Morgunblaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.02.2007, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Eftir Jón Sigurðsson Blönduós | Það gerist ekki á hverj- um degi að kind sé stolið frá sauða- þjófi og það um hábjartan dag. En síðasti dagur janúarmánaðar varð fyrir valinu hjá þeim sem hurfu á braut með gerðarlegan uppstopp- aðan hrútshaus af Hótel Blönduósi en þar er meðal annars rekinn veit- ingastaðurinn Sauðaþjófurinn. Holgeir Clausen hótelstjóri á Hótel Blönduósi sagði að hrúts- hausnum sem var á vegg við inn- ganginn að veitingasalnum hefði verið stolið um miðjan dag og að þrír menn hefðu þá verið við vinnu inni á hótelinu og einskis orðið var- ir. Holgeir segir það merkilegt að engu öðru hafi verið stolið, því sá sem fjarlægði hrútsa þurfti að ganga fram hjá afgreiðslu hótelsins og þar hefðu verið fartölvur og annað sem er mun verðmætara en höfuðið af hrútnum. Holgeir var ekki búinn að kæra haushvarfið til lögreglu þegar fréttaritari ræddi við hann í vik- unni og var á báðum áttum um hvort hann ætti að gera það því lík- ast til væri langt síðan Blönduós- lögreglan hefði fengist við sauða- þjófnað og það hjá Sauðaþjófnum sjálfum. Hrútshaus stolið frá Sauðaþjófnum Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Horfinn Holgeir Clausen bendir á þann stað sem hrútshausinn góði var. Vinstra megin við innganginn er enn höfuð af hrúti og það ferhyrndum. Stokkseyri | Starfsár Veiðisafns- ins á Stokkseyri hefst með ár- legri byssusýningu í samvinnu við verslunina Vesturröst í dag og á morgun, báða dagana frá klukkan 11 til 18. Sýningin er í húsakynnum safnsins á Stokks- eyri. Verður fjölbreytt úrval skot- vopna til sýnis og munu starfs- menn frá Vesturröst veita upplýs- ingar um vörurnar sem og fylgihluti. Einnig verða til sýnis byssur frá Veiðisafninu sem ekki tilheyra grunnsýningu safnsins og skotvopn úr einkasöfnum, m.a. annars frá Sverri Scheving Thor- steinssyni og Drífu-haglabyssur framleiddar af Jóni Björnssyni. Byssusýning í Veiðisafninu LANDIÐ Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is SVIFRYK er töluvert meira við Glerárgötu á Akureyri en á Grens- ásveginum í Reykjavík þar sem ástandið er verst í höfuðborginni. Þetta kemur fram í mælingum sem umhverfisfræðingarnir Kristín Sig- fúsdóttir og Sóley Jóhannsdóttir á Akureyri gerðu á nýliðnu ári. Allt árið fór svifrykið 29 daga yfir heilsuverndarmörk í Reykjavík – ná- kvæmlega jafnmarga daga og leyfi- legt er samkvæmt reglugerð Evr- ópusambandsins. Á Akureyri var einungis mælt í níu mánuði af tólf en engu að síður fór svifrykið þar 48 daga yfir umrædd mörk. Meginástæður svifryks eru út- blástur frá bifreiðum og malbik og notkun nagladekkja er mun meiri á Akureyri en syðra. Kristín segir svif- ryk eðlilega mun minna þegar snjór hylur jörð en í fyrra hafi verið snjó- létt; nánast sumarfæri að vetrarlagi, en margir ekið á negldum hjólbörð- um þrátt fyrir það. Heilsuverndarmörkin miðast við 50 míkrógrömm svifryks á rúm- metra að meðaltali yfir sólarhring. Við mælistöð umhverfissviðs Reykjavíkurborgar við Grensásveg hefur aldrei mælst meira en á nýlið- inni nýársnótt; hálftímagildi mæl- inga þar var hæst klukkan eitt eftir miðnætti: svifryk þá 1.963 míkró- grömm á rúmmetra (!), en sólar- hringsgildið var 137,6. Kristín segir að marga daga í fyrra hafi svifryk mælst á milli 100 og 200 míkrógrömm á rúmmetra á Akureyri en skv. bandarískum stöðl- um er eldri borgurum og börnum þar í landi, sem og fólki með önd- unarfæra- og hjartasjúkdóma, ráð- lagt að forðast langa áreynslu þegar svo háttar. Hún segir að víða um lönd séu gefnar út viðvaranir þegar svifryk fer yfir ákveðin mörk, eins og t.d. þegar frjóduft er svo mikið að það geti valdið fólki með ofnæmi vandræðum, og mælir eindregið með því að slíkt verði tekið upp hér. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu fyrir fáeinum dögum bendir ný og viðamikil bandarísk rannsókn til þess að sterk tengsl séu á milli loftmengunar frá hraðbrautum og langtímalungnaskaða í börnum og Kristín segir að niðurstöður mæling- anna á Akureyri séu grafalvarleg tíð- indi. Ekki þýði að skella skollaeyrum við þeim og besta leiðin til bóta sé að draga úr akstri árdegis og síðari hluta dagsins. „Að fólk gangi eða fari með strætó til vinnu og í skóla, og svo að dregið verði úr þessu eilífa skutli með börnin,“ segir hún. Kristín segir e.t.v. ekki heppilegt að miðstýringu sé beitt eða bæjaryf- irvöld stundi markaðssetningu ákveðinna hluta – en bætir svo við: „En mikið væri sniðugt ef Akureyr- arbær gæfi öllum hjól í fermingar- gjöf …“ Svifryk mun meira vandamál á Akureyri en í Reykjavík Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Þjóðvegur 1 Glerárgatan sem liggur í gegnum bæinn; svifryk er þar meira en á Grensásveginum í Reykjavík. VEITINGASTAÐURINN Friðrik V verður í sumar fluttur úr Strand- götunni, í eina húsið sem enn á eftir að gera upp í Kaupfélagsgilinu, sem svo var nefnt. Þar ætla eig- endur staðarins einnig að reka verslun með matvæli úr héraðinu. Kaupfélag Eyfirðinga á húsið og gerir það upp á næstu mánuðum, en framkvæmdastjóri KEA og eig- endur veitingastaðarins skrifuðu í gær undir leigusamning til 10 ára. Húsið, sem er 462 fermetrar að gólffleti, hefur oft verið kallað bögglageymslan undanfarið en gamlir KEA-menn tala gjarnan um það sem gamla mjólkursamlagið. Það er neðarlega í Gilinu, ofan við gömlu höfuðstöðvar KEA. Húsið var byggt sem sláturhús 1907 en auk þess var þar m.a. rekin mjólkurvinnslustöð (sem síðar var ofar í götunni), kaffibrennsla, gos- drykkjaverksmiðja og verslun. Bögglageymsla var lengi í kjallara suðausturhorns hússins, þar sem verslunin verður staðsett. Líkt og önnur í Gilinu var húsið byggt upp í kringum starfsemi KEA og hefur alla tíð verið í eigu félagsins. Það hefur staðið autt eftir bruna 1971 og hefur síðan verið notað sem geymsla. Stefnt er að því að útlitið verði sem næst því upprunalega. Friðrik V. Karlsson veit- ingamaður sagði í gær að „hjarta“ veitingastaðarins – eldhúsið – yrði miklu stærra á nýja staðnum en í núverandi húsnæði og veitingasal- urinn einnig. „Markaðurinn er fyrir hendi; við stöndum frammi fyrir því í dag að geta ekki tekið á móti öll- um þeim viðskiptavinum sem vilja koma til okkar,“ sagði hann. Líf færist í síðasta KEA-húsið í Gilinu Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Veitingastaður og verslun Líf verður í húsinu fyrir aftan þremenningana á ný í sumar eftir langt hlé. Hjónin Friðrik V. Karlsson og Arnrún Magnúsdóttir ásamt Halldóri Jóhannssyni, framkvæmdastjóra KEA, í Gilinu í gær. „MÉR leist satt að segja ekkert á þetta fyrstu vikuna, en nú er að- sóknin orðin svipuð og áður,“ segir Sæmundur Ólason, eigandi Amor við Ráðhústorg, en þar hefur verið bannað að reykja síðan 15. janúar. Áður hafa reykingar verið bann- aðar á kaffihúsum og mat- sölustöðum í bænum en Amor er fyrsti skemmtistaðurinn sem setur þessa reglu. „Við höfum fengið mikið hrós en líka skammir. Hingað hefur komið fólk og farið strax út – og sagst aldrei myndu koma aftur. En þeir eru miklu færri en hinir sem eru ánægðir.“ Í sumar taka gildi lög sem banna reykingar á skemmtistöðum. „Okk- ur fannst tilvalið að drífa í breyt- ingunni strax þegar við máluðum og gerðum huggulegt hérna eftir bruna sem varð milli jóla og nýárs,“ segir Sæmundur. Skammir og hrós á Amor OPINN fundur um erlent vinnuafl og áhrif þess á vinnumarkaðinn verður á vegum Stefnu – félags vinstri manna, að Skipagötu 14 í dag kl. 14. Ræðumaður: Aðalsteinn Baldursson formaður Verkalýðs- félags Húsavíkur og nágrennis. Erlent vinnuafl KRISTÍN Guðmundsdóttir opnar í dag kl. 14. listsýninguna Barns- legar minningar + löstur mannsins á Café Karólínu. Þetta er fyrsta einkasýning hennar. Listsýning á Café Karólínu SVIFRYK eru örsmáar agnir í and- rúmsloftinu. Það er að mestu leyti til komið vegna útblásturs frá bif- reiðum og malbiks sem spænist upp vegna aksturs á nagladekkjum. Svifryk getur haft slæm áhrif á fólk með öndunarfæra- eða hjarta- sjúkdóma, eldri borgara og börn. Svifryk fór oft yfir þau mörk á Ak- ureyri í fyrra svo að með réttu hefði átt að ráðleggja því fólki að takmarka áreynslu utandyra. Hvað er svifryk?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.