Morgunblaðið - 09.02.2007, Qupperneq 42
42 FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ HallgerðurGísladóttir,
cand. mag., fags-
tjóri Þjóðháttasafns
á Þjóðminjasafni Ís-
lands, fæddist í Sel-
dal í Norðfirði 28.
september 1952 og
ólst þar upp. Hún
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 1. febrúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar eru Gísli
Friðriksson bóndi í
Seldal, f. 1909, d.
1998, og Sigrún Dagbjartsdóttir, f.
1918. Börn þeirra voru níu, Hall-
gerður var miðjubarnið í hópnum.
Guðríður var elst, f. 1940, d. 2006,
Elsa Sæný, f. 1942, d. 1974, Páll, f.
1946, d. 1990, Ína Dagbjört, f.
1949, Friðrik, f. 1953, Jóhanna, f.
1956, Hulda, f. 1958, og yngst er
Stefanía Guðbjörg, f. 1959.
Eiginmaður Hallgerðar er Árni
Hjartarson jarðfræðingur. Þau
eignuðust þrjú börn; Sigríði, f.
1975, d. 1997, Guðlaug Jón, f.
1979, og Eldjárn, f. 1983.
Eftir skyldunám og landspróf á
Norðfirði hélt Hallgerður til Dan-
merkur og sat í Silkeborg Hus-
holdningsskole 1969–70. Síðan
settist hún í MR og varð stúdent
þaðan 1974. Þá hélt hún til Kan-
ada og nam mannfræði og sögu
við Manitóbaháskóla í Winnipeg
síðar fagstjóri þjóðháttasafns.
Hún kom að ýmsum sýningum
safnsins s.s. Hvað er á seyði? Eld-
húsið fram á okkar daga og brúð-
kaupssýningunni Í eina sæng. Hún
var ein af þeim sem byggðu upp
hinar nýju og rómuðu sýningar
Þjóðminjasafnsins, var þar rit-
stjóri margmiðlunarefnis og einn
af aðalhöfundum grunnsýning-
artextans. Hún ritstýrði og skrif-
aði, ásamt Sigrúnu Kristjáns-
dóttur, bókina Í eina sæng;
Íslenskir brúðkaupssiðir.
Hallgerður kenndi sérgrein sína
í stundakennslu við HÍ og víðar og
flutti fyrirlestra innanlands sem
utan. Hún stundaði einnig hella-
rannsóknir ásamt manni sínum og
Guðmundi J. Guðmundssyni sagn-
fræðingi og gaf út bókina Mann-
gerðir hellar á Íslandi í framhaldi
af því.
Hallgerður starfaði með rauð-
sokkum og sá um skeið með fleir-
um um rauðsokkusíðu Þjóðviljans,
hún var formaður Félags ís-
lenskra fræða, kjaradeildar 1999–
2001, sat í stjórn Umsjónarfélags
einhverfra og var stjórnarmaður í
Kvæðamannafélaginu Iðunni.
Hallgerður var skáld, birti ljóð
sín í tímaritum og hlaut við-
urkenningar fyrir þau. Ljóðabók
hennar, Í ljós, kom út 2004. Nokk-
ur ljóða hennar birtust í þýska
bókmenntatímaritinu Die Horen
2006 í þýðingu Franz Gíslasonar
og Wolfgangs Schiffers.
Hallgerður verður jarðsungin
frá Neskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
1974–75, tók síðan
BA-próf í sagnfræði
við HÍ árið 1981 og
lauk þaðan cand.
mag.-prófi 1991. Sér-
grein Hallgerðar var
saga íslenskrar mat-
reiðslu og mat-
arhátta og þróun eld-
hússins. Árið 1999
kom út bók hennar
Íslensk matarhefð en
fyrir það verk fékk
hún viðurkenningu
Hagþenkis, var til-
nefnd til Íslensku
bókmenntaverðlaunanna og hlaut
fleiri viðurkenningar. Hún hefur
ritað fjölda fræðigreina í innlend
og erlend tímarit og bækur sem of
langt er upp að telja. Í samvinnu
við Steinunni Ingimundardóttur
gerði hún þáttaröð fyrir Sjón-
varpið um matargerð í eldri tíð og
aðra þáttaröð gerði hún um jól á
Íslandi fyrr og nú. Einnig kom hún
að gerð heimildamyndar um
manngerða hella á Íslandi með
Árna Hjartarsyni og Guðmundi J.
Guðmundssyni. Hún sá um fjöl-
marga þætti í útvarpi um mat-
arhætti og hefðir og oft leituðu
fjölmiðlar til hennar um slíkan
fróðleik, einkum á þorra og jóla-
föstu.
Hallgerður starfaði lengst af á
Þjóðminjasafninu, varð deild-
arstjóri þjóðháttadeildar 1995 og
Það var í janúar á síðasta ári að ég
kom í frí til Íslands ásamt Gavin og
Sebastian. Við urðum þeirrar gleði
aðnjótandi að vera stödd hjá Höllu
þegar þær fréttir bárust að krabba-
meinið væri horfið. Hún var þó enn
mikið veik eftir langa og harkalega
meðferð. Við kvöddum landið von-
glöð.
yfir spegilsléttum
sjónum
flögrar bláklæddur
engill
engin ógn sjáanleg
en skjótt skipast veður í lofti
Í júní berast þær hörmungarfrétt-
ir að Gurra elsta systir okkar hafi
greinst með ólæknandi krabbamein.
Í kjölfarið, ekki miklu meira en viku
seinna, greinist Halla með krabba-
mein í þriðja sinn. Mánuði seinna er
Gurra látin. Halla berst áfram fyrir
lífi sínu.
Halla var í miðjunni í níu barna
hópi, sjö árum eldri en ég. Hún var
alltaf stóra systir mín. Friðrik var
næstur á eftir henni í systkinaröð-
inni. Voru þau samrýnd og fylgdust
mikið að bæði í Seldal og í gegnum
menntaskólaárin í Reykjavík. Það
var ekki lognmollan í kringum þau
og saman settu þau á svið ýmsa
skemmtan fyrir okkur yngri syst-
urnar, svo sem að safna okkur saman
á kvöldin í innstakróknum, en það
var herbergi sem við þrjár yngstu
systurnar sváfum í, og segja kynngi-
magnaðar draugasögur sem voru
spunnar upp jafnóðum og þær voru
sagðar. Útbúnaði hafði verið komið
fyrir í fataskápnum. Það var kippt í
spotta á viðkvæmum stað í sögunni
og sjálflýsandi glyrnur komu í ljós er
skápurinn opnaðist. Hrollur fór um
okkur. Daginn eftir þorði ég ekki ein
á klósettið í dagsbirtu og hét því að
taka ekki þátt næsta kvöld, en það
fyrirheit varð að engu og inn fór ég
aftur til að fá í mig meiri hroll.
Ég minnist þess að þurfa á hár-
klippingu að halda. Halla skellti skál
á höfuðið á mér og klippti meðfram
börmunum. Ég leit með skelfingu í
spegilinn eftir á og lokaði mig inni á
klósetti og brynnti þar músum, því
ég vildi ekki láta Höllu sjá að ég væri
óánægð með klippinguna. Nokkru
seinna fékk ég að fara með Höllu út á
Sæsilfur að salta síld. Í hádeginu fór-
um við á hótelið í mat. Þar voru tvær
stúlkur að framreiða og spurðu mig
hvort ég væri stelpa eða strákur.
Þegar ég svaraði að ég væri stelpa
fóru þær að hlæja. Þetta vafamál
tengdist allt klippingunni góðu og í
dag finnst mér þetta bráðskemmti-
leg endurminning og eitthvað svo
Hölluleg. Hún lét hlutina aldrei vefj-
ast fyrir sér og var ekkert að ragast
yfir smámunum. Hún átti ráð við
öllu.
Ég flyst suður til Reykjavíkur
1977. Eftir nokkurn tíma í leiguher-
bergi, sem mér þótti óhemju ein-
manaleg vist, er ég tekin inn í komm-
únuna í Skólastræti 5B þar sem
Halla og Árni búa ásamt Siggu. Ég
er þar í ár og fylgi svo Höllu og Árna
næstu sjö árin, fyrst á Grundarstíg-
inn og svo upp í Háagerði þar sem
þau búa ásamt Imbu Hafstað og Þór-
unni dóttur hennar. Gulli hefur einn-
ig bæst í hópinn. Eldjárn fæðist eftir
að ég flyt frá þeim. Ég verð ein af
fjölskyldunni. Þessi ár voru einstak-
lega skemmtileg og ómetanlegur
kafli í minningasjóðnum.
Halla var mikil baráttukona. Hún
fór í gegnum menntaskólann og há-
skólann af þeim krafti sem einkennir
þá sem vita hvert þeir ætla og láta
ekkert eyða fasthyglinni þrátt fyrir
oft á tíðum bágan efnahag. Hún var
mikil og góð fræðimanneskja og ljóð-
skáld og hafði undravert vald á ís-
lenskri tungu. Ég sagði stundum við
hana að hún hefði röntgensjón á ís-
lenskt mál. Hún fór alltaf yfir ljóðin
mín. Mér fannst ekkert ljóð vera
fullbúið fyrr en Halla var búin að
lesa það yfir. Hennar næmi kenndi
mér margt og bý ég að því í framtíð-
inni. Ég hugsa til þess með sárum
söknuði að geta ekki lengur leitað til
hennar. Hún var stóra systir mín í
því sem fleiru.
Ég trúi því að framlag Höllu til
safna og ritstarfa skili komandi kyn-
slóðum ríkum arfi. Hún hafði bara
svo mikið eftir að gefa á þeim sviðum
sem öðrum. Óskiljanlegt að hún
skyldi ekki fá að vera hjá okkur leng-
ur.
Ef ég ætti að lýsa Höllu í fáeinum
orðum kemur fyrst upp í hugann
hvað hún var góð og notaleg mann-
eskja og náði sambandi við fólk af
öllum gerðum. Hún var alin upp í
sveitasamfélagi og hennar fræði-
mannavinna tengdist mikið þeim
bakgrunni. Þar átti hún heima. Hún
var allstaðar aufúsugestur, enda
skildi hún þennan arf frá fyrstu
hendi. Halla var hógvær manneskja.
Hún tranaði sér ekki fram, þó að ým-
islegt væri sótt til hennar vegna
hæfileika og fróðleiks sem hún bjó
yfir. Hún hafði yndislegan húmor.
Upp úr henni ultu gullkornin stund-
um án afláts og þann eiginleika varð-
veitti hún til hins síðasta. Hún kom
okkur ósjaldan til að hlæja þar sem
við sátum við sjúkrabeð hennar eða
töluðum við hana í síma, þó að allt
annað en hlátur væri upp á teningn-
um. Hún var trygg og trú sinni fjöl-
skyldu fyrir austan, sínum arfi, þótt
hún flytti burtu ung og alla tíð var
gott og náið samband heim. Þessi
tengsl voru gagnkvæm. Uppruni
fólks og sameiginleg reynsla upp-
vaxtaráranna skapa órjúfanleg
tengsl sem ekki báru skaða þó að í
kringum hana skapaðist stór nýr
vinahópur og tengdafjölskylda.
Börnin hennar og Árni áttu þó hjarta
hennar öðrum fremur. Halla hafði
eðlislæga réttlætiskennd sem kom
jafnt fram í daglegu lífi hennar og
pólitískum skoðunum. Hún var heil
og kom til dyranna eins og hún var
klædd.
Fjölskyldan í Sörlaskjóli hefur
fengið meira en lítinn skerf af áföll-
um lífsins. Halla greindist með
krabbamein í fyrsta sinn í kringum
’92, en komst yfir það á rúmu ári.
Sameiginlegt verkefni fjölskyldunn-
ar að ala upp fatlað barn var leyst af
hendi með umburðarlyndi og þolin-
mæði. Í lok árs ’97 er Sigga hrifin í
burtu öllum að óvörum. Hvað er sos-
um hægt að gera annað en að bíta á
jaxlinn og halda áfram.
Fyrir tæplega tveimur árum
greindist Halla svo með krabbamein
í annað sinn. Hennar barátta fyrir
lífinu hefur verið óslitin síðan. Hún
sýndi sem fyrr hvaða styrk hún hafði
yfir að búa. Það var aldrei á döfinni
að gefast upp, hversu veik sem hún
var, og oftast var stutt í húmorinn.
Löngunin til að lifa var gífurleg. Hún
hafði svo mikið að lifa fyrir, fannst
svo gaman að lifa. Hennar barátta og
allra sem í kringum hana voru dugði
ekki til að bjarga henni frá þeim ör-
lögum sem voru henni ætluð. Hversu
smá og vanmegnug við erum þegar
hinn slyngi sláttumaður hefur gert
upp hug sinn.
Það er erfitt að hugsa sér Höllu og
Árna aðskilin. Þau voru sem eitt,
hjón og vinir, áttu sálufélag í flestu
sem þau tóku sér fyrir hendur.
Áhugaefni annars var oftast áhuga-
efni beggja. Gulli og Eldjárn mæta
nú öðru stóráfallinu í lífinu þótt þeir
séu ungir að árum. Þeir horfa á bak
kærri móður sem bar hag þeirra æv-
inlega fyrir brjósti.
Hugur minn er heima á þessari
stundu hjá öllum þeim sem syrgja
Höllu og hafa lagt henni og fjöl-
skyldu hennar lið í langvarandi veik-
indum. Hjá mömmu sem nú fylgir
fjórða barninu sínu til grafar, Nonna
sem hefur verið okkur sem faðir,
systkinum mínum, mökum þeirra og
börnum, hjá fjölskyldu Árna, fjar-
skyldari ættingjum okkar og öllum
þeim góðu vinum sem Halla átti. Ég
hugsa einnig til Obbu og Bjarndísar
sem eru að festa sig í sessi í fjöl-
skyldunni. En þrátt fyrir að sorg
okkar risti djúpt eru það Árni, Gulli
og Eldjárn sem eiga um sárast að
binda. Ég leita að huggunarorðum,
en finn engin. Bið þess eins að þið
finnið ljósið milda sem lýsir í sorg-
inni.
Allt lífið erum við að velja. Mitt val
að setjast að í fjarlægri heimsálfu
hefur orðið þess valdandi að ég hef
mestmegnis verið áhorfandi þótt ég
hafi ekkert þráð frekar en að geta
rétt hjálparhönd, að fá að sitja við
rúmið og halda í höndina á henni síð-
ustu dagana, að vera með henni og
ykkur öllum, að fylgja henni síðasta
spölinn. Ég er þó ævinlega þakklát
fyrir að hafa fengið tækifæri til að
sækja hana heim tvisvar á síðasta
ári. Meira get ég ekki farið fram á.
Þegar ég talaði við hana síðastlið-
inn aðfangadag sagði hún við mig:
Það er búið að spila næstum öll ís-
lensk jólalög sem til eru í útvarpinu í
morgun nema uppáhaldslagið mitt
Jólahjól. Ég fékk kökk í hálsinn.
Fannst þetta svo táknrænt fyrir
hennar stöðu. Ekki hægt að gefa
henni það eina sem hún þráði, bata.
Þegar Zoe dóttir mín fór heim núna í
janúar sendi ég hana með geisladisk
til Höllu með laginu Jólahjól á. Zoe
varð þeirrar gæfu aðnjótandi að vera
nálægt henni í lokakaflanum og hitta
hana heima síðustu klukkustundirn-
ar áður en hún fór í sína hinstu spít-
alalegu. Hún var þá orðin fárveik af
lugnabólgu. Ég efast um að hún hafi
hlustað á uppáhaldsjólalagið sitt,
enda ekki á mínu færi frekar en ann-
arra að uppfylla það sem sem hún og
við öll þráðum mest.
Af veikum mætti hef ég reynt að
vera henni einhver styrkur úr fjar-
lægð, en eins og alltaf er það hún
sem hefur verið mér andagift. Hún
er hetjan mín. Ég hef aldrei þakkað
henni né endurgoldið sem vert væri
árin sem þau Árni fóstruðu mig og of
seint að fást um það núna.
Hluti af mér fagnar því að hún
skuli vera frjáls úr viðjum síns veika
og hrjáða líkama. Ég sé dyrnar opn-
ast. Þar bíða ótal ættingjar endur-
fundanna. Hönd í hönd ganga þær
Sigga á vit nýrra ævintýra. Hún er
komin þangað sem leið okkar allra
liggur. Hún er komin heim. Vertu
sæl systir þar til við hittumst aftur.
sé þig gráföla
í hvítu sjúkrarúmi
fólkið í kring
áhorfendur að
sjónleik dauðans
þitt stríð
þitt
bara þitt
ekki hægt
að taka hendi
og segja:
ég fylgi þér
á leiðarenda
við dyrnar kveðjumst við
dyrnar
sem eru þér einni
opnaðar
ég bið þess í hljóði
að þú hrasir ekki
um þröskuldinn
að þú svífir létt
og óttalaust
inn í stjörnubjarta nóttina.
Stefanía Gísladóttir.
Við systur höfum þekkt Höllu all-
ar götur frá því að hún kynnntist
Árna bróður okkar. Upp í hugann
kemur mynd af glæsilegri ungri
konu með mikið ljóst hár. Hún var að
austan. Það hefur sennilega ekki
verið auðvelt fyrir Höllu að blandast
inn í fjölskyldu okkar í byrjun, þessa
stóru fjölskyldu þar sem samkeppn-
in um athyglina var oft mikil. En
Halla var fljót að aðlagast og öðlast
sinn sess í hópnum – með visku val-
kyrjunnar í farteskinu. Það var alltaf
mikill gleðskapur í kring um Árna og
Höllu. Eftirminnilegar eru allar mat-
arveislurnar í gegnum árin. Á ein-
hvern undraverðan hátt tókst Höllu
alltaf að töfra fram dýrindis veislu-
borð, oft með engum fyrirvara. Mátti
þá gjarnan sjá þjóðlegar kræsingar
á borðum, stundum með ítölsku anti-
pasta eða spænskum tapasréttum í
bland. Þessum veisluhöldum fylgdu
alltaf söngur og gleði og Halla kunni
alla textana og lögin, hvort sem um
var að ræða rokk eða rímnakveð-
skap. Um það leytið sem Halla veikt-
ist vorum við systur ásamt nokkrum
öðrum völdum konum að planleggja
ferðalag um Evrópu með rímnapróg-
ramm. Kvæðakonan góða, kölluðum
við okkur. Var Halla foringi hópsins.
Ætluðum við að kveða rímur á götu-
hornum helstu borga Evrópu og um
leið og við kynntum þannig þjóðararf
okkar sáum við fram á hina bestu
skemmtiferð. Við höfðum farið á
námskeið í rímnakveðskap, lagst í
rannsóknarvinnu og safnað saman
dágóðu rímnasafni eftir íslenskar
kvæðakonur um ástir og daglegt
amstur. Við vorum byrjaðar að velja
vísurnar og finna við þær réttu lag-
boðana. Við sáum fyrir okkur svið-
setninguna; við skyldum vera í þjóð-
legum búningum og halda uppi
spjaldi með skýringum um kvæðin
og höfunda. Við höfðum engar
áhyggjur af fjármögnun ferðarinnar
því við vorum vissar um að við mynd-
um fylla peysufatahúfurnar af skot-
silfri frá þakklátum vegfarendum á
hverju götuhorni. Þó svo foringinn
sé fallin látum við ekki deigan síga. Í
minningu Höllu verður þessi ferð
farin. Þó svo við sjáum hana ekki á
meðal okkar, þar sem við stöndum á
Hallgerður Gísladóttir
✝
Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og
útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og
langafa,
ÁRMANNS HALLDÓRS ÁRMANNSSONAR
rafvirkjameistara,
Sóleyjargötu 10,
Akranesi.
Ingella Þórðardóttir,
Margrét Ármannsdóttir, Þorvaldur Jónasson,
Ármann Ármannsson, Sigurbjörg Ragnarsdóttir,
Þóra Emilía Ármannsdóttir,
Ásmundur Ármannsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma,
ARNDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR,
lést á Landspítalanum miðvikudaginn 7. febrúar.
Örn Sævar Rósinkransson, Helga Gunnarsdóttir,
Huginn Arnarson,
Hugrún Lind Arnardóttir.