Morgunblaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Valþór Sigfinns-son fæddist í
Stórulág í Horna-
firði 13. júlí 1947.
Hann lést á Land-
spítalanum í
Reykjavík sunnu-
daginn 21. janúar
síðastliðinn. Hann
var sonur Sig-
urbjargar Eiríks-
dóttur, f. 1922 og
Sigfinns Pálssonar,
f. 1918, d. 1989, en
þau áttu fjóra syni.
Þeir eru: 1) Eiríkur,
f. 1942, kona hans var Guðrún
Ragna Sveinsdóttir, þau slitu
samvistum. Hann býr í Reykjavík.
2) Valþór, sem hér er minnst. 3)
Sigurður, f. 1953, kvæntur Jó-
hönnu S. Gísladóttur. Þau búa í
Stórulág. Börn þeirra eru Árni
Már, Smári Þór og Hulda Björg.
4) Páll, f. 1958, kona
hans var Vigdís Ell-
ertsdóttir, þau slitu
samvistum. Börn
þeirra eru Sigfinn-
ur, Vignir Páll og
Elín.
Valþór átti heima
í foreldrahúsum í
Stórulág og stund-
aði almenna verka-
mannavinnu, eins
lengi og heilsan
leyfði. Um nokk-
urra ára skeið átti
hann við mikla van-
heilsu að stríða og dvaldi á hjúkr-
unarheimili HSSA á Hornafirði
síðustu árin.
Útför Valþórs verður gerð frá
Hafnarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Jarðsett verður í Bjarna-
neskirkjugarði við Laxá.
Þótt fráfall vinar míns Valþórs
Sigfinnssonar frá Stórulág hafi átt
langan aðdraganda vonaðist ég til
þess hinn 6. janúar síðastliðinn þeg-
ar við Ingibjörg sátum hjá honum og
kvöddum hann, áður en við lögðum á
stað í tveggja vikna frí að við mynd-
um hittast aftur, en fyrsta fregn þeg-
ar við komum var andlát hans þann
sama dag.
Kæri vinur, þá er þín stranga og
erfiða ganga á enda og ég veit að nú
líður þér vel í hásætinu sem þú átt
skilið, með bjart ljós í kringum þig.
Engan þekki ég sem hefur þurft að
heyja jafn vonlausa, erfiða og langa
baráttu við sjúkdóm og tekið því með
jafn miklu æðruleysi og ró eins og þú
gerðir öll þessi ár.
Leiðir okkar hafa legið sama
meira og minna alla tíð bæði í leik og
starfi og margs er að minnast sem ég
mun geyma í minningunni.
Þegar veikindin fóru að gera vart
við sig tók það um tvö ár fyrir lækna
að átta sig á alvöru málsins, en á
þeim tíma vorum við búnir að fara
nokkrar ferðir milli lækna bæði aust-
ur á land og suður en aldrei man ég
eftir að þú kvartaðir, þó svo þú værir
sárþjáður, heldur var slegið á létta
strengi. Já, þannig er þinni persónu
best lýst.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku Sigurbjörg mín, hugur okk-
ar er hjá þér og þinni fjölskyldu, guð
varveiti ykkur öll.
Far þú í friði, kæri vinur, og hafðu
þökk fyrir samfylgdina.
Þrúðmar Þ. og fjölskylda.
Það setti að mér þungan trega er
mér barst sú fregn að Valþór frændi
minn og vinur væri látinn. Hann var
aðeins 59 ára, en þessi frétt kom
samt ekki á óvart. Fyrir tæpum ára-
tug fór að bera á heilsubresti hjá
honum sem fljótlega ágerðist uns svo
var komið að hann greindist með
sjúkdóm sem læknavísindin sáu eng-
in ráð við. Hófust þá ferðir hans milli
hinna ýmsu sjúkrastofnana þar sem
allt var gert til að létta honum lífs-
baráttuna á meðan sjúkdómurinn
harður og miskunnarlaus vann
markvist að því að brjóta niður lífs-
þrótt hans. Loks var svo komið að
lífsorka var þrotin og hann dvaldist á
hjúkrunarheimilinu á Höfn þar sem
hann naut frábærrar umönnunar
síðustu árin.
Valþór ólst upp í foreldraranni í
Stórulág ásamt þremur bræðrum
sínum. Þar voru oft mikil umsvif og
var sveinninn ungi fljótt liðtækur við
hin margbreytilegu störf heimilisins.
Þá var mikið af hestum í Stórulág og
eignaðist Valþór dökkbrúna hryssu
sem skírð var því ótrúlega nafni
Ljóska. Var hún eitt þekktasta kapp-
reiðahross hér um slóðir og víðar og
setti mörg met. Oft var mikið annríki
við bústörfin og ýmsar framkvæmdir
eins og tíðkast til sveita og menn
gengu þreyttir til náða eftir anna-
saman dag. Allt var þetta hinum
unga manni haldgott veganesti þeg-
ar hann fór að sækja vinnu utan
heimilisins. Hann vann almenna
verkamannavinnu á Höfn, stundaði
sjósókn um árabil, starfaði í frysti-
húsinu og mörg síðustu árin sem
heilsan leyfði vann hann í sláturhús-
inu og fleira sem ekki verður hér
upptalið. Hann var eftirsóttur til
vinnu, ekki síst þar sem átaka var
þörf því hann var vel að manni. Einn-
ig var hjá honum að finna samvisku-
semi og trúmennsku sem var hans
höfuðprýði. Hans er hvarvetna
minnst sem góðs starfsmanns. Val-
þór var mikil kempa, myndarlegur
að vallarsýn og bar með sér góðan
þokka. Hann var sjálfstæður í hugs-
un og fór ekki alltaf troðnar slóðir .
Hann var ekki allra, eins og sagt er,
en var samt vinmargur og vinfastur.
Það var gott að eiga hann að vini.
Hann var greindur að eðlisfari og
hafði einstakt minni og fylgdist vel
með öllu sem fram fór, ekki síður eft-
ir að heilsu hans tók að hraka. Hann
var mjög gamansamur og átti auð-
velt með að sjá skoplegu hliðina á til-
verunni og hafði gaman af að koma
fólki til að hlæja. Og eftir að hann var
farinn að eiga erfitt með að tjá sig,
þurfti samt ekki alltaf mikið til að
koma honum til að hlæja. Valþór sást
ekki oft á skemmtunum, þar sem
margir voru saman komnir, en naut
lífsins vel í hópi vina sinna og þá kom
stundum fyrir að hann fór yfir strik-
ið eins og hendir marga. Hann átti
alltaf góða bíla og naut þess að
bregða sér af bæ til að skoða landið
sitt og mannlífið. Eina utanlandsferð
fór hann er hann brá sér með Nor-
rænu til Færeyja með Villa vini sín-
um. Hann var mikill ráðdeildarmað-
ur vandaður í öllum viðskiptum og
vildi engum skulda. Hann var höfð-
ingi í lund og hélt sig með reisn með-
an heilsan leyfði. Veikindum sínum
tók hann með slíku æðruleysi að
undrun sætti og kvartaði aldrei yfir
hlutskipti sínu.
En eigi má sköpum renna. Ævi-
skeið Valþórs er á enda runnið og
skilur eftir í hugum okkar minn-
inguna um mikinn drengskapar-
mann.
Við gröf hans skiljast leiðir. Við
stöndum eftir með sorg í hjarta og
söknum vinar okkar. Far þú í friði,
kæri vinur og hafðu þökk fyrir sól-
argeislana sem þú skildir eftir meðal
okkar
Hreinn Eiríksson.
Valþór Sigfinnsson
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari
upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er ekki
unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar séu ekki
lengri en 3.000 slög (stafir með bilum
- mælt í Tools/Word Count). Ekki er
unnt að senda lengri grein. Hægt er
að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim
sem kvaddur er virðingu sína án þess
að það sé gert með langri grein. Ekki
er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
Minningargreinar
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð, hlýju og vinarhug við andlát og útför elsku-
legrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu,
SIGRÍÐAR SIGURGEIRSDÓTTUR
frá Súðavík.
Daníela Guðmundsdóttir, Sigurjón Þorvaldsson,
Grétar Geir Guðmundsson, Agnes Eymundsdóttir,
Sævar M. Birgisson, Svanhvít Leifsdóttir,
Ólafur Guðmundsson,
ömmu- og langömmubörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar
eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
LILJU SIGURÐARDÓTTUR
frá Frostastöðum,
Víðigrund 28,
Sauðárkróki.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar
Sauðárkróks, fyrir hlýju og frábæra umönnun.
Sveinn Þ. Gíslason,
Sveinn Sveinsson, Anna Dóra Antonsdóttir,
Pálmi Sveinsson, Lilja Ruth Berg,
Sigurður Sveinsson, Jóhanna Þorvaldsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát eiginmanns míns,
ARA JÓNSSONAR,
Sólbergi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæslu- og lyf-
lækningadeildar FSA fyrir góða umönnun og hlýju.
Fyrir hönd aðstandenda,
Svanhildur Friðriksdóttir.
✝
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur vináttu, samúð og hlýhug við andlát og útför
okkar ástkæru
JÓHÖNNU BJÖRNSDÓTTUR
læknis,
Bergþórugötu 9,
Reykjavík.
Ásta Ásbjörnsdóttir,
Hulda Ásbjörnsdóttir,
Jónína Ósk Pétursdóttir,
Pétur Björnsson, Margrét Þorvaldsdóttir,
Hólmsteinn Björnsson, Þorgerður Ása Tryggvadóttir,
Guðrún R. Björnsdóttir,
Lilja V. Björnsdóttir, Jón Ómar Finnsson,
Birna Björnsdóttir, Ríkharður Reynisson
og fjölskyldur.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
JÓHÖNNU H. STEFÁNSDÓTTUR,
Hrafnistu Reykjavík,
áður til heimilis á Hólagötu 3,
Ytri-Njarðvík.
Ólína H. Guðmundsdóttir, Kristófer T. S. Valdimarsson,
Júlíana Guðmundsdóttir,
Hulda Guðmundsdóttir, Þór P. Magnússon,
Páll G. Guðmundsson,
ömmubörn, langömmubörn og fjölskyldur.
✝
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug
vegna andláts og útfarar
SVÖVU JÓNU MARKÚSDÓTTUR
frá Súðavík,
Njörvasundi 37,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við heimahlynningu LSH
og starfsfólki á 11 E á Landspítalanum fyrir alúð
við umönnun.
Einnig þeim fjölmörgu sem styrkt hafa Krabbameinsfélag Íslands
í minningu hennar.
Beinteinn Ásgeirsson,
Ásgeir Beinteinsson, Sigurbjörg Baldursdóttir,
Halldóra Beinteinsdóttir Hall, Kjell Hall,
Einar Beinteinsson, Jóna Björg Hannesdóttir,
Sigríður María Beinteinsdóttir, Hulda Ingvarsdóttir Bethke,
Jóhanna Beinteinsdóttir, Magnús Thoroddsen,
Markús Þorkell Beinteinsson, Elsa Bára Traustadóttir,
Berglind Guðrún Beinteinsdóttir, Haraldur Már Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar eiginkonu minnar, móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
SÖLVÍNU HERDÍSAR JÓNSDÓTTUR,
Lyngholti,
Ólafsfirði,
síðar dvalarheimilinu Ási,
Hveragerði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalarheimilinu Ási fyrir góða umönnun
og hlýju.
Guð blessi ykkur.
Kristján Reykdal,
Guðfinna Ólöf Friðriksdóttir, Gunnar Ágústsson,
Margrét Friðriksdóttir, Einar Gestsson,
Hildur Friðriksdóttir, Gylfi Ólafsson,
Jón Sveinn Friðriksson, Jóna Gunnarsdóttir,
Auður Regína Friðriksdóttir, Sævar Anton Hafsteinsson,
Eygló Friðriksdóttir,
ömmubörn og langömmubörn.