Morgunblaðið - 09.02.2007, Page 14

Morgunblaðið - 09.02.2007, Page 14
14 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR – f yri r öl lu sem hugurinn girnist Þú getur unnið! Laust blaðberastarf í þínu sveitarfélagi Hringdu í umboðsmann Morgunblaðsins á þínu svæði Borgarnes, Þorsteinn – 860 9008 Akranes, Ófeigur – 892 4383 Keflavík, Elínborg – 421 3463, 820 3463 Grindavík, Kolbrún – 847 9458 Sandgerði, Garður, Harpa Lind – 845 7894 Hveragerði, Úlfar – 893 4694 Selfoss, Sigdór – 846 4338 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Frá kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn saman í íbúð m. 1 svefnherbergi í 2 vikur, 6. mars, á Oasis Dunas eða Oasis Royal. Gist- ing á Oasis Tamarindo kr. 5.000 aukalega á mann. Frá kr. 49.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna í íbúð/her- bergi í 2 vikur 6. mars, á Oasis Dunas eða Oasis Royal. Gisting á Oasis Tamarindo kr. 5.000 aukalega á mann. Munið Mastercard ferðaávísunina Sólarveisla á Fuerteventura 6. mars frá kr. 39.990 í 2 vikur Síðustu sætin - fyrstur kemur fyrstur fær Bjóðum nú síðustu sætin til Fuerteventura, sem svo sannarlega hefur slegið í gegn hjá Íslend- ingum, á frábæru tilboði. Njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað. Ótrúlegt tilboð - 2 vikur ÍSLENDINGAR nota um fjórar milljónir pizzukassa á ári og væri þeim staflað myndu þeir ná 240 km hæð,“ segir Gyða Björnsdóttir fræðslufulltrúi SORPU. Í viku hverri fara um 12 gámar af pappír, pappírs- umbúðum og bylgjupappa til endur- vinnslu í Svíþjóð. Á árinu 2005 tók Sorpa á móti 196.000 tonnum af úr- gangi, af því fóru 69 þúsund tonn í endurvinnslu eða 34%. Urðun var aft- ur á móti 127 þúsund tonn eða 66%. Að sögn Gyðu er flokkun forsenda þess að hægt sé að endurnýta úr- gang. Gyða hefur tekið þátt í tilraun 12 heimila í Hlíðunum til að mæla árs- skammta af dagblaðs- og auglýsinga- pósti. Magnið eykst ár frá ári, því 2003 bárust 133 kg af slíkum pósti inn á hvert heimili en árið 2006 var magn- ið 205 kg. Í Reykjavík reyndust dag- blöð, tímarit og auglýsingapóstur árið 2006 vera 27% af heimilissorpinu. Nota fjórar milljónir pizzukassa á hverju ári Við tökum þessu eins og hverju öðrunýju verkefni. Lífið hefur tekiðbeygju. Þetta er kannski önnur leiðen maður hafði upphaflega hugsað sér, en það þarf í sjálfu sér ekki að vera slæmt. Þetta verður öðruvísi líf fyrir Örnu, en það þarf ekki að verða slæmt,“ segir Sigfríður Hallgrímsdóttir, móðir Örnu Sigríðar sem 30. desember sl. slasaðist alvarlega á skíðum í Geilo í Noregi. Blaðakona heimsótti Örnu og fjölskyldu hennar á Endurhæfingardeild Landspítalans við Grensás í gær, en þar mun Arna dveljast næstu 4-6 mánuði og er mark- miðið að hún verði sjálfbjarga í hjólastól við út- skrift. Að sögn Alberts Óskarssonar, föður Örnu, fékk hann fréttir af slysinu símleiðis að morgni 30. desember og keyrði samdægurs til Reykja- víkur og var kominn út til Noregs daginn eftir. Sigfríður varð eftir heima til þess að undirbúa heimkonuna. Segir Albert það hafa verið skelfilega reynslu að vera svo óralangt í burtu frá slösuðu barni sínu. „Raunar vissum við ekki fyrst hversu alvarlegt þetta var og vorum að fá fréttirnar smám saman,“ segir Albert. Bendir hann á að norsku læknarnir hafi eftir bakaðgerðina sagt að Arna myndi ekki ganga aftur, en íslensku læknarnir útiloki það ekki þó að þeir segi að líkurnar á því að hún komist á fætur séu minni en meiri. Endanleg niðurstaða ætti að liggja fyrir um næstu mánaðamót. Arna flaug heim til Íslands í sjúkraflugi 5. janúar og dvaldi fyrstu dagana í einangrun á Landspítalanum í Fossvogi áður en hún var send á Endurhæfingardeildina við Grensás. Þar hafði hún dvalið í tíu daga þegar bólgur tóku sig upp í brisinu sem gerði það að verkum meltingin stöðvaðist og því varð að flytja hana á Barnaspítala Hringsins þar sem hún dvaldi í þrjár vikur og kom fyrst aftur á Grensás í fyrradag og getur nú haldið endurhæfingu sinni áfram. Skíðafélagarnir söfnuðu fyrir fartölvu Aðspurð hvað taki við segist Arna munu verða í sjúkraþjálfun tvisvar á dag næstu vik- urnar, auk þess sem hún fær sálfræðiaðstoð til þess að takast á við andlega áfallið sem fylgir slysinu. Segist hún stefna að því að taka tvo áfanga utanskóla við Menntaskólann á Ísafirði, en Arna er á fyrsta ári á náttúrufræðibraut. Að sögn Örnu hafa bæði vinirnir að vestan og fjölskyldan verið afar dugleg að heimsækja hana. Skíðafélagar Örnu færðu henni nýverið fartölvu sem þeir höfðu safnað fyrir. Tölvuna getur Arna notað til að stunda fjarnámið, en einnig til að blogga, því Arna heldur úti bloggi á vefslóðinni: http://arnaokkar.bloggar.is. Að sögn Óskars, stórabróður Örnu, hélt fjöl- skyldan úti blogginu fyrir hönd Örnu fyrst eft- ir slysið, en bloggið var góð leið til þess að veita ættingjum og vinum upplýsingar um stöðu mála, auk þess sem dýrmætt var fyrir Örnu að fá kveðjur og hvatningu í at- hugasemdakerfinu á blogginu. Núna er Arna sjálf tekin við skrifunum. Við lestur bloggsins verður ljóst að Arna nálgast slysið og afleið- ingar þess með gálgahúmorinn að vopni og vilja foreldrar hennar meina að það sé ein besta leiðin til að takast á við aðstæðurnar. Spurð hvernig hún haldi bjartsýni sinni og lífsgleði við þessar erfiðu aðstæður segist Arna eiga sér mikilvæga fyrirmynd hjá Guð- björtu Lóu, eldri systur vinkonu sinnar, sem á síðustu árum hefur þurft að glíma við þrálátt krabbamein, en hún er þremur árum eldri en Arna. „Hún heimsótti mig eftir slysið og það veitti mér mikinn innblástur, því hún er svo bjartsýn þrátt fyrir erfið veikindi. Mér finnst hún glíma við miklu erfiðari veikindi en ég. Þrátt fyrir það er hún svo bjartsýn og glöð,“ segir Arna. Aðspurð segist Arna auðvitað hafa það sem meginmarkmið að geta gengið á ný einn góðan veðurdag. Spurð hver helstu verkefni séu í ná- lægri framtíð segist Arna stefna að því að komast í útskrift frænku sinnar undir lok mán- aðarins. „Síðan langar mig að komast heim til Ísafjarðar í heimsókn um páskana,“ segir Arna og upplýsir að helsta aðdráttaraflið séu tónleikarnir Aldrei fór ég suður sem þá verða haldnir. Auk þess segist Arna stefna að því að taka bílpróf meðan hún dvelst á Grensási, en hún verður 17 ára um mitt næsta sumar. Lífið hefur tekið beygju Arna Sigríður Albertsdóttir lenti í skíðaslysi 30. desember sl. með þeim afleiðingum að hún er lömuð fyrir neðan brjóst- kassa. Silja Björk Huldudóttir ræddi við Örnu og fjölskyldu. Morgunblaðið/Kristinn Afdrifarík skíðaferð Arna Sigríður Albertsdóttir bloggar um reynslu sína síðustu vikur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.