Morgunblaðið - 09.02.2007, Side 20

Morgunblaðið - 09.02.2007, Side 20
20 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING ÍSLENSKIR tónlistarmenn fá góða umfjöllun í skandinavískum fjölmiðlum í þessari viku. Í sænska blaðinu Borås Tidning fær Kaj- ak, nýjasta plata Benna Hemm- Hemm góða dóma. Þar segir gagnrýnandinn, Joel Sjöö, barnslega gleði skína í gegn- um tónlistina og líkir henni við barn sem er nýbúið að læra að hjóla og hefur aldrei kynnst neinu eins spennandi um ævi sína. Hann segir plötu Benna Hemm- Hemm vera það besta sem hefur komið frá Íslandi síðan Björk og Sigurrós komu fyrst fram á sjón- arsviðið. Í vefsíðu hins norska Bergens Tidende er fjallað um bandaríska tónlistarmanninn Nico Muhly og nýjustu plötu hans Speaks vol- umes, sem hann vann m.a. með ís- lenska upptökumanninum Valgeiri Sigurðssyni. En Valgeir og Muhly kynntust þegar Valgeir var stadd- ur í New York við vinnslu á plötu Bjarkar Guðmundsdóttur, Me- dúllu. Muhly semur blöndu af kammer- og raftónlist og hefur m.a unnið með tónlistarmönnunum Philip Glass, Steve Reich og Björk. Speaks Volumes innheldur sjö kammerlög, skreytt með raf- hljóðum ýmiss konar sem Valgeir sá um að framleiða Gagnrýnandi Bergens Tidende, Jan Oklum, er hrifinn af plötunni og segir hana mjög innihaldsríka. Góðir dómar Svíar hrifnir af Benna HemmHemm Benni Hemm Hemm. STEF Penney hlaut að- alverðlaun Costa- bókmenntaverð- launanna fyrir skáldsögu sína Tenderness of Wolves eða Blíðu úlfanna. Blíða úlfanna er fyrsta skáldsaga hinnar 37 ára gömlu Penney sem hefur áður fengist við handritaskrif. Kanada er sögusvið bókarinnar en þangað hefur Pen- ney aldrei farið vegna víðáttufælni, að því er segir á vef BBC. Costa-verðlaunin, sem áður voru kennd við Whitbread, eru veitt fyrir ánægjulegustu lesningu ársins, eftir skáld með aðsetur í Bretlandi og Írlandi. Í síðasta mánuði voru fimm höfundum veitt verðlaun í jafn- mörgum, mismunandi flokkum en síðan er hefð fyrir því að einn þeirra hljóti aðalverðlaunin, 25.000 pund. Skáldsögu Penney, sem var valin besta frumraun síðasta árs, var þannig stillt upp á móti bestu skáldsögunni, Restless eftir Willi- ams Boyds, bestu ævisögunni, Keeping Mom eftir Brian Thomp- son, ljóðabók Johns Haynes, sem hlaut verðlaun í sínum flokki, og bestu barnabókinni, Set in Stone eftir Lindu Newbery. Skáldsaga Penney segir af skosku pari á 19. öld sem flytur bú- ferlum til Kanada. „Allar sögur eiga sér sögusvið í landslagi ímyndunaraflsins,“ sagði Penney þegar hún tók við verðlaun- unum. Hún upplýsti einnig að hún væri byrjuð á nýrri bók. Að þessu sinni væru sögusviðið Bretland. Penney fær Costa Stef Penney OPNUÐ hefur verið sýning í Hafnarborg á verkum Drafnar Friðfinnsdóttur (1946–2000). Verkin á sýningunni bera sterk höfundareinkenni Drafnar sem lét mikið að sér kveða í ís- lensku listalífi og haslaði sér völl í einum erfiðasta geira grafíklistarinnar, tréristunni. Á stuttum tíma vann hún fjöl- margar tréristur sem marka henni mikla sérstöðu í sögu ís- lenskrar grafíklistar. Sýningin, sem lýkur 4. mars, er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17 en fimmtudaga er opið til kl. 21. Frítt er í Hafn- arborg líkt og í önnur hafnfirsk söfn. Myndlist Yfirlit yfir listferil Drafnar Dröfn Friðfinnsdóttir STÚDENTADANSFLOKK- URINN, dansflokkur há- skólanema, hóf starfsemi sína þann 1. febrúar í fyrra. Nú er komið að fyrstu sýningu flokksins sem er dansleik- húsverkið Sannar ástarsögur. Sýningin fjallar um ástina í ýmsum myndum og áhorfand- inn fylgist með sýningu sem lifnar fyrir framan hann í bók- staflegum skilningi. Sýningar verða í Tjarnarbíói kl. 20 í kvöld og svo 11. og 16. febrúar. Miðasala er í símum 856-2446 og 856- 2488 eða í miðasölu Tjarnarbíós tveimur klukku- stundum fyrir sýningar. Miðaverð er 1.500 kr. Dans Sannar ástarsögur í Tjarnarbíói Úr Sönnum ástarsögum. ÓPERAN Flagari í framsókn eftir Igor Stravinsky verður frumsýnd í Íslensku óperunni í kvöld. Verkið byggir á átta litó- grafíum eftir William Hogarth frá árunum 1733-1735 sem lýsa falli hins unga Tom Rakewell. Texti óperunnar er eftir hið þekkta breska ljóðskáld Willi- am H. Auden og Chester Kall- mann. Verkið var frumsýnt í Feneyjum árið 1951 og er Flagari í framsókn talin ein vinsælasta ópera sem samin hefur verið eftir daga Puccinis. Þetta er í fyrsta sinn sem verkið er sett upp hér á landi. Nánari upplýsingar eru á www.opera.is. Ópera Framsóknarflagari frumsýndur Flagari í framsókn. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is ÞAÐ sérhæfir sig í því sem hnýsilegt er aftur í öldum, fólkið sem hittist í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðunnar kl. 12 á hádegi á morgun. Reyndar eru það ekki hvaða aldir sem er sem heilla hópinn, því það er Félag um átjándu aldar fræði sem þar hittist til aðalfundarstarfa og erindagjörðar. Og hvað er svona merkilegt við átjándu öldina? Stórabóla, bólusóttin illskeytta sem geisaði hér á landi 1707–09, ferill hennar og afleiðingar, verða aðalmál málfundarins sem hefst að aðalfundi loknum, eða kl. 13.30. Fimm fræði- menn flytja erindi um stórubólu. Ólöf Garðarsdóttir, sagnfræðingur, sem jafnframt stjórnar málþinginu, flytur inngangserindi; Margrét Guðnadótt- ir, prófessor emeritus í læknisfræði, talar um bólusóttarveiruna; Örn Ólafsson, stærðfræðidoktor, ætlar að skýra breytileika í dánartölum milli hreppa í stórubólu og skoða út frá manntalinu 1703. Eftir kaffihlé rýnir Eiríkur G. Guðmundsson, sagnfræð- ingur og sviðsstjóri í Þjóðskjalasafni Íslands, í það hvernig Stórabóla birt- ist í skjölum embættismanna á far- sóttarárunum. Að lokum flytur Loft- ur Guttormsson, sagnfræðiprófessor, erindi sem hann kallar Hin bitra bólusótt – Dánir í Möðruvallaklaustursprestakalli 1707. Stórabóla svæsin í Norðrinu „Það eru kannski ekki nýjar fréttir af stórubólu sjálfri,“ segir Ólöf Garð- arsdóttir aðspurð um hvort ný sann- indi hafi komið í ljós um þennan skæða faraldur, „en manni verður hugsað til hennar í ljósi nýrra far- aldra dagsins í dag, til dæmis fugla- flensunnar og lungnafaraldursins, sem kom upp í Asíu fyrir nokkrum árum. Það eru uppi getgátur um að fuglaflensan þróist í skæða flensu sambærilega við spænsku veikina 1918. Stórabóla er samt ekki alveg sambærileg. Hún var mjög svæsin hér á Norðurhjara, þar sem lengra leið á milli faraldra en sunnar í álf- unni þar sem hún var landlæg. Þar sem hún er landlæg fá nær eingöngu börn og ungmenni sjúkdóminn, en eldra fólkið sleppur vegna ónæmis frá fyrri faröldrum. Hér liðu oft ára- tugir milli faraldra og þá var ein- ungis alelsta fólkið ónæmt fyrir sjúk- dómnum. Fólk hér var mjög varnarlaust. Heimildir frá 19. öld sýna að í mannskæðum farsóttum á borð við bólusótt og mislinga hafi lítil börn líka dáið hreinlega vegna þess að foreldrarnir örmögnuðust og gátu ekki sinnt þeim,“ segir Ólöf. Hún segir að í erindum Arnar og Lofts komi fram að hátt í 30% ein- staklinga á þeim svæðum sem þeir skoðuðu hafi látist, og rími það við skrif Jóns Steffensens prófessors sem fyrstur rannsakaði farsóttir á fyrri öldum hér á landi. „Það má alla vega leiða að því líkum að um 20 pró- sent þeirra sem fengu bólusóttina hafi látist. Þetta var það alvarlegur sjúkdómur að fólk var mjög hrætt. Þeir sem lifðu hann af voru ónæmir til æviloka.“ Losnaði um land til ábúðar Áhrif Stórubólu á mannlíf og menningu voru gríðarleg að sögn Ólafar, en gengu þó hraðar yfir en ætla mætti. „Það sem gerist í kjölfar slíks mannfalls hér er að það losnar um land til ábúðar, frjósemi eykst, og giftingaraldur lækkar jafnvel tímabundið í kjölfarið. Það tekur jafnvel áratug að ná jafnvægi á ný.“ Ólöf segir að Félag 18. aldar fræða sé ákaflega líflegt og haldi mikið af fundum sem séu vel sóttir. Félagið skipa bæði áhugasamir alþýðumenn um ýmis málefni fortíðar, en líka fræðimenn úr ýmsum greinum. „Þeir sem koma svo á þingin okkar er fólk úr öllum áttum,“ segir Ólöf Garðarsdóttir. Félag um átjándu aldar fræði minnist þess að 300 ár eru frá því Stórabóla geisaði Fólk var hrætt við Stórubólu Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Stórabóla Ólöf Garðarsdóttir sagnfræðingur segir segir að hugmyndir fólks um faraldra hafi breyst. 300 ár eru liðin frá því stórabóla herjaði. Í HNOTSKURN » Íslenskir annálar getafyrst um bólusótt árið 1240. » Stórabóla var skæð bólu-sótt sem geisaði 1707–09. » Sóttin barst hingað að lík-indum með fötum manns sem lést í hafi, á leið til Ís- lands, en kistill með föggum hans var borinn í land og í hús. » Talið er að þriðjungurþjóðarinnar, 18 þúsund manns, hafi látist úr Stóru- bólu. » Sóttin lagðist þyngst á þásem fæddir voru eftir bólu- sóttarfaraldurinn 1672. » Síðasti bólusóttarfarald-urinn barst til landsins 1839. » Engin farsótt hefur valdiðeins miklum skaða á Ís- landi og bólusóttin. » Bólusetningar gegn bólu-sótt voru og eru best heppnaða heilbrigðisaðgerð sem gripið hefur verið til. » Vísbendingar eru um aðþróun vopngerðrar bólu- sóttar hafi verið stunduð, en Bretar, Bandaríkjamenn og Rússar, fengu að „geyma“ bólusóttarveiruna á þremur rannsóknarstofum, eftir að sjúkdómnum hafði verið út- rýmt. STÓRABÓLA BJARNI Daníelsson mun láta af störfum sem óp- erustjóri Íslensku óperunnar í lok þessa starfsárs. Hann tók við starfinu sumarið 1999 og hefur því gegnt því í átta ár í vor. Bjarni segir að þessi ár hjá Óperunni hafi verið mjög skemmtileg en sér finnist nú tímabært að takast á við ný verkefni. „Ég er ekki búinn að festa mig í neitt, og get lof- að því að ég fer að gera eitthvað allt annað,“ sagði Bjarni þegar haft var samband við hann í gær. Að- spurður hvað hefði áunnist á þessum tíma segir Bjarni margt hafa gerst og breyst til betri vegar. „Ég er stoltur yfir því að Íslenska óperan skuli vera starfrækt. Þetta eru átök. En þetta er líka búið að vera rosa gaman og hefur gengið svolítið betur eftir því sem árin hafa liðið. Eftir að við fengum aukin framlög frá ríkinu hefur þetta ekki verið eins erfitt. Við erum búin að takast á við ýmsar spurningar og reyna að svara þeim, til dæmis hvernig fastráðningum verði best háttað, hver markaðsstaða Óperunnar sé, hvað við getum leyft okkur í fjölbreytni í dag- skrá, og svo höfum við auðvitað mikið tekist á um húsnæðismálin,“ segir Bjarni. „Síðustu árin höf- um við verið með öfluga samfellda dagskrá og við eigum nýtt óperuhús í vændum í Kópavogi, þann- ig að þetta hefur svosem ekki verið leiðinlegt. Ég kom að húsi í miklum erfiðleikum og fer frá óp- eruhúsi í blómlegri starfsemi.“ Bjarni er menntaður myndlistarmaður, kennari og stjórnsýslufræðingur. Hann stundaði nám við Kennaraháskóla Íslands og Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands, en þaðan lauk hann myndlist- arkennaraprófi 1981. Hann var við meistaranám í myndlist og kennslufræði myndlistar í Wisconsin- háskóla í Bandaríkjunum 1982-84 og doktorsnám í menntunarfræði við sama skóla 1984-86. Hann lauk meistaraprófi í stjórnsýslufræði (MPA) frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn 1999. Bjarni hættir í Óperunni í vor Morgunblaðið/Þorkell Að hætta Bjarni Daníelsson óperustjóri ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.