Morgunblaðið - 09.02.2007, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2007 21
fyrir sælkera á öllum aldri...
Meðal efnis er:
•Umfjöllun um veitingastaðina sem taka þátt
í Food & Fun
•Gómsætar uppskriftir úr íslensku hráefni
•Sælkerauppskriftir frá meistarakokkum
•Umfjöllun um erlendu kokkana sem verða
á Food & Fun
Auglýsendur!
Pantið fyrir kl. 16 mánudaginn 12. febrúar.
Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir
í síma 569 1105 eða kata@mbl.is
Morgunblaðið gefur út sérblað laugardaginn 17. febrúar
2007 tileinkað Food & Fun hátíðinni
sem fer fram í sjötta skiptið
dagana 21. - 25. febrúar.ÍTALSK-ameríska tónskáldið Gi-
ancarlo Menotti er látið í Banda-
ríkjunum, 95 ára að aldri. Menotti
er best þekktur fyrir óperur sínar,
en nokkrar þeirra hafa verið flutt-
ar hér á landi. Menotti er höfundur
fyrstu óperunnar sem sérstaklega
var samin fyrir sjónvarp. Það var
Amal og næturgestirnir, en íslensk
gerð hennar var sýnd hér í árdaga
Ríkissjónvarpsins, með þeim Svölu
Nieslen og Ólafi Flosasyni í aðal-
hlutverkum. Þá höfðu óperur Me-
nottis, Miðillinn og Síminn, þegar
verið sýndar í Þjóðleikhúsinu, og
þær voru sýndar í Íslensku óp-
erunni í desember 1983.
Menotti fæddist við Lugano-
vatnið á Ítalíu. Þrettán ára var
hann sendur í konservatoríið í Míl-
anó vegna hæfileika sinna í tónlist,
og fjórum árum síðar til Banda-
ríkjanna, en þar nam hann við
Curtis-tónlistarskólann í Fíladelfíu,
sama skóla og Sigrún Eðvaldsdótt-
ir fiðluleikari var við áratugum síð-
ar.
Samband við Samuel Barber
Í Curtis kynntist Menotti Samu-
el Barber, sem átti eftir að verða
eitt mesta tónskáld Bandaríkja-
manna á síðustu öld. Þeir voru í
senn ástmenn og samstarfsmenn
og hefur sambandi þeirra vestan-
hafs verið líkt við það sem tón-
skáldið Benjamin Britten og
söngvarinn Peter Pears áttu á
Englandi. Menotti samdi libretto
fyrir tvær óperur Barbers og var
jafnframt ábyrgur fyrir uppsetn-
ingu óperu Barbers, Vanessu, sem
sett var upp í Metropolitan-óper-
unni 1985 með þvílíku lofi gagnrýn-
enda að Barber hreppti Pulitzer-
verðlaunin fyrir. Menotti hafði
sjálfur hreppt Pulitzer-verðlaunin
fyrir óperu sína Konsúlinn, sem
frumsýnd var í Metropolitan-óp-
erunni 1950. Tónskáldin tvö bjuggu
saman í 30 ár í uppsveitum New
York, veittu hvort öðru innblástur
og hvatningu og störfuðu saman að
tónlistinni, þótt persónulegur stíll
og verk þeirra séu afar ólík. Leiðir
þeirra skildi og Menotti bjó sér
annað heimili í Skotlandi.
Menotti stofnaði tónlistarhátíð-
ina Tvo heima í Spoleto á Ítalíu ár-
ið 1958 og systurhátíð hennar í
Charleston í Suður-Karólínu árið
1977. Þriðju tónlistarhátíðina
stofnaði hann árið 1986 í Melbo-
urne í Ástralíu, en hún varð fyr-
irrennari Alþjóðlegu listahátíðar-
innar þar í borg. Hátíðir Menottis
hafa átt vinsældum að fagna og
þótt vel heppnaðar.
Menotti var í mörgum skilningi
maður tækninnar og nýrra tíma,
og sóttist eftir að miðla tónlist
sinni á vegu sem ekki hafði tíðkast
áður. Þó var tónlist hans alla tíð
melódísk og tónal og í óperum sín-
um leyfði hann söngröddum að
njóta sín á hefðbundinn hátt og í
náttúrulegum söngstíl. Menotti átti
alla tíð auðvelt með að höfða til al-
mennings í verkum sínum, og naut
því alla tíð lýðhylli.
Höfðaði til almennings
Giancarlo Menotti
Tónlist | Höfundur fyrstu sjónvarpsóperunnnar er látinn
ÞAÐ er ekki hægt að segja annað
en að tímasetning Suðsuðvestur á
sýningu þeirra Hye Joung Park
og Karls Ómarssonar sé góð en
Hye vakti athygli nú á dögunum
þegar hún fékk verðskuldaða út-
hlutun úr listasjóði Dungals.
Innsetning Hye og Karls í
Reykjanesbæ er nokkuð sérstök
upplifun. Listamenn hafa nú svo
lengi unnið með alls kyns efnivið
og innsetningar úr hvers kyns
hráefni og myndefni orðnar svo al-
gengar að fátt kemur á óvart. Sú
er þó raunin þegar komið er inn í
sýningarrýmið hér. Það sem kem-
ur á óvart og stjórnar hreyfingum
áhorfandans í rýminu auk þess að
vekja með honum margvíslegar
hugrenningar er þó nær ósýnilegt.
Öllu sýnilegri er mjúkur, svífandi
skúlptúr í lofti, sexhyrndar ein-
ingar sem minna á húðfrumur eða
hólf í býflugnabúi. Tveir fíkusar
standa á miðju gólfi og út frá
þeim eru festir borðar í veggina
með áletrað: Hvar er þessi staður?
Hvernig kemst maður þangað? Í
innra herbergi er síðan önd-
unarvél og hljóð frá henni þrengir
sér inn á alla hluta sýningarinnar.
Sá nær ósýnilegi þáttur sem er
um leið sterkasti og áhrifamesti
þáttur sýningarinnar sam-
anstendur af mannshárum. Sam-
anhnýtt í langa þræði hanga þau
niður úr skúlptúrnum í loftinu og
ósjálfrátt forðast maður að flækja
sig í þau. Teikning háranna í rým-
inu er fíngerð og svífandi en um
leið er nærvera þeirra óþægileg.
Ég hrökk við og greip andann á
lofti þegar ég næstum flækti mig í
hárin þegar inn var komið og síð-
an fór ég með veggjum eins og
áhorfendur gerðu einnig á opnun.
Þetta var nokkuð sérstök upplifun
og kom á óvart hversu sterk áhrif
hún hefur.
Hér og afklippt hár hefur birst í
myndlistinni í mörgum myndum.
Oftast birtist hárið þó á lifandi
fyrirsætum, í flóknum hár-
greiðslum fimmtándu aldar mynd-
efna eða sítt og mikið hár fyr-
irsætna þeirra Tizian, Renoir,
Degas og svo má áfram telja.
Frumstæð list notar oft afskorið
hár á grímur og hefur það þá
ákveðinn kraft osfrv. Hár er svo
margþættur efniviður að tæpast
verður fjallað um það í stuttu
máli. Hér á landi hefur ma. Sól-
veig Aðalsteinsdóttir myndlist-
arkona sýnt afklippt hár barna
sinna sem hún ekki tímdi að
henda og Hrafnhildur Arnardóttir
hefur notað hár í verk sín. Í öllum
tilfellum kemur upp spenna vegna
samspils lífs og dauða, framrásar
tímans. Hjá Hye er það þó af-
mörkun háranna á rýminu sem er
sterkasti þátturinn og um leið þær
spurningar sem þessi sterka af-
mörkun vekur.
Titill innsetningarinnar Hún
réttir sig upp á ská gefur til
kynna frásögn og stærri heim en
þann sem áhorfandinn sér. Húð-
frumulíkingarnar í loftinu sýna
brengluð stærðarhlutföll og önd-
unarvélin skapar nálægð ímynd-
aðrar lífveru sem andar með hjálp
hennar. Spurningin um staðinn
kemur síðan með enn aðra vídd
inn í rýmið en tennurnar sem not-
aðar eru til að festa áletraða borð-
ana í veggina undirstrika þann
óhugnað sem hárin gefa í skyn.
Hvaða stað er hér átt við? Því er
ekki svarað og spurningin er
áhugaverðari en hugsanleg svör.
Kannski er verið að velta fyrir sér
listinni sem stað í sjálfu sér, eða
rými áhorfandans, ef til vill því
hvernig og hvar listin og áhorf-
andinn mætast.
Innsetning þeirra Hye og Karls
er unnin í anda samtímalistar sem
nýtir sér hvers kyns efnivið og
tækni til að skapa innsetningu
sem höfðar sterkt til áhorfandans.
Saman koma lífrænir, tæknilegir
og listrænir þættir og skapa nýja
heild sem aðeins getur átt sér stað
innan myndlistarinnar. Umfram
allt tekst þeim þó að skapa óræð-
an stað þar sem áhorfandanum er
rykkt úr viðjum vanans og lögmál
listarinnar ráða ríkjum.
Listin er óræður staður
MYNDLIST
Suðsuðvestur, Reykjanesbæ
Til 25. febrúar. Opið fös. 16-18 og lau. og
sun. frá kl. 14-17.
Aðgangur ókeypis.
Hún réttir sig upp á ská
Hye Joung Park og Karl Ómarsson
Ragna Sigurðardóttir
Frumur Öllu sýnilegri er mjúkur, svífandi skúlptúr í lofti, sex hyrndar einingar sem minna á huðfrumur [..].
ÞAU leiðu mistök urðu við vinnslu
blaðsins í gær að röng mynd var
birt með dómi Rögnu Sigurð-
ardóttur um sýningu Bjarkar Vig-
gósdóttur í Gallerí i8. Hér til hliðar
getur að líta rétta mynd frá sýn-
ingunni. Beðist er velvirðingar á
mistökunum.
Röng mynd
með dómi
Morgunblaðið/Sverrir
LEIÐRÉTT