Morgunblaðið - 09.02.2007, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2007 19
Fyrrverandi liðsmaður uppreisnar-
manna í Aceh í Indónesíu, Irwandi
Yusef, sór í gær eið sem héraðs-
stjóri. 30 ára löngu stríði í héraðinu
lauk með friðarsamningum í fyrra.
Skæruliði sver eið
Aðstoðarheilbrigðismálaráðherra
Íraks, Hakim al-Zamili, var hand-
tekinn í gær. Er honum gefið að sök
að hafa átt samstarf við dauðasveit-
ir sjíta í Bagdad.
Ráðherra í haldi
Flóttamannastofnun Sameinuðu
þjóðanna hvatti í gær til þess að um
400 Afríkumenn, sem hírast nú um
borð í báti við vesturströnd álf-
unnar, fengju að fara í land.
Bátafólk í vanda
Hvar? Flóttafólk við Kanaríeyjar.
BANDARÍSKA geimferðastofn-
unin, NASA, ætlar nú að endur-
skoða sálfræðimat það sem verð-
andi geimfarar þurfa að gangast
undir. Var þetta ákveðið í kjölfar
þess að geimfarinn Lisa Nowak var
handtekin fyrir að reyna að myrða
konu sem hún hélt vera keppinaut
sinn um ástir annars geimfara,
Williams Oefelein.
Shana Dale, aðstoðaryfirmaður
NASA, sagði að innan stofnunar-
innar yrði farið yfir ferlið til að
„meta hvort endurbóta sé þörf“.
Nýtt sálfræðimat?
SNJÓNUM kyngdi niður í London í gær og þessi mynd
var tekin af fólki í snjóboltakasti í miðborginni, nálægt
þinghúsinu í Westminster.
Það snjóaði reyndar víða mikið í Bretlandi, í Wales og
á Norður-Írlandi í gær og flestir voru viðbúnir því að
það hefði áhrif á umferð inn og út úr borgum og á al-
menningssamgöngur í landinu, með tilheyrandi seink-
unum.
AP
Mikil snjókoma á Bretlandi
Washington. AP. | Tim Russert,
þekktur fréttaþáttarstjórnandi í
Bandaríkjunum, neitaði því fyrir
rétti á miðvikudag að hann hefði
sagt Lewis „Scooter“ Libby, fyrr-
verandi skrifstofustjóra Dicks
Cheney varaforseta, frá því að
fyrra bragði að eiginkona Josephs
Wilsons sendiherra ynni fyrir
bandarísku leyniþjónustuna, CIA.
„Það hefði verið útilokað,“ sagði
Russert. „Ég vissi ekki hver sú
manneskja var fyrr en nokkrum
dögum síðar.“
Vitnisburður Russerts, ef kvið-
dómur tekur hann trúanlegan,
væri mjög skaðlegur fyrir Libby,
enda hefur hann sagt eiðsvarinn að
það hafi verið Russert sem sagði
honum frá því í símtali sumarið
2003 að eiginkona Wilsons, sem
gagnrýndi réttlætingu stjórnvalda
á innrás í Írak í grein í New York
Times, væri starfsmaður CIA.
Mál þetta snýst m.a. um fullyrð-
ingar þess efnis að ráðamönnum í
Hvíta húsinu hafi verið svo umhug-
að um að skaða Wilsons vegna
greinarskrifa hans og gagnrýni að
þeir hafi lekið þeim tíðindum að
Valerie Plame, kona hans, ynni hjá
CIA og að það hefði jafnvel verið
hún sem hefði haft frumkvæði að
því að hann var sendur til Níger til
að rannsaka hvort þarlendir menn
hefðu selt Írökum efni til kjarn-
orkuvopnaframleiðslu.
Það telst lögbrot í Bandaríkj-
unum að fletta ofan af útsendara
CIA. Libby er þó ekki ákærður
fyrir að hafa verið sá sem lak upp-
lýsingunum um Plame í fjölmiðla
heldur fyrir að hafa gerst sekur
um meinsæri og fyrir að hafa
reynt að leggja stein í götu réttvís-
innar.
Vitnisburður
Russerts skað-
legur fyrir Libby
„Scooter“ Libby Tim Russert
Einbýlishús
óskast
Óska eftir stóru einbýlishúsi til leigu
á höfuðborgarsvæðinu fyrir fjársterkan aðila.
Upplýsingar í síma 862 0700
eða atli@ijtrading.is
Kuala Lumpur. AP. | Það er aldrei of
seint að gera hreint á salerninu.
Það er að minnsta kosti skoðun
stjórnvalda í Malasíu en þar er ætl-
unin að láta háskóla bjóða upp á
námskeið í salernishreinsun. Al-
menningsklósett landsins eru sögð
vera alræmd fyrir óþrifnað og
slæman aðbúnað, þar skorti oft
botnþerrur og sápu og stundum sé
jafnvel engin seta.
Vitnað var í aðstoðarráðherra
húsnæðis- og sveitarstjórnarmála,
Robert Lau, sem sagði að mark-
miðið væri að koma klósettmál-
unum á jafn hátt stig og í Bretlandi
eða Singapúr. „Það er ekki ein-
vörðungu hægt að dæma snyrti-
mennsku á salernum með augunum
einum,“ sagði Lau. „Það þarf líka
að huga að hreinlætisbúnaði, sápu,
ilmefnum og pappírsþurrkum.“
Ríkisstjórnin lýsti því nýlega yfir
að hún vildi efna til „klósettbylt-
ingar“ og verður m.a. gripið til
þess ráðs að fella úr gildi veit-
ingaleyfi staða sem ekki standa
sig.
Morgunblaðið/Ásdís
Í lagi Nýtísku hreinlætistæki í
verslun á Íslandi.
Klósettbylting
sögð í aðsigi
Mekka. London. AFP, AP. | Helstu
stjórnmálahreyfingar Palestínu-
manna, Fatah og Hamas, náðu í gær
samkomulagi um að binda enda á
blóðug átök milli fylkinganna og
mynda samsteypustjórn um þjóðar-
einingu. Verða óháðir sérfræðingar
látnir veita forystu mikilvægum
ráðuneytum utanríkis- og fjármála,
talið er að ráðherra innanríkismála
og þar með lögreglunnar verði einn-
ig óháður. Hamas-liðinn Ismail Han-
iyeh verður áfram forsætisráðherra.
Hátt í hundrað manns hafa fallið í
átökunum síðustu vikurnar á Gaza
og Vesturbakkanum og var sam-
komulaginu ákaft fagnað víða á her-
numdu svæðunum í gærkvöld.
Óljóst er hvernig fundin var lausn
á deilunum um tilvistarrétt Ísraels.
Hamas hefur ávallt neitað að viður-
kenna Ísrael og fordæma hryðju-
verk. Þessi afstaða samtakanna varð
í fyrra til þess að Vesturveldin hættu
að veita Palestínustjórn, sem Hamas
hefur farið fyrir, fullan fjárstuðning.
Deilan um tilvistarrétt Ísraels
óleyst?
Mahmoud Abbas, forseti Palest-
ínu og leiðtogi Fatah, og Khaled
Meshaal, útlægur leiðtogi Hamas,
undirrituðu samkomulagið. Hvatti
Abbas væntanlega stjórn til að
„virða alþjóðalög og samninga sem
Frelsishreyfing Palestínu, PLO, hef-
ur gert“ við Ísraela. Hamas-menn
hafa sagt að með slíkri viðurkenn-
ingu væru þeir um leið að viður-
kenna tilvist Ísraelsríkis sem þeir
heimta að verði lagt niður.
Ráðamenn í Bretlandi fögnuðu
samkomulaginu en tóku fram að fara
yrði vandlega yfir ákvæði þess og
ljóst að átt var við deilurnar um við-
urkenningu á Ísrael. Talsmenn
Bandaríkjastjórnar tóku í sama
streng í gærkvöld.
Sömdu um þjóð-
stjórn í Palestínu