Morgunblaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR Á MORGUN ÁSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Um- sjón: Elías, Hildur Björg og sr. Sigurður. Gefandi morgunstund fyrir foreldra, afa og ömmur með yngstu börnunum. Messa kl. 14. Kór Áskirkju syngur, organisti Kári Þor- mar. Sóknarnefnd býður upp á hressingu í safnaðarheimilinu að messu lokinni. Séra Sigurður Jónsson DÓMKIRKJA | Kl. 11 messa, sr. Hjálmar Jónsson prédikar. Dómkórinn syngur, org- anisti er Marteinn Friðriksson. Barnastarf á kirkjuloftinu meðan á messu stendur. GRENSÁSKIRKJA | Barnastarf kl. 11 í umsjá Jóhönnu Sesselju Erludóttur og unglinga í kirkjustarfinu. Messa kl. 11. Alt- arisganga. Prestur sr. Ólafur Jóhannsson. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Samskot til ABC- barnahjálpar. Molasopi eftir messu. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Guðsþjónusta kl. 14. Altarisganga. Org- anisti Kjartan Ólafsson. Sr. Sveinbjörn Bjarnason. HALLGRÍMSKIRKJA | Fræðslumorgunn kl. 10. Gunnar Hersveinn rithöfundur flytur hugleiðingar: Lífsgildi Íslendinga. Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Jón D. Hróbjarts- son prédikar og þjónar ásamt sr. Birgi Ás- geirssyni og messuþjónum. 5 ára bókin af- hent. Mótettukór syngur. Organisti Hörður Áskelsson. Messukaffi. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Barna- starf á sama tíma í umsjá Erlu Guðrúnar Arnmundardóttur og Þóru Marteinsdóttur. Organisti Douglas Brotchie. Helga Soffía Konráðsdóttir. Landsspítali háskólasjúkrahús Foss- vogur | Guðsþjónusta kl. 10.30 Sr. Ingileif Malmberg, organisti Helgi Bragason LANGHOLTSKIRKJA | Messa og barna- starf kl. 11. Drengjakór Langholtskirkju syngur undir stjórn Alexanders Ashworths. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Org- anisti Lára Bryndís Eggertsdóttir. Barna- starfið hefst í kirkjunni en síðan fara börn- in í safnaðarheimilið með Rut, Steinunni og Aroni. Kaffisopi eftir stundina. LAUGARNESKIRKJA | Kl. 11 Messa og sunnudagaskóli. Sr. Hildur Eir Bolladóttir prédikar og þjónar ásamt Auði Pálsdóttur meðhjálpara, Gunnari Gunnarssyni org- anista, kirkjukórnum, fulltrúum les- arahóps, fermingarbörnum að ógleymdum sunnudagaskólakennurunum þeim Andra, Stellu Rún, Þorra og Maríu Rut. Kaffi og djús eftir messu. NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Toshiki Toma, prestur innflytjenda pré- dikar. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safn- aðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhalls- son. Sr. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari. Börnin byrja í messunni en fara síðan í safnaðarheimilið. Kaffisopi eftir messu á Torginu. SELTJARNARNESKIRKJA | Útvarpsguðs- þjónusta kl. 11. Kammerkór Seltjarnar- neskirkju leiðir safnaðarsöng. Guðrún Helga Stefánsdóttir syngur einsöng og einleikari er Ingunn Hallgrímsdóttir. Org- anisti er Pavel Manasek og Sigurður Grét- ar Helgason þjónar fyrir altari. Sunnudaga- skóli á sama tíma. Verið velkomin. FRÍKIRKJAN í Reykjavík | Barnaguðsþjón- usta kl 14. Nanda, Pétur og Ása Björk leiða stundina með söngvum, sögu og leik. Andabrauð í lokin. Kvöldmessa kl. 20. Nanda með vitnisburð um glímuna við efann. Ásurnar syngja og Jón Atli les úr ritningunni. Ása Björk þjónar fyrir altari, Anna Sigga og Kalli leiða sönginn. Alt- arisganga ÁRBÆJARKIRKJA | Guðþjónusta kl. 11 og sunnudagaskólinn á sama tíma í safn- aðarheimili kirkjunnar. Kirkjukaffi á eftir. BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir. Org- anisti Magnús Ragnarsson. Barnaguðs- þjónusta á sama tíma í umsjá Elínar, Jó- hanns, Karenar og Lindu. Hressing í safnaðarheimili eftir messuna. DIGRANESKIRKJA | Messa kl 11. Prestur sr. Magnús Björn Björnsson. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Kór Digraneskirkju A hópur. Sunnudagaskóli í kapellu á sama tíma. Súpa í safnaðarsal eftir messu. www.digraneskirkja.is FELLA- OG HÓLAKIRKJA | Messa með alt- arisgöngu kl. 11. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfs- son, héraðsprestur þjónar. Kór Fella- og Hólakirkju leiðir safnaðarsöng undir stjórn Lenku Mátéovu kantors. Sunnudagaskóli á sama tíma. Umsjón Sigríður Rún Tryggvadóttir og Ingvi Örn Þorsteinsson. fellaogholakirkja.is GRAFARVOGSKIRKJA | Messa kl. 11 með fermingarbörnum í Borga-Engja-Korpu og Víkurskóla ásamt foreldrum þeirra. Prest- ar: sr. Lena Rós Matthíasdóttir og sr. Vig- fús Þór Árnason. Organisti: Hörður Braga- son.Fundur með foreldrum eftir messu. Barnaguðsþjónusta kl.11. Prestur sr. Anna Sigr. Pálsdóttir. Umsjón Hjörtur og Rúna. GRAFARVOGSKIRKJA - Borgarholtsskóli | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Bjarni Þór Bjarnason. Umsjón: Gunnar, Díana og Guðrún María. Undirleikari: Guð- laugur Viktorsson. HJALLAKIRKJA | Lofgjörðarguðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigfús Kristjánsson þjónar. Þor- valdur Halldórsson, tónlistarmaður, leikur undir léttan sálmasöng. Barnaguðsþjón- usta kl. 13. Við minnum á bæna- og kyrrð- arstund á þriðjudag kl. 18 (sjá einnig á www.hjallakirkja.is). KÓPAVOGSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Stúlkur úr 5. bekk Kárs- nesskóla syngja undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur kórstjóra. Barnastarf í kirkj- unni kl. 12.30. Umsjón Sigríður, Þorkell Helgi og Örn Ýmir. Bæna- og kyrrðarstund þriðjudag kl. 12.10. LINDASÓKN í Kópavogi | Guðþjónusta og sunnudagskóli í Salaskóla kl. 11. Kór Lindakirkju leiðir safnaðarsöng undir stjórn Keith Reed. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar. Kl. 13 verður athöfn á kirkjulóðinni þar sem fyrsta skóflustunga verður tekin að Lindakirkju. Fjölmennum. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN | Fjölbreytt og skemmtilegt barnastarf kl.11. Fræðsla fyr- ir fullorðna í umsjá Friðriks Schram. Sam- koma kl. 20 með mikilli lofgjörð og fyr- irbænum. Guðbjartur Árnason predikar. Einnig verður heilög kvöldmáltíð. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ | Heim- sókn frá Færeyjum, Pól Johannesen og fleiri, frá Hvannasundi. Laugardaginn 3. febr. kl. 20 er kvöldvaka, mikið til gamans. Sunnudaginn 4. febr. kl. 17 er samkoma, ræðumaður er Pól Johannesen. Allir vel- komnir. Kaffi á eftir samkomu. HJÁLPRÆÐISHERINN | Samkoma sunnu- daginn kl. 20. Nils Storá talar. Umsjón: Miriam Óskarsdóttir. Heimilasamband fyr- ir konur manudaginn kl. 15. Opið hús dag- lega kl. 16-18 nema mánudaga. FRÍKIRKJAN KEFAS | Sunnudagaskóli kl. 11 fyrir alla krakka! Síðan er almenn sam- koma kl. 14. Helga R. Ármannsdóttir pré- dikar. Söngur og lofgjörð, fyrirbænir í lok samkomu fyrir þá sem vilja. Barnagæsla meðan á samkomu stendur og kaffisala að henni lokinni. Allir velkomnir! KFUM og KFUK | Samkoma kl. 20. Sr. Ólafur Jóhannsson talar, Keith Reed sér um tónlistina með aðstoð Erlu Guðrúnar. Mikil lofgjörð og söngur. Samfélag og kaffi eftir samkomuna. Verið öll velkomin. FÍLADELFÍA | Brauðsbrotning kl. 11. Ræð- um. Vörður Leví Traustason. Bible studies at 12.30. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðum. Hafliði Kristinsson. Gospelkór Fíladelfíu leiðir söng Fyrirbænir. Barna- kirkja 1-12 ára. Allir velkomnir . Bein út- sending á Lindinni eða á www.gospel.is. Samkoma á omega kl. 20 VEGURINN KIRKJA FYRIR ÞIG | Fjöl- skyldusamkoma kl 11. Lofgjörð, kennsla, ungbarna- barnakirkja, Skjaldberar og létt máltíð að samkomu lokinni. Eiður Ein- arson kennir. Samkoma kl. 19, Högni Valsson predikar, lofgjörð, fyrirbænir og samfélag eftir samkomu í kaffisal. Allir hjartanlega velkomnir. www.vegurinn.is BETANÍA | Betanía Kristið Samfélag, Stangarhyl 1, Rvk. Föstud. kl. 19.30, al- menn samkoma, Lofgjörð og prédikun Orðsins. Laugard. kl.20, unglinga- samkoma. Sunnud. kl. 11, almenn samk. Lofgjörð og prédikun Orðsins. KIRKJA JESÚ KRISTS hinna síðari daga heilögu, Mormónakirkjan | Mormónakirkj- an Ásabraut 2, Garðabæ. Sunnudaga: 11.15 sakramentisguðsþjónusta. 12.30 sunnudagaskóli. 13.20 félagsfundir. Þriðjudaga: 17.30 trúarskóli yngri. 18.00 ættfræðisafn. 18.30 unglingastarf. 20.00 trúarskóli eldri. Allir eru alltaf velkomnir. KAÞÓLSKA KIRKJAN | Reykjavík, Krists- kirkja í Landakoti: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18. Virka daga: Messa kl. 18. Laugardaga: Barnamessa kl. 14 að trúfræðslu lokinni. Reykjavík, Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11. Laugardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30. Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16. miðvikudaga kl. 20. Hafnarfjörður, Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Virka daga: Messa kl. 18.30. Kar- melklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 08.30. Virka daga: Messa kl. 8. Keflavík, Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnu- daga: Messa kl. 14. Stykkishólmur, Aust- urgötu 7: Virka daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl. 10. Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11. Flateyri: Laug- ardaga: Messa kl. 18. Bolungarvík: Sunnudaga kl. 16. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19. Akureyri, Péturskirkja: Laugardaga: Messa kl. 18. Sunnudaga: Messa kl. 11. REYNIVALLAKIRKJA í Kjós | Messa í Reynivallakirkju sunnudaginn 4. febrúar kl. 14. Gunnar Kristjánsson sókn- arprestur. BRAUTARHOLTSKIRKJA á Kjalarnesi | Barnaguðsþjónusta í kirkjunni sunnudag- inn 4. febrúar kl. 11 f.h. Gunnar Krist- jánsson sóknarprestur. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum | Kl. 11 Barnaguðsþjónusta. Litlu lærisveinarnir og Stúlknakórinn syngja undir stjórn Védís- ar Guðmundsdóttur. Kl. 14 Guðsþjónusta. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Guð- mundar H. Guðjónssonar. Gideon félagar lesa ritningarlestra. Sr. Guðmundur Örn Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur: sr. Jón Þorsteinsson. Kirkju- kór Lágafellssóknar. Organisti: Jónas Þór- ir. Sunnudagaskóli í kirkjunni kl. 13. Um- sjón: Hreiðar Örn og Jónas Þórir. Prestarnir. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messudagur Kvenfélags Hafnarfjarðarkirkju. Messa kl. 11. Altarisganga. Báðir prestar þjóna. Org- anisti Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Guðrún Árný Karlsdóttir syngur einsöng, Kór Hafn- arfjarðarkirkju leiðir safnaðarsöng. Sam- sæti og léttur hádegisverður í boði Kven- félagsins eftir messu. Sunnudagaskóli í Strandbergi og Hvaleyrarskóla á sama tíma. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Fjöl- skylduhátíð kl. 11. Sunnudagaskólinn og fjölskylduguðsþjónustan saman í einni stórri fjölskylduhátíð. Barnakórinn og Ung- lingakórinn syngja undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttir. Veitingar í safnaðarheim- ilinu á eftir. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði | Sunnudaga- skóli kl. 11. Umsjón hafa Sigríður Kristín, Hera og Örn. Poppmessa kl. 13. Andri Bjarnason syngur ásamt hljómsveit kirkj- unnar. Prestur: Sigríður Kristín Helgadótt- ir. KÁLFATJARNARSÓKN | Kirkjuskóli í Stóru- Vogaskóla kl. 11. VÍDALÍNSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón- usta kl.11. Í upphafi guðsþjónustunnar er Hilmari Ingólfssyni fyrrverandi skólastjóra þökkuð góð störf og sr. Bragi Friðriksson flytur stutt ávarp. Sr. Hans Guðberg Al- freðsson leiðir guðsþjónustuna. Kór Hofs- staðaskóla syngur. Hressing í safn- aðarheimili.Sjá www.gardasokn.is GARÐAKIRKJA | Messa kl. 14. Kór Vídal- ínskirkju syngur. Organisti Jóhann Bald- vinsson. Sr Friðrik J Hjartar og Nanna Guð- rún Zoëga, djákni þjóna. Barn borið til skírnar. Rúta fer frá Vídalínskirkju kl. 13.30 og Hleinum kl. 13.40. Allir vel- komnir! Sjá www.gardasokn.is Guðspjall dagsins: Er þér biðjist fyrir (Matt. 6.) Kirkjan á Sjávarborg í Skagafirði. NÝR Kia Carens, 7 manna fjöl- notabíll, verður frumsýndur í dag hjá Kia-umboðinu, Laugavegi 172, kl. 11–16. Í fréttatilkynningu segir m.a.: „Kia Carens sameinar í einum bíl þægindi og fjölhæfni í notkun ásamt sportlegu og kröftugu við- bragði. Þessi frumleiki birtist einnig í innréttingunni með ný- tískulegum litum, vönduðum efn- um og margvíslegri sætaskipan. Kia Carens er sjálfskiptur og kemur með öflugri 2ja lítra, 140 hestafla dísilvél með 305 Nm snúningsvægi. Bíllinn er hlaðinn staðalbún- aði.“ Kia-umboðið frumsýnir Kia Carens-fjölnotabíl VILDARBÖRN, ferðasjóður fyrir langveik börn og börn sem búa við sérstakar aðstæður, hafa opnað endurnýjað vefsvæði á slóðinni www.vildarborn.is. Markmið sjóðs- ins er að gefa börnum á Íslandi og í nágrannalöndunum tækifæri til ferðalaga ásamt fjölskyldum sín- um. Í tilefni af 70 ára afmæli Ice- landair er stefnt að því að veita 70 börnum ferðastyrk á árinu. „Frá upphafi hefur það verið markmið okkar að sem allra flestir geti nýtt sér þennan sjóð. Frá árinu 2003 höfum við stutt yfir 100 fjölskyldur til þess að komast í langþráð ferðalag og í ár viljum við gera enn betur í tilefni af 70 ára af- mæli Icelandair. Með þessari end- urnýjun erum við að tryggja gott aðgengi að upplýsingum um sjóð- inn og einfalda umsókn um styrk úr honum. Jafnframt höfum við uppfært vefþjónustu sjóðsins, gert vefsvæðið aðgengilegt í samræmi við nútímakröfur og auðveldað fólki að fylgjast með öllu starfi sjóðsins í gegnum vefinn,“ sagði Sigurður Helgason, formaður sjóðsins. Sjóðurinn var stofnaður af Ice- landair sumardaginn fyrsta árið 2003. Verndari sjóðsins er frú Vig- dís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands. Sjóðurinn er fjár- magnaður með þrennum hætti. Í fyrsta lagi með stofnframlagi Ice- landair að fjárhæð 3 milljónir króna, í öðru lagi með framlögum frá félögum í Vildarklúbbi Ice- landair, sem geta gefið ferða- punkta sína til sjóðsins, og í þriðja lagi með afgangsmynt sem farþeg- um býðst að setja í umslög sem eru í sætavösum véla Icelandair, og taka flugfreyjur/-þjónar félagsins á móti umslögunum. Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári, á sumardag- inn fyrsta og fyrsta vetrardag. Næsta úthlutun úr sjóðnum er sumardaginn fyrsta, 19. apríl 2007, og rennur umsóknarfrestur út 1. mars 2007. Vefsvæðið er hannað, byggt og hýst í samstarfi við Hugsmiðjuna, sem hefur sérhæft sig í aðgeng- ismálum, og eru til að mynda bæði Öryrkjabandalag Íslands og Blindrafélagið meðal viðskiptavina Hugsmiðjunnar. Öll hönnun vef- svæðisins tekur mið af þeim stöðl- um sem gilda um gott aðgengi. Vildarbörn opna endur- nýjað vefsvæði Stefnt að úthlutun til 70 barna í tilefni af 70 ára afmæli Icelandair SALVÖR Nor- dal, forstöðu- maður Siðfræði- stofnunar Háskóla Íslands, flytur erindi um siðfræði dauða- refsinga á fundi hjá VIMA – Vin- áttu- og menn- ingarfélagi Mið- Austurlanda í Kornhlöðunni í Bankastræti kl. 14 á morgun, sunnudag. Að erindi Salvarar loknu mun hún svara spurningum fundargesta. „Ekki þarf að undra þótt félagið taki þetta efni fyrir í kjölfar lífláts Saddams Husseins, fyrrverandi forseta Íraks. Engir þjóðhöfðingj- ar hafa fagnað aftökunni opinber- lega nema Bandaríkjaforseti þó svo að margir hafi litið Saddam hornauga og talið að ekki léki vafi á um grimmd hans gagnvart ímynduðum sem raunverulegum andstæðingum. Umræður um rétt- mæti dauðarefsingar hafa aukist í flestum löndum eftir þennan at- burð, hvort sem þar viðgangast dauðarefsingar eða ekki. Því fýsti félagsmenn VIMA að heyra um þetta frá Salvöru sem hefur sér- staklega kynnt sér siðfræði dauða- refsinga,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Fjallar um siðfræði dauða- refsinga Salvör Nordal LJÓSIÐ, endurhæfingar- og stuðn- ingsmiðstöð fyrir krabbameins- greinda og aðstandendur þeirra, býður upp á líkamsrækt í sam- vinnu við Hreyfingu undir leið- sögn Guðrúnar Sigurðardóttur sjúkraþjálfara. Erna Magnúsdóttir iðjuþjálfi veitir starfinu í Ljósinu forstöðu, en þangað koma um 110 manns í hverjum mánuði til að byggja upp andlegt, líkamlegt og félagslegt þrek. Um er að ræða tilraunaverkefni Ljóssins og Hreyfingar í fjóra mánuði þar sem einstaklingar geta farið í upp- byggjandi og styrkjandi æfingar. Hóparnir verða á þriðjudögum og fimmtudögum í Húsnæði Hreyf- ingar Faxafeni 14 og skráning í hópana fer fram í Ljósinu í síma 561 3770 og hófust þeir 1. febrúar sl. www.ljosid.org. Ljósið og Hreyfing í samstarf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.