Morgunblaðið - 09.02.2007, Page 29
bækur
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2007 29
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Þetta er náttúrlega barabilun og ekkert nemarómantík að fara út ísvona verkefni,“ segir
Gunnar Sverrisson ljósmyndari
um ljósmyndabækurnar tvær sem
hann gaf út á síðasta ári ásamt
konu sinni, Höllu Báru Gests-
dóttur, og vinkonu þeirra, Elsu
Ævarsdóttur innanhússarkitekt.
Bækurnar, Heimilis-
bragur/Icelandic interior og Bú-
staðir/Icelandic Cottages, eru eins
konar tvíburabækur með skyldum
efnum, önnur er með myndum af
íslenskum heimilum en hin með
myndum af íslenskum sum-
arbústöðum. Þær eru bæði á ís-
lensku og ensku.
„Halla Bára og Elsa sáu um rit-
stjórnina og ég um myndatök-
urnar en við þrjú höfum unnið
mikið saman að annarri útgáfu,
meðal annars tímaritinu Vegg-
fóðri, og við hjónin stofnuðum Lif-
un á sínum tíma. Við erum svolítið
ör og til í að prófa og breyta. Auk
þess fannst okkur að tími væri
kominn til að taka næsta skref frá
dagblöðum og tímaritum og gefa
ljósmyndir af íslenskum heimilum
út á bók. Okkur fannst líka vanta
svona bækur sem hafa gildi sem
sagnfræðileg heimild fyrir fram-
tíðina,“ segir Gunnar og bætir við
að bækurnar nýtist fólki til að fá
hugmyndir við að skapa eigin
heimili og sumarbústaði.
Eyðibýli gerð upp frá grunni
Gunnar segir að þau hafi verið
hissa á mikilli fjölbreytni íslenskra
sumarhúsa. „Svo virðist sem fólk
skapi sér algjörlega annað heimili
þegar kemur að sumarhúsinu.
Sumir gera upp heilu eyðibýlin og
breyta þeim í sumarhús. Það er
skemmtileg þróun að æ fleiri láta
arkitekta um að hanna sum-
arhúsin sín. Það er gaman að geta
þess að eitt sumarhúsanna í bók-
inni, sem stendur í Hrunamanna-
hreppi og Valdimar Harðarson
teiknaði, var nýlega tilnefnt til
Mies van der Rohe-verðlaunanna
2007 fyrir evrópskan nútíma-
arkitektúr. Mér finnst eins og
arkitektar séu að skapa sérstakan
íslenskan stíl á sumarhúsum, þar
sem þeir taka mikið mið af lands-
laginu og umhverfinu.“
Augnablikið réð ferðinni
En hvernig gekk að hafa uppi á
öllum þessum ólíku sumarhúsum
og var ekkert mál að fá að fara
inn til fólks og taka myndir?
„Við fengum ábendingar frá
fólki og við mundum líka eftir fal-
legum bústöðum sem höfðu orðið
á vegi okkar á ferðalögum, en
margir þeirra eru vel faldir í
landslaginu. Við þrjú fórum í
marga og langa bíltúra til að leita
uppi áhugaverða bústaði. Ef við
þekktum ekki eigendurna þá
þurftum við að hafa uppi á nöfn-
um, en nánast allir tóku erindi
okkar mjög vel,“ segir Gunnar
sem var í þrjá mánuði við mynda-
tökurnar. „Ég fór yfirleitt einn að
mynda og lét mína upplifun á
hverjum stað algerlega ráða því
hvernig myndir ég tók. Ég kom
ekki í tvígang á nokkurn stað og
einmitt þess vegna er dumbungur
og þoka á sumum myndum en sól
og blíða á öðrum. Ég beið ekki
eftir rétta veðrinu heldur fór á
þeim degi sem mér var ætlað og
lét augnablikið ráða ferðinni.“
Sælusumrin á Laugarvatni
Á bernskuárunum varði Gunnar
mörgum sumrum í sumarbústaða-
hverfi prentara á Laugarvatni.
„Ég á margar góðar minningar
þaðan og vissulega er draumurinn
að eignast sjálfur einn daginn
svona athvarf sem sumarhús eru,
hvort sem það verður í Toscana á
Ítalíu eða í sveit á Íslandi,“ segir
Gunnar sem nú býr í Mílanó á
Ítalíu þar sem Halla Bára kona
hans er í meistaranámi í innan-
hússhönnun. „Hér eru heimili ekki
mjög lík þeim sem ég hef verið að
mynda á Íslandi, hér fer lítið fyrir
þessum skandinavíska brag. En ég
er búinn að skrá mig á góða um-
boðsskrifstofu og vonast til að fá
verkefni í framtíðinni sem tengj-
ast því að ljósmynda heimili,“ seg-
ir Gunnar sem er heillaður af
ítalska matnum, menningunni,
sögunni og umhverfinu öllu. Og
lognið í Mílanó á einstaklega vel
við hann.
Rangárvellir Rómantískur bústaður frá árinu 1944.Þingvellir Bústaður byggður 1992-1996 sem fellur vel inn í landslagið.
Á Ítalíu Gunnar og Halla Bára búa núna í Mílanó.
Ó, þú sæla
sveit
Kjós Sumarhús endurgert 2003-2005. Ólafsfjörður Bústaður frá 1935 gerður upp.
www.gunnarimage.com
13:00 Hádegisverður í Gullteig B, Grand Hótel
Þorsteinn J. flytur erindi sitt:
Frumkvæði!
SKRÁNING
14:15 Skráning við Gullteig A, Grand Hótel
FUNDARSETNING
14:30 Ræða formanns FÍS
Pétur Björnsson
RÆÐUMENN
14:50 Ávarp: Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra
15:00 Finn Mortensen aðalritstjóri viðskiptablaðs
Berlingske Tidende
„The Emperor's New Clothes?“
15:20 Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra
Hvernig gagnast fríverslunarsamningar?
Umræður og fyrirspurnir
Kaffihlé
16:15 ALMENN AÐALFUNDARSTÖRF
Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 588 8910
eða á netfang: linda@fis.is
Aðalfundur
Gullteigur, Grand Hótel,
föstudaginn 16. febrúar 2007, kl. 13:00