Morgunblaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.02.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2007 37 Ásgeirs, felldum hugi saman og þeg- ar mér óx kjarkur heimsótti ég fjöl- skylduna á Þórsgötu 17, heimili móð- ur þeirra systra, Guðbjargar Jónsdóttur. Þetta var gott heimili, ekki mikið húsrými en aldrei virtist þröngt um gesti að vestan sem gistu þar í ferðum sínum til höfuðborgar- innar, aðallega til viðtals við lækna. Þá var ekkert sjónvarp og nógur tími til samtala og til að spila. Spil- uðum við verðandi svilar oft bridds við þær systur en húsmóðirin hljóp oft í skarðið. Var oft spilað fram að dagrenningu. Ásgeir var ansi glúrinn spilamaður. Oft var farið á Breiðfirð- inga- eða Barðstrendingamót með móðurinni og þar var samþættun kynslóða í leik og dansi. Kynntist ég þar mörgu góðu fólki. Það var mér undrunarefni hve lítið stífur fótur Ás- geirs hindraði hann í dansi. Árið 1958 fluttu Lára og Ásgeir í raðhús nr. 63 við Ásgarð í Bústaða- hverfi með börnum sínum og hófst þar nýr kafli í lífi þeirra. Þau gengu í Víking ásamt sumum barna sinna og var knattspyrnudeildin í forgangi. Þau hjónin tengdust mjög yngri flokkunum og svo fór að Lára tók að sér þvott á íþróttafötum þeirra, þeim að kostnaðarlausu. Var hér aftur komið gamla þorpið: heimili, þvotta- snúrur, kirkja, íþróttafélag? Þorp með nánd. Ásgeir var maður hávaxinn, í mínu minni alltaf grannvaxinn, í andliti fríður, en langvarandi veikindi mörk- uðu hann lengi. Hann var drengur góður og traustur, ljúfur, einkum í hópi barnabarna. Stærsta sigur Ásgeirs, sem sviptur var draumnum um að skora mark og annað á grænum velli, tel ég vera að leyfa öðrum að koma í sinn stað og skora. Það krefst þroska að vinna slíkan hugrænan sigur. Þessir ungu menn áttu sér athvarf hjá „ömmu“ Láru og Ásgeiri í Ásgarðinum og sig- ur þeirra á velli var sigur Ásgeirs. Honum var sýndur mikill sómi frá hendi KSÍ og Víkings. Við hjónin og fjölskylda sendum Láru og fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur. Guðmundur W. Vilhjálmsson. Kveðja frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands Íþróttahreyfingin er langstærsta félagsmálaafl á Íslandi. Íþróttafélög- in eru hornsteinar félagslegra sam- skipta í hverju byggðarlagi. Þau eru vettvangur leiks og lífs, síung upp- spretta hverrar kynslóðar, sem stendur traustum fótum í samfélag- inu. Þar hafa menn metnað fyrir hönd barna sinna, sjálfra sín, félags síns eða samfélagsins. Starf íþróttahreyf- ingarinnar og eðli byggist að lang- mestu leyti á framlagi ötulla sjálf- boðaliða sem vinna gríðarlega mikilvægt starf í þágu íslensks sam- félags. Það var í þessu umhverfi og í ranni Knattspyrnufélagsins Víkings sem Ásgeir Ármannsson vann af heil- um hug fyrir sitt félag. Hann vann einnig mikið starf fyrir Knattspyrnu- samband Ísland og fyrir þessi störf var honum veitt Gullmerki ÍSÍ á 75 ára afmæli Víkings 1983. Ásgeir mætti á ótrúlega marga kappleiki í þeim íþróttagreinum sem Víkingar tóku þátt í. Og alltaf var Lára mætt með honum til að hvetja Víking. Já það geislaði áhuginn, hlýjan og vel- vildin af þeim hjónum og engum gat dulist hinn einlægi áhugi á íþrótta- starfinu. Ég átti því láni að fagna að kynnast Ásgeiri Ármannssyni. Hann var mikill mannkostamaður og fín fyrirmynd. Hans verður sárt saknað. Megi minningin um góðan dreng lifa. Láru og fjölskyldu hans sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Stefán Konráðsson. Kveðja frá KSÍ Látinn er í Reykjavík einn mætasti félagi í íslenskri knattspyrnuhreyf- ingu, Ásgeir Ármannsson. Ásgeir gegndi í tugi ára trúnaðar- störfum fyrir félag sitt, Víking, og fyrir Knattspyrnusamband Íslands. Hann sat í varastjórn sambandsins frá 1986 til 1992 og var í aganefnd frá 1981 til 2006, eða í aldarfjórðung. Fyrstu ár sín í aganefnd sá Ásgeir um að handfæra vikulega öll gul og rauð spjöld sem veitt voru í íslenskum fót- bolta. Það mikla verk vann Ásgeir af mikilli nákvæmni og yfirvegun. Ásgeir hlaut fjölda viðurkenninga fyrir störf sín fyrir knattspyrnu- hreyfinguna. Hann hlaut silfurmerki KSÍ á 60 ára afmæli sínu árið 1981 og gullmerki sambandsins fékk hann ár- ið 1992 á 45 ára afmæli þess. Árið 2004 hlaut Ásgeir 50 ára afmælisvið- urkenningu Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA) fyrir langt og far- sælt sjálfboðaliðastarf í þágu knatt- spyrnuhreyfingarinnar. En Ásgeir starfaði ekki einn að þessum hugarefnum sínum. Hann var með ráðum og dáðum studdur af eiginkonu sinni, Láru Herbjörnsdótt- ur, sem einnig tók virkan þátt í störf- um innan knattspyrnuhreyfingarinn- ar. Þau hjónin voru samhent í áhuga sínum á íslenskri knattspyrnu og gerðu aldrei greinarmun á karla- eða kvennaknattspyrnu, yngri flokkum eða landsliðum, í þá áratugi sem þau voru reglulegir gestir á vellinum. Á þeim tíma þegar kvennaknattspyrna var að stíga sín fyrstu skref var áhugi og stuðningur sem þessi sjaldgæfur. Ásgeir var góður félagi, ljúfur í um- gengni, hress og kátur, og var hvers manns hugljúfi. Í þá áratugi sem hann sat í aganefnd mætti hann stundvíslega á vikulega fundi nefnd- arinnar og það var algjör undantekn- ing ef hann boðaði forföll. Hann bjó yfir mikilli reynslu, leitaði alltaf sátta og lagði gott til mála. Með Ásgeiri er genginn mætur maður sem vann langt og óeigingjarnt starf í þágu ís- lenskrar knattspyrnu. Fyrir hans mikla framlag erum við þakklát. Eig- inkonu Ásgeirs, Láru Herbjörnsdótt- ur, og fjölskyldu sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Eggert Magnússon, formaður KSÍ. Kveðja frá Knattspyrnufélaginu Víkingi. Einstakur vinur og kær félagi er kvaddur í dag. Þegar Ásgeir og Lára fluttust með fjölskyldu sína í Ásgarð- inn árið 1957 kom fljótlega í ljós að Víkingur hafði eignast ómetanlega liðsmenn sem töldu ekki eftir sér að vinna fjölmörg störf fyrir Víking, allt frá búningaþvotti til stjórnarstarfa. Þess utan fylgdust þau með fjölda kappleikja í öllum aldursflokkum og kunnu öllum öðrum betur skil á nöfn- um og högum leikmanna og deildu með þeim gleði og sorgum. Þá hefur annasamt og mannmargt heimili þeirra alltaf staðið Víkingum opið. Það var því ekki að ástæðulausu sem þau voru kölluð mamma og pabbi og síðar afi og amma meðal Víkinga. Sjálfur hef ég og fjölskylda mín, allt frá fyrstu kynnum við Ásgeir og Láru, notið ómetanlegrar vináttu þeirra og ræktarsemi, sem ég þakka fyrir af alhug. Ásgeir gegndi um árabil fjölda trúnaðarstarfa í þágu knattspyrn- unnar, sat m.a. í stjórn knattspyrnu- deildar Víkings; í stjórn Knatt- spyrnuráðs Reykjavíkur og í stjórn Knattspyrnusambands Íslands þar sem hann í fjölda ára tók þátt í starfi aganefndar sambandsins. Fyrir óeig- ingjörn störf sín hefur Ásgeir verið heiðraður með gullmerki KSÍ og gull- merki KRR og á 80 ára afmæli hans 2001 var hann einróma tilnefndur heiðursfélagi í Víkingi. Hvar sem Ásgeir kom að starfi sinnti hann því með skilvísi og snyrti- mennsku en jafnframt með gleði og ánægju þess sem vill gera vel og láta gott af sér leiða. Það verður mikil breyting að sjá Ásgeir ekki koma í Víkina til að fylgj- ast með því sem er á döfinni hverju sinni, reyna við stóra vinninginn í get- raunum eða sitja við gluggann í hátíð- arsalnum og fylgjast með knatt- spyrnu- eða handboltaleikjum og halda síðan þeirri venju sinni að leik loknum að taka þátt í gleði leikmanna þegar vel gengur og hvetja þá til dáða þegar úrslit fara ekki að vonum. Það er gæfa að kynnast manni eins og Ásgeiri, því hann var mennskur í besta skilningi orðsins, hógvær og kurteis og hvað sem á bjátaði bar hann með sér mannlega hlýju og reisn sem birtist í þéttu handtaki, brosi og einlægri framkomu, hver sem í hlut átti. Víkingar kveðja Ásgeir með virð- ingu og þakkæti fyrir samfylgdina. Kæra Lára: Víkingar senda þér og fjölskyldu þinni innilegar sam- úðarkveðjur. Þór Símon Ragnarsson. Hugurinn leitar til baka til þess tíma er ég kynntist Ásgeiri vini mínum. Þá var ég 17 ára unglingur að stíga mín fyrstu skref í meist- araflokki Víkings í knattspyrnu sumarið 1974. Það var Ásgeir sem skóp hlýjuna og umhyggjuna í þeim hópi. Alltaf til staðar til að aðstoða mannskapinn, kátur og hress. Ás- geir sá um allan umbúnað í kring- um liðið. Það var vinalegt að sjá Víkingsbúningana blakta á þvott- snúrunum framan við Ásgarð 63. Knattspyrnan var Ásgeir mikil- vægari en orð fá lýst. Hann starfaði fyrir Víking í marga áratugi. Hans mikla starf í þágu félagsins verður seint þakkað. Ef íþróttafélögin ættu fleiri jafningja Ágeirs væri starfið auðveldara. Ásgeir starfaði einnig fyrir Knattspyrnusamband Íslands, lengst af í aganefnd. Þar var hann ötull liðsmaður, stundvís, áreiðanlegur og vann sín verk þar sem annars staðar af alúð og hlýju. Ásgeir var margheiðraður fyrir störf sín í þágu íslenskrar knatt- spyrnu. Ég og mínir höfðum afar góð kynni af Ásgeiri og Láru og þeirra indælu fjölskyldu. Krakkarnir þeirra hafa smitast af ást þeirra hjóna á Knattspyrnufélaginu Vík- ingi. Það hafa þau sýnt í huga og verki. Þó að Ásgeir hafi verið veik- burða í mörg undanfarin ár lét hann það ekki aftra sér frá því að sjá alla heimaleiki Víkings og flesta útileiki síðastliðið sumar. Hann hef- ur eflaust þurft að hvíla sig vel fyrir átakið að koma sér á leik og horfa á strákana sína. Hann lifði sig inn í leikina af lífi og sál. Og eins og í gamla daga þegar ég sparkaði bolta með Víkingi áttu strákarnir í Vík- ingsliðinu hug hans og hjarta sem hann sýndi þeim svo gjarnan í lok leikja. Faðmaði þá í blíðu sem stríðu og hvatti þá til dáða. Það er ómetanlegt að eiga slíkan stuðn- ingsmann sem Ásgeir sem alla tíð elskaði samferðamenn sína og að sýndi það ríkulega í verki. Við Víkingar munum sakna þess að hafa ekki Ásgeir með okkur í Víkinni. Hann var hluti af félaginu og gerði það betra. En það er víst óumflýjanlegt að menn falli frá, en Knattspyrnufélagið Víkingur er vonandi eilíft. Víkingur er minnis- merki um marga góða menn sem unnið hafa félaginu mikið starf, fé- lagi sem á næsta ári heldur upp á 100 ára afmæli sitt. En félagið er ekki bara minnismerki, heldur lif- andi félag þar sem margir, ungir sem aldnir koma saman til íþrótta- iðkunar, til ýmissa félagsstarfa og til þess að hvetja sína menn til dáða. Þannig þekkti Ásgeir Ár- mannsson þetta félag og þannig vill hann hafa það áfram. Elsku Ásgeir, ég, Anna og fjöl- skyldan okkar kveðjum þig í hinsta sinn. Eftir lifir minningin um ást- ríkan mann, sem aldrei mun gleym- ast. Blessuð sé minning þín. Elsku Lára og fjölskylda. Hugur minn og fjölskyldunnar er með ykkur á sorgarstund og við biðjum góðan Guð um að styrkja ykkur. Af öllum þeim gæðum sem okkur veitir viturleg forsjá til ánægjuauka er vináttan dýrmætust. (Epíkúros, grískur heimspekingur.) Róbert B. Agnarsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings.  Fleiri minningargreinar um Ás- geir Ármannsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Halldór Már Sæ- mundsson; meistaraflokkur kvenna; Ellert B. Schram; Ólafur Þorsteinsson; Andri Marteinsson, Einar Einarsson, Jón Otti Jónsson; Ásgrímur Guðmundsson; Gunnar Örn; Torfi Dan, Valgerður, Ármann Snær og Snærún Tinna; og Viktor Bjarki Arnarson. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, BJÖRN FRIÐBJÖRNSSON frá Hrísey, Mýrarvegi 117, Akureyri, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri aðfaranótt miðvikudagsins 7. febrúar. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ástrún Jóhannsdóttir, Friðbjörn Björnsson, Kristín Guðbrandsdóttir, Ingi Björnsson, Margrét Baldvinsdóttir, Ásbjörn Björnsson, Hlíf Hansen, afabörn og langafabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir og systir, BJÖRG HARALDSDÓTTIR, Breiðvangi 18, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju mánu- daginn 12. febrúar kl. 11.00. Jóhann Petersen, Katrín Þórhildur Jóhannsdóttir, Halldór Þórður Haraldsson, Ástbjörg Guðrún Haraldsdóttir, Friðrik Haraldsson og aðrir aðstandendur. Lokað Vegna útfarar HALLGERÐAR GÍSLADÓTTUR, fagstjóra Þjóðháttasafns, verður Þjóðminjasafn Íslands lokað frá kl. 14 í dag. Þjóðminjasafn Íslands. ✝ Ástkær móðir mín, STEFANÍA ÞÓRDÍS SVEINBJARNARDÓTTIR, Parham, Ontario, Kanada, lést sunnudaginn 4. febrúar. Fyrir hönd aðstandenda, Alda Sigmundsdóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ÞORSTEINN DANÍEL MARELSSON, lést miðvikudaginn 7. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Hólmfríður Geirdal. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HALLDÓRA SIGRÚN ÓLAFSDÓTTIR frá Lambavatni, Gullsmára 8, Kópavogi, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut að morgni þriðjudagsins 6. febrúar. Hún verður jarðsungin frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 13. febrúar kl. 15:00. Halldór Viðar Pétursson, Kolbrún Kristjana Halldórsdóttir, Ágúst Pétursson, Elín Huld Halldórsdóttir, Gunnar Theodór Þorsteinsson, Pétur Már Halldórsson, Sigurlína Margrét Magnúsdóttir Sigrún Halla Halldórsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.