Morgunblaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007 13 ÚR VERINU ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Bergur- Huginn hefur á tveimur árum varið 2,8 milljörðum króna til skipa- og kvótakaupa. Veiðiheimildir félagsins eru orðnar ígildi 6.500 þorsktonna og nema 1,6% af öllum úthlutuðum veiði- heimildum á landinu. Í gær var tveimur nýjum skipum, sem sérstaklega eru byggð fyrir flota Vestmannaeyja, gefið nafn í skipa- smíðastöð í Póllandi. Skipin eru byggð fyrir útgerðarfélagið Berg- Hugin ehf. sem hefur í nær 4 áratugi stundað umfangsmikla útgerð frá Eyjum. Þóra Magnúsdóttir, móðir Magn- úsar Kristinssonar útgerðarmanns, gaf fyrra skipinu nafnið Vestmanna- ey VE 444, en eiginkona Magnúsar, Lóa Skarphéðinsdóttir, gaf hinu skip- inu nafnið Bergey VE 544. Systurskip búin til ferskfiskveiða Skipin eru systurskip, 29 metra löng og búin til ferskfiskveiða, svo- kallaðir þriggja mílna togbátar. Nýja Vestmannaeyin kemur í stað vinnslu- skips með sama nafni sem byggt var í Japan 1972. Vestmannaey hefur ver- ið mikið happafley og er áætlað að skipið komi til veiða í byrjun mars nk. Skipstjóri á Vestmannaey VE 444 verður Birgir Þór Sverrisson og yf- irvélstjóri Kristinn Valgeirsson. Bergey er viðbót við flota Bergs- Hugins ehf. en félagið átti fyrir nokkrum árum mikið happaskip með sama nafni. Áætlað er að Bergey komi til veiða í september á þessu ári. Skipstjóri á Bergey VE 544 verður Sigurður G. Sigurjónsson. Samhliða þessum skipakaupum hefur Bergur-Huginn ehf. aflað sér aukinna veiðiheimilda. Þannig fjár- festi félagið í varanlegum veiðiheim- ildum fyrir um 800 milljónir á árun- um 2005 og 2006. Nú í upphafi árs hefur félagið keypt tvö minni útgerð- arfélög, auk kvóta af öðrum útgerð- um fyrir um einn milljarð króna. Á síðustu 18 mánuðum hefur félagið fjárfest í aflaheimildum fyrir nær 1,8 milljarða króna og hafa heimildir þess aukist um 1600 tonn eða sem svarar rúmum 1.300 tonnum í þorsk- ígildum talið. Veiðiheimildir félagsins eru nú alls tæp 6500 tonn í þorskígild- um. Veiðiheimildir félagsins í ís- lenskri landhelgi eru 1,59% af öllum úthlutuðum aflaheimildum. Þetta hlutfall var 1,24% í byrjun kvótaárs- ins 2005/2006 og hefur því vaxið um 0,35% á síðustu tveimur árum. Björt framtíð ,,Ég tel útgerðina í Eyjum eiga bjarta framtíð og það er til marks um þessa sannfæringu að við erum að fjárfesta í skipum og aflaheimildum fyrir nær 2,8 milljarða á þessum tveimur árum. Eyjarnar eru gott samfélag sem við viljum efla á alla lund og þetta er liður í því,“ segir Magnús Kristinsson útgerðarmaður. Tveimur nýjum skipum gefið nafn í Póllandi Morgunblaðið/Ómar Garðarsson Nýsmíðar Þær gáfu skipunum nafn, Þóra Magnúsdóttir, móðir Magnúsar Kristinssonar útgerðarmanns, og eiginkona hans, Lóa Skarphéðinsdóttir. Á milli þeirra er Inga Eymundsdóttir, eiginkona Þórðar Rafns Sigurðs- sonar, útgerðarmanns Dalarafns, en hann var að skrifa undir samning um smíði á nýju skipi í Póllandi. Í HNOTSKURN »Skipin eru systurskip, 29metra löng og búin til ferskfiskveiða, svokallaðir þriggja mílna togbátar. »Hlutfall aflahlutdeildarvar 1,24% í byrjun kvóta- ársins 2005/2006 og hefur því vaxið um 0,35% á síðustu tveimur árum. »Bergur-Huginn hefur fjár-fest í skipum og aflaheim- ildum fyrir nær 2,8 milljarða á tveimur árum. Bergur-Huginn fjölgar skipum og eykur aflaheimildir FÆREYSKA útgerðin Thor Fisheries hefur samið um kaup á tveimur stórum frystistogurum. Þeir heita Herkúles og Póseidon, eru 105 metra langir, 20 metra breiðir og með ríflega 8.000 hest- afla Wartsila aðalvél. Þessi skip eru úr svonefndri Vigo-seríu, en á árunum 1991 til 1996 voru 15 systurskip byggð þar. Eitt af þessum systurskipum er Aþena, en þar á Thor pf. hlut í og gerir skipið út undir færeysku flaggi. Togararnir tveir eru í Panama eins og er og var fyrra skipið, Póseidon, yfirtekið í lok janúar. Seinna skipið, Herkúles, verður væntanlega klár til afhendingar í lok febrúar. Bæði skipin hafa verið að veiðum í Kyrrahafinu og er gert ráð fyrir að þau haldi til veiða á ný í febrúar og marz. Ætlunin er að stunda veiðar á hrossamakríl á alþjóðlegu haf- svæði utan lögsögu ríkja Suður- Ameríku. Makríllinn verður heil- frystur um borð og fluttur í land á flutningaskipi. Afkastageta skipanna hvors um sig er um 280 tonn af afurðum á sólarhring. Um 120 manns verða í áhöfn hvors skips og í henni verða Fær- eyingar, Norðmenn, Rússar og Kínverjar. Skipin munu sigla undir fær- eyskum fána og skrásett í Hós- vík, þar sem höfuðstöðvar Thors pf. eru. Kaupin eru fjármögnuð með aðstoð færeyskra lánastofnana, þar sem Eik er í forystu. Sam- anlagt kaupverð skipanna er um 3,6 milljarðar íslenzkra króna. Færeyingar kaupa tvo frystitogara fyrir fyrirtækið fyrir uppátækin fyrir tómstundirnarfyrir fjölskylduna Kia Carens CRDi dísil, sjálfskiptur, 2.0 l, 140 hö. Verð frá 2.850.000 kr. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA - 8 0 5 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.