Morgunblaðið - 09.02.2007, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 09.02.2007, Qupperneq 25
mælt með … MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2007 25 www.leikhusid.is sími 551 1200 Þjóðleikhúsið fyrir alla! STÓRFENGLEG! SÆLUEYJAN PATREKUR 1,5 SITJI GUÐS ENGLAR Áleitnar spurningar um lífið og tilveruna Takmarkaður sýningarfjöldi! Ást og fordómar í spaugilegu ljósi! Ólafía Hrönn í ham! Föstudag uppselt. Aukasýning 23/2. LEG Frábær fjölskyldusýning! Forsýningar 1. 2. og 3. mars. eftir Hugleik Dagsson Hvað er að gerast? Er allt að verða vitlaust? Frumsýnt 8. mars. Fo rsala hafin! Sýningar laugardag og sunnudag. PÉTUR OG ÚLFURINN Sýningar hefjast 17. febrúar. Forsala hafin! GÓÐ HEILSA GULLI BETRI Lið-a-mót FRÁ www.nowfoods.com APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR H á g æ ð a fr a m le ið sl a A ll ta f ó d ýr ir NNFA QUALITY Ronja og pabbinn Það eru margar áhugaverðar sýningar í leikhúsunum núna og ef hægt er að fá miða með svona skömmum fyrirvara er um að gera að skella sér á Mi- sery sem sýnt er á Nasa nú eða á Pabbann í Iðnó. Börnin kunna eflaust vel að meta boð á Ronju í Borgarleikhúsinu en það fer hver að verða síðastur ef hann ætlar að bjóða börn- unum á þá sýningu. Tónleikar í Hlégarði Hvernig væri nú að eiga notalega stund í kvöld og skella sér á tónleika sem Tónlistarfélag Mosfellsbæjar stendur fyrir. Þeir hefjast klukkan 21 og söngkonan Andrea Gylfadóttir ætlar að troða upp ásamt Kjartani Valdimarssyni píanóleikara, Valdimari Kolbeini á kontrabassa og Pétri Grétarssyni á trommur. Þetta verður virkilega ljúft því meiningin er að flytja þekkt lög sem allir kannast við. Vinátta fyrir börnin Mörg börn elska leikbrúður og nú er lag fyrir foreldra að drífa sig í Gerðuberg um helgina. Þar frumsýnir Leik- brúðuland brúðuleikritið Vináttu. Þetta eru nokkur ævintýri sem öll fjalla um vináttu. Fjöldinn allur af brúðum kemur fram. Verur sem búa ýmist í lofti, í sjó eða á jörðinni. Það mætti taka með útigallann í bílinn og bruna beint í Elliðaárdalinn eftir sýninguna og viðra krakkana ef veð- ur leyfir. Það er svo skemmtilegt að vera úti ef veður er bjart. Sjallinn og Jet Black Joe Það verður örugglega góð stemning í Sjallanum um helgina. Í kvöld er þar dansleikur með hljómsveit hússins ásamt Helenu Eyjólfs og Þorvaldi Halldórsyni. En ann- að kvöld er það Jet Black Joe sem treður upp í Sjall- anum; Páll Rósinkrans og Gunnar Bjarni. Forsala er hafin í Pennanum Glerártorgi og á Café Amor við Ráðhústorgið. Útivist Það er gott að nota helgarnar til útivistar og það þarf ekki að fara langt til að finna skemmtilegar gönguleiðir. Hvernig væri að hringja í góða vini og bjóða þeim í lang- an göngutúr um helgina. Taka daginn snemma, hittast á laugardagsmorgni og ganga um bæjarhluta sem einhver í hópnum þekkir vel. Enda svo göngutúrinn á góðu kaffi- húsi eða heima hjá þeim sem nennir að bjóða í súpu og brauð. Frelsun litarins Á sunnudaginn klukkan 14 ætlar Elísa B. Þorsteinsdóttir list- fræðingur að veita gestum Listasafns Ís- lands leiðsögn um sýn- ingarnar Frelsun lit- arins og Jón Stefáns- son – nemandi Matisse og klassísk myndhefð. Elísa fjallar um sýn- ingarnar og tengir þær saman. Þetta er skemmtilegt tækifæri til að fræðast um fau- vistana frönsku og áhrif þeirra á íslenska myndlist. Heima er best Svo er náttúrlega eitt eftir sem margir elska við helgarnar. Það er að vera bara heima heilan dag. Það má undirbúa svoleiðis dásemdardag. Fara á bókasafn- ið og ná í góðar bækur og þá líka fyrir börn ef þau eru á heimilinu. Kaupa svo hráefni í virkilega góðan mat. Vera svo bara á náttfötunum og dekra við sig og auð- vitað annað heimilisfólk ef viðkomandi býr ekki einn. Byrja daginn á að lesa blöðin, drekka gott te, kveikja á kertum, leika svo við börnin, horfa á góða mynd, skella kannski í eina þvottavél ef þarf, borða góðan mat og umfram allt – njóta samverunnar og reyna að slaka á. Grétar Hallur Þórisson ermeðlimur í hestaferðafélaginu Fjórum hjörtum, sem hefur að hans sögn „gert góða og hjartnæma hluti og stefnir hærra“. Hann yrkir til félaga sinna: Hestar, söngur, gleði, grín, gamansöngur, rímur. Hani, krummi, hundur, svín, Halldór, Alfa, Grímur. Og Grétar Hallur lætur ekki þar við sitja: Ríða um vinir veitandi vínið hjartastyrkjandi. Sumir þykja þreytandi þeir eru alltaf yrkjandi. Jóna Guðmundsdóttir hefur ort að minnsta kosti limru á dag á bloggsíðu sinni www.jona-g.blog.is. Í gær var yrkisefnið glansmynd geimfara sem brotnaði í mola „þegar tveir kvenkyns geimfarar börðust upp á líf og dauða um þriðja geimfarann af gagnstæðu kyni“. Jóna rifjar upp að aðalleikarann í þessu ameríska drama, Lísa María, hafi ákveðið að gera upp sakir við keppinautinn, ekið 1.500 kílómetra án þess að stoppa og „samkvæmt fréttum gerði hún þarfir sínar í bleiu á leiðinni til að tapa ekki tíma“. Og Jóna yrkir: Í geimnum er gegndarlaust fjör og girndin er oft með í för. En fátt er þó kosta fólk kvelst þar af losta en kemst ekki’ úr nokkurri spjör. Því var það að Lísa hún lagði í langferð og eins og hún sagði: „Með bleiu í bíl nú bruna með stíl og bana skal kerlingarflagði.“ Jóna hlýddi á Gunnar Stefánsson lesa Passíusálmana í útvarpinu og dró þá ályktun að fastan væri hafin: Hollt er sem fyrrum að fasta og feta’ ekki veginn lasta en læra að meta, lesa og éta Passíusálma og pasta. VÍSNAHORNIÐ Af hjörtum og hestum pebl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.