öll
sálir sem munum hittast og heilsast á
ný. Þangað til, vertu sæl, litla skvísa,
við munum sakna þín alla ævi. Stórt
knús til þín frá okkur.
Arna frænka, Smári og
Hólmar Hagalín.
Elsku litla gullið.
Við hugsum núna um þann dag
sem við fengum fréttirnar um að þú
værir með þennan hrikalega sjúk-
dóm sem ekki væri hægt að lækna.
Sorgin var mikil en svo horfðum við á
þig svo litla og fallega og ákváðum að
einbeita okkur að því að eiga þig og
njóta þess á meðan við gætum. Þú
gafst okkur svo mikið og við lærðum
mikið um lífið af þér.
Við munum varðveita allar góðu
stundirnar sem við áttum með þér,
brosið þitt fallega, yndislega hlátur-
inn sem fékk alla til að hlæja með þér
og hvað þér fannst Kristján Hagalín
fyndinn þegar hann var að segja bööö
við þig. Þú varst prinsessan okkar
allra og við munum sakna þín svo
sárt. Núna ertu farin á betri stað þar
sem sársaukinn er horfinn og þú get-
ur farið að njóta þín sem lítil stelpa,
gengið, hlegið, talað og sungið með
Söru dúkku þér við hönd.
Þeir segja þig látna, þú lifir samt
og í ljósinu færð þú að dafna.
Því ljósi var úthlutað öllum jafnt
og engum bar þar að hafna.
Frá litlu hjarta berst lítil rós,
því lífið þú þurftir að kveðja.
Í sorg og í gleði þú senda munt ljós,
sem að mun okkur gleðja.
(Guðmundur Ingi Guðmundsson.)
Elsku Rúna, Jón og Kristján
Hagalín, megi Guð fylgja ykkur í
þessari miklu sorg.
Geir Brynjar, Dagmar, Daní-
el Hagalín og Tómas Darri.
Fyrstu kynni okkar af Kötlu Rún
voru heima í stofunni í Goðheimun-
um, þar sem fyrsta mæðraskoðunin
fór fram og hjartslátturinn hlustaður
í fyrsta skiptið. Þá strax eignuðum
við okkur stóran part í Kötlu. Ljós-
móðirin tók hlutverk sitt alvarlega og
fylgdi þeim meira að segja í fyrsta
sónarinn. Hún var alveg viss um að
prinsessa væri þar á ferð og var tilbú-
in með kjólinn þegar stúlkan kom í
heiminn.
Hún Katla var alltaf svo fín og sæt
og var oftar en ekki í bleiku sem fór
henni svo vel. En því miður fékk hún
ekki að vaxa og þroskast eins og önn-
ur börn, því að veikindi hennar gerðu
henni það ekki mögulegt. En hún var
hetja og alveg ótrúlega sterk, eins og
foreldrar hennar og stóri bróðir sem
gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að
henni liði alltaf sem best.
Við vorum þeirra gleði aðnjótandi
að fá að fylgjast með lífshlaupi Kötlu
litlu og fá að taka aðeins þátt í því
með henni. Okkur fannst ekki leið-
inlegt þegar við fengum að passa
skvísuna eða bara rétt að kíkja í
heimsókn.
Við erum svo þakklát fyrir að hafa
fengið að kynnast þessari gullfallegu
prinsessu og eigum yndislegar minn-
ingar um hana Kötlu Rún sem munu
fylgja okkur í hjartanu. Í hjartanu
vitum við einnig að núna er hún Katla
orðinn engill sem dansar og syngur á
bleiku skýi.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
(Ásmundur Eiríksson.)
Elsku Rúna, Jón, Kristján og fjöl-
skyldur ykkar. Við vottum ykkur
okkar dýpstu samúð á þessum erfiðu
tímum og vonum að góður Guð styrki
ykkur í sorginni.
Ykkar
Margrét, Halla og strákarnir.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Í dag kveðjum við litla vinkonu,
hana Kötlu Rún. Katla Rún byrjaði á
Lyngási í september sl. og eignaðist
strax stað í hugum okkar og hjörtum.
Katla Rún var fljót að aðlagast öllu
því sem fyrir hana var lagt. Oft fylgdi
Kristján stóri bróðir systur sinni á
leikskólann í Lyngási og tók þar með
virkan þátt í tilveru hennar. Okkur er
minnisstæð síðasta sundferðin henn-
ar og þá kom stóri bróðir með. Einnig
er okkur ofarlega í huga jólaballið
þar sem við áttum yndislega dag-
stund með Kötlu Rún og fjölskyldu
hennar. Katla Rún fékk ekki að vera
lengi hjá okkur en við trúum því að
nú líði henni vel. Um leið og við þökk-
um henni samfylgdina biðjum við guð
að styrkja Guðrúnu, Jón, Kristján
litla og aðra aðstandendur í sorginni.
Þó vindur blási á litla logann þinn
og líka streymi regn – hann blikar þarna.
Því flýgurðu ekki hátt í himininn?
Þar hlýtur þú að verða fögur stjarna.
(Þýð. Helgi Hálfdánarson)
Vinir á Lyngási.
Elsku Katla Rún.
Þú varst engill af himnum ofan. Þú,
sem hefur staðið þig svo hetjulega
gegnum þessi erfiðu veikindi. Þú,
sem hefur verið stolt allra sem hafa
fengið að kynnast þér. Þú, sem hefur
gefið okkur svo góðar minningar sem
munu lifa í hjörtum okkar að eilífu.
Þú ert engill á himni.
Elsku Rúna, Jón og Kristján
Hagalín. Við fjölskyldan sendum
ykkur og fjölskyldunni allri okkar
einlægustu samúðarkveðjur á þess-
um erfiðu tímum.
Erna Hlíf,
Snorri Arnar,
Jón Arnar og
Helga Hlíf.
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
LEGSTEINAR
Tilboðsdagar
Allt að 50% afsláttur
af legsteinum og fylgihlutum
Sendum myndalista
MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Rvk
sími 587 1960 www.mosaik.is
✝
Eiginmaður minn,
PÉTUR PÁLSSON
verkfræðingur,
Ásholti 12,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn
5. febrúar kl. 13:00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Birna Ásgerður Björnsdóttir.
✝
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
FINNUR EINARSSON
frá Gufuá,
Ánahlíð 2,
Borgarnesi,
lést á Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn
31. janúar sl.
Jarðarför verður auglýst síðar.
Sólveig Sigríður Finnsdóttir, Þorsteinn Vilhjálmsson,
Guðmundur Finnsson, Jenný Halldórsdóttir,
Sesselja Valdís Finnsdóttir , Kristján Björnsson,
Gróa Finnsdóttir, Ólafur Ingi Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn,
ÁSGEIR ÁRMANNSSON
bókbindari,
Ásgarði 63,
lést að morgni föstudagsins 2. febrúar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Lára Herbjörnsdóttir.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
HRINGUR HJÖRLEIFSSON,
Akranesi,
áður búsettur á Ósi 2,
Skilmannahreppi,
andaðist á Sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn
30. janúar.
Jarðarförin verður gerð frá Akraneskirkju föstudaginn 9. febrúar kl. 10:30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Þeim sem vilja minnast hans er vinsamlegast bent á Sjúkrahús Akraness.
Sigrún Halldórsdóttir,
Halldór G. Hringsson,
Gunnjóna Sigrún Hringsdóttir, Jónas Sigurðsson,
Guðbjörg Hringsdóttir, Páll Guðmundsson,
Hjörleifur Hringsson, Elín Baldursdóttir,
Sigrún Edda Hringsdóttir, Hafsteinn Jónsson,
Hinrik Hringsson, Ingibjörg Þráinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.