Morgunblaðið - 09.02.2007, Síða 36
36 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Ásgeir Ár-mannsson
fæddist í Reykjavík
21. febrúar 1921.
Ásgeir lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 2. febrúar sl.
Foreldrar hans
voru hjónin Ár-
mann Eyjólfur Jó-
hannsson, f. á Litlu-
Giljá í A-Húna-
vatnssýslu 3. maí
1870 , d. 21. febr-
úar 1950, og Guðný
Jónsdóttir, f. á
Mýrarholti í Reykjavík 16. júlí
1875, d. 25. febrúar 1972. Ásgeir
var yngstur í sjö systkina hópi.
Ásgeir kvæntist 9. september
1944 Láru Ingibjörgu Fanneyju
Herbjörnsdóttur, f. á Hamri í
Laxárdal 3. janúar 1922. For-
eldrar hennar voru Herbjörn
Guðbjörnsson, f. á Miklabæ í
Fyrri kona Guðbjörns er Ólöf
Brynja Garðarsdóttir. 4) Árný
Sigríður, f. 11. maí 1956, gift Sig-
urþór Jóhannessyni og eiga þau
tvær dætur og einn dótturson. 5)
Einar, f. 9. maí 1960, kvæntur Sú-
sönnu Sigurbjargar Forberg.
Þau eiga þrjú börn og tvö barna-
börn.
Ásgeir nam bókband við Iðn-
skólann í Reykjavík og starfaði
við þá iðn alla sína starfsævi.
Hann var mjög virkur í fé-
lagsstörfum alla tíð. Hann sat í
stjórn Knattspyrnudeildar Vík-
ings í Reykjavík um árabil og var
gerður að heiðursfélaga þar. Auk
þess starfaði hann lengi fyrir
Knattspyrnusamband Íslands og
KKR. Ásgeir var sæmdur gull-
merki allra þessara íþrótta-
samtaka svo og gullmerki ÍSÍ. Nú
síðast fékk hann svo viðurkenn-
ingu frá Knattspyrnusambandi
Evrópu fyrir vel unnin störf í
þágu knattspyrnunnar á Íslandi.
Útför Ásgeirs verður gerð frá
Bústaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Skagafirði 31. maí
1898, d. 12. febrúar
1984, og kona hans
Guðbjörg Jóns-
dóttir, f. á Sáms-
stöðum í Laxárdal 9.
september 1896, d.
30. október 1991.
Börn Ásgeirs og
Láru eru: 1) Áróra
Sjöfn, f. 14. maí
1942, d. 5. febrúar
1989, giftist Sveini
Kjartanssyni en þau
skildu. Seinni maður
Áróru var Helgi
Grétar Kristinsson. Áróra eign-
aðist fjögur börn og eru barna-
börnin níu. 2) Ásgerður, f. 25.
maí 1945, gift Magnúsi Bjarna-
syni og eiga þau þrjú börn og
átta barnabörn. 3) Guðbjörn, f.
31. desember 1950, kvæntur
Nönnu A. Þórðardóttur og eiga
þau sex börn og eitt barnabarn.
Hann pabbi er dáinn. Lengi hefur
það vofað yfir og oft höfum við búið
okkur undir að endalokin væru komin
en ávallt reis hann pabbi upp aftur.
Margar minningar þjóta í gegnum
hugann á þessum tímamótum í lífi
okkar. Fyrst er að nefna þegar fjöl-
skyldunni var úthlutað íbúð í Ásgarði
63 árið 1957. Næstu mánuði á eftir
sást lítið til pabba því allur hans tími
fór í að standsetja húsnæðið. Við
minnumst þess líka þegar við systk-
inin komum heim með tilvonandi
maka okkar, hvað hann tók þeim með
mikilli hlýju.
Eitt var það sem átti hug hans all-
an en það voru íþróttir, en þó sér í lagi
knattspyrna, og var hans félag KR í
byrjun að Vesturbæinga sið. Svo þeg-
ar synirnir fóru að æfa með Víkingi,
fyrst Bubbi og síðan Einar, fylgdi
hann þeim eftir og hóf þá að starfa
fyrir félagið. Hver man ekki eftir full-
um snúrum af víkingstreyjum í Ás-
garðinum og tók móðir okkar, Lára,
fullan þátt í þessu öll árin. Pabbi
starfaði fyrir Víking í ein 30 ár og eitt-
hvað skemur fyrir KRR og KSÍ.
Oft var glatt á hjalla í Ásgarðinum
er sigur hafði unnist á fótboltavell-
inum, en aldrei eins og þegar Víking-
ur varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í
57 ár árið 1981 og ljúfsárt var að
tryggja sér titilinn með sigri á gamla
félaginu sínu KR í síðasta leik.
Við áföll innan fjölskyldunnar var
pabbi sá klettur sem upp úr stóð og
miðlaði hann okkur systkinum hugg-
unarorðum af yfirvegun og hlýju á
erfiðum stundum.
Með þessum orðum, sem gætu jú
orðið miklu fleiri, viljum við kveðja
hann í bili. Hafi hann þökk fyrir allt
og allt. Hvíl í friði.
Hann tók þig í fang sér og himnarnir hófu
í hjarta þér fagnandi söng.
Og sólkerfi daganna svifu þar
um sál þína í tónanna þröng.
En þú varst sem barnið, er beygir kné
til bænar í fyrsta sinn.
Það á engin orð nógu auðmjúk til,
en andvarpar: Faðir minn!
(Tómas Guðmundsson.)
Ásgerður, Guðbjörn,
Árný og Einar.
NÚ HEFUR hann afi Ásgeir kvatt
þetta líf og langar okkur að minnast
hans með nokkrum orðum.
Þessi merkilegi maður var okkur
miklu meira en afi þar sem hann ól
okkur upp frá unga aldri í Ásgarð-
inum ásamt ömmu Láru. Að því bú-
um við alla ævi vegna þess að það
voru forréttindi að fá að alast upp hjá
þeim hjónum, því þar fór reynslumik-
ið og hjartahlýtt fólk, ólíkt en mjög
samheldið.
Hjá því lærðum við öll helstu lífsins
gildi sem við munum búa að um
ókomna tíð. Við áttum að klára okkar
verk af heiðarleika, vandvirkni og
standa við það sem við sögðum.
Þrátt fyrir að afi væri ekki heilsu-
hraustur maður var hann ótrúlega
atorkusamur og tók hann mikinn þátt
í félagslífi okkar og þá sérstaklega
íþróttum. Auk þess starfaði hann
mikið innan Víkings og knattspyrnu-
hreyfingarinnar. Í þessum fé-
lagsstörfum sem veittu honum mikla
gleði og ánægju eignaðist hann
marga af sínum traustustu vinum og
mótuðu þessi störf hans uppeldi okk-
ar á mjög jákvæðan hátt.
Á kveðjustund erum við þakklát
fyrir allt það sem hann var okkur og
minnumst þessa hjartastóra, duglega
og fórnfúsa afa okkar og uppeldisföð-
ur með stolti, hlýju og virðingu.
Við þökkum af alhug afa Ásgeiri
fyrir allt. Hvíl í friði.
Elsku amma, minningarnar um afa
munu ylja þér um ókomna tíð. Guð
veri með þér.
Kjartan, Ásgeir og Hanna Lára.
Já hann afi okkar var yndislegur
maður og tók ávallt á móti okkur opn-
um örmum er við komum í heimsókn
til hans og ömmu. Hann sýndi mikinn
áhuga á öllu því sem við höfðum að
segja og var gott að tala við hann.
Alltaf svo blíður og góður, eins og t.d.
þegar hann Óli kom heim frá Spáni og
ekki búinn að sofa í 24 klst., þá bjuggu
hann og amma um hann í rúminu sínu
og komu með handklæði fyrir tattúið
sem hann var nýbúinn að fá og útvarp
svo hann gæti nú hlustað á sína skoð-
un.
Hann afi var afskaplega virðulegur
maður mundum við segja … og ynd-
islegur á allan hátt, hann lifði fyrir
fjölskylduna og fótboltann. Hann
mun lifa áfram í hjörtum okkar og
munum við ætíð muna allar þær ynd-
islegu stundir sem við áttum með
honum.
Þó í okkar feðrafold
falli allt sem lifir
enginn getur mokað mold
minningarnar yfir.
(Bjarni Jónsson frá Gröf)
Björn Axel, Stefán Þór,
Ólafur Fannar, Laufey Björg,
Ásdís Ósk, Ármann Örn.
Afi Ásgeir eða afi Víkingur eins og
hann var stundum kallaður hefur nú
verið kallaður til æðri starfa í upp-
hæðum. Afi var höfuð stórrar sam-
heldinnar fjölskyldu eins og kom ber-
sýnilega í ljós þegar við komum
saman til að eiga bænastund með
höfðingjanum morguninn sem hann
kvaddi þennan heim. Fáa menn hef
ég þekkt í gegnum tíðina sem eru
blíðari og tilfinningaríkari en hann afi
var. Hann tók ævinlega á móti manni
með opinn faðminn og svo fékk mað-
ur í kjölfarið stóran knús og þrjá
kossa á kinnina. Þetta var sérkenni
afa sem manni lærðist fljótt og þótti
afar vænt um. Börnunum mínum
fannst alltaf gott að koma í Ásgarðinn
og fá afaknús. Afi og amma áttu líka
alltaf sveskjur á ákveðnum stað í eld-
húsinu þegar börnin mín komu í
heimsókn og afa fannst óskaplega
gaman að fara með þau að finna
sveskjustampinn. Og öll fengu þau að
kynnast því hvað heyrðist ef þau
studdu fingri á vörtuna hans afa. Afi
var einstaklega barngóður maður og
fylgdist mjög vel með gangi mála hjá
öllum sínum barnahópi.
Ég var ekki gömul þegar það var
alveg orðið ljóst fyrir mér að Víking-
ur var liðið. Það voru margar ferð-
irnar farnar í Hæðargarðinn með
honum afa, sem var oft kallað hans
annað heimili, þar sem hann var að
snúast í kringum Víkingsstrákana
sína. Afi á því án nokkurs efa stærst-
an þátt í því hversu stóran sess fót-
bolti skipar í mínu lífi og minnar fjöl-
skyldu. Það kom aldrei fyrir að
boltinn væri ekki ræddur þegar mað-
ur kíkti í Ásgarðinn og þá aðallega
enski boltinn í seinni tíð. Eftir að son-
ur minn fór svo að spila fótbolta
spurði afi hann alltaf út í gang mála
þegar þeir hittust. Verst þykir unga
manninum að afi skyldi aldrei hafa
komið á völlinn til að sjá hann spila en
er þó alveg viss um að hann afi kemur
til með að fylgjast með honum hér
eftir þegar hann er að spila.
Í janúar sl. kom hópurinn þeirra
afa Ásgeirs og ömmu Láru síðast all-
ur saman í Víkinni í tilefni af 85 ára
afmælinu hennar ömmu. Þar brá
ungviðið sér saman inn í sal og spilaði
fótbolta. Það var stoltur maður, hann
afi minn, sem stóð með bros á vör og
horfði á efnilegan hópinn sinn í gegn-
um gluggann. Hann hafði orð á því við
ungu mennina að ef þeir héldu áfram
að vera duglegir að æfa og borða þá
væri klárt mál að þeir yrðu atvinnu-
menn í fótbolta. Ég er illa svikin ef
þessi orð koma ekki til með að hljóma
í höfðum þessara ungu drengja um
ókomna tíð, því að þeir báru sko mikla
virðingu fyrir afa Ásgeiri.
Elsku amma mín, ég bið góðan Guð
um að gefa þér styrk í sorginni. Ég
veit að afi kemur til með fylgja þér
um ókomna tíð. Minningin um mikinn
og góðan mann og yndislegan afa
mun lifa.
Elsku afi minn, það eru þung skref
stigin í dag þegar við kveðjum þig
hinstu kveðju. Ég bið góðan Guð að
taka vel á móti þér og varðveita þig.
Ég veit að þú kemur til með að fylgj-
ast áfram með okkur öllum og vernda
okkur af fremsta megni. Takk fyrir
allt og allt.
Hvíl þú í friði, elsku afi,
Katrín og fjölskylda.
Nú ertu farinn frá okkur, elsku afi
minn.
Ég man enn í dag eftir þeim degi
þegar þið amma gáfuð mér Framara-
búning í afmælisgjöf. Þó að þið væruð
bæði gallharðir Víkingar og ekki
beint hrifin af því að ég væri Framari,
allir aðrir í ættinni Víkingar, þá
stoppaði það ykkur ekki í að gefa mér
þann búning. Í mínum huga lýsir
þetta því hvernig persóna þú varst.
Þó að þú værir ekki hrifin af því að ég
væri Framari þá virtir þú það við mig
og reyndir ekki að breyta því. Þú
varst samt vanur að segja við mig að
þetta myndi nú eldast af mér og með
árunum yrði ég vitrari. Það má segja
að þú hafir haft rétt fyrir þér að vissu
leyti. Þegar ég kom í bæinn í skóla þá
valdi ég Víking og held ég að þú hafir
nú verið ánægður með það og í dag
held ég að þó að ég sé enn Framari þá
slái Víkings-hjartað inn við beinið.
Það var alltaf gaman að koma í
heimsókn í Ásgarðinn og kíkja á
enska boltann. Þá var sjaldan jafn
mikið fjör og þegar Manchester Unit-
ed og Arsenal mættust. Því eins og
allir vita þá heldur amma með Arsen-
al og þú með „Manstu eftir united“
eins og þú kallaðir þá. Alltaf þegar
Arsenal keppir og mun keppa í fram-
tíðinni þá mun ég hugsa til þín. Því þú
kallaðir alltaf einn leikmann Arsenal
„Stebba,“ þú veist hvern ég er að
meina. Heyrði þig segja þegar leik-
urinn stóð yfir og þessi ákveðni leik-
maður var með boltann „Þarna er
Stebbi“ því þér fannst við svo líkir,
ekki veit ég hvort það var á velli eða í
útliti. Það skiptir ekki máli, hvort sem
var þótti mér þetta mikið hrós og
hafði gaman að því að vera líkt við
slíkan gæðaleikmann.
Það var eitt sem ég lærði af þér og
komst á lagið með en það var að tippa
í getraunum. Það var gaman að
keppa við þig um hver væri nú með
fleiri rétta þessa helgina og oftar en
ekki hafðir þú betur. Þá fylgdist mað-
ur alltaf með því hvernig Monsunni
gekk þessa helgina og vonandi að
Einar verði duglegur og haldi hópn-
um þínum við í þínu nafni. Ég mun
sakna þín, kæri afi minn, en ég veit að
þú munt alltaf vaka yfir okkur og
kæmi mér það ekki á óvart ef maður
skyldi rekast á þig á vellinum.
Stefán Þór.
Fyrsta minningargreinin, og ekki
að ástæðulausu að sú grein sé um afa
Ásgeir. Hann átti alltaf sérstakan
stað í hjarta mínu og mun alltaf eiga.
Hans mikla ástúð á öllu sínu fólki var
einstök og það voru sérstök forrétt-
indi að eiga afa eins og hann. Um-
hyggjan og kærleikurinn í garð okkar
allra voru meiri en orð fá lýst og eitt-
hvað sem hann kom vel til skila. Afi
smitaði mig eins og fleiri af fótbolta-
áhuganum. Ég fékk strax að vita að
Víkingur var „félagið“ og það eru
margar minningarnar sem koma upp
í hugann á þessari stundu. Fjölmarg-
ar ferðir á gömlu „Fífíunum“, þar
sem maður skottaðist með honum
niður í Hæðargarð eða á Laugardals-
völlinn til að gera klárt fyrir leiki hjá
strákunum hans. Þar fékk maður að
ganga í það „stóra starf“ að hengja
upp búningana. Ég man hvað ég öf-
undaði afa að þekkja alla þessa fót-
boltakarla og fannst að ég ætti senni-
lega vinsælasta afa í heimi. Seinna
breyttist þetta í það að ég átti þann
afa sem átti sennilega flest afabörn af
öllum. Það eru örugglega fáir Víking-
arnir sem ekki kölluðu hann „afa“ eða
„afa Víking“. En jafn mikið og maður
leit upp til „gamla“, þá náði hann
aldrei að snúa enska hjartanu í mér,
en mátti þó eiga það að hann gafst
fljótt upp á að reyna það og leyfði mér
að hafa mínar skoðanir á þessum mál-
um. Hann vorkenndi mér bara vegna
fárra titla hjá mínum mönnum. Ég
minnist þess að ég var staddur í sölu-
ferð úti á landi síðastliðið haust þegar
síminn hringdi. Á skjánum blikkaði
„Afi Ásgeir hringir“. Erindið var lýs-
andi dæmi um samskipti okkar.
Þarna var hann bara að hringja í mig
til að óska mér til hamingju með púll-
arana mína. Hann vissi af því að ég
hefði ekki tök á að sjá leikinn, sem var
spilaður snemma morguns í miðri
viku og fannst það vera skylda sín að
bera mér fréttir af gangi mála. Við
gátum oft setið tímunum saman og
rætt fótbolta. Hin seinni ár fékk
amma að taka þátt í samræðunum og
stóð þá frekar með nafna sínum en
afa. Börnin mín öll fengu að kynnast
hlýju hans og greinilega meðtóku
hana eins og ég sjálfur. Elsti sonur
minn sem býr erlendis vildi alltaf
koma við í Ásgarðinum þegar hann
kom heim og stjúpsonur minn hljóp
alltaf beint upp í fangið á ömmu og
afa þegar hann kom til þeirra. Verst
þykir mér að „Molinn“ hans afa fékk
ekki langan tíma til að kynnast hon-
um, en hann á eftir að gera það í
gegnum minningu okkar hinna. Það
verður skrítið að koma í Ásgarðinn og
fá ekki faðmlagið og kossana þrjá frá
honum, en amma fær bara fleiri í
staðinn.
Ég kveð afa með sorg í hjarta en
góðum minningum og veit að hann
verður hjá mér yfir enska boltanum
og öðru í mínu lífi um ókomna tíð.
Eigðu hjartans þökk fyrir allt og allt,
elsku afi minn.
Elsku amma Lára. Ég bið góðan
guð að styrkja þig í þinni miklu sorg.
Minningin lifir um besta afa í heimi.
Lárus Ingi Magnússon.
Við systurnar munum aldrei aftur
trítla upp stigann í Ásgarðinum til
þess að smella kossi á afa Ásgeir þar
sem hann situr í stóra herberginu og
fá um leið létt kitl af skegginu hans.
En frábærar og ljúfar minningar
munu lifa áfram í hjörtum okkar um
ókomna tíð um þann hjartahlýja
mann sem afi hafði að geyma.
Þegar við vorum yngri lumaði afi á
ótal mörgum brögðum til að fanga at-
hygli okkar. Eitt þeirra var að smella
tungunni í góminn og mynda þannig
undarlegt hljóð sem gerði okkur for-
viða enda hulin ráðgáta þá hvernig
hann fór að þessu. Annað bragð sem
afi notaði óspart var að biðja okkur að
ýta á fæðingarblett sem hann hafði á
kinninni. Um leið og við ýttum kom
upp úr afa hljóð líkt og í dyrabjöllu
sem orsakaði mörg hlátrasköll.
Þegar Erla var 8 ára gaf hún afa
það loforð að hún skyldi leika hand-
bolta með meistaradeild Víkings enda
var afi mikill Víkingur og heiðurs-
félagi félagsins. Það loforð efndi hún
og fylgdist afi vel með framvindu
mála.
Barnabörn og barnabarnabörn afa
voru honum mikils virði og fundum
við systurnar fyrir því að fjölskyldan
skipti hann miklu máli. Það var alltaf
gott að koma í Ásgarðinn enda afi og
amma mikið sómafólk, sem engu lík-
ara en hafi verið sniðin fyrir hvort
annað, sem við afkomendurnir getum
stolt tekið okkur til fyrirmyndar.
Helsta áhugamál afa var knatt-
spyrna sem hann fylgdist vel með og
starfaði mikið fyrir knattspyrnu-
hreyfinguna. Árið 2004 var hann
heiðraður á Laugardalsvelli fyrir vin-
áttulandsleik Íslands og Ítalíu. Þar
fékk hann sérstaka viðurkenningu
fyrir ómetanlegt sjálfboðaliðastarf í
þágu knattspyrnu á Íslandi að tilefni
50 ára afmæli UEFA. Sú stund var
afa mikils virði og við systurnar vor-
um verulega stoltar fyrir afa hönd
enda er hann okkur mikil fyrirmynd.
Jóhannes Bjarki barnabarnabarn
afa og sonur Erlu trúir því að þeir
sem falla frá fái sína stjörnu á himni
og hann fylgist vel með stjörnunum.
Eftir kistulagninguna fann Jóhannes
Bjarki afa stjörnu á himninum og er
þess fullviss að nú sé afi að leika við
Brúnó hundinn okkar og hafi nóg að
fást við.
Amma hefur staðið sig eins og sú
hetja sem við þekkjum eftir fráfall
afa. Hún veit líkt og við að nú er hann
kominn á góðan stað meðal annarra
stjarna. Við biðjum góðan guð að
passa vel upp á ömmu á þessum erf-
iðu tímum enda hefur hún misst mik-
ið í þeim góða lífsförunaut sem afi Ás-
geir var.
Elsku afi takk fyrir samfylgdina í
gegnum árin og megi minning þín lifa
í hjörtum okkar sem vorum svo lán-
söm að þekkja þig um alla framtíð.
Unnur og Erla Sigurþórsdætur.
Árið 1921 fæddist drengur á Bakk-
astíg í vesturbæ Reykjavíkur, á
áhrifasvæði KR. Umhverfið var báru-
járnsklædd timburhús í ýmsum lit-
um, litlir blettir umluktu húsin og á
lóðamörkum voru spýtugirðingar;
ennfremur þvottasnúrur og aðeins
fjær siglur á bátum, bryggjur og slor
sem fylgir fiskimönnum: Þorp.
Drengurinn gekk að sjálfsögðu í
KR. Hefði örugglega viljað vera einn
af drengjunum á vellinum og skora
mark og annað. Nógur var áhuginn.
En það átti ekki að verða. Ásgeir fékk
á unga aldri berkla í annan fótinn og
bjó við afleiðingar þess alla ævi,
stundum kvalinn. En hann unni
knattspyrnunni og þótt hann skoraði
ekki á velli skoraði hann í störfum
fyrir KR og knattspyrnuna. Ég
kynntist Ásgeiri sumarið 1950 er ég
og Guðbjörg, systir Láru, eiginkonu
Ásgeir Ármannsson
Við munum ávallt minnast
Ásgeirs Ármannssonar, þeg-
ar við heyrum góðs manns
getið.
Innilegar samúðarkveðjur
til fjölskyldunnar.
Guðrún og Sigurður Óli.
HINSTA KVEÐJA