Morgunblaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða Möguleikhúsið hefur nú hafiðsýningar á hinu vinsæla barnaleikriti „Langafa prakk- ara“ sem byggt er á sögum Sig- rúnar Eldjárn. Leikritið var fyrst sýnt á vegum Möguleik- hússins á árunum 1999 til 2001. Í þessari leikgerð er stuðst við bækurnar Langafi drullumallar og Langafi prakkari. Í leikritinu segir frá lítilli stúlku, Önnu, og langafa hennar. Þótt langafi sé blindur og gamall er hann alltaf tilbúinn að taka þátt í einhverjum skemmtilegum uppátækjum með Önnu litlu. Langafi og Anna eru leikin af þeim Bjarna Ingvarssyni og Aino Freyju Järvelä, leikstjóri og höfundur leikgerðar er Pétur Eggerz, búninga gerir Katrín Þorvaldsdóttir, leikmynd er eftir leikhópinn og tónlist er gerði Vil- hjálmur Guðjónsson. Fyrsta sýningin á Langafa prakkara í Möguleikhúsinu við Hlemm verð- ur sunnudaginn 4. febrúar kl. 14, en sýningum verður síðan fram haldið í leik- og grunnskólum. Tónlist Bessastaðakirkja | Kammerkór Akraness syngur þjóðlög og alþýðulög frá Norð- urlöndunum og Bretlandseyjum. Vandaðar og aðgengilegar útsetningar. Stjórnandi er Sveinn Arnar Sæmundsson. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Bústaðakirkja | Afmælistónleikar Kamm- ermúsíkklúbbsins verða sunnudag 4. feb. kl. 20. Sjá Kammmer.is. Café Rosenberg | Bergþór Smári spilar ásamt hljómsveit laugardaginn 3. febrúar kl. 23. Á undan leikur Charlotte Burnett (kl. 22) www.mood.is - www.myspace.com/ charlotteburnett. Lukku Láki | Hljómsveitin Góðir landsmenn spilar í kvöld. Salurinn, Kópavogi | Laugardagur 3. febr- úar kl. 16: Bjarni Thor bassasöngvari og Jónas Ingimundarson píanóleikari koma fram í Salnum. Á efnisskránni eru íslensk sönglög eftir Sigfús Halldórsson, Karl Ottó Runólfsson og Sveinbjörn Sveinbjörnsson, ballöður og enskir og amerískir slagarar. Miðaverð: 2.000 kr. í síma 570 0400. Myndlist 101 gallery | Stephan Stephensen, aka president bongo. If you want blo- od … You’ve got it! Sýningin stendur til 15. febrúar. Opið þriðjudaga til laugardaga kl. 14–17. Artótek Grófarhúsi | Opnuð hefur verið sýning á verkum Guðrúnar Öyahals mynd- listarmanns í Artóteki, Borgarbókasafni. Á sýningunni eru lágmyndir unnar í tré og ým- is iðnaðarefni s.s. gler, nagla, sand og raf- magnsvír. Guðrún lauk námi frá MHÍ árið 1997. Sjá nánar á www.artotek.is. Sýningin stendur til 18. febrúar. Café Mílanó | Faxafeni 11. Flæðarmálið – Ljósmyndasýning Rafns Hafnfjörð. Opið kl. 8–23.30 virka daga, kl. 8–18 laugardaga og kl. 12–18 sunnudaga. Gallerí Úlfur | Baldursgötu 11. Nú stendur yfir sýning Þórhalls Sigurðssonar. Þórhallur er sjálfmenntaður málari fyrir utan að hann var í eitt ár í fornámi MHÍ og í ár á myndlist- arbraut í lýðháskóla í Danmörku. Sýninguna kallar hann Fæðingu upphafs og stendur hún til 20. febrúar. Opið mán.–föst. kl. 14–18, laug. og sun. kl. 16–18. Gallery Turpentine | Yfirlitssýning á verk- um Jóns Gunnars Árnasonar frá árunum 1960–1987. Til 3. febrúar. Gerðuberg | Hugarheimar. Guðrún Bergs- dóttir sýnir útsaumsverk og tússteikningar í Boganum í Gerðubergi. Sýningin er fram- lengd til sunnudagsins 4. febrúar nk. vegna mikillar aðsóknar. Nánari upplýsingar á www.gerduberg.is. Grafíksafn Íslands | Sigrid Østerby sýnir grafík- og akrylverk tileinkuð Sömum í for- tíð og nútíð. Sigrid hefur dvalið í Finnmörk og heillaðist af list og menningu Sama. Hafnarborg | menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Málverkasýningin Einsýna List. Listamennirnir eru Edward Fuglø, Astri Luihn, Sigrun Gunnarsdóttir, Torbjørn Olsen, Eyðun av Reyni og Ingálvur av Reyni. Til 4. febrúar. Hrafnista Hafnarfirði | Olga Steinunn Bjarnadóttir sýnir í Menningarsal til 2. mars. i8 | Sýning á verkum Kristins E. Hrafns- sonar stendur yfir til 24. febrúar. Opið er þri.–föst. kl. 11–17 og laug. kl. 13–17. Listasafn ASÍ | Leiðsla. Eygló Harðardóttir sýnir skjáverk, málverk á pappír, teikningar og þrívíð verk, unnin með safnrýmið í huga. Til 25. febrúar. Aðgangur er ókeypis. Listasafnið á Akureyri | Sýning á verkum Jóns Óskars – Les Yeux de L’ombre Jaune og Adam Batemans – Tyrfingar. Opið alla daga nema mánudaga 12–17. Listasafn Íslands | Leiðsögn á sunnudag kl. 14 í fylgd Rakelar Pétursdóttur safnafræð- ings um sýningarnar Frelsun litarins og Jón Stefánsson – nemandi Matisse og klassísk myndhefð. Ókeypis aðgangur. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Gull- pensillinn sýnir ný málverk undir samheitinu Indigo. Í Gullpenslinum eru nokkrir af þekkt- ustu málurum þjóðarinnar. Málverkin eru ólík en mynda mjög áhugaverð heild þar sem hinn einstaki blái litur, indígó, er í önd- vegi. Boðið er upp á leiðsögn listamanna á sunnudögum kl. 15. Safnbúð og kaffistofa. Til 11. febrúar. Listasafn Reykjanesbæjar | Sýning Hlað- gerðar Írisar Björnsdóttur og Arons Reys Sverrissonar í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í Duushúsum. Sýningin ber heitið Tvísýna og um er að ræða málverk í anda raunsæisstefnu af börnum, húsum og umhverfi. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Sýn- ingin samanstendur af 100 vatns- litamyndum sem voru málaðar á árunum 1981–2005. Myndirnar eru flestar í eigu Er- rós og hafa ekki verið sýndar hér á landi áð- ur. Myndefnið er fjölbreytt og byggist á klippimyndum. Sýningarstjóri er Þorbjörg Br. Gunnarsdóttir. D er ný sýningaröð sem nefnd er eftir ein- um sýningarsal hússins og er hugsuð sem framtíðarverkefni safnsins. Með henni vill safnið vekja athygli á efnilegum myndlist- armönnum. Fyrst til að sýna verk sín í sýn- ingaröðinni er Birta Guðjónsdóttir. Sýning- arstjóri er Ólöf K. Sigurðardóttir. Ólöf og Birta munu ræða um innsetninguna og feril listakonunnar. Listasalur Mosfellsbæjar | Kjarna, Þver- holti 2. Sýning Bryndísar Brynjarsdóttur. „Hið óendanlega rými og form“ er samspil áhrifa listasögunnar og minninga frá æsku- slóðum hennar þar sem leika saman form og rými. Sýningin stendur til 17. feb. Opið virka daga kl. 12–19, lau. 12–15. Skaftfell | Framköllun, sýning Haraldar Jónssonar, hefur verið framlengd til 20. febrúar. Sýningin er opin frá kl. 13–17 allar helgar eða eftir samkomulagi. www.skaft- fell.is Suðsuðvestur | Listamennirnir Hye Joung Park og Karl Ómarsson hafa dregið fram óræð mörk þar sem sýningargestir eiga þess kost að skima eftir snertingu verka sem teygja sig og vaxa. Sýningin verður op- in á föstudögum milli kl. 16 og 18 og um helgar milli kl. 14 og 17.30 til 25. febrúar. Þjóðarbókhlaðan | Sigurborg Stefánsdóttir sýnir bókverk í Þjóðarbókhlöðunni 25. jan- úar – 28. febrúar. Bókverk eru myndlist- arverk í formi bókar, ýmist með eða án let- urs. Söfn Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Opið alla daga nema mánudaga kl. 10–17. Hljóð- leiðsögn á íslensku, ensku, sænsku og þýsku. Margmiðlunarsýning og gönguleiðir í nágrenninu. Frekari upplýsingar á www.gljufrasteinn.is. Sími 586 8066. Landnámssýningin Reykjavík 871±2 | Að- alstræti 16, er lokuð. Opnað að nýju 3. mars. Landsbókasafn Íslands – háskólabókasafn | Sparibækur. Sýning Sigurborgar Stef- ánsdóttur, Bókverk eru myndverk í formi bókar. Í bókverki eru eiginleikar bókarinnar, svo sem umfang, band, síður, og svo fram- vegis notaðir í myndlistarlegum tilgangi. Bókverkin eru einstök verk eða framleidd í takmörkuðu upplagi. Sýning: Upp á Sigurhæðir – Matthías Joch- umsson. Matthías Jochumsson var lyk- ilmaður í „þjóðbyggingu“ 19. aldar. Menn þekkja best sálmana, þjóðsönginn og Skugga-Svein en skáldpresturinn skildi eftir sig 28 bækur, þar af 15 frumsamdar. Sýn- ingin stendur út febrúar. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Á árunum 1965–1980, ferðaðist danski ljósmyndarinn Mogens S. Koch alls tíu sinnum til Græn- lands með Hasselblad-myndavél sína. Af- rakstur ferðanna er yfir 100 þúsund myndir en aðeins örsmátt brot af þeim er á sýning- unni. Til 18. febr. Skotið: Menjar tímans – Sissú. Sýningin fjallar um áferð og athafnir sem verða til við breytingar í umhverfi mannsins og eru myndirnar brotabrot af menjum og tíma- sveiflu í byggðu umhverfi á Reykjavík- ursvæðinu. Til 20. febr. Perlan | Sögusafnið er opið alla daga kl. 12– 17. Hljóðleiðsögn leiðir gesti í gegnum leik- myndir sem segja söguna frá landnámi til 1550. www.sagamuseum.is. Veiðisafnið – Stokkseyri | Byssusýning 3. og 4. febrúar. Sjá nánari upplýsingar á www.hunting.is. Opið frá kl. 11 til 18 allar helgar í febrúar. Víkin Sjóminjasafnið í Reykjavík | Fyrstu helgarnar í febrúar eru síðustu sýning- arhelgar Síldarinnar á Sigló og Úr ranni for- feðranna. Sýningin Togarar í 100 ár í aðalsal safnsins. Sjóminjasafnið er opið um helgar frá kl. 13– 17. Sjá nánar á www.sjominjasafn.is. Leiklist Leikfélag Hafnarfjarðar | Gamanverkið Ráðskona Bakkabræðra. Næstu sýningar eru 3.–4. febrúar. Sýningar hefjast kl. 20 og er sýnt í Gamla Lækjarskóla. Miðapantanir í síma 551 1850 og leikfelagid@simnet.is. Skemmtanir Broadway | Karlakórinn Heimir kemur suð- ur heiðar og skemmtir eins og honum er einum lagið. Söngstjóri er Stefán Reynir Gíslason og undirleikari dr. Thomas Higger- son á flygil. Glæsilegt hlaðborð með þorraí- vafi á undan skemmtuninni. Hljómsveitin Hunang leikur fyrir dansi. Pantanir í síma 533 1100. Café Paris | DJ Lucky spilar Soul, Funk, Reggae gömlu og nýju hiphop/rnb. Lukku Láki | Hljómsveitin Góðir landsmenn spilar á laugardagskvöldið 3. febrúar. www.godirlandsmenn.is. Lundinn | Vestmannaeyjum. Hljómsveitin Dalton spilar á föstud. 2 feb. og laugard. 3 feb. Þetta band er funkað, poppað og rokk- að í bland. Uppákomur Thorvaldsen bar | Ljósmyndasýning Krist- jáns Eldjárn. Um er að ræða 8 svarthvítar ljósmyndir prentaðar á álplötur, 1,10 x 1,50 að stærð. Til 15. febrúar. Mannfagnaður Breiðfirðingafélagið | Spiluð verður fé- staðurstund Leiklist Langafi prakk- ari snýr aftur - Miðasala í Smárabíó og Regnbogann - Engar biðraðir eee V.J.V. - TOP5.IS eee S.V. - MBLSíðasta lotan! TOPPMY NDIN Á ÍSLANDI Rocky er mættur aftur í frábærri mynd sem hlotið hefur mjög góða dóma og aðsókn í USA. EKKI MISSA AF ÞESSARI! Frábært ævintýri fyrir alla fjölskylduna ATH! BÓKIN SEM MYNDIN ER BYGGÐ Á HEFUR VERIÐ ENDURÚTGEFIN HJÁLPIN BERST AÐ OFAN Dreamgirls kl. 5.40, 8 og 10.30 Rocky Balboa kl. 8 og 10.10 B.i. 12 ára Kirikou kl. 4 - 450 kr. Night at the Museum kl. 4 - 450 kr. og 6 Rocky Balboa kl. 5.40, 8 og 10.20 B.i. 12 ára Rocky Balboa LÚXUS kl. 1, 3.20, 5.40, 8 og 10.20 Kirikou og Villidýrin m/ísl. tali kl. 1 ATH! Miðaverð 450 kr. Vefurinn hennar Karlottu m/ísl. tali kl. 1, 3.10 og 5.20 Charlotte’s Web m/ensku tali kl. 1 og 3.10 Night at the Museum kl. 1, 3.20, 5.40, 8 og 10.20 Apocalypto kl. 8 og 10.10 B.i. 16 ára Köld slóð kl. 5.45 og 8 B.i. 12 ára Casino Royale kl. 14.50 B.i. 14 ára Sími - 564 0000Sími - 462 3500 EDDIE MURPHY BEYONCÉ KNOWLES JAMIE FOXX 8TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA 20% AFSLÁTTUR EF GREITT ER MEÐ SPRON-KORTI DÖJ, KVIKMYNDIR.COM eeee LIB, TOPP5.IS 450 KR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.