Morgunblaðið - 09.02.2007, Side 27

Morgunblaðið - 09.02.2007, Side 27
tíska MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2007 27 „Við byggðum bústaðinn frá grunni og förum í hann allan ársins hring. Þess vegna keyrir maður oft í gegnum ýmislegt sem venjulegir fólksbílar ráða ekki við.“ Subaru eigendur vita að hann er allt öðruvísi en aðrir bílar. „Hann er hærri en venjulegur jepplingur svo maður kemst út um allt. Sumir keyra jepplinga, ég keyri felujeppa.“ Það ætti enginn að kaupa sér bíl án þess að koma fyrst og reynsluaka Subaru. www.subaru.is „Hey, þetta er Ísland“ Opið: Mánudaga - föstudaga kl. 9:00–18:00 og laugardaga kl. 12:00–16:00Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Forester 2.690.000,- Forester PLUS 2.890.000,- Forester LUX 3.190.000,- Subaru er á sérlega góðu verði þessa dagana og að sjálfsögðu fylgja frí vetrardekk með. Komdu og reynsluaktu Subaru í dag! J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • S ÍA L jó s m .: T o r f i Eftir Steingrím Sigurgeirsson sts@mbl.is Ég hef um nokkurt skeið veltþví fyrir mér hvort ekki værirétt að breyta formi ein- kunnagjafarinnar sem ég hef stuðst við í vínumfjöllun síðustu ára. Þá ekki síst vegna þess að ég hef haft að leið- arljósi að vega verð vína inn í ein- kunnagjöfina. Þetta hefur mörgum lesendum þótt flækja málið. Því hef ég velt því fyrir mér hvað ætti að koma í staðinn, ekki myndi ganga að halda sama skala en hætta að vega verð inn þar sem það myndi rugla all- an samanburð. Niðurstaðan varð sú að ég ákvað að gera tilraun með 100 punkta skala – sem segja má að sé 10 punkta skali með brotum, 100 hljóm- ar bara miklu betur! Segja má að þetta sé sá skali sem hefur notið mestra vinsælda í Bandaríkjunum og sums staðar í Evrópu. Engin einkunnaskali er fullkom- inn, allir hafa þeir sína kosti og galla og það á við um þennan nýja skala rétt eins og aðra. Vín sem ekki ná 80 punktum eru slöpp og varla verður fjallað um mörg slík hér. Góð vín ná einkunn á bilinu 80–84, mjög góð vín fá 85–89 punkta, afburðavín fá 90–94 punkta og stórkostleg vín 95–100 punkta. Ég gerði tilraun í síðustu grein – þar sem fjallað var um 15 bestu vín síðasta árs – til að sjá hver viðbrögðin yrðu – og þau voru það jákvæð að ég hef ákveðið að „kýla á það“ og styðj- ast við 100 punkta kvarðann héðan í frá. Rauðvínin frá Rioja standa alltaf fyrir sínu þegar góðir framleiðendur eru annars vegar. Vínhúsið Beronia er svo sannarlega í þeim flokki, þetta vínhús var upphaflega stofnað árið 1973 af klúbbi mataráhugamanna en komst síðar í eigu sérrí-risans Gonza- lez-Byass. Þau hafa verið fáanleg hér á Íslandi í á annan áratug og klikka sjaldan ef nokkurn tímann. Beronia Rioja Reserva 2000 er þægileg og mild Reserva, þ.e. vín sem hefur fengið að hvíla að minnsta kosti þrjú ár eftir gerjun, fyrst á tunnu og síðan flösku áður en það er sett á markað. Þrúgublandan er klassískur Rioja-kokkteill, 89% Tempranillo og afgangurinn Gra- ciano og Mazuela. Nefið er opið og eikað með rauðum og á köflum sultu- kenndum berjaávexti, kjöti, vanillu og kókos. All kryddað, mjúkt og þykkt. 1.560 krónur. 86/100 Beronia Tempranillo 2001 er fersk og nútímaleg útgáfa af víni frá Rioja þar sem Tempranillo-þrúgan stendur ein og sér ásamt amerískri eik en hinum hefðbundnu reglum um tunnu- og flöskugeymslu sem eru ær og kýr Rioja er ekki fylgt. Vínið er þess í stað látið liggja á nýjum 225 lítra barrique-tunnum í nokkra mán- uði áður en það er sett á flösku. Stíll- inn er því um sumt frábrugðinn klassískum Rioja-vínum, ávöxturinn bjartari og eikin sömuleiðis. Í nefi kraftmikill ávöxtur, hindber, bróm- ber og vottur af byrjandi þroska jafnt í ilm sem lit. Eikin gefur reyk- og kryddkeim, og allgóða þyngd og dýpt í munni. Góð kaup. 1.490 krónur. 86/ 100 Búrgund er eitt helsta hvítvínsvígi Frakka og heimavöllur Chardonnay- þrúgunnar. Yndislegt hvítvín þaðan er Francois d’Allaines Meaursault 2004. Bjartur og mikill sítrus í nefi, greip og lime, með ferskri sýru og hreinni eik. Ungt og ljúffengt en mun vafalítið ná að öðlast góðan þroska og aukna dýpt við geymslu. 2.890 krón- ur. 89/100 Ef við höldum beint í suður frá Meursault komum við brátt til Rón- ardalsins, þar sem rauðvínin ráða ríkjum. Chapoutier er með betri hús- um þar, hágæðaframleiðandi með vistvænar áherslur. Chapoutier Crozes Hermitage „Les Meysonniers“ 2005 er vín af sléttunum fyrir neðan Hermitage- hæðina, tignarlegur og hreinn Syrah- ávöxtur með krækiberjum og rifs- berjum. Öflug en mjúk tannín, þarf tíma til að opnast. Klassavín. 2.190 krónur. 90/100 En Chapoutier hefur einnig haslað sér völl í Ástralíu, nánar tiltekið á Mount Benson í Suður-Ástralíu og þar er svo sannarlega athyglisvert vín á ferðinni. Mount Benson er ný- legt ræktunarsvæði og hófst vínrækt þar 1978 í tilraunaskyni en 1989 í at- vinnuskyni. Það er á hinni svokölluðu Limestone Coast í suðausturhluta Suður-Ástralíu og hafa sjávarvindar temprandi áhrif á loftslagið og gera það svalara en á þekktari rækt- unarsvæðum SA. Domaine Tournon 2003 er blanda úr Shiraz (97%) og hinni hvítu Marsanne-þrúgu. Vínið er dökkt og minnir um margt á vín frá Cote Rotie í Frakklandi og þá góðan Cote Rotie. Djúpur ilmur með þrosk- uðum, margslungnum ávexti, plóm- ur, rifsber, rabarbari, kryddað með tóbaki og fágaðri eikarnotkun. Mjúkt og algjörlega tilbúið. Þarna er á ferð- inni nýr, magnaður og spennandi vín- gerðarstíll fyrir Ástralíu. Frábært vín. 2.290 krónur. 94/100 Krydduð vín og klassísk HÖNNUÐIR leita innblásturs víða til að fá nýja vídd í sköpunarverk sín. Tia Cibani, hönnuður Ports 1961, horfði alla leið til Íslands þegar hún kynnti fatalínu sína á tískuviku í New York á miðvikudaginn. Hún lýsti lín- unni í samtali við fréttastofu AP og sagði hana í grunninn sprottna úr ís- lenskum arkitektúr og iðnhönnun eftirstríðsáranna. Litirnir minntu á ís- lenska náttúru, bæði mosa og mold og líka svartan sand og stuðlaberg. Íslenskur arkitektúr áhrifavaldur AP Náttúrulegt Hálsmenið minnir mjög á hagalagð. Stuðlaberg Línurnar hér minna á náttúrulegar klettamyndir. Jörðin Tónar íslensks mosa og moldar má sjá hér. Glans Einhvers konar silfraður hrafntinnuglans er yfir flíkinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.