Morgunblaðið - 09.02.2007, Side 12

Morgunblaðið - 09.02.2007, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR NÚ SÉR brátt fyrir endann á mikl- um framkvæmdum sem hófust á Laugardalsvelli fyrir rúmu ári að frumkvæði Knattspyrnusambands Íslands, en KSÍ samdi við Ístak um framkvæmdirnar. Eldri stúkan hef- ur verið stækkuð og endurbætt og rúmar nú um 6.500 manns í sæti. Verið er að ganga frá nýrri bygg- ingu fyrir skrifstofu KSÍ og fræðslu- setur sem Tark Teiknistofan teikn- aði. Nýja skrifstofubyggingin er aftan við breyttu stúkuna og þar verður auk þess miðasala og inngangar fyr- ir starfsfólk og áhorfendur. Nýja byggingin er tæplega 6.000 fermetrar á fjórum hæðum. Í kjall- ara eru geymslur. Inngangar, sal- erni og fleira er á jarðhæð, skrif- stofur á 2. hæð, fræðslusetur og herbergi sem notuð verða meðal annars fyrir sérstaka hópa á lands- leikjum á 3. hæð og aðstaða fyrir fréttamenn á 4. hæð. Í hólfunum á jarðhæð undir stúkunni verða meðal annars veitingasölur og sjúkra- herbergi. Á skrifstofuhæðinni verð- ur eldhús, kaffistofa, fundarsalur, geymslur og rúmgóð vinnuherbergi. Á 3. hæðinni verður góð aðstaða fyr- ir sjónvarpsmenn og eftirlitsfólk auk tveggja stórra herbergja sem fyr- irtæki leigja á leikjum en verða ann- ars notuð fyrir starfsemi fræðsluset- ursins. Glæsileg aðstaða í Laugardalnum Morgunblaðið/RAX Eftirlitsherbergið Jóhann G. Kristinsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, í nýja eftirlitsherberginu þar sem hann verður ásamt fulltrúum lögreglu og ör- yggisgæslu á heimalandsleikjum Íslands í knattspyrnu. Aðstaðan er fyrsta flokks og getur vart verið betri, segir Jóhann, en ekkert skyggir á völlinn. Framkvæmdum á Laugardalsvelli lýkur á næstu vikum og þá fær KSÍ glæsilega aðstöðu fyrir starfsemi sína auk þess sem mun betur verður búið að áhorf- endum og fjölmiðlum en áður. Morgunblaðið/RAX Salir Hornherbergin í fræðasetrinu eru nánast tilbúin en þau verða leigð fyrirtækjum á landsleikjum. Í HNOTSKURN » Fyrsti landsleikurinn varleikinn á Laugardalsvelli 9. júní 1957. » Laugardalsvöllur varvígður 17. júní 1959. » KSÍ flutti skrifstofur sínarí húsnæði undir hinni gömlu stúku Laugardalsvallar 1997. Sama ár var ný stúka byggð að austanverðu. » Vinna við endurbætur ogstækkun á vesturstúku og byggingu nýrrar skrifstofuað- stöðu KSÍ hófst 2005. » Í stúkunum eru nú um10.000 númeruð sæti. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „VINAFÉLAGIÐ breytir öllum for- sendum við starfið,“ segir Guðrún Margrét Pálsdóttir, formaður ABC- barnahjálpar, um stofnun Vinafélags ABC-barnahjálpar. Félagið var stofnað í gær og er hugsað sem stuðn- ingsfélag við rekstur og útrás ABC- barnahjálpar. Íslenska hjálparstarfið ABC-barnahjálp hefur verið starf- rækt frá 1988. Guðrún Margrét Páls- dóttir er einn af stofnfélögunum og hefur starfað sem sjálfboðaliði fyrir félagið frá byrjun, en hún var lengst af framkvæmdastjóri. „Ég fékk hugmyndina um stofnun ABC-barnahjálpar í hnattferð fyrir 20 árum og hef síðan reynt að gera mitt besta í þessu efni,“ segir hún. Hugsjónastarf Að sögn Guðrúnar Margrétar hef- ur starfið verið knúið áfram af hug- sjón og þrautseigju, mestmegnis af sjálfboðaliðum með lágmarksfé til reksturs. Stefnan hafi alltaf verið sú að söfnunarfé og framlög vegna styrktarbarna og verkefna renni óskert til hjálpar. Hugsjónin sé að hjálpa eins mörgum börnum og hægt sé með menntun, fæði, klæði, lækn- ishjálp og heimili þar sem þörf sé á. Hún leggur áherslu á að um ís- lenskt starf sé að ræða og það verði sérstaklega kynnt í ABC-vikunni 12. til 18. febrúar. Árlega söfnunin Börn hjálpa börnum verði síðan í samstarfi við grunnskólana 15. febrúar til 2. mars. Hjá ABC eru tvö og hálft launað stöðugildi og auk þess er íslenskur starfsmaður ABC í Kenýa. Félagið sér fyrir um 7.000 styrktarbörnum og þar af um 2.700 börnum í heimavist með fullri framfærslu. Á síðasta ári voru sendar um 135 milljónir króna til hjálparstarfs erlendis og frá byrjun hefur félagið sent út um 835 milljónir króna án verðbóta. Á sl. ári var fjár- mununum varið til að kosta menntun og framfærslu 6.500 barna, byggja þrjá skóla í Pakistan og heimavist á Indlandi, auk þess sem lokið var við byggingu skóla í Úganda og korna- barnahús á Indlandi. Nú stendur yfir bygging heimavista fyrir stúlkur í Norður-Úganda og bygging fjórða skólans í Pakistan auk þess sem haf- ist verður handa við byggingu heima- vista og skóla í Kenýa, Pakistan og Líberíu. Vinafélagið öllum opið Stofnuð hafa verið tvö félög til að auðvelda ABC-barnahjálp að ná markmiðum sínum. Annars vegar ABC Children’s Aid International sem var stofnað 1. febrúar. Í öðru lagi er um að ræða Vinafélag ABC- barnahjálpar sem var stofnað í gær. Það er hugsað sem stuðningsfélag við rekstur og útrás ABC-barna- hjálpar. ABC-vinir eru þeir sem skuldbinda sig til að leggja árlega 100.000 kr. eða meira til reksturs ABC. Stofnfélagar eru meira en 30 og á meðal þeirra Spron, Netbankinn, Glitnir, Össur, Icelandair, Hampiðj- an, Skeljungur, Sjóvá, Rúmfatalag- erinn, 66°Norður, Lyfja, Hans Pet- ersen, 10-11, Gunnar Eggertsson hf., Fasteignasalan Fold ehf., Fríkirkj- an, Vegurinn, Dýraland, Blikksmið- urinn og Inn-X Innréttingar. Í stjórn voru kjörin Þór Sigfússon formaður, Gunnar Karl Guðmunds- son, Hannes Lenz, Einar Gautur Steingrímsson, Soffía Sigurgeirs- dóttir, Ólafur Steinarsson og Aðal- heiður Pálmadóttir. Varamenn eru Guðmundur Ásgeirsson, Kristján Gunnarsson og Geir Þórðarson. Endurskoðandi er Haukur Gunnars- son. Starfið byggist fyrst og fremst á sjálfboðaliðum, ABC-kreditkorti og debetkorti og nú Vinafélaginu, en vonast er til að félagið geti alfarið kostað reksturinn þegar fram líða stundir. Þór Sigfússon segir að ABC- barnahjálp hafi alltaf notið velvildar vegna þess að peningarnir hafa runn- ið beint til barna erlendis. Vinafélag- ið sé öllum opið og ástæða sé til að hvetja fleiri einstaklinga og fyrirtæki til að leggja þessu góða máli lið. Vinafélag ABC-barnahjálpar breytir öllu ABC-barnahjálp styrkir um 7.000 börn og hefur sent um 835 milljónir króna til hjálparstarfs erlendis Morgunblaðið/Árni Sæberg Hugsjónakonur Guðrún Margrét Pálsdóttir, formaður ABC-barnahjálpar, og Soffía Sigurgeirsdóttir, stjórn- arkona í Vinafélagi ABC-barnahjálpar, við stofnun félagsins í gær, en fjölmargir voru á stofnfundinum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.