Morgunblaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 25
akkúrat ofan í plötuna. Þannig var hægt að komast hjá því að brúnir mynduðust og öll þrif eru þannig mun auðveldari. Fluttu út í hálft ár Það er einhvern veginn þannig að ein breyting kallar á breytingar á einhverju öðru og þannig var það í þeirra tilfelli. Á endanum var nánast allt endurnýjað, allar lagn- ir, rafmagnstafla, innréttingar, þakkantur, þakjárn, gólfefni, sett- ur gólfhiti o.fl. Fjölskyldan leigði litla íbúð í Hafnarfirðinum, flutti út meðan á breytingunum stóð og sex mánuðum síðar áttu þau aft- urkvæmt heim – við gríðarlegan fögnuð barnanna. Þá var húsið nánast tilbúið að undanskildum smáfrágangi á rafmagni, en rafvir- kjarnir voru að leggja lokahönd á verkið. Þau segjast hafa verið virkilega heppin með alla iðn- aðarmenn og kannast ekkert við að þeir standi ekki við sitt. Bygg- ingameistarinn býr í næsta húsi og hélt alveg utan um framkvæmdina. Allt stóðst fullkomlega en þau benda þó á að svona framkvæmdir taki í langflestum tilfellum lengri tíma en áætlað er í upphafi og kosti talsvert meira. Þau segja út- komuna sannarlega þess virði að hafa þurft að flytja að heiman í hálft ár og að húsið passi núna akkúrat utan um fjölskylduna. etra Virkilega smekklegt Rut Káradóttir hannaði skemmtilegarútfærslur inni á baðinu, meðal annars leynihillur þar semsjampóbrúsar og sápur eru geymd. Borðstofa Hér snæðir fjölskyldan og nýtur birt- unnar sem kemur inn um þessa skemmtilegu glugga. Borð og stólar eru úr Epal.  Sjónvarpsskot Hér eyðir fjöl- skyldan drjúgum tíma enda er sóf- inn með eindæmum þægilegur. Hann fengu þau í Exó en mubl- urnar í Innx. Fjölskyldan leigði litla íbúð í Hafnarfirðinum, flutti út meðan á breyting- unum stóð og sex mánuð- um síðar áttu þau aftur- kvæmt heim – við gríðar- legan fögnuð barnanna. heilsa MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007 25 RANNSÓKNIR á mús- um benda til þess að nálastungur geti haft jákvæð áhrif á dópam- ínmagnið í heilanum. Með hvaða hætti er hins vegar ekki vitað. Parkinsonsveiki er tengd skorti á boðefn- inu dópamíni í heil- anum sem leiðir af því að heilafrumur sem framleiða dópamín deyja. Forskning.no greinir frá því að kóreskir vís- indamenn hafi fundið vísbendingar um að nálastungur geti haft jákvæð áhrif á dópa- mínframleiðsluna. Þeir sprautuðu mýs með efni sem drepur heila- frumur sem framleiða dópamín og þannig framkölluðu þeir sjúk- dóminn hjá músunum. Lækkaði hægar Að því loknu var músunum skipt í þrjá hópa. Fyrsti hópurinn fékk nálastungur annan hvorn dag á tveimur stöðum á fæti, þ.e. í hnésbótina og ristina. Þessir punktar á líkamanum hafa frá fornu fari verið tengdir vöðva- hreyfingum. Annar músahópurinn fékk nála- stungur á tvo staði á mjöðm, en þeir staðir hafa hingað til ekki verið taldir sérlega næmir fyrir nálastungum. Síðasti hópurinn fékk hins vegar engar nálastung- ur. Sjö dögum síðar hafði dópamín- magnið minnkað í öllum hópunum en þó var nokkur munur á. Dópa- mínmagnið var helmingi minna en venjulega í hópunum sem fengu engar nálastungur eða stungur í mjaðmir. Dópamínið lækkaði hins vegar mun hægar hjá hópnum sem fékk nálastungur í hnésbætur og ristar og var um 80 prósent af eðlilegu magni eftir sjö daga. Nálastungur gegn parkinsonsveiki? Morgunblaðið/Golli Rannsókn Nálastungur virðast hafa jákvæð áhrif á dópamínmagn í heila.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.