Morgunblaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Sigurður Þor-berg Auðunsson
fæddist á Yzta-
Skála undir Vestur-
Eyjafjöllum hinn 12.
júní 1921. Hann lést
á Landspítalanum
hinn 22. janúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Auðunn
Jónsson bóndi á
Ysta-Skála, f. 11.
júní 1892, d. 15. jan-
úar 1959 og kona
hans Jórunn Sig-
urðardóttir, f. 10.
ágúst 1895, d. 11. janúar 1983.
Sigurður ólst upp í stórum systk-
inahópi, 14 alls og eru 7 þeirra
látin. Hann lauk barnaprófi frá
Ysta-Skála 1935 og lauk síðan
minna vélstjóraprófi 1942, sem
síðan varð hans ævistarf. 14 ára
fór hann til Vestmannaeyja og
vann þar við bústörf, en fór heim í
sveitina sína á sumrin.
Í Eyjum kynntist hann eftirlif-
andi konu sinni Guðmundu Björg-
vinsdóttur frá Hvoli við Heima-
götu, f. 20. október 1927. Hún er
dóttir hjónanna Björgvins Páls-
þeirra eru Emma Kristín, f. 1965,
Sigríður Guðný, f. 1968 og Gunn-
ar Már, f. 1974. 3) Auður, f. 27.
mars 1948, d. í Danmörku 23. júní
1985. Maki Kári Jacobsen, f. 24.
júlí 1946 og var heimili þeirra í
Færeyjum. Börn þeirra eru Guð-
mundur, f. 20. október 1968, Sól-
berg, f. 17. ágúst 1971 og Maj-
britt, f. 13. febrúar 1973. 4) María,
f. 20. september 1950. Maki Jón
Haukur Guðlaugsson, f. 2. október
1950. Dætur þeirra eru Sigurlaug,
f. 1973, og Andrea, f. 1980. 5)
Petrína, f. 8. febrúar 1955. Maki
Guðni Friðrik Gunnarsson, f. 8.
apríl 1953. Dætur Petrínu eru
Lilja Björk, f. 1974, Elín Rut, f.
1979, og Sandra Dögg, f. 1989.
Barnabörnin eru því 16 og 14 á
lífi. Langafabörn Sigurðar eru nú
30.
Sigurður stundaði sjómennsku
á ýmsum Eyjabátum á árunum
1938–1945, einnig sem vélstjóri
eftir 1942. Hann var vélstjóri hjá
Fisk og Ís hf. í Vestmnnaeyjum
1945–1948 þegar Vinnslustöðin
tók við rekstrinum. Síðan var
hann vélstjóri hjá Vinnslustöðinni
í hartnær 50 ár, er hann hætti
störfum. Sigurður hlaut heið-
ursskjöld Vélstjórafélags Vest-
mannaeyja á sjómannadaginn
1986.
Útför Sigurðar verður gerð frá
Landakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
sonar, f. á Lambafelli
í A-Eyjafjallahreppi
3. júlí 1906, d. 19.
maí 1997, og Gunn-
hildar Guðmunds-
dóttur, f. á Akurhóli
í Grindavík 17. ágúst
1904, d. á Selfossi 24.
september 1987. Sig-
urður og Guðmunda
giftu sig hinn 8. des-
ember 1945. Heimili
þeirra í Vest-
mannaeyjum var að
Hvoli v/Heimagötu
og Kirkjubæjarbraut
16. Eftir gos var heimili þeirra
lengstum að Hásteinsvegi 64. Í júl-
íbyrjun árið 2000 fluttu þau til
Þorlákshafnar til að vera nær
dætrum sínum og fjölskyldum
þeirra. Dætur þeirra eru: 1)
Björghildur, f. 16. ágúst 1945.
Maki Stefán Jónasson, f. 24. des-
ember 1945. Börn þeirra eru Guð-
rún Hrönn, f. 1964, Sigurður
Freyr, f. 1973, og Stefanía Þöll, f.
1978. Einnig áttu þau tvö börn
andvana fædd. 2) Jóna, f. 16. sept-
ember 1946. Maki Guðni Þór
Ágústsson, f. 29. apríl 1944. Börn
Á kveðjustund leitar hugurinn til
baka. Á haustmánuðum 1993 birtist
ég ásamt Petu minni á Hásteinsveg-
inum í Eyjum.
Þið Munda höfðuð heyrt af
stráknum frá Gilsbakka og hann var
veginn og metinn. Ég var tekinn inn
í fjölskylduna fljótlega.
Það var gott fyrir okkur að eiga
þig og Mundu að, stelpurnar hafa
notið samvera ömmu og afa og haft
þar öruggt skjól. Hjá þeim var Siggi
afi kletturinn í tilverunni. Fyrir mig
er þessi tími ómetanlegur, oft var
spjallað um gamla tíma bæði í Eyj-
um og frá Eyjafjöllunum, sem þú
unnir svo mjög. Oft lagðir þú leið
þína austur á Heimaey til að horfa
„heim“ að Skála undir Eyjafjöllum.
Einnig minnist ég þess að standa við
hlið þér í Ysta-Skála og horfa „heim“
til Eyja. Þar eydduð þið rúmum 60
árum, áður en þið eltuð okkur Petu á
fastalandið.
Ekki var farið langt, stoppað í
Þorlákshöfn þar sem nýtt heimili var
stofnað, þar sem sjá mátti fjallstopp-
ana í Eyjum.
Sem betur fer urðu samveru-
stundirnar allnokkrar og gott að
koma á Egilsbrautina. Oftast var
umræðuefnið tengt Vestmannaeyj-
um og eða íbúunum þar.
Afkomendurnir voru þér ofarlega
í huga, en alltaf var spurt um hvern-
ig þeim gengi, ekki síst eftir að
stelpurnar okkar fóru til náms í
Danmörku. Þér var alltaf umhugað
að krakkarnir hefðu það sem best og
stæðu sig vel.
Að leiðarlokum vil ég þakka þér
fyrir allt og vona að góður Guð
styrki Mundu, stelpurnar og okkur
öll hin. Minningin lifir hjá okkur öll-
um.
Þinn tengdasonur
Guðni Friðrik.
Elsku afi minn, það er með mikl-
um söknuði í hjartanu að ég skrifa
þessar línur. Mikið ofsalega finnst
mér erfitt að vera svona langt í
burtu þegar þú fórst og geta ekki
kvatt þig eins og ég hefði viljað.
Við systurnar vorum þeirrar ein-
stöku gæfu aðnjótandi að fá að alast
upp með þér og að geta komið til þín
hvenær sem var. Ég á svo margar
góðar minningar um þig og ömmu,
og ég á alltaf eftir að geyma þær vel
í hjartanu.
Ég man eftir að fá að borða hjá
þér epli með skeið, eitthvað sem ég
fékk bara hjá ykkur. Þegar ég fékk
að sitja í stólnum þínum í stofunni og
halla mér og snúa, það var það
skemmtilegasta. Og þegar verið var
að þrífa í eldhúsinu og ég fékk að
búa til strætó úr stólunum.
Mér fannst þú kunna og vita allt,
og ef það er einhver sem ég leit upp
til þá varst það þú og ég geri enn. Þú
varst einstaklega þolinmóður og góð
manneskja og mér finnst að allir
ættu að fá að eiga afa eins og þig.
Ég mun alla ævi búa að því sem
þú hefur kennt og sagt mér, og ég
mun reyna að verða sú sem þú hefðir
getað verið stoltur af.
Elsku afi minn. ég veit að þér líður
vel núna og ert hvíldinni feginn og
ég lofa því að halda minningu þinni á
lofti og gleyma ekki að segja Jasmín
og Óliver hversu yndislegan langafa
þau áttu.
Elsku amma, ég veit að missir
þinn er mikill, þið afi voruð eins og
helmingar sem pössuðu svo vel sam-
an og hjónaband ykkar var aðdáun-
arvert. Ég vildi að ég væri þarna hjá
þér til að halda utan um þig og segja
þér að ég votti þér mína dýpstu sam-
úð. Ég er hjá þér í huganum og
sendi þér allar mínar saknaðar-
kveðjur.
Elsku mamma, Bjögga, Jóna og
María. Megi Guð vera með ykkur í
sorginni og munið að halda minning-
unum í hjartanu, þið eigið svo marg-
ar. Þið áttuð besta pabba í heim-
inum.
Nú hefur það því miður gerst
að vond frétt til manns berst.
Kær vinur er horfinn okkur frá
því lífsklukkan hans hætti að slá.
Rita vil ég niður hvað hann var mér kær
afi minn góði, sem guð nú fær.
Hann gerði svo mikið, hann gerði svo
margt
og því miður get ég ekki nefnt það allt.
Að tala við hann var svo gaman
á þeim stundum sem við eyddum saman.
Hann var svo góður, hann var svo klár
æ, hvað þessi söknuður er svo sár.
Elsku afi, guð mun þig geyma
yfir okkur muntu sveima
en eitt vil ég þó að þú vitir nú
minn allra besti afi, það varst þú.
(Katrín Ruth Þorgeirsdóttir)
Vertu sæll afi minn og megi Guð
vera með þér.
Þín
Lilja Björk.
Ég man þegar þú læddist stund-
um í eldhússkápinn til að finna
handa mér brjóstsykursmola og
hvíslaðir svo að mér, „ekki segja
ömmu þinni“, ég kinkaði kolli og tísti
yfirfull af gleði. Hugurinn reikar
svolítið til baka þegar það líður að
endinum, afi minn. Minningar okkar
saman eru ógleymanlegar, við skul-
um geyma þær vel.
Mér þótti alltaf svo gaman að
koma til ykkar ömmu eftir leikskóla,
við þrjú fórum svo oft í einhvern
skemmtilegan bíltúr og keyrðum svo
heim til að fá okkur smáhressingu
þegar það kom að kaffitímanum. Þú
safnaðir mylsnunni saman af brauð-
inu sem þú skarst og geymdir hana í
poka inni í skáp, svo að þegar það
var komið svolítið í pokann kallaðir
þú á mig ef það var frost úti og við
fórum saman út og gáfum fuglunum
en bara ef það var frost úti. Þú gerð-
ir allt til þess að öllum liði sem best,
hvort sem það voru svöngu fuglarnir
úti í kuldanum eða fólkið sem þú
unnir mest, vonandi veistu að við
verðum þér ævinlega þakklát.
Einstaka sinnum fékk ég að gista
hjá ykkur ömmu, stundum fór ég
snemma heim því ég saknaði
mömmu svo mikið en í hin skiptin
var ég hjá ykkur svolítið lengur. Þá
þegar ég vaknaði á morgnana fór ég
fram með sængina mína til að horfa
á teiknimyndirnar í sjónvarpinu og
þú leyfðir mér að sitja í rauða stóln-
um þínum, uppáhaldsstólnum þínum
sem þú fékkst í fimmtugs afmælis-
gjöf. Í huga mínum ertu enn heima
hjá ömmu, sitjandi í rauða stólnum
þínum.
Þú hefur kennt mér svo mikið, ég
man þá helst eftir vísunum sem þú
söngst fyrir mig þegar ég var ung og
stærðfræðinni sem þú kenndir mér
áður en ég byrjaði í skóla. Í gegnum
tímann tók ég eftir svolitlu sjálf, þú
tókst upp alla smápeninga sem þú
sást liggjandi á götunni. Að vissu
leyti má segja að þetta sé svolítið
sem þú hefur kennt mér líka. Þú
brostir alltaf til mín þegar þú sást
mig herma þetta eftir þér. Enn í dag
er ég yfir mig ánægð þegar ég rekst
á krónu einhvers staðar úti á götu,
ekki af því að ég hafi fundið pening
heldur af því að ég man eftir því
hvernig þú brostir til mín.
Mér finnst erfitt að hugsa um lífið
án þín, ég trúi ekki að ég þurfi að
kveðja þig. Ég veit að þú ert enn hjá
okkur þó að þú sért ekki enn hjá
okkur eins og áður, tilhugsunin um
það er erfið. Ég er með vissa mynd
af ykkur ömmu í huganum því þú og
amma voruð svo dugleg að fara út í
göngutúra, þið röltuð um götur
Vestmannaeyjabæjar eins og ekkert
væri og leiddust hönd í hönd hvert
sem þið fóruð. Mundu að halda í
höndina á ömmu þegar hún fer út að
ganga framvegis.
Við, fjölskylda þín og vinir, erum
svo heppin að hafa fengið að hafa þig
í lífi okkar en við vitum öll að ein-
hvern tíman þurfum við að kveðja þá
sem við elskum mest, í þetta sinn
þurfum við að kveðja þig, afi minn.
Því vil ég votta fjölskyldu og vinum
afa alla mína samúð. Ég mun sakna
þín svo mikið, þú varst mér alltaf svo
góður, þú varst mér allt. Minning
þín mun ávallt lifa því þú munt ávallt
lifa í huga okkar og hjarta því þú
munt ávallt lifa í okkur öllum.
Hvíldu í friði, elsku afi minn.
Þitt barnabarn,
Sandra Dögg.
Í dag kveðjum við hann afa okkar,
Sigurð Þ. Auðunsson, eða „afa í Eyj-
um“ eins og við kölluðum hann þó að
hann hefði flutt úr Vestmannaeyjum
fyrir 6 árum.
Þegar við komum í heimsókn til
þeirra ömmu sat afi alltaf við eldhús-
borðið og hlustaði á okkur; hann
sagði nú ekki alltaf mikið en hann
hlustaði alltaf og svo þegar honum
fannst hann þurfa að segja eitthvað
kom oftar en ekki eitthvað sniðugt,
hann hafði svo mikinn húmor og
fannst gaman að stríða smá.
Þegar amma og afi bjuggu enn í
Eyjum og afi var enn að vinna í
Vinnslustöðinni komu þau oft til
okkar upp á land í sumarfrí. Afi gat
aldrei verið verklaus og hann lagaði
það sem hann gat lagað og var alltaf
að dytta að hinu og þessu. Stundum
var meira að segja eitthvað sem gera
þurfti geymt þangað til afi kæmi
næst í heimsókn.
Þegar Sirrý flutti í blokkina fyrir
fjórum árum komu þau amma og afi
tilbúin að hjálpa til við að bera dótið
upp á aðra hæð, afi þá 81 árs gamall
og hugurinn bar hann sko hálfa leið
því hann fór oft hraðar yfir í hug-
anum en hann gat.
Hann var líka hálfgerður töfra-
maður því ef við vorum með vörtu
heimsóttum við hann og hann batt
lopaband um vörtuna og sagði svo
eitthvað og fór svo með bandið, og
viti menn, nokkrum dögum seinna
hvarf vartan.
Þegar við barnabörnin hans kom-
umst á þann aldur að fara að eiga
börn hringdi afi oftast í dætur sínar
og spurði svona í laumi hvort ein-
hver hjá þeim ætti von á barni, hann
vissi það oftast áður en allir aðrir og
þegar maður fór til að tilkynna það
sagði hann oft: „Nú já, ert það þú?“
Einu barnabarninu tilkynnti hann
daginn fyrir sónarskoðun að senni-
lega væri nú meira en eitt kríli á
leiðinni sem reyndist rétt vera.
Amma og afi voru búin að vera
gift í 61 ár núna í desember síðast-
liðnum og hafa gengið í gegnum
margt saman, þar á meðal eldgos,
dótturmissi og systkinamissi en allt-
af stóðu þau saman og studdu hvort
við annað. Eftir að afi hætti að vinna
voru þau saman öllum stundum, allt-
af þegar þau fóru út að ganga, sem
þau gerðu mikið af, leiddust þau eins
og nýtrúlofað par. Hugur okkar er
hjá ömmu sem hefur misst svo mikið
en við eigum margar góðar minn-
ingar um afa til að ylja okkur við.
Elsku afi, hafðu þökk fyrir allt.
Emma, Sirrý og Gunnar.
Ég mun aldrei gleyma 22. janúar
þegar mamma hringdi og sagði mér
að þú værir farinn frá okkur.
Allar góðu minningarnar hrúguð-
ust yfir mig í einu. Ég sat dofinn inni
í stofu og hugsaði um þegar þú fórst
með mig á bryggjurúntinn úti í Vest-
mannaeyjum og kenndir mér nöfnin
á öllum fjöllum og eyjunum í kring.
Að koma í heimsókn til ykkar út í
Eyjar var alltaf svo yndislegt, það
gleymist aldrei þar sem þú sast í
hægindastólnum þínum og horfðir á
fréttir og spjallaðir um heima og
geima. Og hvernig er hægt að
gleyma því þegar þú bauðst mér
guttanum að koma og skoða mót-
orhúsið í Vinnslustöðinni í Eyjum,
allar þessar vélar, hávaði og amm-
oníakslykt. Í fyrstu var ég pínu
smeykur en þetta var allt svo flott
fyrir smágutta að sjá. Þetta eru allt
góðar minningar sem eru vel varð-
veittar í mínu hjarta, ég veit að þú
verður alltaf með okkur, horfir til
okkar með stríðnissvip og brosir.
Megi allir englar heims vera með
þér og vaka yfir þér. Þinn nafni
Sigurður Freyr.
Elsku afi minn, það er með sökn-
uði í hjarta að ég kveð þig með þess-
um fáu orðum.
Þið amma hafið alltaf verið fastur
punktur í tilverunni minni og er ég
mikið þakklát fyrir að hafa fengið
þig sem afa, ég gæti ekki hugsað
mér betri mann og ég er sannfærð
um að betri maður er ekki til.
Það eru margar minningarnar
sem streyma í hugann þegar ég
hugsa til þín, og þær ætla ég alltaf
að geyma.
Allt frá því að ég var smástelpa
fannst mér gott að koma í heimsókn
til afa míns, hvort sem það var í
blokkina eða að kíkja niður í vinnu til
þín þegar ég átti leið hjá, já og
stundum kíkti ég líka þangað þótt ég
ætti nú ekkert leið hjá og þá löbb-
uðum við saman heim ef þú varst bú-
inn í vinnunni. Ég man líka hvað ég
var yfir mig montin af þér þegar þér
voru veitt verðlaun á stakkó fyrir
vinnuna þína, sem þú vannst með
sóma alla tíð.
Svo varstu líka galdrakall, afi
minn, þú gast látið vörtur hverfa,
mola og kandís birtast í lófunum á
litlum stelpum, aurar birtust í tóm-
um buddum og svo varstu svo kurt-
eis að þú hélst dyrum opnum fyrir
fólki sem fæstir sáu.
Takk fyrir að hafa alltaf verið mér
svona góður, elsku afi minn, ég mun
sakna þín alla mína daga og ég veit
að þú heldur áfram að passa hana
ömmu og halda í höndina á henni í
göngutúrunum.
Hvíldu í friði og við sjáumst þegar
ég er búin hérna megin.
Þín
Elín Rut.
Elsku afi Siggi.
Nú þurfum við að kveðja þig.
Það var alltaf gott að heimsækja
ykkur ömmu Mundu í Vestmanna-
eyjum og svo hér í Þorlákshöfn.
Ég man ennþá þegar við vorum
hjá ykkur í Eyjum 17. júní 2000.
Samt var ég ekki einu sinni orðin
tveggja ára þá. Ég var á rauðum
bekk heima hjá ykkur og sá steinana
rúlla niður fjallið.
Við hittumst síðast á aðfangadag
þegar þú varst á sjúkrahúsinu á Sel-
fossi.
Þá varst þú nánast eins og vana-
lega, gerðir að gamni þínu og beiðst
eftir að komast heim aftur.
Elsku afi. Takk fyrir allt.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson frá Presthólum)
Kær kveðja frá Kristjáni Þór, litla
bróður.
Þín langafastelpa,
Jóna Vigdís Gunnarsdóttir.
Sigurður Þorberg
Auðunsson
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
ÞORSTEINN ARNAR ANDRÉSSON,
Bröttuhlíð 8,
Mosfellsbæ,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtudaginn
1. febrúar.
Jarðsungið verður frá Fríkirkjunni í Reykjavík mið-
vikudaginn 7. febrúar nk. kl. 13.00.
Blóm eru vinsamlega afþökkuð en bent er á minningarsjóð FAAS, Félags
áhugafólks og aðstandenda Alzheimerssjúklinga.
Friðbjörg Óskarsdóttir,
Lilja Þorsteinsdóttir, Snorri Árnason,
Kristín Þorsteinsdóttir, Aðalsteinn Leví Pálmason,
Alda Þorsteinsdóttir, Vignir Pétursson,
barnabörn og barnabarnabörn.