Morgunblaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 22
Sól, sól skín á mig, ský, ský burt með þig …“. Þó þess séenn langt að bíða að sumarið gleðji okkur Íslendinga meðnærveru sinni eru vorboðar á borð við hækkandi sól enguað síður farnir að gera vart við sig. Tildurrófum og tísku- fíklum til ómældrar ánægju er líka farið að bera á nýjum flíkum í hillum fataverslana innan um útsöluafgangana. Og þó þess sé enn langt að bíða að léttasti hásumarfatnaðurinn verði kallaður fram á sjónarsviðið er engu að síður kærkomið að geta lífgað upp á vet- urinn með sumarlegum innskotum – nýjum litatónum, líflegum munstrum og jafnvel efnisnotkun sem best á heima innan marka vísindaskáldskapar. Þó fjölbreytnin sem einkennt hefur undanfarin tískutímabil sé enn til staðar virðist eitt af lykilorðum tískusumarsins 2007 engu að síður ætla að verða kvenleiki. Hvort sem um er að ræða ofurframúrstefnuleg korselett þeirra félaga Domenico Dolce og Stefano Gabbana, munúðarfulla málmliti, rósótta rómantík Alexanders McQueen eða sterklega munsturgerð Diane von Furstenberg og Pucci tískuhússins liggur kven- leikinn eins og rauður þráður í gegn. Sumarið 2007 stefn- ir enda í að verða tími mittishárra „babydoll“ kjóla, leggjaberandi pínupilsa og kvenlegra kjóla – það er þó óþarfi að rífa í hár sitt í örvæntingu því sumarið mun bjóða upp á fjölda annarra möguleika. Mídasmeyjar og Barbarellur Ekki eru allir straumar sumarsins komnir í hillur tískuversl- ana hér heima á Fróni enn sem komið er. Nóg er þó að finna af málmlitum fylgihlutum, sem raunar settu einnig svip sinn á vetrartískuna. Háglansefni í gylltum og silfruðum tónum færa götutískuna síðan nær ofurmunaði hátískuhúsanna, þó fínleg, glansandi satínefni hæfi varla nema fullkomnasta vaxtarlagi. Fyrir okkur hin er betra að daðra við glitið í stífari efnum. Glansandi litríki, sem tískuspekúlantar voru ekki lengi að nefna „gimsteinaliti“, í anda Muccia Prada henta þá einkar vel til að lífga upp á vetrarklæðnaðinn – græn eða fjólublá satínskyrta flakkar t.d. auðveldlega milli frosthörku febrúarmánaðar og sól- ríks sumars. Framtíðarstraumarnir, sem sumir hefðu síðan talið að erfitt yrði að flytja frá sýningarpöllum hátískuhúsanna og yfir í götu- tískuna, eru þá þegar farnir að láta bæra á sér. Þó ekki fari mikið fyrir Barbarellum í ýktum korsellettum á skemmti- stöðum borgarinnar eru plastefnin, sem framtíðartískuna einkenndu, engu að síður farin að sjást. Háglansandi plast- skór, belti eða aðrir fylgihlutir fela líka í sér vissan húmor – sá sem þeim klæðist tekur sig varla of alvarlega eða hvað? Munsturæði og „babydoll“-kjólar Sterk gulir litatónar ásamt kóngabláum gera þá vart við sig á ný og er sá guli raunar þegar farinn að lífga upp hillur nokk- urra verslana, enda vel til þess fallinn að taka á móti vor- inu, hvort sem er í formi sterkgulrar plastperlufestar, litglaðs jakka eða sem ráðandi litur í sterkmunstruðum kjól. Þessi sumarlegi litur fellur líka vel að mynst- urgleðinni – enn einni sumarstefnunni – sem ólíkt öðrum straumum getur með einum eða öðrum hætti hentað öllum stærðum, gerðum og aldurshópum. Sterkleg munstrin gefa hefðbundnum kjólasniðum til að mynda nýtt líf, en til að forðast að gera samsetninguna of frúarlega borgar sig að para þá með flatbotna skóm eða sandölum – við munsturkjólana eru pinnahælar harð- bannaðir! Munsturgleðin nær einnig til stuttra skokka sem passa vel yngri tískudrósum, sem og þeim sem vilja hafa afslappað yfirbragð. Skokkarnir ná raunar einn- ig vissri tengingu við „babydoll“ kjólana og geta virkað sem hversdagslegri og auðklæðilegri útgáfa af þeim síðarnefndu, sem raunar fá mun lengri líftíma í fylgd „leggings“-buxnanna og henta með þeim hætti auk þess betur hinu dyntótta íslenska veðurfari. annaei@mbl.is Reuters Glansandi Sterkir litir hjá Dolce & Gabbana. Litríkar skyrturnar, Vero Moda, 2.990 kr., falla vel að stílnum. „Baby doll“ Rauður og munstraður kjóll frá Anna Sui. TopShop-skokk- urinn er ekki ósvipaður, 7.990 kr. Blómlegt Sterkmunstraður stutt- ur kjóll frá Gucci. TopShop-kjóll- inn er síðari en með skemmti- legum smáatriðum, 7.990 kr. tíska 22 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Litríkt sumar og skrautlegt Þó enn sé vetur á Fróni er sum- artískan engu að síður rétt handan við hornið. Anna Sigríð- ur Einarsdóttir fann fyrir skyndilegri löngun til að bjóða vorið velkomið í fataskápinn. Líflegt Pucci-kjóllinn og blómleg útgáfa Warehouse, 5.990 kr. Morgunblaðið/Golli Barbarella Framtíðar- straumar frá Dolce & Gabbana komnir á götuna. Shoe studio, 14.990 kr. Kvenlegt Fínlegar línur frá Betsey Johnson. Sum- arkjóll, Oasis, 11.990 kr. Jakki, Vero Moda, 3.990 kr. Gull og silfur Hér glitrar allt og glóir bæði hjá Armani sem og á Íslandi. Ökkla- skór Bianco, 10.900 kr. Taska Ware- house, 2.990 kr. Ball- erínuskór TopShop, 4.490 kr. Vorlegt Páskagult hjá Christian Lacroix. Perlufestin, Oasis, kr. 1.190, er ekki síður lífleg og mussan, Oasis, 10.990 kr., skemmtilega „sixtís“- legur. Karen Millen-jakkinn, 16.990 kr., minnir þá örlítið á Chanel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.