Morgunblaðið - 09.02.2007, Qupperneq 30
30 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
STAÐA OG HLUTVERK
KENNARA
Það er kominn tími til að endur-meta þjóðfélagslegt mikilvægiýmissa starfa. Sú var tíðin, að
varla var tekið eftir því fólki, sem
starfaði við umönnun aldraðra á svo-
nefndum elliheimilum. Nú þegar öldr-
uðum hefur fjölgað mjög og fyrirsjá-
anlegt að fólk lifir mun lengur en áður
verður þörfin fyrir fólk, sem annast
um hina öldruðu borgara, sífellt meiri.
Og þegar það fólk er hvergi að fá m.a.
vegna þess að launakjör í þessum
störfum eru skammarlega lág vaknar
fólk allt í einu til vitundar um mik-
ilvægi þessara starfa.
Einu sinni var það talið sjálfsagt
starf fyrir unglingsstúlkur að vera
barnapíur á sumrin, þegar enginn
skóli var. Þá voru heldur engir leik-
skólar. Nú er fólk búið að átta sig á að
starf leikskólakennara er afar þýðing-
armikið svo að ekki sé sterkar til orða
tekið en á sama tíma er erfitt að fá fólk
til þess að starfa á þessu sviði vegna
þess að launakjörin fæla sérmenntað
fólk frá.
Fyrir rúmlega tveimur árum stóð
yfir hörð vinnudeila meðal kennara.
Henni lauk að lokum eins og öllum
vinnudeilum en meðan á henni stóð
gerðu margir sér grein fyrir því, að
störf kennara höfðu ekki verið metin
að verðleikum. Nú er ný kjaradeila að
hefjast á þessum vettvangi.
Í nútíma þjóðfélagi eru fá störf jafn
mikilvæg og störf kennara. Hvort sem
um er að ræða leikskólakennara,
grunnskólakennara, framhaldsskóla-
kennara eða háskólakennara er ljóst,
að það fólk, sem tekur að sér þessi
störf, getur haft úrslitaáhrif á velferð
barna og unglinga og hvers konar fólk
það er, sem kveður sér hljóðs eftir
nokkur ár eða áratugi og setur mark
sitt á samfélag okkar.
Þetta blasir við þegar horft er til
þeirra vandamála, sem uppvaxandi
kynslóðir eiga við að etja.
Vilji fólk fá góða kennara, á öllum
skólastigum til þess að kenna börnum
sínum, verða þeir hinir sömu að finna,
að störf þeirra eru metin að verðleik-
um. Það þarf einfaldlega að endur-
meta mikilvægi kennarastarfsins. Og
það endurmat þarf að endurspeglast í
launakjörum kennara. Þeir þurfa að
finna, að störf þeirra við að mennta
hverja nýja kynslóð Íslendinga og
leiða hana fram á veg eru ekki síður
mikilvæg en störf þeirra, sem vinna
við að ávaxta fé fólks. En auðvitað
verða kennarar líka að vera reiðubún-
ir að fara nýjar leiðir og breyta gömlu
fyrirkomulagi, ef það getur stuðlað að
því að sátt náist um að hækka laun
þeirra verulega.
Áður en farið er að semja um krónur
og aura við kennara í þeirri nýju
samningalotu, sem er að hefjast um
kaup þeirra og kjör þarf þjóðfélagið
sjálft að gera sér grein fyrir, viður-
kenna og staðfesta mikilvægi þessara
starfa.
Þegar það endurmat hefur farið
fram verður auðveldara að tala um
krónur og aura og þá munu fulltrúar
fólksins í landinu, sem eru að semja
við kennarana sjá betur til lands.
ÚTBLÁSTUR OG AÐGERÐIR
Ekki er nema vika síðan skýrslavísindanefndar Sameinuðu
þjóðanna um loftslagsbreytingar
kom út með spám um að yrði ekkert
að gert mætti búast við það mikilli
hlýnun að stórir hlutar jarðar yrðu
óbyggilegir. Í skýrslunni sagði að nú
væri svo komið að útilokað væri að
bera brigður á það að mengun af
mannavöldum hefði áhrif á breyting-
ar á loftslagi á jörðunni. Enn gæti þó
verið tími til þess að hægja á þróun-
inni og snúa henni við áður en það
yrði um seinan. Hversu líklegt er að
það gerist? Fréttir frá Brussel í
þessari viku gefa til kynna hvað er í
vændum.
Á miðvikudag kom í ljós að Evr-
ópusambandið hefur ákveðið að láta
undan kröfum bifreiðaframleiðenda
um meðalútblástur koltvíildis bif-
reiða. Í tillögum um nýjar reglur
kemur fram að miðað er við að með-
alútblástur koltvíildis verði 130
grömm á kílómetra árið 2012, en í
fyrri tillögum hafði verið kveðið á
um 120 grömm. Evrópskir bifreiða-
framleiðendur börðust með oddi og
egg gegn þessari tillögu og báru því
við að hún myndi grafa undan tilveru
þeirra í alþjóðlegri samkeppni. Bíla-
framleiðendur eru reyndar ekki
ánægðir með málamiðlunina, sem
var kynnt á miðvikudag. En um-
hverfisverndarsinnar eru það ekki
heldur og segja að enn einu sinni
hafi ráðamenn sýnt að bílaiðnaður-
inn skipti meira máli en að taka á
loftslagsbreytingum. Þess má geta
að fyrir níu árum setti ráðherraráð
Evrópusambandsins útblásturhá-
mark nýrra bíla við 140 grömm
koltvíildis á kílómetra frá og með
árinu 2008, en ljóst er að það tak-
mark næst ekki. Í nýju tillögunum
eiga mörkin að vera bindandi, en
ekki hefur komið fram hvort viður-
lög verði við því að ná þeim ekki.
Víst er að þetta verður ekki eina
dæmið um það að barist verði gegn
aðgerðum til að draga úr breyting-
um loftslags af mannavöldum. Það er
auðvelt að gagnrýna aðra, en enginn
vill láta draga úr sínum lífsgæðum.
Þjóðverjar vilja ekki hraðatakmörk
á hraðbrautum sínum. Kínverjar
segjast hvorki hafa tæki til né efni á
að hemja iðnaðarmengun og vilja að
vestræn ríki taki forustuna í að
draga úr útblæstri. Bandaríkjamenn
vilja ekki setja mörk á útblástur.
Hvað geta Íslendingar lagt af
mörkum? Ákvæðu íslensk stjórnvöld
að setja reglur um útblástursmörk
myndi það engin áhrif hafa. Hins
vegar væri hægt að hafa óbein áhrif
með því til dæmis að umbuna þeim,
sem kaupa bíla með lítinn útblástur
koltvíildis, með einhverjum hætti.
Hugsunarháttur bílaframleiðenda
er hins vegar órökréttur. Krafan um
minni mengun á eftir að verða há-
værari og sá, sem verður fyrstur til
að tileinka sér tækni í samræmi við
þær kröfur er líklegastur til að lifa
af, ekki sá sem þráast við.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Þetta er dánarvottorð bresksdrengs sem lést af völdum mis-taka í heilbrigðiskerfinu semhefði mátt koma í veg fyrir,“
sagði breski landlæknirinn Sir Liam Don-
aldson á málþingi Landlæknisembættisins í
gær um öryggi sjúklinga. Um leið brá hann
upp á myndvarpaskjáinn dánarvottorðinu
og hélt áfram: ,,Hann fékk ranga lyfjagjöf,
lyfi sem var ætlað öðrum sjúklingi var dælt
inn í mænugöng hans. Það olli dauða hans.“
Það hefur sennilega aldrei verið gefið út
dánarvottorð þar sem dánarorsökin hefur
verið tilgreind sem mistök í heilbrigðiskerf-
inu. Það er hins vegar stundum staðreynd
eins og vestræn samfélög eru að vakna til
vitundar um. Sir Liam, sem er fram-
kvæmdastjóri World Alliance on Patient
Safety hjá Alþjóða-heilbrigðisstofnuninni,
hefur hvatt til umræðu um mistök í heil-
brigðiskerfinu sem hægt sé að koma í veg
fyrir og þá hvernig það sé hægt.
Næst varpaði hann á skjáinn sorg-
mæddri konu sem reyndist vera móðir
drengsins. ,,Drengurinn minn var greindur
með hvítblæði en hann kvartaði aldrei alla
lyfjameðferðina. Ég vona að hans sorglegi
dauðdagi verði sá síðasti af þessu tagi og þá
til þess að öryggi sjúklinganna verði sett í
brennidepil fyrr en seinna.“
Koma má í veg fyrir mörg mistök
Breski landlæknirinn sagði þetta dæmi
hvorki það fyrsta né hið eina þar sem fólk
lætur lífið af völdum mistaka í heilbrigð-
iskerfinu. Mistök hafi ekki alltaf svo hræði-
legar afleiðingar en geti í besta falli valdið
óþægindum og aukaverkunum en í versta
falli fötlun og dauða. Hann sagði að mistök
væru mannleg en það væri margt sem hægt
væri og þyrfti að gera kerfisbundið til þess
að koma í veg fyrir flest þeirra.
Sir Liam sýndi málþingsgestum, í
tengslum við ofangreint dæmi, mynd af
sprautum. Í fljótu bragði virtust þær nán-
ast alveg eins í útliti, ef frá var talið að önn-
ur sprautan var með blárri hettu en hin
appelsínugulri. Þær voru jafnlangar, jafn-
breiðar og tóku jafnmikið magn af vökva. Á
báðar var límdur hvítur miði með einhverj-
um tölum og strikamerki. Báðar innihéldu
líka glæran vökva. Á annarri sprautunni
stóð hins vegar litlum stöfum á fleti sem var
um 3 sm að lengd: Má ekki sprauta í mænu-
göng. Það var hins vegar erfitt að sjá það
nema að rýna í sprautuna. Það var sem sagt
ekkert sem greindi í fljótu bragði á milli
þessara tveggja sprautna en röng notkun
lyfsins sem í þeim var hefði getað haft al-
varlegar afleiðingar fyrir sjúkling – og það
hefur gerst eins og dæmin sýna.
Sir Liam benti á að til dæmis með því að
merkja lyf betur og greina í sundur mætti
fækka óhappatilvikum í heilbrigðiskerfinu.
Vantar fé til rannsókna
Eins og fram kom í umfjöllun Morgun-
blaðsins í fyrradag sýna niðurstöður rann-
sókna í Englandi, Danmörku, Kanada og
Nýja-Sjálandi að fjöldi sjúklinga verður
fyrir tjóni í heilbrigðiskerfum þessara
landa. Það væri óvarlegt að álykta að Ísland
skæri sig mikið úr þessum þjóðum hvað
þetta varðar. Ef tölur úr þessum rannsókn-
um eru yfirfærðar má ætla að meira en á
annað hundrað íslenskra sjúklinga verði
fyrir tjóni og jafnvel að einhverjir týni lífi
eftir að hafa verið meðhöndlaðir í íslenska
heilbrigðiskerfinu – af ástæðum sem ekki
má rekja til sjúkdómseinkenna þeirra held-
ur óhappatilvika.
En þegar spurt er hvort eða hversu
hættulegt íslenska heilbrigðiskerfið sé er
svarið einfaldlega: Við vitum það ekki. Það
hafa ekki verið gerðar neinar rannsóknir á
því og munu væntanlega ekki verða gerðar
nema með fjárstuðningi stjórnvalda. Land-
læknisembættið hefur undirbúið og vill
gera sambærilega rannsókn á íslensku heil-
brigðiskerfi og gert hefur verið í ofantöld-
um löndum
um styrk
stöðvar Ís
sóknin öll
fremst ve
rannsókn
ættið vill
króna. Re
sjúkrahús
Öryggið
Matthía
aðspurður
yggi sjúkl
ræðna í ö
verið mjög
segja að v
eftirlits í
jafnhratt e
Dánarorsök: Mistö
Áhætta Það er opinberlega viðurkennt, t.d. með lögum u
ferð í heilbrigðiskerfinu. Opin og sanngjörn umræða um
tök“, hefur hins vegar verið lítil og bitnar það bæði á sjú
Í HNOTSKURN
»Nýjasta vitneskja á sviði örygg-ismála á heilbrigðissviði verður
höfð til hliðsjónar við hönnun nýja
sjúkrahússins.
»Rafræn skráning óhappatilvikahófst fyrir fjórum árum á Land-
spítalanum. Efla þarf skráningu
óhappatilvika til þess að fá ná-
kvæmari mynd af ástandinu sem og
að hægt sé að nota gögnin til vís-
indalegra rannsókna.
»Leggja verður meiri áherslu áað styðja þá sem verða fyrir
mistökum í heilbrigðiskerfinu og
fjölskyldur þeirra, því eins og Sir
Liam Donaldson benti á lifir fólk
með þessum mistökum, bók-
staflega. En hann lagði líka áherslu
á stuðning við starfsfólk heilbrigð-
iskerfisins og eflingu öryggismenn-
ingar.
Öryggi sjúklinga
er vandi sem á eftir
og þarf að kort-
leggja í íslensku
heilbrigðiskerfi
Eftir Unni H. Jóhannsdóttur
uhj@mbl.is
Óhefðbun
iskerfinu
„Ég hvet alla til að þvo sér um hendurnar,“ sagði Siv Friðleifsdóttir heil-
brigðisráðherra glaðbeitt en tilefni ummælanna var undirritun sam-
komulags um þátttöku Íslands í verkefninu „Hreinlæti og örugg heilbrigð-
isþjónusta haldast í hendur“. Verkefnið er á vegum
Alþjóða-heilbrigðismálastofnunarinnar og er ætlað að
sporna við sýkingum sem eiga upptök sín í heilbrigð-
iskerfinu. Það er eitt af öryggismálunum sem stofnunin
setur á oddinn í herferð sinni gegn óhappatilvikum sem
má fækka. Ástæðan? Handþvottur er ein einföld og ódýr
aðgerð í heilbrigðiskerfinu sem kemur t.d. í veg fyrir út-
breiðslu sýkinga á milli sjúklinga. Einföld aðgerð eins og
handþvottur getur því haft margfeldisáhrif eins og að
koma í veg fyrir þjáningar og fjárútlát, bæði innan heil-
brigðiskerfisins og utan. Siv var 50. ráðherrann sem und-
irritar samkomulag af þessu tagi. „Í því felst að við þurf-
um að efla fagleg vinnubrögð, hvetja til frekari rannsókna og styðja
lykilstarfsfólk við að innleiða aðferðir til þess að sporna við sýkingum og
vera til fyrirmyndar hvað þær varðar. Ég tel að það sé verkefni að vinna og
að við séum í stakk búin til þess að takast á við það. Ég tel að við getum bætt
okkur enn frekar.“
Handþvottur heilbrigðisráðherra
Siv Friðleifsdóttir
,,Fyrstu viðbrögð ker
að þetta hafi verið óha
ekki verið neinum að
Pál
arl
ske
má
haf
tak
No
fyr
ling
leit
þei
né
finnst starfsfólk forða
sé hreinlega verið að
það gerðist eitthvað s
ábyrgð á og ræða. Þei
úrræði eins og lög um
,,Ekki okk
Dögg Pálsdóttir