Morgunblaðið - 09.02.2007, Side 15

Morgunblaðið - 09.02.2007, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2007 15 ÚR VERINU FISKNEYZLA á Bretlandseyjum jókst um 4% á síðasta ári, mælt í smásölu. Alls vörðu Bretar 2,3 millj- örðum punda, 311 milljörðum ís- lenzkra króna, til fiskkaupa, en heildarmagn í tonnum talið dróst saman um 1% samkvæmt upplýsingum frá Seafish Industry Authority. Mest var aukningin í sölu á kæld- um sjávarafurðum, eða 7%. Seldar voru kældar afurðir fyrir 162 millj- arða íslenzkra króna. Sala á frystum sjávarafurðum jókst um 3% en sala á niðursoðnu fiskmeti minnkaði um 1% mælt í verðmætum. Sé litið á magnið var samdráttur í öllum af- urðaflokkum, en mestur í niðursuð- unni, 3%. Brezkir neytendur vörðu 11% meiri fjármunum til kaupa á náttúrulegum, kældum afurðum, en eini flokkur kældra afurða, sem minna var keypt af, var fiskur í brauði og deigi. Vinsælasti fiskrétturinn á Bret- landi er fiskur og franskar. Þar eru yfir 11.500 veitingahús sem selja þennan vinsæla rétt og eru skammt- arnir ríflega 225 milljónir á ári. Velt- an er hvorki meira né minna en 162 milljarðar króna. Þorskur er algeng- asta tegundin, 61,5%, en ýsan kemur næst með 25%. Megnið af fiskinum er flutt inn, meðal annars frá Íslandi, sem er stærsti einstaki seljandi á þorski til Bretlandseyja. Bretar borða fisk fyrir 311 milljarða GENGIÐ hefur verið frá sölu Ála- borgar ÁR 25 með öllum aflaheim- ildum til Bergs-Hugins í Vest- mannaeyjum. Kaupverð er á bilinu 600 til 700 milljónir og er miðað við verð á varanlegum þorskheim- ildum, um 2.400 krónur kílóið. Veiðiheimildir Álaborgar sam- kvæmt úthlutun í haust eru 364 þorskígildistonn, en þar af er þorskur um 121 tonn. Óljóst er hvort Álaborgin verður gerð út áfram en hún er tog- og netabátur smíðaður 1974 og yfirbyggður 183. Útgerðarfélagið Bergur-Huginn hefur á tveimur árum varið 2,8 milljörðum króna til skipa- og kvótakaupa. Veiðiheimildir félags- ins eru orðnar ígildi 6.500 þorsk- tonna og nema 1,6% af öllum út- hlutuðum veiðiheimildum á landinu. Í síðustu viku var tveimur nýjum skipum, sem sérstaklega eru byggð fyrir Berg-Hugin, gefið nafn í Póllandi. Kemur annað skip- ið í stað vinnsluskipsins Vest- mannaeyjar, en hitt verður viðbót við útgerðina. Mikil eftirspurn Mikil eftirspurn er nú eftir afla- hlutdeild og verðið hefur ekki ver- ið hærra áður. Það var Skipamiðl- unin Bátar og kvóti, sem hafði milligöngu um þessi viðskipti. Verð á aflahlutdeild hefur nú tvö- faldazt á um tveimur árum og meira en tífaldazt síðan 1992 þeg- ar sala varanlegra aflaheimilda hófst að ráði. Síðustu samningar um kaup, sem kunnugt er um, eru upp á 2.400 krónur á kílóið af þorski, en fyrirliggjandi eru sölu- tilboð upp á 2.700 krónur. Þorsk- kíló seldist á um 200 krónur árið 1992. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Bergur-Huginn kaupir Álaborg frá Eyrarbakka Á SÍÐASTA ári seldi Þorbjörn hf. fiskafurðir fyrir tæpa 4,5 milljarða króna (fob). Um borð í frystiskip- um félagsins voru framleiddar af- urðir fyrir um 2,1 milljarð og í fiskvinnslu félagsins í landi voru framleiddar afurðir fyrir 2,4 millj- arða króna. Í landvinnslu félagsins var unnið úr 9.200 tonnum af ferskum fiski og er það 13% aukning frá árinu 2005. Af einstökum afurðaflokkum voru verðmæti frystra afurða 2,2 milljarðar króna, saltfiskafurða liðlega 1.880 milljónir króna, verð- mæti ferskra afurða var tæplega 400 milljónir króna og ýmissa ann- arra afurða um 100 milljónir króna. Þorskafurðir verðmætastar Þorskafurðir voru verðmætastar ef litið er á einstakar tegundir, bæði frystar, ferskar og saltaðar, eða rúmur 2,1 milljarður króna. Mikilvægustu markaðslönd fyrir- tækisins eru Bretland, Bandaríkin, Spánn og Japan. Verð á erlendum mörkuðum hélt áfram að hækka á árinu í erlendri mynt í einstaka af- urðaflokkum. Íslenska krónan veiktist nokkuð á árinu og hækk- aði meðalgengi þeirra gjaldmiðla, sem fyrirtækið selur sínar afurðir í, um að meðaltali 10% í krónum talið á árinu. Allir togarar Þorbjörns eru komnir úr fyrsta túr á nýju ári og er aflaverðmæti þeirra eftirfar- andi: Hrafn Sveinbjarnarson: um 58 milljónir eftir 21 dag, Gnúpur: 71 milljón eftir 22 daga, og Hrafn: 62 milljónir eftir 26 daga. Betri aflabrögð í janúar Þrátt fyrir leiðinlegt tíðarfar urðu aflabrögð í janúarmánuði frá Grindavík talsvert betri en á sama tíma í fyrra. Afli stóru línuskip- anna hefur verið á bilinu 50–70 tonn í hverri veiðiferð, oftast eftir 5 lagnir. Af þeim hefur Kristín borið mestan afla á land, tæplega 400 tonn í 5 veiðiferðum. Smærri línubátar fengu ágætan afla þegar gaf á sjó og komust þeir uppí 11–12 tonn í róðri. Mestan afla í mánuðinum fékk Gísli Súrs- son, 65 tonn í 9 róðrum Tregur afli var hjá netabátum í mánuðinum, þó virtist sem heldur væri að glæðast á dýpri slóð síðustu daga mánaðarins, en þá gekk í brælu og um mánaðamótin voru allir neta- bátar með netin um borð. 13% aukning í land- vinnslu Þorbjarnar Í HNOTSKURN »Í landvinnslu félagsins varunnið úr 9.200 tonnum af ferskum fiski og er það 13% aukning frá árinu 2005. »Þorskafurðir voru verðmæt-astar ef litið er á einstakar tegundir, bæði frystar, ferskar og saltaðar. Verðmæti þeirra var rúmur 2,1 milljarður króna »Gengi krónunnar lækkaði ásíðasta ári og hækkaði það meðalverð afurða um 10% í kr.. Fiskafurðir fyrir 4,5 milljarða seld- ar á síðasta ári FISKMARKAÐIRNIR á landinu seldu fyrir 1.481 milljón í janúar sl. sem er það langmesta sem selst hef- ur fyrir í mánuðinum frá upphafi. Janúar 2002 kemur næstur en þá seldist fyrir 1.245 milljónir. Í janúar voru seld 8.404 tonn, sem er meira en janúar 2006, en þá voru seld 8.166 tonn, örlítið minna en 2005 þegar 8.419 tonn voru seld. Meðalverðið í janúar var 176,21 krónur sem er yfir 37% hærra en í janúar 2006. Þetta er hæsta með- alverð sem sést hefur í einum mán- uði síðan í febrúar 2002, en þá var það 186,94 krónur á kíló. Selt á mörkuðum fyrir tæpa 1,5 milljarða í janúar  !   ! " #  $ %&&'('))*             & & & &    '  '  '  ' '  '  '  ' FYRIRTÆKIN Héðinn hf., Intelsc- an örbylgjutækni ehf. og Elrún ehf. hafa ákveðið að vinna saman að markaðssetningu á lausnum Intelsc- an ehf. fyrir fiskimjölsiðnaðinn. Fyr- irtækið Intelscan hefur þróað búnað sem mælir vatnsinnihald í ýmsum efnum á svipstundu. Intelscan hefur fengið samþykkt einkaleyfi fyrir búnað sinn víða um heim, svo sem í Evrópu, Bandaríkj- unum, Kína og Rússlandi. Markmiðið með samstarfi fyrir- tækjanna þriggja er að bjóða fiski- mjölsframleiðendum búnað sem auð- velt er að koma fyrir í framleiðsluferlinu og veitir raun- tímaupplýsingar um rakastig í mjöl- inu meðan á framleiðslu stendur. Niðurstaða mælinga birtist sam- stundis í stjórnstöð og bætir þannig þurrkunarferlið svo afraksturinn er minni sveiflur í vatnsinnihaldi mjöls- ins og aukin nýting á mjölinu, auk orkusparnaðar. Héðinn hf. hefur hannað hentugan sýnatökubúnað sem sækir mjöl úr vinnsluferlinu til mælinga og skilar því svo aftur í vinnsluna. Elrún ehf. mun sjá um tengingar við stjórnherbergi fiskimjölsverk- smiðjanna. Nýr búnaður til mælinga á fiskimjöli á markaðinn aðalfundur össurar hf. á dagskrá fundarins verða: Reykjavík 9. febrúar 2007 Stjórn Össurar hf. 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt grein 4.02 í samþykktum félagsins. 2. Tillaga um heimild til stjórnar til að auka hlutafé félagsins um allt að 200.000.000 hluti, án forgangsréttar hlutahafa. 3. Tillaga um að heimila stjórn að kaupa eigin bréf félagsins. 4. Tillaga að starfskjarastefnu skv. 79.gr.a. hlutafélagalaga. 5. Önnur mál. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins, ásamt skýrslu endurskoðenda, mun vera hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins að Grjóthálsi 5, Reykjavík, viku fyrir aðalfund. Reikningar og önnur gögn verða einnig birt á heimasíðu félagsins sem er www.ossur.com. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað frá kl. 8:15. Hluthafar eru hvattir til að mæta tímanlega til að taka við fundargögnum. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 8:30. Aðalfundur Össurar hf. verður haldinn á Grand Hótel við Sigtún, Reykjavík, föstudaginn 23. febrúar 2007 og hefst hann kl. 8:30. Vi› hjálpum fólki a› njóta sín til fulls

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.