Morgunblaðið - 09.02.2007, Síða 32
32 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
S
itt sýnist hverjum um þá
ákvörðun Morgunblaðs-
ins að birta myndir af
hæstaréttardómurum á
forsíðu blaðsins sl.
föstudag. Tilefnið var vægur dóm-
ur yfir manni, sem hafði svívirt
fimm lítil stúlkubörn, hið yngsta
þriggja ára.
Reyndar var yfirgnæfandi
meirihluti þeirra sem tjáðu sig um
málið sammála uppsetningu blaðs-
ins. Einhverjir urðu þó til að
gagnrýna hana, meðal annars á
þeirri forsendu að Morgunblaðið
væri með þessu að móta viðhorf
almennings, gefa tóninn um að
refsingin væri allt of væg. Þetta
þykir mér vægast sagt undarlegur
málflutningur. Hefur almanna-
rómur ekki lengi haldið því fram
að refsingar fyrir þessi skelfilegu
brot séu allt of vægar? Ég hef
margoft tekið þátt í, eða orðið
vitni að, heitum umræðum um
hvernig standi á því að dómstól-
arnir nýti ekki refsirammann, sem
lögin setja, og dæmi níðinga af
þessu tagi til þyngstu mögulegu
refsingar. Morgunblaðið var því
alls ekki að vekja slíkar hug-
myndir hjá fólki. En kannski
hnykkti fólki við þegar það sá
svart á hvítu að dómar Hæsta-
réttar koma frá mönnum, en ekki
stofnun? Á föstudagskvöld var
meðal annars rætt um þessa for-
síðu Morgunblaðsins í Kastljósi
Sjónvarpsins. Þar var mættur
prófessor Hannes Hólmsteinn
Gissurarson. Hann var ekki par
ánægður með forsíðuna, enda
kvaðst hann vilja sitt blað trúverð-
ugt og áreiðanlegt og gætið. Ekki
skýrði hann þó nánar hvað hefði
skort upp á trúverðugleikann og
áreiðanleikann í frásögn Morg-
unblaðsins, enda kórrétt sagt þar
frá öllum efnisatriðum. Gætnin er
annað mál og prófessornum að
sjálfsögðu frjálst að óska eftir
meiri gætni, telji hann hana æski-
lega í þessu tilviki.
Hannes vísaði svo til skoð-
anabræðra sinna á vefsíðunni and-
riki.is, sem teldu Morgunblaðið
núna vera eins konar dagblaðs-
útgáfu af Veru. Þá skoðun sína
rökstyðja Andríkismenn með til-
vísan í að Morgunblaðið hafi ann-
ars vegar talið fréttnæmt að
Hillary Clinton hafi hafið op-
inberlega baráttu fyrir því að vera
kjörin forseti Bandaríkjanna og
hins vegar að Halla Gunn-
arsdóttir, þingfréttaritari blaðs-
ins, byði sig fram til formennsku í
Knattspyrnusambandi Íslands,
fyrst kvenna. Andríki þykir þar
með sýnt að „kvennabarátta“ sé
það sem skiptir Morgunblaðið
mestu.
Stjórnmálafræðiprófessorinn og
álitsgjafinn Hannes Hólmsteinn
Gissurarson sér síðan sóma sinn í
því að tengja „kvennabaráttu“
Morgunblaðsins við áhuga rit-
stjórnar á að dómarar Hæsta-
réttar nýti þann refsiramma sem
löggjafarvaldið hefur leyft þegar
dæmt er í níðingsmálum af þessu
tagi. Slíkur er vilji löggjafans og
slík er krafa íslensku þjóðarinnar.
En nei, að mati prófessorsins ýtir
umrædd forsíða Morgunblaðsins
undir þá túlkun að blaðið sé dag-
blaðsútgáfa af Veru, blaði
Kvennalistans eins og hann orðaði
það – og þar með hallærislegt og
marklaust í samfélagi alvöru-
manna, eða hvað? Hér er vert að
rifja upp að Vera var tímarit um
konur og kvenfrelsi. Það kom
fyrst út árið 1982 og útgefandinn
var þá Kvennaframboðið í Reykja-
vík. Síðar tók Kvennalistinn við
útgáfunni, en árið 2000 tók út-
gáfufélag 63 ein-staklinga við
Veru og gaf út þar til yfir lauk
nokkrum árum síðar. Vera var
tímarit um konur og kvenfrelsi,
tímarit um femínisma, skrifað af
femínistum.
Og nú tekur prófessor við Há-
skóla Íslands undir að Morg-
unblaðið hafði breyst í dagblaðs-
útgáfu af þessu femínistariti, með
því að vekja athygli á linku dóm-
ara við níðing.
Hvað á prófessorinn við? Eru
kynferðisbrot sérstakt áhugamál
kvenna? Eða kannski eingöngu
þeirra kvenna sem skilgreina sig
femínista? Koma þessi brot ekki
körlum við? Af hverju ekki? Af því
að þeir eru ekki fórnarlömbin?
Þeir eru það reyndar sumir, á
unga aldri. Og brotamennirnir eru
karlkyns. Er það einhver sér-
stakur femínismi að benda á það?
Kynferðisbrot gegn börnum eru
viðurstyggileg, um það er allt
sómakært fólk sammála. Að morði
frátöldu er var hægt að ímynda
sér stærri glæp en þann að svipta
börn æskunni og setja um leið
óafmáanleg ör á sál þeirra.
Ekki er langt síðan óhugsandi
var að kynferðisbrot gegn börnum
væru rædd opinberlega. Þau voru
leyndarmál, sem fórnarlömbin
burðuðust með alla ævi. Og
glæpamennirnir komust upp með
hegðun sína óáreittir.
Á allra síðustu árum hefur við-
horfið til ljótu leyndarmálanna
gjörbreyst. Í fyrstu snerist um-
ræðan um ofbeldi gegn konum.
Stígamót lyftu Grettistaki, en þá,
eins og oft síðar, örlaði á því við-
horfi að þar færu róttækir femín-
istar offari og margur góður
drengurinn liði að ósekju fyrir.
Þegar fæstir gátu lengur lokað
augunum fyrir nauðgunum og of-
beldi gegn konum á heimilum var
athyglinni beint að börnunum.
Einstaklingar, sem höfðu sem
börn orðið fyrir grófri misnotkun,
stigu fram í dagsljósið og sögðu
sögu sína, þrátt fyrir að slíkt
hljóti að hafa kostað nær ofur-
mannlegt átak. Það átak var sann-
arlega í þágu þjóðarinnar allrar.
Frásagnir þessara einstaklinga
voru trúverðugar og áreiðanlegar,
en gætnin var látin lönd og leið.
Til allrar hamingju, því við getum
ekki lengur lokað augunum fyrir
því að misnotkun á börnum er
staðreynd. Við viljum að sam-
félagið taki á þessum vanda og
sjái til þess að níðingarnir fái
makleg málagjöld.
Og aftur spyr ég: Er það ein-
hver sérstakur femínismi að
benda á það?
Femínistar
og annað fólk
»Eru kynferðisbrot sérstakt áhugamál kvenna?Eða kannski eingöngu þeirra kvenna sem skil-
greina sig femínista? Koma þessi brot ekki körlum
við? Af hverju ekki? Af því að þeir eru ekki fórn-
arlömbin? Þeir eru það reyndar sumir, á unga
aldri. Og brotamennirnir eru karlkyns. Er það ein-
hver sérstakur femínismi að benda á það?
rsv@mbl.is
VIÐHORF
Ragnhildur Sverrisdóttir
NÚ ERU aðeins nokkrir mán-
uðir þar til þjóðin gengur til kosn-
inga. Það virðist liggja í loftinu, að
nú standi þjóðin á mjög örlagarík-
um tímamótum. Lýðræði og friður
hefir verið Íslendingum í blóð bor-
ið og þjóðin hefir aldrei haft eigin
her. En lýðræðið er vandmeðfarið,
og ég veit ekki hvort nokkur ein-
ræðisherra hefir við-
urkennt það að þjóð
hans búi við einræði.
Þó að við játum því að
við búum við lýðræði,
þá virðist þó víða
pottur brotinn í þeim
efnum. Valdamenn
hafa tekið afdrifaríkar
ákvarðanir án þess að
spyrja þing eða þjóð.
Þar hafa þeir farið al-
varlega út af sporinu.
Hitt hefir svo lík-
lega viðgengist hér
alla tíð í stjórnmálum,
að naumur meirihluti fer öllu sínu
fram án þess að taka nokkurt tillit
til stjórnarandstæðinga, sem er
kannski helmingur þjóðarinnar og
stundum meira en það. Stjórn-
arherrarnir þurfa að hugleiða það,
að þeir eru ekki bara að stjórna
fyrir sína kjósendur heldur fyrir
alla þjóðina. Þetta mætti nú eflaust
færa í betra horf með meiri tillits-
semi og minna yfirlæti. Þetta þarf
næsta ríkisstjórn að hafa í huga,
hvort sem það verður hægri eða
vinstristjórn. Annars er helmingur
þjóðarinnar alltaf í einhverskonar
herfjötrum valdhafanna. Taumlaus
fjáraustur og allskonar bak-
tjaldamakk í sambandi við kosn-
ingabaráttu eru úr hófi fram og er
helst til þess fallinn að brengla lýð-
ræðishugsjónina.
Ungur nemi í Verslunarskóla Ís-
lands skrifaði nýlega grein í Morg-
unblaðið með fyrirsögninni: „Að
kaupa atkvæði“. Neminn, sem heit-
ir því ágæta nafni Laufey Rún
Ketilsdóttir, hefir gefið mér leyfi
til að birta hér kafla úr athygl-
isverðri grein hennar um þetta
efni. Eftirfarandi kaflar eru úr
grein hennar: „Hringt
er í unga kjósendur
hvað eftir annað og
þeim boðið í stórar
veislur þar sem áfengi
drýpur af hverju strái
og þekktar hljóm-
sveitir leika fyrir
dansi.“ Og svo síðar:
„Dæmi eru um að allt
að 10 frambjóðendur
hringi í sama ein-
staklinginn með gylli-
boð um að skrá við-
komandi í flokk fyrir
kosningar og úr hon-
um að þeim loknum.“ Hvernig lýst
ykkur á? Hvar er virðingin fyrir
lýðræðinu, kjósandanum og sjálf-
um sér? Já, nú eru tímamót. Við
megum vara okkur á því, að skerða
ekki lýðræðið smátt og smátt þar
til við brjótum fjöreggið, sjálft lýð-
ræðið.
Ég get svo ekki látið hjá líða, að
minnast á það sem nú brennur
heitast á þjóð vorri; stóriðjan. Þar
er mikið glæfraspil í gangi og verð-
ur aldrei við það unað af íslenskri
þjóð að gera Ísland að einskonar
Jamaíka. Fyrir utan loftmengunina
og landspjöllin, þá hlaðast upp
baneitraðir ruslahaugar með ófyr-
irsjáanlegum afleiðingum. Og enn
er ótalið að þetta getur kostað okk-
ur að Ísland verði ekki lengur
sjálfstæð þjóð. Þegar við erum orð-
in háð stóriðjufurstunum þá eiga
þeir hægt með að kúga okkur, þeir
hóta að loka ef þeir fá ekki að
stækka og þetta hefir þegar gerst
hér hjá einu álveri og getur orðið
stórhættulegur vítahringur. Þannig
getum við orðið ánauðugir þrælar
og Ísland verður ekki lengur gott
land, fagurt land, heldur ánauðug
þjóð í eiturbrasi álkónganna. Eng-
inn Íslendingur vill slíka framtíð.
Það tókst að stöðva það að jök-
ulvatni væri hleypt í gegn um Mý-
vatn en það hefur ekki tekist með
Lagarfljót. Að virkja jökulleðju og
skila komandi kynslóðum aur og
drullu að flatarmáli á borð við
Hvalfjörð er ótrúleg skammsýni,
maður getur varla trúað þessu. Við
ættum ekki að þurfa að standa í
stríði til að vernda landið okkar.
Við viljum hreint land, fagurt
land og frjálsborna þjóð, en ekki
þjóð í eiturbrasi og sorphaugum,
eigandi það á hættu að missa bæði
sjálfsstæðið, andrúmsloftið og
landið.
Ísland í framtíð
Gunnþór Guðmundsson
fjallar um þjóðmál » Við viljum hreintland, fagurt land og
frjálsborna þjóð, en ekki
þjóð í eiturbrasi og
sorphaugum, eigandi
það á hættu að missa
bæði sjálfsstæðið, and-
rúmsloftið og landið.
Gunnþór Guðmundsson
Höfundur er rithöfundur
og fyrrum bóndi.
Á SÍÐUSTU tveim mánuðum
höfum við í fimm vikur mátt búa við
takmarkanir á öxulþunga á öllum
helstu þjóðvegum landsins. Merki-
legt er hvað þetta hefur gengið yfir
umræðulítið í samfélaginu þrátt
fyrir að vera mikið hagsmunamál
atvinnulífs um land allt, og raunar
alls almennings einnig. Það þykir
meiri frétt ef smá tafir
verða á millilandaflugi
en að allir flutningar
innanlands séu í upp-
námi vikum saman.
Ekki heyrist einu sinni
bofs í sjálfskipuðum
varðmönnum vorum,
þeim Jóni Bjarnasyni
og Kristjáni Möller.
Einhvern tíma hafa
þeir þó opnað munn
fyrir minna.
Það er vitað að
vegakerfi okkar er
vanburðugt fyrir verk-
efni sitt. Við því verður þó ekki
lengur brugðist með því að tak-
marka öxulþunga vikum og mán-
uðum saman. Búseta á Íslandi á allt
undir góðum og öruggum flutn-
ingum, bæði til og frá landinu en
einnig innanlands. Það er full-
komlega sanngjörn og eðlileg krafa
að þeir megi ganga eðlilega fyrir
sig árið um kring nú þegar til-
tölulega fátítt er orðið að veður og
færð hamli. Stjórnvöld verða ein-
faldlega að veita þeim fjármunum
sem þarf til að halda vegum í við-
unandi ástandi. Flutningarnir þurfa
að komast og álitamál hvort betra
er að fjölga ferðum umtalsvert til
að minnka heildarþyngd hverrar
ferðar smávegis.
Það er kominn tími til að við för-
um að líta á landið sem heild og
skipuleggja vegakerfið í takt við
þær þarfir sem það þjónar. Í gróf-
um dráttum má skipta vegum í
þrennt. Flutningaleiðir, byggðavegi
og ferðaleiðir. Sumir vegir gegna
öllum þremur hlutverkum í einu,
aðrir einu eða tveimur þeirra. Við
skipulagsvinnu verðum við einnig
að horfa til framtíðar. Ef farið verð-
ur í hálendisveg milli Norður- og
Suðurlands á næstunni má t.d.
álykta að það minnki verulega þörf
fyrir ný Hvalfjarðargöng.
Því miður hefur skort á samhengi
í vegagerð. Bæði forgangsröð og
val leiða vill frekar ráðast af reip-
togi þingmanna en skipulagslegum
rökum. Nú er vaxandi
áhugi fyrir byggingu
samgöngumannvirkja í
einkaframkvæmd.
Hvalfjarðargöng eru
dæmi um vel heppnaða
einkaframkvæmd.
Bygging vega um
lengri leiðir er öllu
flóknara mál og þarf
að huga vel að spurn-
ingum sem er ósvarað
við slíka einka-
framkvæmd. Hvernig
yrði háttað greiðslu/
leigu fyrir land undir
einkaveg? Reikna má með að
rekstraraðili beri viðhaldskostnað
en hvað með snjómokstur? Myndu
snjóþungir vetur leiða til hækkunar
á vegatolli eða á ríkið að koma að
málum? Stærsta spurningin snýr þó
að skattlagningu bifreiða. Flutn-
ingabílar sem færu um Kjalveg
hinn nýja milli Akureyrar og
Reykjavíkur myndu líklega aka að
hálfu á einkavegi og hálfu á rík-
isvegi. Myndu eigendur þeirra
sætta sig við að greiða að fullu
skatta sem eru eyrnamerktir til
vegamála vegna slíks aksturs?
Það má því sjá að ef vegakerfi
landsins fer að skiptast upp í einka-
vegi og ríkisvegi er að mörgu að
hyggja. Kannski er því heppilegra
að við höfum forræði samgöngu-
mála almennt áfram hjá ríkinu.
Hins vegar má benda á leið til að
fjármagna stórfellda uppbyggingu
stofnvega á örfáum árum og jafnvel
nokkurra jarðganga í leiðinni. Á
sínum tíma gaf ríkið út með góðum
árangri skuldabréf til að fjármagna
vegagerð á Skeiðarársandi. Núna
væri einfalt mál fyrir ríkið að gefa
út skuldabréf til fjármögnunar
vegaframkvæmda. Fjármagnið er
til hjá lífeyrissjóðunum sem hrein-
lega vantar ávöxtunarleiðir. Ætla
má að eigandi þessara fjármuna,
þ.e. almenningur í landinu, myndi
ekki síður vilja njóta arðs af vega-
framkvæmdum en allra handa fjár-
festingum erlendis, enda kæmu
þær framkvæmdir öllum almenn-
ingi beint til góða. Það er síðan
pólitísk ákvörðun hvort endur-
greiðsla lánanna kæmi af vegatoll-
um að hluta, eða af almennum
skatttekjum. Tíminn til fram-
kvæmda er hentugur nú þegar
hægja fer á stórframkvæmdum við
virkjanir.
Það má heita undarlegt þegar líð-
ur að alþingiskosningum að fram-
bjóðendur séu ekki í hópum að tala
fyrir ofangreindri lausn í vega-
málum, svo augljós sem hún er og
auðframkvæmanleg. Því skora ég á
stjórnvöld, sem og væntanlega
ráðamenn, hvar í flokki sem þeir
standa, að einhenda sér í stórátak í
samgöngubótum án frekari tafar,
virkja fjármuni lífeyrissjóða og
vinna málið út frá skipulagslegum
forsendum og þörfum. Þannig er
búseta best tryggð á Íslandi til
framtíðar.
Um vegamál
Þröstur Friðfinnsson
fjallar um vegamál »Núna væri einfaltmál fyrir ríkið að
gefa út skuldabréf til
fjármögnunar vega-
framkvæmda. Fjár-
magnið er til hjá lífeyr-
issjóðunum sem
hreinlega vantar ávöxt-
unarleiðir.
Þröstur Friðfinnsson
Höfundur er framkvæmdastjóri Dög-
unar ehf. á Sauðárkróki.