Morgunblaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nýi fjölnotabíllinn frá Kia er kominn og sameinar glæsilegt útlit, sveigjanlegt rými og ríkulegan staðalbúnað. Kia Carens rúmar allt að sjö manns, en gefur líka endalausa notkunarmöguleika. Að sjálfsögðu er verðið eftir sem áður í anda Kia. • ABS og EBD hemlakerfi • ESP stöðugleikastýring • Aksturstölva • Ræsitengd þjófavörn • 15” álfelgur • Þokuljós að framan og aftan • Rafstýrt bílstjórasæti • Regnskynjari á þurrkum • Bakkskynjari • Loftkæling • Ljósnæmur baksýnisspegill • Rafgeymavaktari • Langbogar og þverbogar á toppi • 3ja punkta öryggisbelti fyrir sjö farþega • Hraðastillir ... og margt fleira KIA umboðið á Íslandi er í e igu HEKLU • Laugavegi 172 • Reykjavík • sími 590 5700 • www.kia. is NÝR KIA CARENS EINN FYRIR ALLA! FRUMSÝNING Á NÝJUM KIA CARENS Opið í dag, laugardag, kl. 11–16. Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is „ÞRÓUNIN er algjörlega í þá átt að leggja meira af strengjum og það er almennur skilningur fyrir því að um- hverfið kallar á það, jafnvel þótt það hafi í för með sér aukinn kostnað,“ segir Þórður Guðmundsson, for- stjóri Landsnets. Í tillögu að mats- áætlun vegna háspennulína frá Hellisheiði að Straumsvík, sem hefur í för með sér bæði ný línustæði sem og nýjar línur sem fylgi eldri línum, er aðeins að litlum hluta gert ráð fyr- ir að rafmagn verði flutt með jarð- strengjum. Orkuveitan, sem fram- leiðir orkuna sem um ræðir, hefur gert athugasemdir við þetta og tekur Landvernd í sama streng. Með framkvæmdinni hyggst Landsnet styrkja raforkuflutnings- kerfið á Suðvesturlandi frá Hellis- heiði að Straumsvík vegna hugsan- legrar stækkunar álvers Alcan. Framkvæmdirnar eru jafnframt áfangi í langtímauppbyggingu raf- orkukerfis í þessum landshluta. Í þessu skyni verður ráðist í fram- kvæmdir við níu háspennulínur sem eru allt upp í um 30 km að lengd. Línurnar munu flytja rafmagn frá virkjunum Orkuveitunnar á Hellis- heiði sem og fyrirhuguðum virkjun- um Landsvirkjunar í Neðri-Þjórsá. Er flutningskerfinu fyrst og fremst ætlað að mæta aukinni eftirspurn at- vinnulífs fyrir raforku. Spurður að því hvort ekki sé eðli- legt að stórfyrirtæki á borð við Al- can, sem m.a. mun nýta rafmagnið sem um ræðir, greiði hærra raforku- verð, sem dýrari flutningsleiðir hafi í för með sér, til að lágmarka um- hverfisáhrif, svarar Þórður. „Þetta verkefni er tengt stóriðjunni og það þýðir að stóriðjan er því sá aðili sem þarf að borga brúsann. Við hins veg- ar lítum svo á að okkar fyrsta lausn sé að fara þá leið sem ódýrust er. Við leggjum það fram í frummatsskýrslu til að fá viðbrögð allra hagsmuna- aðila, þar með talið almennings. Ef það eru slíkir almannahagsmunir í húfi að aðilar telji að við ættum að fara aðra leið, þá erum við reiðubúin að skoða það.“ Þórður bendir á að í farvatninu sé lagning jarðstrengja í stað loftlína sem og fækkun lína á svæðinu sem líta megi á sem mótvægisaðgerð. T.d. eigi að leggja Sogslínu 2 af og tengja Nesjavelli við flutningskerfið á Suðvesturlandi með jarðstreng. Viðhald og viðbætur erfiðar Á síðustu árum hefur skapast um- ræða hér á landi og í nágrannalönd- unum um þann möguleika að leggja flutningslínur sem jarðstrengi í stað loftlína til að minnka sjónræn áhrif háspennulína. Háspennulínur yfir 100 kílóvolt (kV) eru almennt lagðar sem loftlínur um allan heim. Í mats- áætlun Landsnets kemur fram að þó séu dæmi þess að flutningslínur séu lagðar sem strengir og er það að- allega gert af öryggisástæðum eða vegna sérstakra umhverfishags- muna. Sé eingöngu litið til sjón- rænna áhrifa er það augljóslega góð- ur kostur að leggja flutningslínur í jörð. En verðmunurinn er gríðarleg- ur. Til viðbótar koma síðan ýmis tæknileg vandkvæði sem fylgja jarð- strengjakerfum á hárri spennu. Líf- tími þeirra er minni en loftlína og sveigjanleiki til breytinga og aðlög- unar kerfisins að breyttum þörfum mun minni. Þá tekur lengri tíma að gera við jarðstrengi en loftlínur sem hefur áhrif á afhendingaröryggi raf- orkunnar. „Orkuveitan hefur þá skoðun að skoða eigi jarðstrengi til jafns við aðra kosti og meta þá annars vegar umhverfislega og hins vegar kostn- aðarlega,“ segir Guðmundur Þór- oddsson, forstjóri Orkuveitunnar. „Við teljum að [Landsnet] ætli ekki að skoða nægilega möguleika á lagn- ingu jarðstrengja og höfum gert at- hugasemdir við það,“ segir Guð- mundur. Vill OR að lagt verði að nýju mat á kostnað við að leggja jarðstrengi í stað loftlína þar sem því verði við komið. Umhverfisverndar- sjónarmið geti kallað á meiri kostn- að. „En þetta er bara einn af þeim kostnaðarliðum sem fylgja þessum verkefnum í dag og taka verður tillit til. Það er ekki alltaf borðleggjandi að fara ódýrustu leiðina, til þess setj- um við framkvæmdir í umhverfis- mat.“ Spurður hvort honum þyki eðli- legt að kostnaður við flutning á raf- magni sé hærri þegar kaupandi ork- unnar sé stórfyrirtæki en ekki almenningur bendir Guðmundur á að Alþingi hafi ákveðið að ein gjald- skrá myndi yfir alla ganga í þessum efnum. Hafi kaupandinn mikil áhrif á kostnað kerfisins á hann að greiða sérstaklega fyrir það. „Það er alveg ljóst að í þessu tilfelli myndi kaup- andinn einn og sér vilja setja upp eigin flutningsvirki og hafa af því minni kostnað en af gjaldskrá Landsnets,“ segir Guðmundur. „Í þessu tilfelli tel ég að álverið sé að niðurgreiða [flutningskostnaðinn] fyrir heildina.“ Orkuveita Reykjavíkur hefur ein- sett sér að vera í fararbroddi í góðri umgengni við umhverfið, markmið fyrirtækisins er að vinna í náinni samvinnu við viðskiptavini og þjón- ustuaðila um að þeir uppfylli um- hverfismarkmið Orkuveitunnar. „Við skilgreinum okkur sem um- hverfisfyrirtæki og tökum það mjög alvarlega og viljum að allir mögu- leikar við framkvæmdir séu skoðaðir með það að leiðarljósi,“ segir Guð- mundur. Línur ekki áður í umræðunni Nú mun Skipulagsstofnun fjalla um matsskýrsluna að teknu tilliti til athugasemda sem borist hafa. „Ég geng út frá því sem vísu að það verði meiri þrýstingur á strengi,“ segir Þórður hjá Landsneti. „Það verður líka að skoða þetta með tilliti til þess að línubyggingar hafa aldrei áður farið í gegnum þessa umræðu, þ.e. hvort leggja eigi streng í stað línu. Þetta er í fyrsta skipti sem við stönd- um frammi fyrir þessu. Við höfum skilning á þessum athugasemdum og viljum gjarnan lágmarka áhrif okkar á umhverfið.“                                                                     !" # $ % & ' " ( ' " ( ' " )( Strengurinn margfalt dýr- ari en línan Skilningur á því að umhverfissjónar- mið leiði til meiri kostnaðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.